Ísafold - 12.10.1878, Síða 3

Ísafold - 12.10.1878, Síða 3
12/io?8 ÍSAFOLD. 99 un hennar eiga að sjá, eru sýslumað- urinn og prófasturinn í Húnavatnsþingi. Sje þessi umkvörtun sönn, má öruggt treysta því, að þeir heiðursmenn, sem hlut eiga að máli, muni bregða skjótt við og gjöra grein fyrir gjöfinni og því hvernig henni hefir verið varið um und- anfarin ár. Útlendar frjettir. Kliöfn, 25. sept. 1878. Seinlegt og erfitt veitir Austurríkis- mönnum að vinna Bosníu. Hún ætlar að verða þeim hefndargjöf. Leiðangur- inn er nú búinn að standa í tvo mán- uði, og munu þeir þykjast góðu bættir, verði honum lokið fyrir veturnætur. Hann kostar að sögn i miljón gyllina á dag. Á mannljóninu er eigi höfð tala. Ríkið er skuldunum vafið undir. þ>ví er engin furða, þótt dauft sje í Austur- ríkismönnum hljóðið. J>að þykir nú engum vafa bundið, að Tyrkjasoldán efli upphlaupsmenn á laun, að vistum og vopnum. þ>ykir því mega ganga að því vísu, að Austurríkismenn muni varla fara að sleppa við hann landinu aptur, úr því þeir eru búnir að ná því á sitt vald. •— Uppreisn í Albaníu. Soldán sendi þangað Mehemed Ali hershöfðingja, til að friða landið með viturlegum fortöl- um. Albanar fóru þegar að honum og vógu hann og förunauta hans alla. þ>að var í öndverðum mánuðinum. Mehemed Ali var þýzkur að ætt og uppruna, strauk ungur til Miklagarðs af kaup- fari, gjörðist síðan hermaður og hlaut mikinn veg og völd hjá soldáni. Hann stýrði urri hríð vörninni gegn Rússum í fyrra, í Dunárdal, og þótti ganga vel fram. — Englendingar hafa kveðið það upp úr við Grikki, að þeir þurfi eigi að vænta liðs frá sjer til að herja undan Tyrkjum löndin, sem Berlínar-fundurinn ánafnaði Grikkjakonungi. J>ykir flest- um það ódrengilega mælt. Hin stór- veldin hafa eigi svarað liðsbóninni, en betri trú hafa menn á þeim, hver sem raunin verður. Grikkir búa sig eptir mætti. — Rússum hefir lánazt að ná Batum illindalaust; þeir hafa sjerlega góð tök á soldáni. — Fyrir skemmstu ætluðu Englendingar að gjöra menn á fund höfðingja þess, er löndum ræður í Afghanistan, og Schir Ali heitir, til að ná vinfengi hans og gjöra hann frásnú- inn Rússum, er rennt höfðu til hans hýru auga eða öllu fremur til landa hans. En er sendimenn koma að landamærum Ali konungs, er þar fyrir liðshöfðingi frá honum, með allmikla sveit vopnaðra manna, og bannar þeim leiðina; segir þá ekkert erindi eiga lengra. þ>að þykir sjálfsagt, að Englendingar hefni slíkrar smánar, og það bráðlega. En Ali á sjer bakjarl, þar sem Rússar eru, og því er búizt við að leikslokin verði þau, að þeim og Englendingum lendi saman. — jþannig lifir enn í kolunum eystra, og logar upp úr hjer og hvar þegar minnst vonum varir. Ríkisþingið þýzka var sett 9. þ. m. J>ar kom Bismarck á þing fyr en almenn- ing varði og las svo yfir hausamótun- um á jafnaðarmönnum (sósíalistunum), að nú er talið víst að lögin gegn þeim nái fram að ganga, með lftilfjörlegum breytingum. Annað á eigi þetta þing um að fjalla. •—Dr. Nobiling, sá er Vil- hjálmi keisara veitti banatilræði í sumar (í síðara skipti) og síðan sjálfum sjer, dó úr sárum 9. þ. m., ókrafinn sagna. Keisari er nú heill orðinn að mestu. Frá Rússlandi berast nýjar og nýj- ar morðsögur, og eru flest lögreglu- menn, er vegnir eru. Morðingjar Men- zenoffs hershöfðingja eru ófundnir enn. Á Englandi varð voveiflegt slys 3. þ. m. |>að var um kvöldið eptir dag- setur, að skemmtiskúta, er „Princess Alice“ var nefnd, í smærra lagi, var á siglingu upp eptir Tempsá, heim til Lundúna, hlaðinn fólki, er hafði verið að ljetta sjer upp um daginn. Fyrir slysni þess er við stýrið stóð, varð hún fyrir heljarmiklum byrðingi, er sigldi ofan ána, og hlutaði hann skútuna í tvennt. jþar hlutu rúm 700 manna bráð- an bana. Er það eitthvert hið hrapar- legasta slys, er sögur fara af. — En „sjaldan er ein bára stök“. Viku síðar, 11. þ. mán., kviknaði í kolanámu í Wales, meðan verkmenn stóðu þar að vinnu. f>ai' týndu 300 manna lífi. I Missisippi-dal f Norður-Ameríku gengur gula (gulusótt) svo skæð, að jafna má til Svartadauða fyr á öldum. Til dæmis er nefnd þar ein borg, er Memphis heitir og í voru fyrir skemmstu 50000 íbúa. En þegar síðast frjettist, voru þar eigi eptir nema 5000; — hitt allt dautt eða flúið. Uppskeravarð nú betri hjer í Dan- mörku en verið hefir í mörg ár undan- farin. —- Konungur kom heim úr orlofs- forinni til Englands 19. þ. m. — Ríkis- þingið hefst 7. oktbr. — 9. þ. m. and- aðist hjer N. L. Westergaard, háskóla- kennari f austurlandamálum, f. 1815, fróðleiksmaður mesti og vel þokkaður. Brjef um meðferð á skepnum. jpó þjer hafið beðið mig um, að skrifa yður um meðferð á skepnum, þá veit jeg ekki, hvort það er til nokkurs. Landar vorir vilja heldur eiga margar skepnur hálfhoraðar, en fáar f góðu standi. í kringum mig er ekki nema einn einasti maður, sem fylgir mjer í því, að fóðra og þrífa vel pening sinn. Hinirhalda uppteknum hætti; missa fje úr bráðafári á haustin, og lömbin á vor- in, af því ærnar ganga horaðar undan vetrinum, þó þeir hafi reynslu okkar fyrir sjer, að ekkert meðal er öruggara gegn pestinni, en að gefa kindum snemma á haustum gott hey, og hýsa þær á nóttunni f slagviðrum, kröpum og hrímfal'i, og ekkert eins áreiðanlegt til að eignast frísk og væn lömb, eins og að eiga feitar ær á vorin. Jeg vil þarfyrir ekki sverja fyrir, að bráðafár- ið enga kind drepi á haustin, eða að ekkert lambtýnist úr á vorin. Hitt er víst, eins og öllum gefur að skilja, að aldrei er eins nauðsynlegt að hjúkra óhörðnuðum ungkindum, lömbum og veturgömlu, eins og á haustin, þegar grös eru farin að dofna, og skepnunni bregður bæði við veðráttuna og það fóður, sem hún fær af jörðunni. Hefi jeg haft þann sið, og orðið gott af, að kenna lömbum át löngu fyrir veturnæt- ur, þegar kalsar fara að ganga, og hýsa bæði þau og jafnframt veturgamalt á nóttunni. þ>ar á móti beiti jeg þeim mildu djarfar seinna, enda þolir skepn- an það stórum betur, þegar hún er orð- in vetrinum vön og er í góðu standi. þ>að var gömul búmanna regla hjer á landi, að láta enga skepnu leggja af fyrir miðjan vetur, og er ótrúlegt hver harðindi peningur þolir þegar á líður bæði fje og hross, þegar svo er að far- ið. Hitt ættu allir að vita, hvert fóður skepnan þarf sfðari part vetrar, ef hún er farin að leggja af um jól. J>að er bæði gott upp á skepnuhöld og hey- drýgindi, að gefa vel framan af vetri; hitt stendur bæði fje og hrossum fyrir þrifum og skal reynast miklu útdráttar- samara upp á hey. Aldrei el jeg hest, ekki einu sinni reiðhest, það sem reið- mennirnir kalla að ala. Jeg læt alla hesta út á daginn, hvernig sem viðrar, en læt hesthús vera opin úr því rökkva tekur, og gott úthey, myglulaust og vel hrist, á stalli. Aldrei læt jeg reka hesta heim, en læt þá sjálfráða, hvort þeir vilja koma; líða stundum, þegar auð er jörð, margir dagar, að enginn hestur leitar húsa, en þegar þeir koma, sje jeg um, að þeir fái fylli sína af hollu og ljettu heyi. Með þessu móti sparast mikið fóður, og er því næst með þessu móti snöggt um hægra að hafa hest- hús þurr og hrein, sem meira ríður á en margur hugsar. Hesturinn er þrifa- skepna, og þekkt hefi jeg klára, sem ekki bera við að leggjast í blautan flór; enda háir bleyta og óþrifnaður hestun- um meira en öðrum skepnum. Er meira í það varið, að hús sjeu hrein, en að fóðrið sje kraptfóður, og enginn skyldi gefa hesti töðu,' en láta hann standa upp að hófskeggi f leðju, nema honum sje umhugað um, að hesturinn verði bæði fótaveikur og heysjúkur sem kall- að er. Bezta meðferð þurfa hestar, um það leyti, er þeir fara að fara úr hárum, enda eru þeir þá gráðugri, en endrar- nær. J>á er óhætt að gefa þeim svo sem vikutíma kraptfóður, töðu, hafra og enda baunir, sem annars eru hestum óhollar, aðjegekki nefni það, sem bezt má fara, blessaða mjólkina. Flýtir þetta fyrir hárfellingunni og gjörir háralagið sljettara og fallegra. Er þetta ekki svo lítilsvirði, sem margur hugsar; því bæði er fallegt háralag heilsumerki, og þá gjörir það hesta miklu útgengilegri hjá útlendum hrossakaupmönnum. Ér von þeir gjöri mun á fjörlegri og frísklegri skepnu, sem gljáir á, og svo á ótólegu kvikindi, sem ekki kemst úr flókanum fyr en á haustin, ellegar skilar kannske tveim reifunum á næsta vori. Að skrifa um peningshús, ætti að vera óþarfi; að þau þurfa að vera hrein, loptgóð og rúmgóð, vita allir; hitt er ef til vill, ekki eins kunnugt, að þau þurfa einnig að vera björt. Skepnan elskar Ijósið, og þrífst stórum betur í björtu húsi en dimmu. Á þessu ríður mest, þar sem um kýrnar er að gjöra, sem lengst og mest eru inni, og þó er því mjög ábóta-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.