Ísafold - 12.10.1878, Page 4

Ísafold - 12.10.1878, Page 4
100 ÍSAFOLD. vant á meðal vor; víðast eru kýr hjer á landi vel fóðraðar, og stöndum vjer i því tilliti öðrum þjóðum sízt á baki, er- um enda frændum vorum Norðmönnum miklu fremri, því þeir beita víða kúnum út á vetrardag. En fjós vor eru víðast bæði of þröng og of dimm. Birtan heldur skepnunni glaðri og ánægðri; myrkrið leiðir af sjer þunglyndi og deyfð, og því fylgja ýmsir kvillar, sem spilla bæði þeim gagnsmunum og þeirri ánægju, sem skaparinn hefir ætlazt til að mann- eskjan af henni hafi. Áríðandi er að þrífa vel kúna, sem ávallt er inni, kemba henni og halda henni hreinni, er til þess gott að hafa gamla ullar- kamba, þar á móti er, eins og hjer viðrar á vetrum, óvíst hvort hentugt er að kemba hestum fyr en um það þeir fara úr hárum. þeir þrífa sig vel sjálf- ir, ef hús eru hrein, og þeim daglega hleypt út; en vilji lús kvikna á þeim undir faxi, er gott, að bera saltpækil í blettinn. Aldrei skal klippa hesta nje afraka. Að klippa þá í nárum, er gott, til þess að þeim slái eptir harða reið á vetrardag, en ekki til annars. Sjeu hesthús loptgóð og mátulega köld, verður þeim ekki of heitt, þó þeir haldi öllum þeim hárum, sem veturinn lætur þeim í tje. En — eitt er höfuðpartur við alla skepnu meðferð, og það er þetta, að þeir sem skepnurnar hirða, sjeu náttúr- aðir með skepnur, þyki vænt um þær, hafi gott af þeim, eins og sá hefir til ætlazt, sem trúað hefir manneskjunni fyrir dýrunum. Sá sem ekki hugsar um annað, en peninga-arðinn af þeim, en ekki hefir gaman af þeim, á aldrei vænar og fallegar skepnur. Aptur á móti hefi jeg margsinnis tekið eptir því, hversu vel þær blessast í höndum þeirra, sem hafa skemmtun af þeim og það sem því fylgir, undir eins vit á þeim. Góðir sauðamenn eiga vænst fje, og gefaþvíþó opt minna en aðrir; góðir hestamenn eiga vænsta hesta, og kosta þó ekki meira upp á þá, en aðr- ir, sem þeir lánast síður. Kýmar blessast bezt þar sem húsmóðir og mjaltakonur eru nákvæmar. Er t. d. mikið í það varið, að sami kvennmað- ur mjólki kúna, sýni henni gott atlæti og fari vel að henni. Kýrin er minn- ug og greind, eins og allar skepnur, og veit vel hvað að henni snýr. Ber það til að kýr vill ekki selja, ef ný mjaltakona fer hranalega að henni. Slæ jeg því að þessu sinni í botninn með því, að mest er áríðandi fyrir bóndann upp á skepnu meðferð, að hann hafi góðan og nákvæman smala, gæfar og mjúklyndar mjaltakonur, en sjálfur verður hann að ganga til hrossa sinna, því eins og orðtakið segir: „hús- bóndans auga hestinn elur“. það er ekki þar með sagt, að hann eigi ekki að líta eptir öðrum skepnum sínum. jþað er sjálfsagt bezt, ef hann hefir kringumstæður til þess, en því hagar ekki ætíð svo. Yð'ar. — Póstskipið „Phonix11 hafnaði sig hjer io. þ. m. Með því komu skóla- kennari Jón Sveinsson, kand. Indriði Einarsson, þorgrímur barnaskólakenn- ari Guðmundssen, og yngisstúlka Ste- phania Melsteð í Klausturhólum. — Heyrzt hefir að hinn fyrverandi sýslumaður í Árnessýslu, sem nú hefir eptirlaun, muni þjóna sömu sýslu fram- vegis fyrst um sinn, sjálfsagt með hálf- um launum að minnsta kosti. Alltsvo er hann enn þá fær um að þjóna em- bættinu. — Búið er að skipta Álptaneshreppi í tvö sveitarfjelög eptir sóknum. — Frú Sigríður pórðardóttir, ekkja síra Tómasar heitins Sæmundssonar og Olafs justisráðs Stephensens í Viðey er nýdáin eptir stutta legu. Hún var dótt- ir merkismannsins þórðar kansellíráðs Bjarnarsonar í Garði. Hitt og þetta. — J>au merkilegustu dýr í heimi eru eflaust þessi: skáldskapargæðingarnir og flughestarnir; [hippogry- phos og Pegasus], gátudýrið egiptska [Sfinx], orm- urinn í Lagarfljóti, og — Katanesdýrið. f>etta síð- ast nefnda er það einastaaf tjeðum skrímslum, sem bæði hefir átt að vinna og sem málaferli hafa or- sakast út af. Vjer munum ekki til þess, að reynt hafi verið til, að bana hinum; en duglegasta skytt- an í Borgarfjarðarsýslu var fengin til að skjóta Katanesdýrið; hann skaut það ekki, en það kostaði 96 krónur að skjóta það ekki; hvað mundi hafa kostað að skjóta það? Hlutaðeigandi hreppsnefnd þótti þetta dýrt; undirdómaranum þótti það sann- gjarnt; en yfirdómnum þótti það „ómerkt“. Von- andi er að málið komi fyrir hæstarjett. Líkast til má búast við öðru máli til út úr þessu dýri; það er að minnsta kosti víst, að tveir menn flugust á út úr þrætu um það, hvað róan á dýrinu væri löng. — í>eir þjófar, sem stela frá einstökum mönnum, eru settir í járn og dýflissu, en þjófar á opinberu fje klæðast pelli og purpura. C a t o. — Allar ýkjur draga úr, í stað þess að herða á. Pigault Lebrun. — Ef mögulegt væri að sjá hina miklu viðburði sögunnar fyrir, myndu þeir aldrei koma fram. D i c h o n . Edinburgh 4. sept. 1878. Góðir skólabræður! Jeg hefi yður að færa þau tíðindi, sem jeg veit að öllum yður muni sorg að heyra, og þau eru, að kennari vor Gfsli Magnússon andaðist hjer í Edin- burgh 24. ágústmánaðar. Jeg veit eigi, hvort yður sýnist svo sem mjer, að vjer lærisveinar hans fáum stein reistan til að marka staðinn, þar sem moldir hans hvíla hjer fjarri fósturjörðu hans og vor. En þess er jeg fullviss, að þjer eruð mjer samdóma um það, að hann verðskuldi allan þann sóma, sem vjer getum sýnt honum. Að vísu snertir það hann eigi sjálfan, hvað vjer gjör- um í þessu efni; en mjer finnst það viðkunnanlegra fyrir sjálfa oss, að sá staður gleymist ekki þegar með öllu, þar sem hann er lagður. Lærisveinar Gísla eru nú svo margir orðnir, að lag- legan bautastein mætti reisa, þótt litið eitt væri, er hver legði til. Herra Jón porkelsson rektor og herra Magnús Stephensen yfirdómari taka við samskotum til þessa minnis- varða. Jón A. Hjaltalín. Auglýsingar. Settur prófastur síra Lárus Halldórs- son á Valþjófsstað hefir sent mjer ávís- un til Kaupmannahafnar, að upphæð 1000 krónur, sem er samskotafje úr Fljótsdal til nauðstaddra manna við sjávarsíðuna hjer syðra. Fje þessu verð- ur ekki útbýtt að sinni; en jeg mun seinna, lofi Guð, gjöra grein fyrir því. Hinum veglyndu gefendum flyt jeg hjer með innilega þökk fyiir þessa stórgjöf. Reykjávík, 3.’okt. 1878, P. Pjetursson. Eptir að jeg samkvæmt fyrirmæl- um Cancellf-brjefs 19. nóvember 1839, hefi leitað um það samþykkis amtsins, hefir amtið fallizt á að fyrirskipanir þær um sölu áfengra drykkja f sölu- búðum hjer í bænum, og um, nær loka skuli á kvöldin veitingahúsum bæjarins og hætta þar veitingum, sem innihald- ast f 2 auglýsingum hins setta bæjar- fógeta dags. 11. júní þ. á., skuli fram- vegis standa f óhögguðu gildi, hvað eð hjer með auglýsist. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 5. október 1878. E. Th. Jónassen Með þessari ferð póstskipsins hefi jeg fengið nýjar byrgðir af ýmsurn fatnaði, sem stendur til boða lysthafendum. Reykjavík, 11. okt. 1878. F. A. Löve. Gtislav Torst, bóksali í Kaupmanna- höfn, tekur að sjer útsölu á íslenzkum bókum (nýjum). Á Flóaijettadaginn 27. f. m. týnd- ist einhvers staðar á svæðinu frá hóln- um fyrir austan Skaptholtsrjettir vestur fyrir almenninginn peningapyngja með 4 tíukróna peningum í gulli, og 9 kr. f silfri og nokkrum aur. Auk þess var í henni vigtarseðill. Sá, sem kann að hafa fundið pyngju þessa, er beðinn að halda henni til skila gegn ríflegum fundarlaunum til Jóns Jónssonar á Hruna. Rauðblesóttur hestur, með mark- inu stýft hægra, blaðstýft aptan vinstra biti aptan, hvarf úr gæzlu hjer í Reykja- vfk hinn 29. f. m. Sá sem kann að finna hest þennan, er beðinn að halda honum til skila annaðhvort til Sigurð- ar ráðsmanns Jónssonar í Reykjavík, eða þá að Gilsbakka í Borgarfirði. p. t. Reykjavík, 5. dag októberm. 1878. Grímur Jónsson. Tryppi tvævett, rautt, með marki standfjöður aptan hægra, er strokið frá Bjamastöðum á Álptanesi. Sá, sem finnur, erbeðinn, að halda því til skila gegn hæfilegu endurgjaldi til Magnúsar Oddssonar. Ritstjóri: Grímur Tbomsen, doctor ph.il. Prentsmiðja „ísafoldar11. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.