Ísafold - 23.11.1878, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.11.1878, Blaðsíða 1
V 29. það er einkennilegt við sögu íslands, að þar hafa margar tilraunir verið gjörðar til þess, að leita að auðsupp- sprettum í landinu, og hagnýta þær, en að þessar tilraunir aptur hafa smám- saman dofnað, komið síðar upp aptur, horfið aptur, og hefir þannig gengið upp og ofan áratugum og öldum sam- an. ]þenna skrikkjótta veg framfara vorra má rekja í mörgu: í jarðrækt, sjávaraflabrögðum, saltsuðu, brenni- steinsnámi og mörgu fleiru. Vjer skulum að sinni segja stutta sögu brennisteinsnámsins hjer á landi. þ>ess er fyrst getið í Árna biskups sögu; var biskupstíund fyrst goldin af brenni- steini 1340 (Kirkjusaga Finns biskups, II, 98). Finnboga ætt gamla í Ási í Kelduhverfi og Reykjahlíð fjekkst við brennisteinsnám frá því um 1400; lítur svo út, eptir því sem Hannes biskup segir frá í ritgjörð sinni um þetta efni í Fjelags- ritunum gömlu, sem þeir hafi selt Hamborgarmönnum brennistein frám á 16. öld, því hirðstjórinn í Kaupmanna- höfn, Magnus Gyldenstjerne, ræður, 1560, Friðriki konungi II. að láta ekki Hamborgar kaupmenn auðgast á þess- ari verzlun. Sama ár gjörir Friðrik konungur Hans Nielsen, síðar borg- meistara í Kaupmannahöfn, að kaup- manni sínum um 10 ára tíma, og gef- ur honum brjef upp á að kaupa brenni- stein norðan á íslandi, og skipar um leið höfuðsmanninum á íslandi, Páli Stígssyni, að hafa gætur á, að enginn flytji þaðan brennistein, nema þeir, sem konungsbrjef hafi fyrir því. Árið 1561 fær Stefán nokkur Löyzer leyfi til að kaupa og flytja frá íslandi tvo farma brennisteins (200 lestir). Sjáifur kaup- ir konungur brennistein af Hans Niel- sen fyrir 20 rd. tunnuna (Y12 af lest), en selur hana aptur fyrir 30 rd. þann 23. marz 1562 skipar konungur að selja sjer allt lýsi sunnan- og norðanlands á íslandi til að hreinsa með brennistein- inn, og lætur sama ár byggja hús til að hreinsa í brennisteininn hjá Kaup- mannahafnarsloti. þ>ann 15. ágúst 1566 selja bræðurnir Vigfús og Nikulás por- steinssynir, Finnbogasonar, konungi Fremrináma, Hlíðarnáma og Kröflu- náma fyrir Munkaþverárumboð eptir- gjaldslaust í 4 ár, og þaðan af æfilangt fyrir venjulegt eptirgjald (handa hinum síðarnefnda), og þingeyjarsýslu eptir- gjaldsfrítt í 4 ár, en þaðan af gegn vanalegu eptirgjaldi, einnig Möðrufell í Eyjafirði og Gilsbakka afgjaldsfrítt handa hinum fyrra. Fleiri hlunnindi Reykjavík, laugardaginn 23. nóvembermán, fengu báðir enn fremur smám saman. Hans Nielsen hjelt brennisteinsverzlan- inni áfram í þau 10 ár, semleyfið náði yfir, til 1572, og telur Hannes biskup til, að verzlun þessi hafi verið mjög á- batasöm, því fyrir utan þann ávinning, sem Nielsen hafði, mun konungur hafa grættáhenni um 10,000 rd. á ári hverju, mikið fje á þeim tímum. Eptir Nielsen tók Markús Hess við fyrir eigin reikn- ing, gegn afgjaldi til konungs, en var óvinsæll hjá landsbúum og fór því opt burt með tóm skip. þá tók Rasmus Petersen við fyrir reikning konungs, allt til 1598, og hnignaði brennisteins- náminu og sölunni upp frá því smám- saman. Árið 1646 sækir Gísli sýslu- maður Magnússon á Munkaþverá um leyfi fyrir sig og föður sinn til að grafa upp og selja brennistein. Um Krísuvíkurnáma er fyrst getið j563- pá. fær kaupmaður einn ffá Danzig og ofannefndur Markús Hess 6 lestir af brennisteini úr Krísuvíkurnám- um, og fálkameistara Jellisen er gefið leyfi til að flytja brennistein frá Eyrar- bakka og porlákshöfn. Árið 1665 gef- ur Friðrik konungur IV. assessori Ga- briel Marselius leyfi, til þess í g ár að flytja brennistein frá íslandi tolllaust og gjaldlaust. Að þetta leyfi hafi notað verið sjest af því, að 1669 (Landþingis- bók fyrir sama ár, nr. 44) heimtar höf- uðsmaðurinn Bjelke skaðabætur fyrir tjón það, sem sumar konungsjarðir hafi beðið af brennisteinsflutningi yfir þær nyrðra. Nú finnst ekki getið um brenni- steinsnám hjer á landi fyr en 1724, þegar þeir Holzmann og Sechmann fá einkaleyfi til að safna brennisteini á ís- landi, þó svo, að þeir eingöngu flytji hann til Danmerkur og Noregs í dönsk- um og norskum slcipum. í Kaupmanna- höfn var þessi íslenzki brennisteinn, sem mestallur kom úr Krísuvíkurnám- unum, hreinsaður allt fram að 1729. Horrebow (Efterretninger om Island, bls. 73) segir svo frá, að við dauða Holzmanns, og af því 100 skpd. af brennisteini láu óseld eptir, hafi brenni- steinsnámið dáið út sunnanlands, þang- að til 1752—53; þá var brennisteins- hreinsun stofnuð á íslandi, og var henni haldið áframtil 1766, því Henchel, sem 1775 var sendur hingað tilað rannsaka námana, segir að brennisteinshreinsun- in hafi legið niðri í 9 ár, eða frá 1766. Nyrðra hjelt námið áfram þangað til 1748. þó munu námarnir optast hafa verið reknir að nafninu, því þegar Henchel kom norður, var Thorlacius 1878. forstjóri námsins (Olavii ferðabók, bls. 717), hreinsunarhúsin stóðu enn, og verzlunin flutti á ári hveiju 5 faðma af beykivið til hreinsunarinnar. Enda sjest á brjefum Skúla landfógeta, að námið um þessi ár sífellt gaf nokkuð af sjer, (eptir reikningi konungsverzlunarinnar frá 30. marz 1774 til jafnlengdar 1775, voru 329 rd. 55 sk. hreinn ágóði á 60,520 pundum, að öllum kostnaði frá- reiknuðum, og var þó verðið að jafnaði 3 rd. fyrir 100 pund). Árið 1779 var Levetzau, hinum sama, er síðar varð hjer stiptamtmaður, og islenzkum náms- manni, Theodorus Thorotti, meðal ann- ars falið á hendur að rannsaka rekstur brennisteinsnámanna. Var námið og enn þá um nokkur ár stundað, á með- an það gaf nokkuð af sjer. En smám- saman hnignaði því aptur, og datt nú alveg úr sögunni, þangað til í æsku þeirra, sem enn lifa, að bæði Örum & Wulff í Húsavík og hjer syðra stór- kaupmaður P, C. Knudtzon, fóru að gefa brennisteininum gaum. f>ó varð eins lítið verulegt úr þessu, eins og úr bollaleggingum Bushby’s, Perkins’s og Lock’s. Spyrji maður nú, hvað til þess kem- ur, að brennisteinsnámið, sem hefði get- að munað landið talsverðu, hefir gefizt þannig, þá má lesa það hjá Henckel á tilvitnuðum stað, bls. 693. Kennir Henchel meðferðinni á námunum nyrðra um, að þeir sjeu skemmdir, sumir jafn- vel eyðilagðir. „Getur einn maður á einni klukkustundu skemmt marga náma“, með óhentugum grepti, og gá- lausu traðki. Kennir Henchel þessu um, að margir brennisteinsgígir á hans dögum voru kaldir og dauðir. þegar nú hjer á ofan b^etist vegleysið, og hinn óbærilegi kostnaður við alla flutninga, sem af því leiðir, þá er ekki kyn þó svo sje komið, sem komið er. f>ví það má þó kallast óbærilegur kostnaður, þegar það eptir ofannefndum reikningi sýnir sig, að útgjöMin fyrir menn og hesta til að flytja oghreinsa 1278 vætt- ir af óhreinsuðum brennisteini, er ná- lægt því tvöfallt meira (340 rd.) en and- virðið fyrir þá 3463 potta af lýsi, sem gengu til að hreinsahann (179 rd.). Af þessu geta landsbúar sjeð, hversu dýrir vondir vegir eru, og hversu mjög þeir standa oss fyrir þrifum í mörgum grein- um. Enda mun það sannast, að sá enski heiðursmaður, sem nú er að reka Krísu- víkurnáma, hefir lítið upp úr þeim, fyr en hann gjörir betri veg úr námunum þangað, gem hann ætlar að skipa brenni-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.