Ísafold - 24.01.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.01.1879, Blaðsíða 1
SAFOLD VI 3. Reykjavík, föstudaginn 24. janúarmán. 1879. Hvernig á að minnka verzlunarskuldirnar? í 2. blaði „J>jóðólfs" þ. á. hefir rit- stjórinn hreift þessari spurningu, en rit- stjórinn er ekki einn um hituna; það er tekið í hönd honum, og hann leidd- ur út úr málinu af „vitrum" manni, sem „ekki er kaupmaður", þó raustin virðist vera Jakobs, en nauðsynlegast af öllu hefði verið, að fá að vita, að maðurinn væri löndum sínum velviljað- ur. Sjeu þau 4 niðurlags atriði vitra mannsins tekin sem svar upp á ofan- greinda spurningu, þá er svarið með fám orðum þettatvennt: að kaupmenn heimti inn skuldir sínar á 6 árum, og láni úr því ekki framar; að þeir fast bindi með sjer og heimti 5 af hundr- aði af hverri skuld, hvernig sem hún er tilkomin, og þó hún væri skyldþvi, sem Jónas Hallgrímsson segir: „þarna vanti í þumalinn", en fyrir þvi þarf nú Hklega ekki ráð að gjöra. Ekki er þess getið, að bóndinn hafi nokkurn rjett til að heimta rentu, þó hann eigi stór fje inni, eins og þó á sjer stað, og ekki er þess getið, að kaupmennirnir hafi neinnar skyldu að gæta, eða þurfi neitt til að gjöra annað en — að sjá um sjálfa sig. f>egar vjer með ritstjóranum og hinum vitra manni hugsum um þetta mál, þá skulum vjer fúslega játa, að ritstjórinn talar í mörgu rjett og fagur- lega um óhamingju þá, sem skuldirnar baka. Jpó hefir ritstjórinn eigi minnst á það, sem oss þykir hvað mest þörf á að vekja máls á, og það er sú að- ferð, sem virðist vera orðin almenn hjá kaupmönnum, að þeir ausa út lánum í betri árum, en taka fyrir þau þegar harðast er. Sumir kaupmenn hafa tek- ið þetta svo alvarlega, að í þeim hörðu árum, sem nú hafa gengið, hafa þeir verið bjargræðislausir meiri hluta árs- ins, eptir eigin sögn, til þess að auka ekki skuldirnar. En er nokkur aðferð óhyggilegri,rog vjer viljum segja ósæmi- legri en þessi? Er það ekki alveg gagnstætt því, sem ætti að vera, sem sje að lána út, þegar miður lætur í ári, og þörfin er, en heimta það aptur inn þegar betur lætur? Jpað er óhyggilegt fyrir kaupmanninn sjálfan. í góðu ár- unum, þegar allir hafa nóg, er ekki hægt að þekkja ráðleysingjann frá hin- um; hörðu árin segja til hver hann er. Sje honum lánað, þegar vel lætur, þá er honum hjálpað til að brúka það, sem hann getur án verið, og eyðileggja velferð sína. J>egar svo ári hallar og tekið er fyrir lánið, hvað er þátilráða? Neyðin og sveitin. J>etta verðum vjer að telja ósæmilegt. þ>essi aðferð er líka hinn beinasti vegur til þess að halda skuldunum við án enda. Skuldirnar byrja í góðu ári, þær haldast við eða vaxa meðan árgæzkan er, þær verða að haldast við þegar ári hallar, af því að þá verður ekki borgað ; þær hald- ast við þegar aptur batnar í ári: af því það er nú einu sinni orðin regla. Jpó ekki væri annað gjört í þessu máli en það, að kaupmenn slepptu þeirri venju, sem er þeim og öðrum til eyði- leggingar, að auka lánin, þegar vel gengur, en taka fyrir þau, þegar lak- ar lætur, og tækju hina regluna upp, sem er þeim og öðrum til hamingju, að minnka skuldirnar í góðu árunum, en auka þær heldur þegar lakarlætur, þá væri stígið það fyrsta og verulegasta stig í þessu máli. En — þá má vera að þeir seldu þá í hinum betri árum minna af þeim óþarfa, sem þeir hafa mestan hag af að selja. J>að er aptur á hinn bóginn víst, að þeir ættu þá betri og áreiðanlegri viðskiptamenn. Kaupstaðarskuldirnar eru slæmar, en þær eru ekki eíns slæmar, ef þær eru með ráði tilkomnar, eins ogefþær eru sprottnar af ráðleysu beggja hlutað- eiganda og hirðuleysi um sanna vel- ferð hvers annars. Hvernig á að minnka kaupstaðar- skuldirnar? Ef vjer eigum að svara þessari spurningu, þá verðum vjer fyrst að vita : hvað eru kaupstaðarskuldir ? Eru það þær skuldir, sem myndast, þeg- ar bóndinn er búinn að leggja inn vöru sína, og taka út í kauptíðinni, eða þær sem eru við nýár, eða þær sem eru þegar bóndinn byrjar að borga, eða þær sem standa óborgaðar ár af ári? I verzlunarefnum sætum vjer nýlendu kjörum. Útlend þjóð hefir verzlun vora að mestu í höndum sjer. Kaupmenn vorir eiga verzlunina, þeir eiga, eða hafa að láni þann höfuðstól, sem ligg- ur í verzluninni. Höfuðstóll þessi verð- ur að vera til um styttri eða lengri tíma, áður en hann kemur hingað, og ber kaupmönnum eðlileg renta af hon- um þann tíma. Eptir kringumstæðun- um getur höfuðstóllinn ekki orðið borg- aður að fullu á því ári, þvi verzlunin ¦er, sem áður var kallað, að mestu ept- irliggjara-verzlun, eða árið um kring. Vjer verðum því að álíta, að eðlilegast og hreinast sje, að kaupmenn telji sjer ársleigu af höfuðstól þeim, sem er var- ið til verzlunarinnar. Jpessari leigu munu kaupmenn lika sjaldnast gleyma. Gjaldfresturinn verður þá að vorri skoð- un að ári liðnu. Sá, sem borgar að fullu í júlí eða ágúst þá vöru, sem keypt var í apríl eða maí, með vörum sem kaupmaðurinn selur eptir septem- ber eða október, hann er, að voru á- liti, svo langt frá því að skulda, að hann á heimting á að fá endurgoldinn helming þeirrar leigu, sem kaupmaður- inn hefir lagt á vörurnar. Sje þessari skoðun fylgt, og yjer verðum að halda fast við, að hún sje rjett, hvað eru þá kaupstaðarskuldir ? Svar: pær skuldir, sem ekki eru borgaðar að ári liðnu ept- ir að þær eru tilorðnar. Og hverjum skuldum getur þá verið rjett að borga sjerstakar rentur af ? Jpeim sem eru ó- borgaðar eptir ár, náttúrlega með þvi skilyrði, að þær sjeu rjett til komnar. Vjer höfum sjálfir heyrt kaupmenn segja, að það sje regla margra kaupmanna, að minnsta kosti að leggja á vörurnar 25 af hundraði, fyrir skuldum sem tap- ist. Hefir jafnvel ráðgjafi þjóðólfs sam- vizku til, að leggja það ráð, að kaup- maður heimti 5 af hundraði í leigu af 100 kr. skuld, sem svo er tilkomin, að 25 af hundraði voru lagðir á verzlun mannsins, að upphæð 400 kr., fyrir skuldum annara, sem kynni að tapast? En þegar þeirri skoðun er fylgt, sem vjer höfum, að þær einar skuldir sjeu, í eiginlegum skilningi, kaupstaðarskuld- ir, sem standi óborgaðar eptir ár, verð- ur þá sú risavaxna mynd, kaupstaðar- skuldirnar, sem vjer erum að bisa við, ekki nokkuð minni? Má þá ekki lækka dálítið sá háróma lómur um skuldir landsbúa ? Má þá ekki dálítið minnka sú „skríðandi vesalmennska" landsbúa, sem ritstjóri J>jóðólfs kallar hana svo heppilega? En er það nokkurt stórfje, sem stendur óborgað að ári liðnu? Og er það þá allt rjett talin skuld? Heyr- ir þá ekkert af því til þeim umgetna 25°/o fyrir vanhöldum? Vjer heyrum kaupmann segja við bóndann: jeg get ekki látið þig fá neitt fyrir nýár; skuld- in má ekki vera meiri á nýári. Er það ekki til að hlæja að því eða gremj- ast því? Er þá korn skeppan nokkru ábata meiri fyrir eigandann á pakk- húsloptinu hjá rottunni en í kotinu hjá þurrabúðarmanninum, og börnum hans ? Rottan tekur, ef til vill nokkuð af korninu, og þó hún skili kannske nokkru af því aptur, þá hefir það minnkað og versnað hjá henni, en mað- urinn fær það — eptir nýárið. Vjer heyrum bóndann segja: „jeg borgaði skuldina alla, en hann hjálpaði mjer

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.