Ísafold - 23.11.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.11.1878, Blaðsíða 4
116 í SAFOLD ,3/n 78 til, aldrei hafa dregið upp netjaháls. Verði hjeraðsfundurinn 17. desbr. nokk- urnveginn sóttur, þá er raunar óhætt um það, að þessi önnur grein kemst ekki að, en sá annmarki fylgir, að vel getur svo farið, að engin samþykkt kom- ist á fyrir næstu vetrarvertíð, sökum allra þeirra umsvifa, sem lögin gjöra ráð fyrir. En betri er engin samþykkt, en samþykkt sýslunefndarinnar--------“. „— — I samþykktarfrumvarpinu viðvíkjandi fiskiveiðum er ein grein, mig minnir 5. gr., sem bannar að varpa út seglfestu-grjóti, „nema brýna nauð- syn beri til“. Hver nauðsyn er brýn ? og hver er það ekki? Ef jeg kem í hvössu, hálfhlaðinn af grjóti út í net mín, finn þau seiluð af fiski, og sje, að ekki muni jeg geta innibyrgt fiskinn, nema jeg fleygi út grjótinu, er þá nauð- synin til þess brýn? og hver sker úr, hvort hún er brýn eður ei ? hver halda mennirnir geti fylgt eða vilji fylgja öðr- um eins reglum? eða eru þær gefnar af ásettu ráði, til þess ómögulegt sje að hlýða þessu, og svo ekkert lið verði að allri samþykktinni ? — — Seltj'erningur. Úr brjefi sunnan úr Garði: X— — Ekki lízt mjer á samþykktina nýju í fiski- veiðamálinu. Finnst mjer engin grein góð, nema 1. gr. og 6. grein um nið- urskurð á háfi. Verst er að sýslunefnd- in hefir ákveðið hjeraðsfundinn í Reykjavík. því svo getur viðrað i miðjum desbr., að fáir geti sótt hann nema Reykvíkingar, og ráða þeir þá öllu. J>að sýnir sig enn sem optar, að því lengur sem menn' ræða um einn hlut, og því fleiri sem bollaleggingarn- ar eru, þess verri verða úrslit málanna. Fyrsta samþykktar-frumvarpið var skást, þetta finnst mjer lakast------“. Úr brjefi úr Hafnarfirði: „— — Hverja menn skyldi hreppsnefndirnar og sýslu- maðurinn ætla að fá til að veratilsjón- armenn, til að sjá um, að fiskiveiða- samþykktinni verði hlýtt, ef hún kemst á. þ>að verða að vera menn, sem sjálf- ir sækja sjó. Nú er jeg tilsjónarmaður og jeg er formaður. Jeg á net roín suður í Strandarsjó, hávaðinn úr mínum hrepp á þau annaðhvort suðuríForum eða vestur á Sviði. Hvernig ætli mjer gangi, bæði að vera tilsjónarmaður, svo í lagi sje, og stunda mitt eigið gagn ? Eða—jeg á mín net vestur á Sviði, aðr- ir eiga þau á Bollaslóð, Sandaslóð, í Forunum og hjer og hvar, sumir fyrir vestan, sumir, ef til vill, fyrir sunnan Keilisnes, hvernig ætli mín tilsjón verði, nema jeg sje þá að skarka um allan sjó, og kasti aldrei stjóra? Ætli hlut- urinn minn verði hár þá vertíðina ? það er ekki allt gjört með erindisbrjefinu og skipunarbrjefinu eintómu. Enda fá hreppsnefndirnar varla neinn gagns- mann, til þess að taka annað eins starf að sjer. Og með slóðum er enginn bættari-------“. Röð námsstúlkna í kvennaskólanum í Reykjavík veturinn 1878—79, eins og hún varð við byrjun þessa mánaðar. Annar bekkur: 1. Kristjana Zoega, dbrm. G. Zoega í Reykjavík. 2. *Guðný Jónsd., prófastsá Auðkúlu. 3. Olafía Jóhannsdóttir, prests á Kálfa- fellsstað. 4. Jóhanna Arnljótsd., prests á Bægisá. 5. Magnea Norðfjörð, verzl.m. í Rvík.- 6. *Sigurlaug Árnadóttir, bónda á Höfnum í Húnavatnsýslu. 7. Helga Guðbrandsdóttir, bónda á Hvítadal í Dalasýslu. 8. þóra Torfadóttir, prentara í Rvík. 9. *Láretta þorvaidsdóttir, prests á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. 10. *Anna Jónsdóttir, prófasts á Mos-: felli í Grímsnesi. Fyrsti bekkur: 11. Katrín Skúlad., bónda í Hrappsey.. 12. *Solveig Snæbjarnardóttir, bóndaá- Hrísum í Helgafellssveit., 13. Jónína Jónsdóttir, bónda í Rvík. * 14. *Steinunn Arinbjarnardóttir, bónda á Innri-Njarðvík. 15. *Vilborg Jónsd., prófasts á Auðkúlu.’ 16. Sigríður Zoega, fyrrum bónda á Akranesi. 17. *Steinunn Frímann, f^^rrum bónda á Helgavatni í Húnavatnssýslu. 18. *Lilja Jónsdóttir, bónda á Akranesi.’ 19. Guðbjörg Torfadóttir. » |,essar taka 20. María Torfadóttir. ( að eins þátt 21. Guðfinna Jensdottir. kennslugrein- 22. Jóhanna Jóhannesdótt. J unum. Athgr. þ>ær, sem * er við, eiga heima í kvennaskólanum, hinar allar út um bæinn. þar að auki eru 10 ótald- ar hjer, sem taka að eins þátt í söng- kennslu þrisvar í viku. A þrestaskólanum eru pessir a, í eldri deild, sem eiga að útskrifast næsta sumar: Einar Jónsson frá Sleðbrjótsseli í Múlas. Jóhann þorsteinsson úr Reykjavík. Morten Hansen úr Reykjavík. þorsteinn Halldórsson frá Hofi í Vopna- • firði (ókominn). b, í yngri deild: Árni þorsteinsson úr Reykjavík. Eiríkur Gíslason frá Miðfelli á Hvalfj.str. Halldór porsteinsson frá Kiðabergi. Kjartan Einarsson frá Skálholti. Olafur Olafsson úr Reykjavík. A lœknaskólanum eru: Hallgrímur Melsteð úr Reykjavík. Davíð Scheving úrÆðey í ísafjarðars. Jón Sigurðsson úr Flatey. J>órður Thoroddsen úr Reykjavík. Ásgeir Blöndal frá Kornsá í Húnav.s. Bjarni Jensson úr Reykjavík. R a k k i. Sá er nú meir’ en trúr og tryggur Með trýnið svart og augun grá, Fram á sínar lappir liggur Líki bóndans hjá. Ef nokkur líkið snertir, styggur Stinna sýnir hann jaxla þá Og fram á sínar lappir liggur Líki bóndans hjá. Hvorki vott nje þurrt hann þiggur, Bungt er 1 skapi, vot er brá, Og fram á sínar lappir liggur Líki bóndans hjá. Til dauðans er hann dapur og hryggur, Dregst ei burt frá köldum ná Og hungurmorða loks hann liggur Líki bóndans hjá. Hvernig einn slcildingur getur aukizt og margfaldazt og uppfyllt jörðina. Hefði sama árið, sem frelsarinn fæddist, eða árið 1, einn skildingur verið settur á vöxtu og látinn standa með vöxtum og vaxtavöxtum í 1865 ár, þá hefði hann árið 1866 verið orðinn rúm ein kvintillión króna, tekjuskatturinn af þessu lítilræði væri rúmar 280 kvaðrilliónir króna og til að flytja þessa upphæð í silfri þyrfii sýslum. 3,008,645,600,100,000,000,000 duglega púlshesta, en lestin myndi ná yfir 187,600 billiónir þingmannaleiða. jpar nú Ijósið fer 8000 þingmannaleiðir í sekúndunni, þarf það 371,800 ár til þess frá aptasta hestinum að komast til þess lestamanns, sem er mitt í þvögunni. Væri nú apt- asta hestinum stolið, þá gæti það ekki uppgötvast fyr en af 12,391. sýslumanni eptir þann, sem slcatt- inn heimti. — Setjum nú, að í heiminum lifi 1000 milliónir innbúa, og hinni fyrstnefndu upphæð sje skipt jafntámilli þeirra, þá fær hver 2400 trillíónir króna, og brúki liann 2 millíónir á sekúndunni, þá er hann 19,048,000 ár að eyða sínum parti — ef honúm eða henni endist svo lengi aldur. Svona vex einskildingurinn, ef vel er á lialdið, í 1865 ár. Auglýsingar. J>óttjegtelji það sjálfsagt, að sem flestir láti börn sín hjer eptir læra barnalærdóm síra Helga, vil jeg þó, út af fyrirspurnum, sem til mín hafa komið, geta þess, að þau börn, sem þegar eru farin að læra Ballés eða Bals- levs lærdómskver, mega halda því á- fram og þurfa ekki fremur en verk- ast vill að læra hinn nýja barnalærdóm. Reykjavík, 18. nóvemberm. 1878. P. Pjetursson. I síðustu skilarjett var mjer dregið hvítt geldingslamb með mínu marki: bita apt- an hægra, sýlt vinstra. Rjettur eigandi má vitja þess til mín, sem þá borgi áfallinn kostnað. Hnausi í Flóa 30. október 1878. Jón Jónsson. Ritstjóri: G-rímur Tliomsen, doctor phil. Prentsmiðja „ísafoldar11. —- Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.