Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 2
94 ÍSAFOLD, 2%?8 menn bæta honum skaða. Hann skal kveðja til nábúa sína fimm á hinum næsta hálfum mánuði, er fall- sótt lætur af, að virða skaða sinn; hann skal segja til skaða síns, og sýna þeim hold og húðir þess fjár er af er farið. . . . Síðan skal hann segja til á samkomu, hve skaði hans hefir virzt, en bændur skulu bæta honum hálfan skaða; þeir skulu svo bæta, aðjafnmiklu sje bætt af hundr- aði hverju“. Hafi menn nú á íslandi á n. 12. og 13. öld getað klofið, að ábyrgjast hver fyrir annan og hver með öðrum húsbruna og nautamissi, þá ætti það að vera kleyft enn, ef ekki vantar góðan fjelagsanda, og ef ekki væri sú venja komin á, að leita alls liðsinnis fyrir utan sig, en ekki innan, Fáeinar athugasemdir við homöopathíu (safoldar, í 22. tölublaði V. árgangs. í blaðinu ísafold, er grein nokkur, sem auðsjáanlega er skrifuð í þeim til- gangi, að mæla fram með þeim hjer- verandi smáskamta-skottulæknum. í þessari grein er margt ranghermt, sem jeg vona, að þjer leyfið mjer að leið- rjetta; þannig segið þjer í henni að homöopathían sje ávallt að ryðja sjer til rúms erlendis o. s. frv. þetta er gagnstætt því sanna, þar sem hún er alltaf að verða meira og meira fyrir- litin meðal menntaðra manna, svo sem eptirfylgjandi fá dæmi sýna. Eitthvað hið bezta og mest útbreidda praktiska verk á Frakklandi Dictionnaire de Therapeutique, samið af prófessórunum Bouchut og Despres, bls. 739 segir svo: „fað er enginn meðalvegur milli þess- ara tveggja skoðana: Annaðhvort er meðalafræði smáskamtalæknanna verk ósvífins skottulæknis, eða heilaspuni vitlauss manns“. Enn verri og alvar- legri dóm hefur homöopathían fengið á Englandi, þar sem hún af óteljandi lærðum samkomum hefir verið algjör- lega fordæmd (sjá the Lancet eitt af þeirra helztu tímaritum). Loksins varð hún í fyrra fyrir hinni verstu útreið við háskólann í Chicago, þar sem heil- brigðisráðið þar rak burtu 2, sem ætl- uðu að halda fyrirlestra yfir homöopa- thíu, sem ráðið sagði að væri byggð á lygum og hjátrú. t hvaða áliti hún sje á þýzkalandi, má bezt sjá af hinum seinustu brjefum barún Liebigs um þetta efni; segir hann þar, að hún sje hjá lærðum mönnum vorra tíma hið versta hneyksli. Svona hljóða dómarnir um hana meðal allra lærðra manna á vorum dögum, og jafnvel þótt einstaka sjervitringur kunni að finnast, sem af eigingimi haldi henni fram, þá er þetta, sem nú var sagt, hinn almenni dómur meðal allra lærðra manna. Um homöo- pathiska apothekið, er þjer talið um í Kaupmannahöfn, veit jeg eigi annað, en að það sje uppfundið af einum ein- stökum manni, til að narra peninga út úr fáfróðum lýð, enda er þetta hið helzta mark og mið allrar smáskamta- fræði; hennar pathología eru draumór- ar, hennar meðalafræði háðung fyrir mannlega skynsemi, og hennar medi- cinska statistik alræmt samsull af skrök- sögum; þetta er nú almennt viðurkennt um hinn menntaða heim. Reykjavík 7. sept. 1878. J. Hjaltalín. * * * Væri þessi grein ekki frá land- lækninum sjálfum, þá hefði hún ekki fengið rúm í blaðinu, því hvorki er hún girnileg til fróðleiks nje fögur á að lita. Allir þekkja hversu stríðið hefir lengi verið ákaft milli stórskamta- manna og smáskamtamanna, og þó að frakkneskir, enskir og þýzkir allöopa- thar atyrði homöopathana þá sannar það ekkert. Sönnunin gegn smáskömt- unum væri sú, að þeir engum sjúklingi hafi orðið að liði, eða verði að liði, og að aldrei læknist sjúkdómar nema með stórskömtum. Vilji landlæknirinn leiða rök að þessu, þá færir hann sönnur á mál sitt, en með því að hafa eptir orð og setningar úr ritum stórskamtalækna sannar hann ekki annað en það, sem allir vita, að smáskamtalæknum og stór- skamtalæknum kemur ekki saman. Vildi maður hafa sig til þess, mundi mega hafa ýmislegt eptir Hahnemann og öðrum smáskamtamanna um allöo- pathana, sem ekki er þeim í vil, en sem heldur ekki sannar neitt um það, hvor flokkurinn á rjettara hafi að standa. Vjer ímyndum oss, að hvorir- tveggja hafi mörgum hjálpað, og að hvorirtveggja sje nýtir læknar, þegar þeir annars eru greindir og góðir menn. Að endingu á landlæknirinn eptir að sanna það, sem mest ríður á í því, sem hjer ræðir um, sem sje, að smáskamta- lækningunum verði byggt út úr landinu með ofsóknum og málaferlum. þ>að hefir gengið tregt í öðrum löndum, og eins mun hjer verða. Ritst. Dr. Hjaltalín um homöopathíuna 1842: — „-----Sumir læknar hrinda með dómadags öskri frá sjer öllu, sem frá- hverft er því, sem þeir hafa haft mikið fyrir að nema. Til að sannfærast um þetta, þarf ekki annað en afdrif homöo- pathíunnar á seinni tímum. Hefir ekki margur læknir kveðið upp dauðadóm yfir henni, án þess hann hafi að gagni þekkt ástæður hennar ? Hafa ekki margir læknar, hrokafullir af vizku sinni, viljaö útskúfa henni með dstæðulausum og drembilegum digurmælum?11 (Vandcuren i dens Resultater). Dómsmálastjórnin um opinberar málssóknir gegn homöopöthum 1856 og 1857 : — (Dr. Hjaltalín hafði kært hina norðlenzku homöo- patha, og heimtað að þeir væru dregnir fyrir lög og dóm, fyrir heimildarlausar lækningar og meðala- sölu, enda hafði amtmaður norðan og austan látið höfða mál á móti þeim). „-----í tilefni af þessu læt jeg ekki hjá líða, að tilkynna yður (amt- manninum norðan og austan) að þar eð ekki hefir verið tekið til nokkurt það víst tilfelli, að lækningar homöopatha hafi haft skaðlegar afleiðingar, eða að nokkurs manns lífi og heilsu hafi verið hætta búin, álítur stjórnin ekki, eptir því, sem ástatt er, að amtið hafi haft nægar ástæður til, að fyrirskipa máls- höfðun gegn h'utaðeigendum; ekki er heldur ástæða til, að gjöra upptæk með- ul þau, sem þeir kynni að hafa haft meðferðis, nema að undan genginni rann- sókn. f>ar eð samt sem áður menn þeir, sem hjer ræðir um, hvorki hafa vit á læknastörfum, nje rjett til að gegna þeim, mun eflaust næg ástæða til þess, að svo miklu leyti, sem unnt er, að hafa gætur á lækningum þeirra, og að sjá um, að meðul þau, sem þeir brúka, verði skoðuð, o. s. frv.------“ (Dómsmálastjórnarbrjef 19. júlí 1856). Á líkan hátt svarar dómsmálastjórn- in stiptamtmanninum á íslandi 31. marz 1857, að þessu við bættu: „-----En þar sem Dr. Hjaltalín hefir stungið upp á því, að rannsóknin væri gjörð á þann hátt, að gjört væri homöopöthum þeim, sem fást við skottu- lækningar, að skyldu, að senda meðul þeirra landlækninum suður í Reykja- vík, þá þykir Isjárvert, að fallast á uppá- stungu þessa, sumpart vegna þess, að með því væri viðurkennd heimild þeirra til að gegna læknastörfum, og sum- part vegna þess, að ekki væri hægt, að gæta slíkrar skipunar. þ>ví meðan öllum er leyft, að útvega sjer þvílík meðul til heimilisnauðsynja, getur það ekki komið til máls, að draga nokkurn mann fyrir dóm einungis vegna þess hann á þess háttar meðul, heldur ef hann selur þau. Sönnun fyrir þessu mun samt ekki svo hæglega geta feng- izt, því almennt munu hlutaðeigendur bera það fyrir, að þeir hafi látið með- ulin af hendi kauplaust, og mun sá, sem hefir tekið við þeim, optast samsinna því, o. s. frv. — — að öðru leyti er það sjálfsagt, að hlutaðeigandi lyfsölu- manni er í sjálfs vald sett, að höfða mál móti peim fyrir það þeirhafi veitt hon- um yfirgang í atvinnuvegi haíis.“ — (Tíðindi um stjórnarmálefni Islands, I, bls. 143 —144; 160-161). Jar sem landlæknirinn í grein sinni neitar því, að homöopathían ryðji sjer til rúms í hinum menntaða heimi, skal þess getið, að Danir eru nú að koma homöopathiskum spítala á legg í Kaup- mannahöfn, og kom í febrúarmánuði 1877 út konungleg staðfesting á reglu- gjörðinni fyrir stofnun þessa spítala“.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.