Ísafold - 23.12.1878, Síða 1

Ísafold - 23.12.1878, Síða 1
t D. V 32 Reykjavík, mánudaginn 23. desembermán. 1878. Skúli landfógeti Magnússon fæddist 1711 í Húsavík, var faðir hans, Magnús Einarsson, þar prestur. Föður- faðir Skúla var síra Einar Skúlason í Garði í Kelduhverfi. Móðir Sltúla var Oddný Jónsdótt., Árnason., Bjarnarson. á Laxamýri, og sonar dóttursonar dóttir síra Sæmundar Kárssonar í Glaumbæ. (Sæmundur, — Bergþór,—þóra,—Jón,— O ddný,—Skúli). Skúli lærði í heimaskóla hjá föður sínum til 1728, er faðir hans andaðist sviplega, (hrökk út úr báti á sjó). Ept- ir það lærði hann í 4 ár hjá stjúpa sfn- um, jþorleifi prófasti Skaptasyni í Múla, og sigldi til Kaupmannahafnarháskóla 1732, dvaldi þar í tvö ár, en kom inn aptur 1734, með veitingu fyrir Austur- Skaptafellssýslu, fór samsumarstil al- þingis og gegndi það sumar landsskrif- ara störfum fyrir Odd lögþingisskrifara Magnússon. Árið eptir(i735) varhann einnig settur yfir Vestur-Skaptafells- sýslu, meðan þingvitnismál Bjarna sýslu- manns Nikulássonar stóðu yfir, en sleppti henni aptur 1736, sigldi til Danmerkur og fjekk 1737 Skagafjarðarsýslu. Ár- ið 1738 flutti Skúli sig til Skagafjarðar að Gröf á Höfðaströnd, en keypti skömmu síðar Akra í Blönduhlíð, og gjörði þar upp reisulegan bæ 1740, sumir segja með viðum úr nýstrandaðri hollenzkri duggu. f>að merkilegasta, sem Skúli framkvæmdi meðan hann var sýslumaður í Skagafirði, var sam- þykkt, eða svo kölluð „rjettarályktun" um hrossabeit. Hafði þá, eins og síðar, viðgengizt í Skagafirði að setja hross heldur djarft á haga, öðrum peningi til skaða. þessu kom Skúli af með tjeðri samþykkt 1741, sem auk hans er und- irskrifuð af yfir 20 bændum, og vita þeir, sem reynt hafa hjer á landi, að annað er hægra, en að koma gamalli óreglu af í öllu því, sem ekki er sak- næmt að lögum. pá var hann fjár- haldsmaður Hólastóls eptir fráfall Steins biskups 1741—1746, og þó síðar væri að fundið, mun hitt sannara, að stóllinn hafði hag af ráðsmennsku hans. Ver varði hann kappi sínu í málaferlum Bjarna sýslumanns Halldórssonar í Húna- vatnssýslu, út úr skjöldóttu kúnni (kýr- málinu), hýðingarmálinu, rógburðarmál- inu gegn þóroddi heyrara þórðarsyni á Hólum og öðrum fleiri, en það var nú þeirra tíma siður, og eldir enn eptir af þeim skaplesti íslendinga. Bryddi hjer einnig fyrst á deilum þeim, sem forlög hans voru að eiga í æfilangt við hörmangarafjelagið og aðra danska kaupmenn. Höfðu bændur kært Pjetur Ovesen, kaupmann í Hofsós, fyrir mold- arblandna mjöltunnu og annað fleira. Skúli sótti kaupmann til dóms og laga, en fjekk ekki að gjört, líkasttil afþví, að brotið var ekki fullsannað. Hafði Skúli snemma þungan hug til einokun- arverzlunarinnar hjer á landi. Segir hann í einu brjefi, sem til er í skjala- safni landfógetadæmisins, að sjer muni aldrei úr minni líða, þegar Hólmfastur Guðmundsson var eptir kæru Knúts kaupmanns Storms, bundinn við staur á Kálfatjörn og' húðstrýktur í viðurvist amtmanns, fyrir það hann seldi í Kefla- vík 20 fiska fyrir annan mann, en 10 ísur og 3 löngur fyrir sjálfan sig af úrkastsfiski frá Hafnarfjarðarverzlun. Máttihann og einnig muna, þegarPáll sýslumaður Torfason í ísafjarðarsýslu var dæmdur frá búslóð og embætti fyr- ir það hann keypti fáein færi af ensk- um fiskimönnum, áður en skip komu frá Danmörku, eða þegar Tómas Kon- ráðsson var dæmdur til Brimarhólms fyrir það hann seldi Búffa-kaupmanni fisk, sem aflaðist í Stapa-umbobi. Sömu- leiðis hófst hjer viðleitni hans, að lcoma á legg betri og greiðari ullarspuna og tóvinnu, en áður tíðkaðist. Hann gjörði snældurnar gömlu útlægar úr Skaga- firði og kom á handrokkum. Meðfram fyrir meðmælinguPingels amtmanns varð Skúli landfógeti 1749, og þótti þá nýjung að hljóta innlendan fógeta, því þeir höfðu allt að því und- antekningarlaust danskir verið, og sátu jafnan á Bessastöðum í sambýli við amt- mennina, sem ekki var ávallt hið ástúð- legasta. Enda var landfógetinn á þeim tímum miklu sjálfstæðari og hinni æðstu landsstjórn óháðari en nú á dögum. Fó- getinn var í reikningsmálum eingöngu undir Kammercollegíið og rentukamm- erið gefinn, nema að því leyti, að amt- maður átti að votta reikningana og hafa sjóðseptirlit; en fógeti mátti engan eyri út gefa nema eptir skipunum og ávís- unum frá stjórninni í Kaupmannahöfn. Aptur var amtmaðurinn yfirmaður fó- getans, sem sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu. pá var fógetinn höf- uðbóndinn á Bessastöðum, en amtmað- ur eins konar húsmaður fógetans. þessu fjekk Skúli breytt, og náði, fyrir vel- vild Friðriks konungs Y. ábúð áViðeý og því með, að þar var reist veglegt steinhús handa landfógeta. Hann hafði grætt fje í Skagafirði, og kom frá Ökr- um heldur efnaður; settinú stórbú upp íViðey, oghjelt sig ríkmannlega; hafði gjarnast um og yfir 40 manns í heimili, og veitti gestum vel, svo mikið gekk upp. Sem sýslumanni í Gullbringusýslu lenti honum vonum bráðar saman við kaupmenn, sem þá voru grunaðir um misjafna vigt og mæli. Komst fleirum sinnum í hart milli hans og þeirra, en þó aldrei eins og einu sinni í Grindavík út úr helzt til ljettu og ójusteruðu pund- aralóði — vogskálar tíðkuðust ekki fyr en eptir það — ; sló þá í handalögmál, og hafði Skúli betur bæði í sviptingun- um, því hann náði lóðinu, og síðar í máli því, sem út af þessu reis. Með þessu hófust deilurnar milii Skúla og hör-mangaranna, og urðu þær bæði harðar og langar. þeir höfðu sín meg- in djörfungar- og þekkingarleysi lands- búa, sem fátæktinni fylgir, þeir höfðu auð fjár og ósanngjörn lög, sjer í lagi gamla taxtann, við að styðjast; þeir höfðu fylgi ýmissa stórhöfðingja erlend- is, svo sem greifanna Ahlefeldts og Rosenkrantz’s, sem, eins og nú tíðkast í enskum hlutafjelögum, voru oddvitar hörmangaraíjelagsins; því þó slík stór- menni lítið skyn beri á verzlun, þykir gott að hafa þá fyrir forvígismenn og talsmenn við konung og stjórnarherra. Fulltingismenn Skúla voru þeir Heltzen, norskur maður í Kammercollegiet, ge- heimeráð Thott og — mest og bezt — Friðrik konungur V. Skúli sá það fljótt, að enginn vegur var til að bola hör- mangarana beinlínis frá verzluninni, því verzlunar-einkaleyfi þeirra náði til árs- ins 1759 (frá 1743), svo að meðan þeir stóðu í skilum með afgjaldið til konungs, gat sjálfur einvaldurinn enga breyting á gjört. jþeir einir, og enginn annar, máttu því flytja út ull, fisk o. s. frv., þeir einir máttu flytja inn nauðsynjar og munaðarvöru, sumt eptir ákveðnu verðlagi (taxta), sumt með því verði, sem þeim líkaði. Honum kom því til hug- ar,—og þess ætti hann að njóta hjá öld- um og óbornum, — að ráðast óbeinlínis á einokunina, með því að láta vinna ullina*, súta skinnin o.s.frv. hjerálandi, koma djúpmiða-fiskiveiðum á með þil- skipum, láta verka saltfisk (áður var hjer ekki um annað að ræða en harð- fisk, og annar fiskur var ekki nefndur í taxtanum) og stofna undir eins inn- lenda hlutaveltu, sem einnig mætti sækja nauðsynjar sínar og flytja út varning sinn með tjeðum þilskipum (húkkertun- *) Magnús amtmaður Gíslason var, með styrk af konungi, þegar búinn að stofna dálitla klæða- verksmiðju á Leirá, sem síðar var flutt í Rvik.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.