Ísafold - 23.12.1878, Page 2

Ísafold - 23.12.1878, Page 2
126 ÍSAFOLD. *7l2<S um, sem síðar verða nefndar). Hverju hann með einurð sinni og þreki gat á stuttum tíma til vegar komið; sjest á því, að með konungsúrsk. 4. jan. 1752 gefur Friðrik V. jarðirnar Effersey, Reykjavík og Hvaleyri til hinna nýju verksmiðjustofnana, eða „innrjettinga11, sem þær þá voru kallaðar*. í allt gaf konungur frá 1752 til 1759, eptir viður- kenningu Skúla sjálfs (Deo, regi, patriæ bls. 321, neðanm.), til stofnananna 61300 rd., auk 4800 rd., sem hann gaf Skúla persónulega, og erþó ekki ljóst, hvort jarðirnar og lóðin eru taldar í þessari upphæð. Með samþykkt, staðfestri af konungi sama dag (4. janúarmán. 1752) var ákveðið (1 gr.), að „enginn nema landsbúar og þeir útlendingar, sem væru í brauði stofnananna, mættu vera hlut- takendur“, (þetta myndi hin íslenzka stjórnardeild nú á dögum líklega kalla íslenzkan og „óhafandi höldsrjetF), og urðu með því verksmiðjurnar, sem sje spunastofa, vefnaðarhús, sútaraskemma, litunarskáli, þófaramylla í Elliðaánum, færasnúningsvjel, brennisteinsnámið og fiskihúkkerturnar, ■—■ allt eign þeirra landsbúa, sem hluti áttu; (hvert hluta- brjef var þá uppá 50 rd.). f>ar á ofan höfðu margir liðljettingar, bæði karlar og konur, stöðuga og góða atvinnu (1763: 16 sveinar, 45 drengir, 40 kvenn- menn við klæðasmiðjuna eina). Kostn- aður hlaut nú í upphafi að vera ærinn, sjer í lagi á meðan verið var að kenna íslendingum nýja vinnuaðferð, en þó verður ekki komizt nær, en stofnan- irnar hafi yfir höfuð borgað sig, að fiskiveiðunum einum undanskildum. Eptir reikningi Skúla (Deo, regi,patriæ bls. 386) var hinn hreini arður í 12 ár (1752—1764), 1., af klæðasmiðjunni: hjer um bil 7000 rd. 2., af brennisteins- náminu: 3344 rd. 3., af færasnúningi: 507 rd. 4., af sútaraskemmunni: 320 rd. Aptur á mót tapaðist á húkkertunum 23595 rd., sem kom af því, að hör- mangarar afsögðu að flytja nokkuð til landsins af því, sem stofnanirnar við þurftu, svo það varð að brúka skip- in til flutninga í stað þess, sem þau voru tilætluð, fiskiveiða. þ>ess utan brann mikið af húsum stofnananna snemma á árinu 1764; fjárfárið spillti fyrir ull- arkaupunum, og fleirí slis vildu til, sem stóðu stofnununum fytir þrifum; þó var ekkert eins andvigt vexti þeirra og við- gangi, eins og mótspyrna hörmangar- anna, sem spilltu fyrir þeim bæði ut- anlands og innan. Enda fengu mang- arar að finna við hvern þeir áttu. Skúli keypti upp alla ullílandinu, sem hann gat í náð, sendi stórlestir eptír henni austur og norður, sótti hana sjóleiðis *) pær áttu að gjalda prestinum. Tltodal stípt- amtmaður segir 1770, að hið almenna verziunarfjelag eigi Heykjavíkurkirkju, en í dómsaktinum í máli Skúla við fje- lagið stendur (bls.1228), „að innrjetting- arnar eigi kirkjuna“. Lengi hefir vafi yerið um hver hnossið á. að vestan; efldi sem mest saltfisksverk- un og ljet flytja hann á húlckertunum til Norvegs og Danmerkur, o. s. frv., svo í mörgu falli varð einokun ekki komið við. þ>að fór smámsaman að draga úr verzlun mangaranna, og rak að því, að þeir 1757 sögðu einkaleyfinu (Octroy) upp við árslok 1758. f>etta frjetti Skúli með vorskipum 1757, því í maímánuði sama árs var konungur, fyr- ir tilstilli Skúla og Heltzens, auk þess að gefa hörmangara jifjelaginu haröar átölur, búinn að úrskurða: a., að hluta- veltan íslenzka mætti bæði flytja út fisk og vinnu stofnananna (klæði, súta- skinn, brennistein o. s. frv.) og inn apt- ur nauðsynjar þeirra. b., að flytja mætti á hukkertunum húsavið og korn til útsáðs frá Noregi. c., að hlutavelt- an mætti bæði kaupa ull og skinn af innlendum (án meðalgöngu kaupmanna) og selja þeim aptur klæði og sútaskinn. d. , að mangarar þetta eina ár, (1758) sem þeir eigi eptir að verzla á Islandi, skuli skyldir að afhenda hlutaveltunni 100 skpd. ullar gegn 20 rd. fyrirskpd. e. , að mangarar flytji frítt til landsins sáðkorn, hamp, hör — og kálfræ, en f., að stofnanirnar á vertíð ekki haldi fleiri en 20-—30 fasta fullgilda karlmenn. — Greip Skúli nú tælcifærið, og vakti alla höfðingjana við Oxará úr svefni með sinni alkunnu Pro memoria um verzlun Islands, dagsettri g. júlí 1757, og tafarlaust skoraði Magnús amtmað- ur Gíslason á þá, sem á þingi voru, lögmennina Svein Sölvason og Björn Markússon og 9 sýslumenn, að ræða þá þegar verzlunarmálið. þessir voru ekki sjálfir viðlátnir, en gáfu Skúla og fimm sýslumönnum umboð sitt til þess að afráða hvað gjöra skyldi. Varð þá úr, að fundur var haldinn } Viðey um haustið, og Skúla falið af Magnúsi amtmanni Gíslasyni, Ólafi varalögmanni Stephánssyni og 5 sýslumönnum fyrir allra hönd, að sigla á konungs fund og reyna að koma verzluninni í það horf, sem bent hafði verið á í álits- skjali hans, og sem sjer í lagi hneig að því, að landsbúar sjálfir undir for- sjá stjórnarinnar eignuöúst verzlunina, þó með þeirri breytingu, að' Finnmerk- ur verzlun skyldi aðskilin frá verzlun íslands, og að verzlunimii og verksmiðj- unum vœri steypt saman. Fylgdu þessu umboði innilegustu áheit Magnúsar amtmanns Gíslasonar í brjefi 6. okt. 1757. Skúli sigldi, og urðu úrslit málsins þau, að konungur tók sjálfur að sjer verzl- unina 1759, og setti Marcus Pahl fyrir umsjónarmann yfir henni hjer á landi. þ>essi konungsverzlun stóð, eins og menn muna, til 1763, og var gengi stofnananna og Skúla sjálfs þá mest. Verksmiðjurnar þróuðust, þó ýmislegt bagaði, en konungur tapaði; enda var það ekki meining Friðriks V. að græða á íslandi; hann hafði þá einlægu ástund- un að koma landinu upp. Allt fyrir það var varla von, að stjórnin- til lang- frama vildi halda fram verzlun sjer til skaða, og var hún því aptur 1763 um 20 ára tíma seld nýju fjelagi í hendur, ■sem nú hjet: hið almenna verzlunar- fjelag. Átti þetta fjelag einnigað taka að sjer stofnanirnar, svo hvorutveggju var nú steypt saman. Eigendur stofn- ananna (eða hlutabrjefanna í stofnun- unum), urðu undir eins sameigendur verzlunarinnar að tiltölu við upphæð hlutabrjefanna (sem nú voru gjörð 50 að tölu upp á 500 rd. hvert, eða alls 25000 rd.). Varð Skúli einn af forstjór- um þessa nýja fjelags, fyrir hönd stofn- ananna og hinna íslenzku eigenda. þ>á átti hið nýja fjelag við samsteypuna að lúka 5000 rd. af skuldum innrjetting- anna, og 28 rd. af hverju hlutabrjefi, (hverjum 500 rd.), eða 1400 rd. samtals af öllum 50 hlutabrjefum á ári. Með þessum fjelagsskap byrjaði mótlæti Skúla og stofnananna. Hefðu jafnhyggnir menn eins og Skúli, Magn- ús Gíslason og Ólafur Stephánsson mátt sjá það fyrir. Raunar v'oru hinir tveir síðarnefndu hvatamenn til samsteypunn- ar; en þó þetta atriði, eins og að fram- an er getið, væri tekið fram í umboði Skúla, þegar hann fór hjeðan 1757—58, þá var það engan veginn sett sem gagn- gjört skilyrði, og þar sem hann eptir á, þegar í mál og óefni var komið, vildi kenna Magnúsi Gíslasyni og greifunum Thott og Moltke um (Dómsakt, bls. 111), þá eru það öllu fremur iðrunarorð, en sannmæli. Hann gekk sjálfur að þess- um kjörum við þann mann, sem af hálfu Kaupmannahafnar kaupmanna stóð fyrir samningunum, ráðmann Skibsted,^kunn- ingja sinn, og var honum, eptir því sem næst má komast, enginn nauðungar- kostur. En hjer er sumt óljóst í þeim skjölum, sem þessi þáttur hefir við að styðjast; þó er hætt við, að efnahagur Skúla sjálfs hafi verið orðinn flæktur í efnahag stofnananna. Víst er það, að hann var, að minnsta kosti að nafninu, eigandi að öllum helmingi hlutabrjef- anna, og líkast til hefir of mikið af eig- um hans verið bundið í þeim, til þess hann, auk annars kostnaðar, margra og dýrra ferða landa á milli, mikillar fjölskyldu, umfangsmikils búskapar o. fl., hafi þolað, að láta talsvertfje standa arðlaust, þangað til stofnanirnar af eig- in rammleik færu að gefa stöðugan og reglulegan afrakstur. Honum var, eins og Hannes biskup um hann segir, ekki gefið að fara laglega með lítið, og hann munaði því um, bæði að fá ákveðna vöxtu af hlutabrjefum sínum, föst laun sem forstjóri stofnananna (300 rd. á ári) og 5000 rd. tillag af verzlunarfjelaginu, til að höggva skarð í skuldir þeirra. Sama mun mega segja um hina aðra hluta-eigendur, og svo varð það úr, að stofnanirnar voru, gefnar á fjelagsins vald. það var sýnt hjer að framan, að þó hinar eiginlegu verksmiðjur borguðu sig, þá tapaðist á húkkertunum einum meira, en svaraði arðinum af öllu hinu,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.