Ísafold - 23.11.1878, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.11.1878, Blaðsíða 3
23/n78 ISAFOLD. 115 sýslu (Kristjáni Jónssyni) kveðinn upp svo látandi dómur : Með brjefi, dags. 3. júlímán., þ. á. fyrir skipaði amtmaðurinn yfir Suður- umdæminu skoðun á laxaveiðavjelum þeim, er hinn kærði, kaupmaður H. Th. A. Thomsen, hefir haft í Elliðaánum, með tilliti til þess, hvort svo langt bil væri milli rimanna í grindunum, að 9 þumlunga digur lax gæti smogið þær. Samkvæmt skipun þessari var skoðun- argjörð á veiðivjelunum framkvæmd 1. ágústm. þ. á. af tveimur mönnum, er samdegis höfðu verið útnefndir fyrir aukarjetti Kjósar- og Gullbringusýslu til að fremja starfa þenna. Skýrsla sko ðunarmannanna, er gefin er undir eiðs-tilboð, hljóðar á þá leið, að bilið milli rimlanna í einni af hinum umræddu kistum (veiðivjelum) sje 2 þuml., í ann- ari 18/12 þuml., og í hinni þriðju i1/* þuml., og að þeirra álitsje, að g þuml- unga digur lax geti eigi smogið milli þeirra rimla, sem skemmra sje á milli en 2x/4 þuml. Eptir að skoðunargjörð þessi hafði verið tilkynnt amtmannin- um yfir Suðurumdæminu og eptir að hann hafði leitað úrskurðar landshöfð- ingjans um málið, fyrirskipaði amtmað- urinn opinbera málshöfðan gegn hinum kærða, kaupm. Thomsen, fyrir brot gegn 5. gr. í viðaukalögum 11. maí 1876 um friðunálaxi, þar eð hvervetna í laxakistum hans sje styttra á milli rimanna en svo, að 9 þuml. gildur lax geti smogið þær, og var þá samkvæmt því sök þessi höfðuð. þegar málið fjell í rjett, var hinn kærði farinn utan, og var honum því skipaður talsmaður, prokurator Páll Melsteð, er hefir gen- eralfullmakt frá kærða til að gæta rjett- ar hans hjer á landi. Hinn skipaði talsmaður hefir til varnar hinum kærða borið fram í fyrsta lagi, að hinir útnefndu skoðunarmenn eigi hafi verið færir að dæma um laxa- kistur og laxveiði, því að hann viti eigi til að þeir hafi nokkurn tíma við þau störf fengizt, og að reynslan eigi stað- festi það álit þeirra, að 9 þuml. digur lax eigi geti smogið þá rimla, er skemmra er á milli, en 2 x/4 þuml. En þetta verður eigi til greina tekið, þar eð dómarinn verður að halda sjer til álits skoðunarmanna, er á löglegan hátt voru útnefndir fyrir rjetti, til þess sem óvilhallir menn, er skyn á bera, að framkvæma gjörðina, og skýrslan um gjörðina er gefin undir eiðs-tilboð, og hins vegar engin veruleg rök, er tillit geti orðið tekið til, eru fram kom- in fyrir því að álit, þeirra sje rangt, enda hefir hinn kærði eigi látið fram- kvæma neina frekari skoðunargjörð á veiðivjelunum. í öðru lagi skýrskotar talsmaður hins kærða til hæstarjettardóms 16. febr. 1875, og er íslenzk þýðing af dóminum framlögð í notarielt staðfestu eptirriti. En það verður eigi sjeð, að hinn tilvitnaði dómur hafi þýðing i máli því, er hjer liggur fyrir, þar sem ein- göngu er að ræða um, hvort hinn kærði hafi gjört sig sekan í broti gegn 5. grein viðaukalaganna 11. maí 1876, en lög þessi eru út komin eptir að hæstarjettardómurinn var uppkveðinn. Spurningin um, hve langt og til hverra hinar almennu reglur um friðun á laxi nái, er innihaldast í tjeðum lögum, hlýt- ur því að áliti dómarans að afgjörast án tillits til hins tilvitnaða dóms, er einkum og sjer í lagi ræðir um eign- arrjett hins ákærða að iaxveiðinni í Elliðaánum, og um heimild ha.ns til að hafa þvergirði'ng í ánum, pá er sök sú var hafin, sem með dóminum er dæmd, en hvorki virðist hafa, nje heldur geta heimilað hinum kærða, að viðhafa vissa laxveiðiaðferð um aldur og æfi, án tillits til þeirra lagaboða, er síðar kynnu út að koma. / priðja lagi hefir hinn skipaði tals- maður vitnað til brjefs ráðherrans frá 26. maím. 1877. Brjef þetta, er eigi hefir verið framlagt, en lesa má í hin- um opinberu stjórnartíðindum, er aug- ljóslega eigi bindandi fyrir dómstólana, þar sem það að eins inniheldur álit stjórnarherrans um skilning á viðauka- lögunum 11. maím. 1876; en þess ut- an verður að taka til greina, að brjefið eingöngu ræðir um, hvort 2. gr. ný- nefndra laga nái til laxveiðavjela hins kærða í Elliðaánum; þar sem það því eigi ræðir um hinar aðrar ákvarðanir laganna, in specie fyrirmælin í 5. gr., getur það eigi haft þýðing fyrir úrslit þessa máls. Eptir að þannig hefir verið telcið fram, að framangreindar varnarástæður talsmanns hins ákærða eigi geti orðið teknar til greina, eins og sökin fyrir- liggur, virðist það eigi geta verið vafa undirorpið, að ákvörðunin í 5. gr. við- aukalaganna 11. maím. 1876 sje svo almenn og ótakmörkuð, að hún enga undantekningu þoli, og að hún því hljóti að ná til veiðivjela hins kærða í Elliðaánum, eigi síður, en til annara laxveiðivjela hjer á landi. Að þetta og hafi verið meining löggjafans virðist mega ráða af umræðunum á alþingi, þá er lögin voru til búin. þar sem nú það er löglega sannað með skoðunar- gjörðinni frá 1. ágústm. þ. á., að um- ræddar veiðivjelar í Elliðaánum eigi hafi verið svo úr garði gjörðar eins og tjeð lagagrein fyrir skipar, það er að segja: að eigi hafi verið svo langt bil milli rimlanna, að 9 þuml. gildur lax hafi getað smogið þær, getur hinn kærði eigi hjá því komizt, að verða dæmdur til sekta fyrir brot gegn fyrir- mælum tjeðrar lagagreinar, og virðist sektin hæfilega metin 30 kr. samkvæmt 6. gr. optnefndra viðaukalaga. þar eð enginn hefir gjört kröfu til þriðjungs sektarinnar sem uppljóstarmaður, nje heldur nokkur komið fram sem slíkur, ber að lúka alla sektina í sveitarsjóð Seltjarnarnesshrepps. þar eð það er notoriskt, að hinar ólöglegu grindur hafa, á meðan á rekstri máls þessa stóð, verið rifnar og brotn- ar úr veiðivjelunum og þar með ónýtt- ar, verður eigi spurning um, að dæma þær upptækar. Hinn kærði borgi og allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað, þar á meðal málsfærslulaun til hins skipaða talsmanns síns, er ákveðast 10 krónur. Talsmaður hins kærða hefir flutt málið vítalaust. því dæmist rjett að vera: Hinum kærða, kaupmanni H. Th. A. Thomsen, ber að greiða í sekt til sveitarsjóðs Seltjamarnesshrepps 30 kr. Svo greiði hann og allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað, þar á meðal laun til talsmanns síns, málaflutnings- manns Páls Melsteðs, 10 —tíu—krónur. Dóminum ber að fullnægja eptir ráðstöfun yfirvaldsins undir aðför að lögum. Úr brjefi af Vatnsleysuströnd: „--Ekki þykir okkur hjerna fiskiveiðasamþykkt- ar-frumvarpið hafa batnað á sýslunefnd- arfundinum 9. nóv., þar sem þó þrír menn frá þeim parti landsins, sem þenk- ir og ályktar, voru með við ráðagjörð- irnar. Sjer í lagi furðar okkur á, að önnur eins grein, eins og 2. gr. (—„Eng- inn má af ásettu ráði leggja yfir net annars manns, heldur skal þess gætt, að minnst 10 faðma bil sje á milli, o. s. frv,“) skuli hafa verið sleppt út í almenning. Hvernig ætla þessir góðu menn að sanna það, ef lagt er ofan í net annars manns, að það hafi verið gjört af ásettu ráði; það er hvorttveggja, að í mikilli netjastöppu er, eins og allir vita, sem til þekkja, ekki svo hægt að varast þetta, og svo bera föll og hroðar eina trossu ofan í aðra, enda mun eng- inn, þótt sekur væri, fara að meðganga það, að hann hafi lagt ofan í af ásetfu ráði. þá „skal þess gætt, að minnst 10 faðma bil sje á milli“ trossa. J>að er auðsjeð, að þessir menn, sem svona hugsa og skrifa, hafa aldrei við net fengizt. Jeg get hæglega lagt ofan í annars manns trossu, þó jeg leggi 10 faðma frá hans dufli; eða búast þeir við, að geta sjeð flár og kúlur i sjó, og hvernig trossan liggur, sem duflið til- heyrir? þeir vita alltsvo ekki að duflið getur legið í aðra átt en trossan; fallið getur verið búið að bera það svo til, að það liggi yfir miðri trossunni. Mest furðar mig á, að þeir, sem ekki eru sjálfir kunnugir, skuli ekki ráðgast um annað eins og þetta, við þá, sem vit hafa á; og nær hefði Reykvíkingum verið, að kjósa útvegsbændur eða vana for- menn til að sækja sýslunefndarfundinn, heldur en menn, sem, eins og von er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.