Ísafold - 12.10.1878, Page 2

Ísafold - 12.10.1878, Page 2
98 ÍSAFOLD. 12/io78 sig saman við forfeður sína, hina fornu Norðmenn, sem með tápi, alvöru og þreki náðu þeirri heilbrigðis- og sjálf- stæðis tilfinningu, að þeir aldrei lutu harðstjórn og kúgun. Sumir treysta því að lögþingið muni gjöra eitthvað til að koma á reglu og velmegun með- al Færeyinga. En ekki ber enn þá neitt á því; heldur eykst armóðurinn og sveitaþyngslin ár frá ári----------- Blaðið stingur því næst upp á að stofna svo kölluð innkaupsfjelög („Forbrugs- foreninger“), hvar menn i sameiningu innkaupa til heimilisþarfa og selja út aptur við sama verði gegn peningum eða vörum út í hönd. Bendir blaðið á, að hægðarleikur sje að fá vöruna með gufuskipunum, enda þó lítið sje í hvert skipti, og sýnir fram á að með þessu móti skiptist sá hagur, sem kaup- menn hafa, milli allra þeirra, sem í fjelögunum eru. Víðar er pottur brot- inn, en á voru landi Islandi. Herra P. Feilberg, sem sumrin 1876 og 1877 ferðaðist hjer um land, með styrk frá búnaðarfjelaginu danska og frá landssjóði, til þess að kynna sjer búnaðarháttu vora, hefir í trúnaði („con- fidentielt“) sent búnaðarijelaginu danslca skýrslu um árangur ferðar sinnar. þar eð vjer ekki höfum verið beðnir fyrir að þegja um það, hvernig herra Feil- berg segist, skal þess að sinni stuttlega getið, að þó að höfundurinn játi, að lengri tíma þurfi til þess að dæma rjettilega um hagi vora, en „mánaðardvöl í land- inu á sumardag“, (bls. 7), þá treystir hann sjer þó til, að kveða þann dóm upp um íslendinga (bls. 20), að þá bresti verklega greind. Betur höldum vjer, að höfundurinn hefði gjört sig hæfan til að dæma í þessu efni, hefði hann dvalið hjer einn vetrartíma, sjer í lagi hefði það verið harðinda vetur. Allt fyrir það er margt satt í ritlingi Feilbergs sjerílagi þar sem hann (bls. 13—14) talar um hirðuleysi íslendinga í því að hagnýta og drýgja áburðinn, skort á húsaga, slæma meðferð á verzl- unarvörum vorum. Tekur höf. t. d. fram (bls. 15), að „sauðakjöt vort, sem sje afbragð að smekk og fínleika í landinu sjálfu, sje óþekkjanlegt, þegar það, sem saltkjöt komi í verzlunina11. Sje þetta satt, þá er það kaupmönnum vorum að kenna, sem sjálfir láta höggva fjeð niður í spað og salta það. Uppá- stunga höf. um, hvað gjört verði íslandi tilframfara, er nokkuð mögur; hún er sem sje sú (bls. 20) að búnaðarfjelag Dana vilji styrkja Svein búfræðing Sveinsson „til þess að afla sjer þeirrar þekkingar, sem æskileg sje til þess að hann geti frætt ýngri landa sína um það, sem áríðandi sje fyrir jarðarrækt á fslandi“. þetta vissum vjer, áður en herra Feilberg sagði oss það, og sje þessi ráðlegging allur arðurinn af ferð hans á opinberan kostnað hjer um land- ið, þá mátti ef til vill kaupa þennan fróðleik vægara verði. Bæklingurinn er 20 bls. á stærð, saminn með varfærni en, eins og við megum venjast við hjá útlendum ferðamönnum, þar er sagt undan og ofan af; og sje þessi bækling- ur allur árangurinn af ferðum herra Feilbergs, þá er hann einkar þunnur. — Jón rektor þorkelsson, tekur í „þjóðólfi“ upp þykkjuna fyrir „Leifar fornra kristinna fræða“, og svegir að þeim, sem telji eptir landssjóðnum að styrkja þá, sem halda vilja uppi sóma landsins. Skólastjóra hefði verið nær, að sanna, að ekki væri önnur fornrit, sem hefði átt að ganga fyrir leifunum, og hann verður að halda oss til góða, þó vjer ekki getum fallið fram og til- beðið allt bókfell, hvað sem á því stend- ur, og þó oss nægi ekki til að verða frá ossnumdir, aðsjábók, sem erprent- uð orðrjett og stafrjett eptir skinnbók- inni, ef skinnbókin sjálf hefir ekkert nýtt inni að halda. það er æðimargt af fornleifum vorum, og það veit rekt- or, sem landssjóðnum stendur nær held- ur en leifarnar. Athugasemd „um merkingu sauðfjár-'. í 20. blaði „ísafoldar“ þ. á. er tal- að um mörk á sauðfje, og það helzt fundið til, að þau sjeu of mjög særandi og óheilnæm fyrir kindina, einkum þeim, sem markaðar eru upp úr öðru marki koll af kolli, kannske þrívegis sama kindin. En af því þetta heyrir til undantekninga, að sama kindin sje svo opt mörkuð upp, þá vildi jeg benda hinum heiðraða höfundi greinarinnar, er nefnir sig „smali“, á það, ,að á heil- eyrðu sauðfje eiga sjerstaðenn grófari og hroðalegri eyrnamörk svo sem af- eyrt — eyrað tekið niður í hlust — og er undarlegt að hann með smalanafni skuli eigi vita, að það mark á sjer stað mjög víða, jeg vil t. d. benda honum á markatöflu Rangárvallasýslu árið 1871, þar finnast um 10 menn, er brúka það mark, náttúrlega ekki nema á öðru eyra, þvi afeyrt á báðum eyrum væri algjört þjófamark, þar sem hitt er ei nema hálfgjört; og má víða finna í markatöflum slík mörk, og eru þá ýmist nefnd afeyrt eða hlustarstýft; þvílík mörk væru rjett bönnuð, því hroðalegt er að hugsa til að stýfa af heilt eyrað niður í hlust að nauðalausu, hitt er sök sjer þó einstaka kind, sem marka þarf upp úr öðru marki, verði lágeyrð. Jeg vildi að endingu með þessari litlu athugasemd minni spyrja tjeðan höfund nefndrar greinar, hvort slíkt mark mundi ekki heyra undir brot gegn illri meðferð á skepnum (Dyr- plageri) ? sem allt of víða á sjer stað á skepnum vorum og sem lögin taka svo lint á. 7+2. — Ýmsar kvartanir höfum vjer heyrt um strandsiglingar „Díönu“, sjer í lagi síðustu ferðina. Verður mörgum bagi af því, að hún kom ekki við á Skaga- strönd. Liggur þar eptir farangur skóla- pilta og sumarkaup margs kaupafólks, sem nú verður að sækja landveg á hest- um, ef tíðin annars leyfir, og hestarnir fást. Skipstjóri hefir sjálfur skýrt oss frá, að með svo mörgum farþegum, sem hann hafði innanborðs, hafi hann ekki þorað að baka þeim þann kostnaðar- auka, sem hefði getað af þvi hlotizt, ef hann hefði átt að biða eptir því, ef til vill fleiri daga, að sæta lagi að kom- ast inn á Skagaströnd. En — með þessu móti geta strandsiglingarnar ekki komið að tilætluðum notum; þærverða óáreiðanlegar og baka þeim, sem leggja trúnað á ferðaáætlanirnar tjón og tálm- anir. það hefir opt verið kvartað yfir að afgreiðsla ýmislegra póstsendinga hjer á landi gangi í óreglu. þótt kvart- anir þær sjeu án efa á rökum byggðar, þá er þó svo mikið víst, að ekki er öll sú óregla að kenna póststjórninni í Reykja- vík. þannig höfum vjersjeð póstsend- ingar hjer á pósthúsinu, er áttu að fara beina leið frá Khöfn til Akureyrar og til Eskifjarðar, en hafa verið fluttar til Reykjavíkur, og seinast með Díönu í f. m. kom til Reykjavíkur fjöldi brjefa, ekki færri en 60—70 auk blaðaböggla, er öll áttu að fara til þeirra staða, er skipið átti, og var búið að koma á hjer við land, og á þetta sjer stað með hverri ferð Díönu. Ekki er íslenzku póststjórninni hjer til að dreifa, því brjef þessi komu öll beina leið frá Kaup- mannahöfn. þótt næsta póstferð gangi greiðlega og samkvæmt ferða-áætlun- inni —, sem þó engin vissa er fyrir — geta'brjef þessi ekki komizt til skila fyr en 5—6 vikum eptir að þau áttu að vera í höndum eigendanna, hefðu þau verið afgreidd á rjetta staði. það er auðsætt, hvílíkur bagi þetta getur ver- ið bæði þeim, er bijefin senda og þeim, er þau eiga að fá; en auk þess veldur óregla þessi landssjóðnum beinlínis út- gjalda, því að hann verður að kosta flutning brjefa og sendinga frá hinum röngu stöðum til hinna rjettu. Auk þess er það ekki sjaldgæft, að brjef, sem sendingar fylgja (Adressebrjef), koma til skila, en sendingarnar sjálfar finnast ekki. „Díana“ hafði engin skipsskjölíþetta sinn, svo örðugt verð- ur að innkrefja toll af vínföngum og tóbaki. »— í „Norðanfara“ er kvartað yfir, að skýrslur vanti um hina svo kölluðu „amtmannsgjöf“ Olafs stíptamtmanns Stefánssonar, og einnig reikning fyrir útbýtingu afgjaldsins af jörðum þeim (Marðargnúpi, Gilá, Hofi með Kötlu- stöðum ogMárstöðum í Vatnsdal), sem gjafarinn gaf fæðingarsveit sinni Vind- hælishreppi með gjafabrjefi 30. sept. 1797. þeir, sem um gjöfina og brúk-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.