Ísafold - 26.10.1878, Qupperneq 1
í S A F 0 L D.
V 26. } Reykjavík, laugardaginn 26. októbermán. í 1878.
í lögum 14. desbr. 1877 um tekju-
skatt, 7. gr. annari málsgrein segir svo:
„Frá öllum tekjum af atvinnu skal
dreginn sá kostnaður, er varið hefir
verið til að reka hana — —“.
í reglugjörð þeirri, sem landshöfð-
ingi, samkvæmt fyrirmælum tjeðra laga
(26. gr.), ljet útganga 15. maí þ. á.
(Stjómartíðindi 1878, B. 7, bls. 49—57),
telur hann með kostnaði við verzlun
(á tilvitnuðum stað, bls. 51): „1., höfuð-
stól þann, sem kaupmaðurinn hefir haft
til umráða í verzlun sinni, hvort sem
það er lánsfje, eða hann á það sjálfur,
og að svo miklu leyti, sem það er í
veltu og ekki bundið í vöruleifum við
lok ársins, í húsum, verzlunar-áhöldum
eða öðru ; “ [Spurning: reiknast úti-
standandi skuldir, hvort sem þær eru
ársgamlar eða eldri með höfuðstól, eða
veltufje? erþað, sem skiptavinir kaup-
manna eiga inni hjá þeim, hvort sem
það er ársgamalt eða eldra, veltufje, og
telst það með höfuðstól?] „5., kostnað
við kaup og sölu á vörunum ; til slíks
kostnaðar telst flutningsgjald, ábyrgðar-
gjald, ómakslaun (provision) og fieira
því um líkt, sem leiðir af því, að flytja
verður hingað til lands nær allar vörur,
er seldar eru hjer í búðum, og að eins
verður að flytja í burt hjeðan nærri því
allar landsnytjar þær, er kaupmenn
verzla með“. Flutningarnir hingað og
hjeðan eru nú ekki einkennilegir fyrir
hina íslenzku verzlun. Samaásjer stað
í öllum löndum, þar sem um stórverzl-
un er að gjöra, og það er því ekkert
því til fyrirstöðu, að flutningsgjald, á-
byrgðargjald og brakúnalaun (Mægler-
courtage), sem reglugjörðin þó ekki tek-
ur sjerstaklega fram, sjeu talin með
kostnaði við kaup og sölu á vörunum;
enþaðgetur varla rjettverið, að reikna
einnig ómakslaunin (provisionina) með
þessum kostnaði, að minnsta kosti ekki
fyrir þá kaupmenn eða kaupstjóra, sem
sjálfir dvelja erlendis lengri eða skemmri
tíma árs, og hafa hjer á landi verzlun-
arstjóra. þvi þegar bæði á að draga
frá verzlunartekjunum kaup og viður-
væri hinna hjerlendu verzlunarstjóraog
kostnaðinn við verzlunarskrifstofu kaup-
stjórans erlendis (á t. d. bls. 52), þá bíð-
ur varla svara, að próvisíonin er einnig
hjer í innifalin, því til hvers situr kaup-
stjóri erlendis, ef hann ofan í kaupið
geldur ómakslaun fyrir innkaup og út-
sölu varningsins, fram yfir það, sem
gengur til brakúnanna ? þessi próvisíon
er eins og menn vita, 2 af hundraði af
andvirði bæði þess varnings, sem seld-
ur er og þess sem keyptur er, og má
nærri geta, að þeir íslenzkir kaupmenn,
sem sitja annaðhvort árlangt eða vetr-
arlangt erlendis, muni spara sjer þenna
kostnað. Nokkuð öðru máli er að gegna
um þá verzlunarmenn og borgara, sem
búa árlangt hjer meðal vor, og því
verða að hafa fulltrúa erlendis til að
gegna kaupum og sölum fyrir sína hönd,
þó þeim raunar ekki fremur, en for-
feðrum vorum, sje vorkunn að sigla
milli landa, og reka sjálfir verzlun sína
erlendis. þ>eir hafa þó hvort eð er all-
flestir launaða aðstoðarmenn hjer, sem
geta veitt verzlun þeirra forstöðu, með-
an kaupstjóri er í siglingum, enda eiga
laun og viðurværi þessara manna að
dragast frá tekjunum. þ>essi álcvörðun
reglugjörðarinnar virðist því varla geta
staðizt yfir höfuð að tala, enda mun hún
vera nýmæli, sem hvergi á sjer stað,
þar sem tekjuskattur er reiknaður af
verzlun, og vildum vjer því leiða at-
hygli skattanefnda og sjer í lagi yfir-
skattanefnda, sem í þessu efni leggja
á fullnaðarúrskurð (20. gr.), að þessu
atriði. það myndi bráðum sýna sig,
að tekjuskatturinn af verzlun yrði ó-
drjúgur, ef telja ætti með kostnaði pro-
vision af öllum þeim vörum, sem fluttar
eru milli Islands og annara landa, og
jafnframt draga frá verzlunartekjunum
kostnaðinn við skrifstofur kaupmanna
erlendis, að svo miklu leyti sem verzl-
un þeirra hjerálandi snertir. En hjer
er annað enn athugaverðara.
Skattgjaldendaskrárnar eiga eptir
15. gr. laga 14. desbr. 1877 að liggja
til sýnis frá 1.—-15. nóvembr. ár hvert.
Innan þess tíma á hver sá, sem óá-
nægður er með ákvörðun skattanefnd-
arinnar um tekjur hans, að bera upp
kæru sína. þ>ar sem þeir menn eiga í
hlut, sem ekki eru búsettir á íslandi,
og aðrir menn hjerlendir (10. gr.) því
munu eiga að kæra fyrir þeirra hönd
(þó greinin ekki taki það fram með ber-
um orðum), má nærri geta á hversu
lausu lopti því líkar kærur hljóta að
verða byggðar, því þó verzlunarstjórar
íslenzkra kaupmanna, sem búsettir eru
erlendis, sjeu kunnugir öllum þeim
kostnaði, sem af verzluninni leiðir hjer
á landi, og í förum, þá er ekki þar
fyrir sagt þeir geti farið nærri um út-
gjöld kaupmannsins erlendis við skrif-
stofu hans þar, allra síst um það, hve
mikið af þessum kostnaði snertir at-
vinnu hans hjer á landi, þegar t. d.
svo stendur á eins og opt á sjer stað,
að sami kaupmaður bæði rekur íslenzka
og annarskonar verzlun. |>essi reikn-
ingur mun reynast bæði verzlunarstjór-
unum og sjálfum skattanefndunum full-
örðugur, enda virðist hann heimildar-
laus í lögunum. þ>ví þótt 7. grein önn-
ur málsgrein, segi svo fyrir að „frá
öllum tekjum af atvinnu skal dreginn
sá kostnaður, er varið hefir verið til
að reka hana“, þá býður sömu grein-
ar fyrsta málsgrein að greiða skatt af
tekjunum, til hvers sem peim svo er
varið, hvort heldur-------til viðurværis
og nauðsynja, nytsemdar eða munaðar,
til þess að færa út bú sitt eða atvinnu-
veg, eða til þess að afla sjer fjár, o.
s. frv., og vilji því kaupmenn vorir,
annaðhvort sjer til nytsemdar eða mun-
aðar, sitja erlendis og með því baka
sjer meiri kostnað, en ef þeir væri
hjer búsettir, þá er það þeirra eigin
sök, og á því síður að koma til áfdrátt-
ar í sköttuyn peirra og skyldum hjer á
landi, sem þeir mundu finna sinn reikn-
ing við að hafa það á þann veg. Lög-
in hafa ekki getað gjört ráð fyrir öðr-
um kostnaði, en þeim sem fiýtur eðli-
lega af vexti atvinnuvegarins hjer á
landi; það sem þar er fram yfir er
annaðhvort munaður, eða til að færa
út bú sitt, og er því atvinnuvegnum
á Islandi, sem slíkum, óviðkomandi.
Enda nær það engri átt, að vilna þeim
í, sem ala aldur sinn erlendis og flytja
allan arðinn af verzluninni burt úr
landinu, fram yfir þá, sem dvelja hjer
og verja arðinum hjer á landi fjelag-
inu og sjálfum sjer til gagns. þ>essi
ákvörðun, ef henni væri fylgt, yrði
þar á ofan til þess, að vekja þras og
deilur, kærur og málaferli, og hversu
nærgætnar sem skattanefndir vorar
yrði með að reikna kostnaðinn erlendis
at verzlunum íslenzkra kaupmanna, þá
myndu kaupmennirnir eins fyrir það
kvarta bæði við landshöfðingjann, ráð-
herrann og ríkisþingið. Nær er að lofa
skattanefndunum erlendu, t. d. skatta-
nefndinni í Kaupmannahöfn að draga
þennan kostnað frá því, sem þeir kaup-
menn, sem þar eru búsettir, eiga par
að gjalda. f>ær geta farið því nærri;
hjer á landi á sjálfsagt ekki að draga
annan kostnað frá, en þann, sem hjer
áfellur, að meðreiknuðu flutnings-, á-
byrgðar- og brakúnagjaldi, eins og hjer
eru ekki aðrar tekjur reiknaðar, en
þær sem hjerinnkoma, það eraðskilja
sá hreini (Nettó) afrakstur á ári hverju
af rekstri verzlananna eptir verzlunar-
bókum hinna hjerverandi verzlunar-
stjóra. Vonum vjer, að skattanefndir