Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 1
í S A F 0 L 0. V 24. Reykjavík, mánudaginn 30. septembermán. 1878. J>ess var getið um daginn, að konung- ur hefði hvorki staðfest lög um fiski- veiðar pegna Danakonungs, peirra er eigi eru búsettir hjer á landi, nje lög um rjettindi hjerlendra kaupmanna og kaupfjelaga. fJetta er nú sjálfsagður rjettur stjórnarinnar, þó hann þurfi að brúkast varlega; enda hefir hinn núver- andi ráðherra beitt þessum rjetti með mikilli varfærni. Honum hefir í þetta skipti þótt alþing höggva rjettindum samþegna vorra of nærri, enda sjest af Stjórnartíðindunum, að bæði hafa Fær- eyingar og danskir kaupmenn, sem hjer reka verzlun, án þess að vera hjer bú- settir, borið sigupp undan þessum lög- um við ráðherrann. Stjórninni er því nokkur vorkunn, þó hún hafi kynokað sjer við, að staðfesta þau, og skal það frá vorri hálfu játað, hvað hin fyrnefndu lög snertir, að þau þurfa þess má ske við, að þau sjeu nákvæmar íhuguð og öðruvísi orðuð, áður en þau geta komið að tilætluðum notum. — Hvað aptur á móti hin síðarnefndu lög áhrærir, virð- ist oss ástæður ráðherrans fyrir að synja þeim um staðfestingu, ekki fullt eins sannfærandi. Hann hefir reyndar skil- ið tilgang laganna, sem er sá, að hlynna að hinni innlendu verzlun vorri, og gjöra nokkurn mun á þeim kaupmönnum, sem láta svo lítið, að búa meðal vor og bera súrt og sætt með oss, og hinna sem njóta annarstaðar afrakstursins af at- vinnu sinni hjer á landi, og ekki vilja líta við oss, nema til að ná í vorar fáu krónur. það er ekki nýtt í lögum, að búslóð og búsetu fylgi viss rjettindi; þarf ekki að minna á annað en t. d. kosningarijett, framfærslurjett o. fl., og þó að þeim kaupmönnum, sem ekki hafa hjer dúk og disk, sje gjört örð- ugra fyrir með strandsiglingar en öðr- um, þá virðast það engar öfgar. Enda voru strandsiglingar i Danmörku fyrir skemmstu bannaðar öðrum en þeim, sem „í konungsríkinu voru búsettir“, og þar á ofan einskorðuð við 15 stór- lesta skip. En — ráðherrann hermir ekki rjett, og það er verra, þegar hann segir, „að eptir því sem 1. gr. í laga- frumvarpinu er samin, er heimtað af þeim, er eiga að njóta þessarar greinar, ekki að eins að þeir skuli vera búsettir á íslandi, en einnig að peir skuli vera „hjerlendir“ þ. e. Íslendingaríl, og kall- ar svo, að það sje að búa til „íslenzkan höldsrjett“ („Indfodsret'j, sem „myndi koma í bága við ijettindi innborinna manna“, (sbr. tilsk. 17. nóvbr. 1787, 7. og 8. gr.). Hvernig hljóðar nú 1. gr. lagafrumvarpsins ? Hún er svo lát- andi: „Heimilt skal öllum hjerlendum kaup- fjelögum og kaupmönnum peim, er bú- settir eru á landi hjer (allt svo einnig dönskum kaupmönnum, ef þeir eru hjer búsettir), en öðrum eigi, að verzla á sjó 6 vikur á sama stað, o. s. frv.“. „Hjerlenzkan" á eingöngu við verzlunar- fjelögin, og myndi þau vera hjerlend kölluð, þó danskir menn væri í þeim, ef þau að eins hefðu hjer aðsetur; en búsetan á við þá einstöku kaupmenn. Greinin kemur því alls ekki í bága við innfæddra rjettinn. þá er sú mótbára, að sektin eptir 2. gr. (50—5000 kr.) keyri fram úr öllu hófi, því hún sje meira en helmingi hærri, en hin mesta sekt, scm hegn- ingarlögin til taka. En hvað er þessi sektarupphæð þó á móti þeim sektum, sem tolllög Dana sjálfra gjöra ráð fyrir, þar sem tollsvik hafa átt sjer stað, upp- tækir farmar og vörubirgðir, margfald- ur tollur o.s.frv. þ>essa mótbáru heyrð- um vjer á alþingi frá landshöfðingjan- um, en bjuggumst sízt við, að hún kæmi hingað aptur sigld. Hitt skal játað, að 4. gr. lagafrumvarpsins er ekki eins vel orðuð, eins og skyldi, og gefst nú tóm og tími til, að laga hana betur í hendi sjer til næsta þings. Satt að segja lítur svo út, sem ráð- herranum hafi þótt nóg um andþófið á rikisþinginu af hálfu kaupmanna gegn skattalögum vorum, og hafi nú viljað gefa þeim dálitla huggun, með því að hafna þessum lögum. En — án engang skall jag aterkomma, sagði Engilbrekt Engilbrektsson forðum, og svo munum vjer segja, þangað til oss tekst að orða frumvarpið óaðfinnanlega. — það er spaugi líkast, þegar ráðherrann talar um það jafnrjetti, sem íslendingar hafi til þess að reka verzlun í Danmörku, án þess að vera þar búsettir; ráðherrann má vita, að vjer hugsum ekki svo hátt að svo stöddu, en viljum fyrst sópa fyrir vorum eigin dyrum. Ráðherrann má vita, að ekkert hefir legið jafn þungt á þessu landi, sem hin danska verzlun fyr og síðar, og þegar danskir kaup- menn koma næst og kvarta yfir, að þeir njóti hjer ekki jafnrjettis, þá hafi hann þessi orð eptirfrægan enskan rithöfund hugföst: „Menn frá móðurlandinu, sem fara til skattlandanna og nýlendanna, til þess að afla sjer fjár, þurfa þess með fram- ar öðrum, að á þeim sje sterkt taum- hald. þeir eru allajafna hinn örðugasti ljár í þúfu fyrir stjórnina. Hina einföld- ustu vörn fyrir innbúana gegn yfirgangi þessara manna, álíta þeir vera rangindi gegn sjer, ef þeim í nokkru finnst sín- um verzlunarhagsmunum vera nærri ^Öggvið“. J- S. Mill, Considerations on re- presentative Government). Vjer íslendingar eigum bæði í vorri eldri og nýrri sögu dæmi í tugatölum upp á þessi sannmæli hins enska rit- höfundar. Einn af vorum beztu mönn- um, Skúli fógeti, átti alla sína embætt- istíð í baráttu við yfirgang kaupmanna, og Hannes biskup Finnsson kennir í ritgjörð sinni „um mannfækkun á ís- landi af hallærum“ (Lærdómslistafje- lagsrit XIV, bls. 169, athugas., og bls. 210), kauphöndlun vorri með fram um hallærin. það væri því ekki nema sann- gjarnt, þó einhvern tíma kæmi sú stund, að íslendingum væri í vilnað í verzlun- armálefnum. í>ó að sumir Reykjavíkur búar hafi hneykslazt og enn þá fleiri kunni að hneykslast á greininni í síðasta tölu- blaði þessa blaðs um húsbrunaábyrgð- ina í Reykjavík, þá getum vjer þó ekki hjá oss leitt, að geta þess, að eins kon- ar trygging bæði gegn húsbruna og skepnumissi átti sjer stað hjer á landi í fomöld, og var þá hvert sveitarfjelag undir eins ábyrgðarfjelag. Var þá ekki leitað ásjár út fyrir hreppinn auk heldur út fyrir landið. í Grágásar kaupabálki 49. kapítula segir svo um húsbruna: „Hús eru þrjú í hvers manns hýbýl- um, þau er til skaðabóta eru mælt, ef upp brenna. Eitt er stofa, annað eld- hús, og þriðja búr það, er konur hafa matreiðu í . . . Ef kirkja eða bænahús er á bæ manns, þá er það hið fjórða hús til skaðabóta talið . . . Ef nokkurt brennur upp fyrir manni þessara húsa, er nú eru talin, þá skal hann heimta til búa sína fimm, og láta virða skaða sinn, þann er orðinn er. þ>eir skulu skaða þann virða, er að húsi er orðinn, og að klæðum þeim og gripum er inni hafa brunnið . . . Mat skal til skaða- bóta telja, ef inni brennur. ... Nú hvatki sem upp brennur þessa húsa, þá skal þar af hálfan skaða bæta, að þeim hætti, sem áður var tínt“. En á undan segir svo um skaða- bætur á nautpeningi: „Skaðabætur eru mæltar, ef fallsótt kemur 1 Qe manns, svo að fellur íjórðungur nautfjár þess, er hann hefir, eður meiri hlutur, þá skulu hrepps-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.