Ísafold - 23.12.1878, Qupperneq 4

Ísafold - 23.12.1878, Qupperneq 4
128 ÍSAFOLD 23/ 78 /1 2 ‘ ° ar nú eitt brjefið öðru harðara, en lítið er um svör, því litlu er upp á að svara, víkur svo báðum frá um stundarsakir, en — í júlímánuði sama ár verður hann hátíðlega að setja báða í embætti apt- ur, eptir rentukammersskipun ; lítur svo út, sem bæðiSkúli og „kammerið“ hafi verið sínum hnútum kunnugust. Aptur rak Lindahl, skrifara Levetzaus, sem hinn síðari hafði sett í stað þeirrafeðga, í fleiri ára reikninga-villur, og hlífói Skúli honum ekki. Báðir flýttu sjer burt hjeðan, Levetzau og Lindahl, og er hálf spaugilegt að lesa brjef frá hin- um fyrra, eptir það hann var orðinn embættismaður í Norvegi, þar sem hann biður Skúla bónar, einmitt í peninga- málefni. Yfir höfuð mun Skúli ekki hafa verið auðsveipur undirmaður. Bezt komst hann út af við Magnús Gíslason, Thodal og Meldahl, sem allir voru góð- menni og stillingarmenn. Verst samdi honum, upp á síðkastið, við OlafStep- hánsson, sem þó fyrrmeir hafði verið vinur hans, bókhaldari undir Skúla við stofnanirnar, og bæði sín og tengda- föður síns vegna átti honum margt gott upp að inna, því fylgi Skúla erlendis áttu báðir það meðfram að þakka, að þeir urðu amtmenn. Ósamlyndið mun fyrst hafa komið af þvi, að Skúli hafði ekki geðsmuni til að lúta þeim manni nóg, sem áður hafði verið hans undir- maður, en Ólafur fann til sín, þegar hann, fyrstur Islendinga, var orðinn stipt- amtmaður. Annars var Ólafur, að öll- um jafnaði, enginn harðstjóri, og í mál- efnum landsins voru báðir yfir höfuð samhuga. En, hvað sem því líður, þá skiptust þeir fyrst um hríð hörðum brjef- um á út úr reikningum, þangað til Ó- lafur gjörði sjóðsskoðun hjá Skúla, fann 1200 rd. sjóðþurð, og gjörði þá átt- ræðum öldungnum þá svívirðingu, að innsigla sjóðinn og fela hann tveim stúdentum, sem í Viðey voru, til geymslu, en veðfesti svo mikið af lausafje Skúla, sem sjóðþurðinum nam. Ogþetta var sami maðurinn, sem, þeg- ar Levetzau vjek Skúla frá embætti 1786, bauð fram svo mikið fje til veðs fyrir hann, sem stiptamtmaður óskaði. Eitthvað hefir á þeim 7 árum, sem liðu á milli, breytzt í vinfenginu, enda var Ólafur í fyrra sinnið ekki búinn að ná í hnossið, sem hann sóttist eptir, sem sje stiptamtmannsembættið. þetta var 1793; vjek Ólafur Skúla jafnframt frá um stundarsakir, og setti Magnús son sinn (síðar konferenzráð) í landfógeta stað. Um leið byggði hann Skúla, sín og kongsins vegna, út úr Viðey, sem hann vildi sjálfur komast að, þó Viðey væri fógeta- en ekki stiptamtmanns-að- setur, tók 18 kýr og annað fleira úr búi Skúla, sem kúgildi, er jörðinni fylgdi, og gekk, að heita má, af hon- um dauðum. Fannst nú á, að Skúli átti engan fulltingismann lengur í Kaup- mannahöfn. Skúli sagði sjálfur af sjer embættinu fyrir fullt og allt, og var konungs náð meiri en Olafs, því hann fjekk lausn með rífum eptirlaunum, eptir því sem þá gjörðist. Ur Viðey komst hann hvorki Íífs nje liðinn, ogmá sjá, hversu honum muni hafa verið gengið, því hann dó árið eptir, 9. nóvbr. 1794, 83. ára gamall, sem húsmaður og næst- um því gustukamaður Ólafs, og í Við- eyjarkirkjugarði er hann grafinn, þó lít- ið sje um minnisvarða yfir hann. Allir húsguðir hans voru horfnir burt á undan honum. Steinunn kona hans, dóttir síra Bjarnar Jónssonar Thorlacii i Görðum á Alptanesi, dó 1785, Jón sonur hans ssr J>essu blaði fylgir Viðaukablað, aukafógeti 1789, og Jón sonarsonur hans, kallaður IVidoe, efnilegur ungur maður, drukknaði sama ár á Viðeyjarsundi, er hann var að sækja föngin í erfidr)Lkj- una eptir föður sinn. Á Skúli þá að hafa sagt: „goldin er nú landskuldin af Viðey“. Hin börn hans voru þessi: Guðrún eldri, gipt Jóni sýslum. Snorra- syni í Skagafjarðarsýslu, dó 1816. Björn Thorlacius, byggingameistari við ITólminn í Khöfn, dó 1784 barnlaus. Rannvcig, gipt Bjarna landlækni Pálss., amma Bjarna amtm. Thorarensens. Guðrún yngri, gipt Jóni sýslum. Arnþórs- syni eldra í Snæfellsness., dó 1801. Oddný, gipt síra Hallgrími Jónssyni að- stoðarpresti að Staðastað, síðar presti að Görðum á Akranesi. Halldóra, gipt Hallgrími lækni Bach- mann, amma síra Geirs í Mikla- holti og frú Ingileifar Melsteð. þ>að má með sanni segja um Skúla, að hann var nokkurs konar ágrip r8,. aldarinnar, eins og hún sýndi sig' á voru landi, með öllum hennar framfaratilraun- um, flokkadráttum og málaferlum, enda var hann við flest það riðinn, sem á öld- inni skeði, og nokkurt mark var að. )f>að sem hún hefir til sins ágætis, það liggur mestmegnis eptir hann, svo sem rokkaspuni og betri ullarvinna um allt land, fiskiveiðar á þilskipum, saltfisks- verkun, færaspuni og færasnúningur, stofnun landlæknis- og hjeraðslækna- embætta, yfirsetukvenna-kennsla, betri vigt og mælir, handkvarnir, o.s.frv.; en það helzta stórvirki, sem eptir hann liggur, er það, að hann eins og Eggert Ólafsson aðorðikemst, „sálgaði Grílu“, sem sje einokunarverzluninni. Síður er honum það til gildis teljandi, þó mein- ingin væri góð, að hann innleiddi hjer útlent sauðfje (með barún Hastfer), og þorskanetin, eða það, að hann fór 18 sinnum utan, þó þetta síðasta sýni, að hann var ólatur maður. Skúli var ekki svo mjög gáfumað- ur til lærdóms, sem hann var greindar- og framkvæmdarmaður. Lærði hann bæði í æskunni og á manndómsárunum margar verklegar iðnir, var smiðurbæði á trje og járn, kunni sjer í lagi vel skipa- smíð og glerskurð, bar gott skynbragð á alla tóvinnu og vefnað, spunavjelar, þóf, skinnasútun, garða- og jarðarrækt; siglingafræði (Navigation) og húsabygg- ingar nam hann erlendis og á ferðum sínum, kom fyrstur upp æðarvarpi í Við- ey, og lagði yfirhöfuð flest verklegt á gjörva hönd. Af ritum hans ber helzt að geta „Sveitabóndans“ í gömlu Fje- lagsritunum og lýsingarinnar á Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem hann hlaut verðlaun fyrir. Hans svo kallaða „har- móniska jarðabók“ hefir aldrei þótt á- reiðanleg. Hafði hann og lítið tóm til að vera rithöfundur, en væri öll sóknar- og varnar-skjöl hans í landsins og sjálfs hans málefnum prentuð, þá myndu þau fylla nokkur bindi. Hann hafði meiri áhuga, en flest- ir aðrir Islendingar, bæði fyr og síðar, á vexti og viðgangi fósturjarðar sinnar, og sýndi meira þrek og áræði í því að framfylgja málefnum landsins, en nokk- ur annar. f>ar sem hávaðinn af sam- tíða gæðingum vorum hugsaði, eins og gjörist, mest um að komast til metorða og bjarga sem bezt sjálfum sjer, lagði Skúli mest kapp á að bjarga landinu úr verzlunaránauð. Enda þótti honum lítið til sumra höfðingjanna koma: þeg- ar þeir voru hver um annan að falla frá á freistingartímanum, sumir af deyfð og sumir af hræðslu, þá hætti honum við að segja: „miklar heybuxur eru menn“. Sjálfur var hann bæði snar- ráður og þrekmaður, en hafði einnig þá galla, sem þessum kostum fylgja. J>ví bæði hætti honum við að vera ofsafenginn og brögðóttur, þegar því var að skipta, og ljet sjer fátt fyrir brjósti brenna til að koma sínu fram. Hjartagóður maður var hann við minni máttar, en óvæginn við yfirmenn og jafningja, og ekki laus við fordild, — Jiróðigr var“, segir Eggert. J>ví varð honum meðfram vinafátt meðal heldri manna á efri árum, þegar móti fór að blása. Má t. d. sjá á kvæðum Eggerts, hversu vindur skiptist i lopti. Árið 1752 Ijet skáldið prenta lofkvæði um Skúla og „þær nýju innrjettingar á ís- landi“, (kvæðabók bls. 84—85); stend- ur þetta í 8. erindi: Alla fylldng fyllir fremjandi ossra landa gagn------------; hans nafn gæðinga jafni Skú li ber;-----—. í Grílukvæði (t. st. bls. 141) er Skúli nefndur, sem „hróðigur og hálfkennd- ur“, en þó er honum þakkaður dauði Grílu. í „P'ramverplu“ (1758, t. st. bls. 99—102 er komið annað hljóð í kveð- skapinn, og sveigt bæði að honum og Thott fyrir það, að verzlunin var aptur boðin upp, þó ekkert boð fengist í það sinn. BrjefSkúla bera þess vott, hverj- ir íslendingar og Danir reyndust hon- um bezt fram úr. íslendingarnir voru: Jón konferenzráð Eiríksson, sem dó á undan honum (1788), Sigurður lögþingis- skrifari Sigurðsson á Hlíðarenda. sýslu- mennirnir Magnús Ketilsson og Jón Jakobsson, og — J>orbjörn bóndi Bjarna- son í Skildinganesi, sem hjálpaði honum bezt, þegar Finnur biskup og Levetzau gengu harðast að honum í skuldaskipt- um. Hinir dönsku menn voru: etatsráð Heltzen, geheimeráð Thott og'—Frið- rik konungur V. Skúli var hár meðalmaður, grann- ur og knálegur, hvítleitur og bólugraf- inn í andliti, munnófríður, rómmikill og beit á vörina, þegar hann talaði. Hann var snarmenni, reiðmaður og gleðimað- ur. Hneigður var hann fyrir vín, en drakk heldur heima en af heimili. Að öllu samtöldu var hann karlmennsku- maður bæði til sálar og' líkama, en hann skorti þann aga á sjálfum sjer, geði sínu og tilhneigingum, sem prýðir mik- ilmennið og tryggir hamingjuna. Má vel heimfæra upp á Skúla það sem Sturla J>órðarson kvað um nafna hans: J>at er skröklaust þó at hvarbrigð at Skúli var á hann sneri frægðarmaðr aldar gipt í frömu lífi, auðnu hveli. Út er komin æfisaga Sigurðar Breiðfjarðar, eptir Jón Borgfirðing. Höf- undurinn hefir, öðrum til viðvörunar, viljað sýna fram á, hvernig vanbrúka má mikið pund með óreglu og siðferð- isleysi, og hver hefndargjöf miklar gáf- ur geta orðið, þegar þeim fylgir hvorki stilling nje menntun. j>etta hefirhöfund- inum tekizt ágætlega. gjaíir. — Ýmsir munir, mátulegir í jóla- og nýárs- gjafir, eru til sölu, við niðursettu verði, í SIEMSENS YERZLEN. Ritstjóri: G-rímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja Isafoldar. — Sigm. Guðmuudsson.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.