Ísafold - 29.08.1878, Síða 2

Ísafold - 29.08.1878, Síða 2
82 ÍSAFOLD. V bókum. Voru hinir settu skoðunar- menn á því, að sum af handritum þess- um, sem að mestu leyti eru óprentuð, sjeu mikils virði. Af handritasafninu eru 226 bindi í stiptsbókasafninu i Reykjavík. Um bókasafniff, sem er á sjötta þúsund binda að tölu, kveða skoðunarmenn þann dóm upp, að það skari fram úr í því, er snertir eddu- og norræna goðafræði, sögu íslands og búnaðarástand, og að í því finnist marg- ar sjaldgæfar og enda ófáanlegar bæk- ur. Mega því söfn þessi (6—7ooobindi) heita gjafvirði fyrir 25000 krónur. Spurningin er nú sú, hvort betra sje, að andlegir fjársjóðir landsins sjeu í landinu sjálfu, eða tvístrist á milli út- lendra. þ>eir sem heldur kjósa hið síð- ara, hljóta að liggja alþingi á hálsi fyrir kaupin. Hinir munu líta öðruvísi á málið, og þakka þinginu fyrir, að það frels- aði þetta safn undan svivirðingu for- eyðslunnar, því „foreyðslu11 má það kalla, þegar álík söfn, sem öll líkindi hefðu annars verið til, tvístrast á marg- ar hendur, og undir öllum kringum- stæðum hefðu tapazt fyrir ísland. Hversu mörg af vorum beztu handrit- um eru ekki þegar horfin hjeðan til Svíþjóðar og Englands, og er það æskilegt, að það, sem eptir kann að vera, fari sína leið? Vjer vonum að þing og þjóð láti sjer vera annt um, að halda þvílíkum fjár- sjóðum sem bezt saman í landinu sjálfu. Af því höfum vjerbæði gagn og sóma. J>ví sje oss ekki annt um bókmenntir vorar og fomrit, þá er bezt að tala sem minnst um þjóðemi. í seinni tíð hefir bæði í Norðan- fara og í hinu danska blaði „Morgen- bladet“ verið margt og mikið ritað um hinn lærða skóla í Reykjavík og hina nýju skólareglugjörð. þótt sumt kunni að vera satt, sem sagt er í blaðagrein- um þeim, þá er sannleikurinn sagður á þann hátt, svo samfljettaður hinum skaðvænlegustu ósannindum, að grein- ar þessar eru yfir höfuð háskalegar og villa sjónir fyrir þeim, sem ekki eru kunnugir málinu. þær eru háska- legar, af því að þær ranglega svívirða einstaka heiðarlega menn og reyna til að eyðileggja virðing og traust al- þýðu á þeiín, og þær villa sjónir fyrir mönnum, af því að þær sumpart gefa ranga lýsing á ástandi skólans, og sumpart kenna saklausum mönnum um það, sem þeim er ekki að kenna, heldur kringumstæðum, er enginn ein- stakur maður ræður við. Aðalhugsun- in í flestum þessum blaðagreinum er þessi: Skóli vor er á hröðu apturfarar- stigi, og orsökin til þess er að nokkru leyti bæði hin nýja reglugjörð og af- skiptaleysi yfirstjórnendanna, en þó að lang mestu leyti ódugnaður rektors þess, sem nú er, Jóns þorkelssonar. Hann á að vera gagnslaus maður, hvim- leiður lærisveinum og kennurum og yfir höfuð óbrúkanlegur maður í sinni stöðu. þannig er lýsingin. Vjer skulum nú ekki tala um það, að slík lýsing sem þessi á nafngreindum manni væri, þótt talsvert tilhæfi væri i henni, svo persónulega meiðandi, að engum nema hatursmanni gæti komið til hugar að rita þannig opinberlega. — þegar sagt er að skólinn sje á hnign- unarstigi, þá getur sú hnignun einkum verið fólgin í tvennu: sið'aspillingu, og framfaraleysi í náminu. Að því er nú snertir hið fyrra atriði, þá er að visu aldrei auðið að dæma til hlítar um siðgæði manna, heldur að eins um hið ytra, sem mest ber á. í skóla þykir sá lærisveinn að minnsta kosti ekki vítaverður, sem ekki gjörir sig sekan í drykkjuskap eða óreglu, sem er hlýð- inn kennurunum og gegn, og tefur hvorki sjálfan sig nje aðra pilta með ólátum eða iðjuleysi svo að brögð sjeu að. Ef allir lærisveinar skólans væru þannig, mundu flestir segja að skóla- piltar væru siðsamir. Hafa nú læri- sveinar skólans á hinum seinustu árum verið i þessum skilningi siðverri en jafnaðarlega að undanförnu? Vjer þorum að kveða skýlaust nei við þeirri spurningu. Nokkrum árum áður en Jón J>orkelsson varð rektor var all- mikið talað um óreglu meðal skólapilta og það jafnvel út um allt land. En á hinum seinni árum hefur það umtal að miklu eða öllu leyti lagzt niður, enda vita að minnsta kosti Reykvíkingar það vel, að einmitt nú um nokkur und- anfarin ár hefur mjög lítið orðið að staðaldri vart við siðaspilling i skólan- um og miklu minna, en opt áður, svo að það er vor fyllsta sannfæring, að lærisveinar skólans sjeu fullt eins sið- prúðir nú eins og jafnaðarlega að und- anförnu, og miklu siðprúðari, en stund- um áður. J>að þarf varla til þess að hugsa, að í svo stóru fjelagi, sem fjelag skólapilta er, verði ekki jafnan „mis- jafn sauður í mörgu fje“, og enginn rektor getur komið í veg fyrir slílct, enda erú það miklu fremur einstakir lærisveinar sjálfir, sem skapa siðferðis- stefnu skólans og að nokkru leyti einnig kennararnir, heldur en rektor. Sið- gæðið á rót sína hið innra í hverjum manni og hverju fjelagi, og sjaldan hefur það góðar afleiðingar að ætla að kúga það fram með harðneskju og ofurvaldi. í því tilliti gjörir rektor sá, sem nú er, það sem af rektor verður krafið, sem er, að hann sjálfur er hinn siðprúðasti maður, er stundar lífstarf sitt með lífi og sál; að hann áminnir pilta iðuglega og brýnir fyrir þeim þýðing stöðu þeirra og skyldu þeirra, og loksins refsar fyrir þau brot læri- sveina, er uppvís verða. Allt þetta gjörir Jón þorkelsson vel og samvizku- samlega. J>að er þannig jafn rangt, að segja að skólapiltar sjeu siðspiltari nú en fyr, eins og að segja að rektor sje að kenna um það, sem þeim er ábótavant.-—-J>á er nú hitt atriðið, að skólinn sje í hnignunar ástandi, af því að piltar læri ver en áður, nái ekki þeirri þekking og andlegum þroska sem fyr. Eins og áraskipti eru að siðgæði í skólanum, þannig er það og með framfarir og þroska, og eru til þess ýmislegar orsakir. Á sumum tímabilum eru meiri gáfumenn í skóla en á öðrum, og þótt rektor sje hinn sami, getur af þeim ástæðum o. fl. á ýmsum tímabilum verið harðla mikill munur á þroska ástandi skólans. í annan stað geta kennarar farið og aðrir komið, og skiptir þá stundum um til batnaðar og stundum til hins verra. Rektor getur með engu móti ráðið gáfum pilta, eða því, hvort honum eru sendir greindir og duglegir unglingar til skólans, eða tornæmir og lingerðir. J>ví það mundi þykja hart, ef enginn sveinn ætti að takast í skóla eða líðast { honum, nema hann væri afbragð annara; mjög mikill strangleiki við inntökuprófið hefur og jafnan þótt koma sjer illa, og sjaldnast er auðið að vita fyrir fram, hvernig þessi og þessi nýsveinn muni reynast í skólanum. J>ví að sumir, sem gengur vel inntöku- próf, reynast seinna illa og gagnstætt. En að þvi, er kennsluna snertir, þá neitar því víst enginn af lærisveinum Jóns J>orkelssonar, að hann sjálfur er hinn bezti kennari, og sama má segja um marga af kennurunum. J>að sem áfátt er við kennsluna, er alls ekki rektors skuld, og ef til vill einskis af stjórnendum skólans, heldur kringum- stæðnanna. J>ví að fyrst og fremst getur rektor lítið ráðið því, hverjir teknir eru fyrir kennara, og í annan stað hafa þeir sem því ráða, ef til vill svo fáum á að skipa, að þeir neyðast til að taka þá, er þeir ekki mundu taka, ef betra byðist. Rektor getur naumlega haft nein veruleg áhrif á kennslu hinna einstöku kennara, og það hefur jafnan — sem von er — verið tekið með litl- um þökkum, þegar hann hefur gjört tilraun til þess, hvort sem hann hefur heitið Bjarni, Jens eða Jón. Ef hann gætir þess, að kennararnir komi í tím- ana í tæka tíð og sjeu við kennsluna hina ákveðnu stund, þá getur hann lítið ráðið við það, hvernig kennslan er, því að vjer gjörum hjer ekki ráð fyrir, að nokkrir kennarar komi drukkn- ir í tímana, eða að kennsla þeirra sje með öllu fráleit; ef slíkt ætti sjer stað, væri það óneitanlega skylda rektors að láta til sín taka og að minnsta kosti skýra yfirstjórn skólans frá því. J>að mætti margt fleira skrifa um þetta mál. En vjer höfum hvorki tíma nje rúm tilþess. Vjer vildum með lín- um þessum mótmæla þeim ósóma, sem hefir verið borinn á rektor Jón J>orkels- son og sýna fram á, að sá áburður er alveg rangur. J>að er og víst að allur þorri manna kann illa ofsóknum þeim, er hann hefir orðið fyrir. J>ví verður

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.