Ísafold - 19.02.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.02.1879, Blaðsíða 2
18 norður og vestur um land. Sjö sinnum kemur það við á Seyðisfirði, á Eskifjörð kemur það einum tvisvar sinnum; frá Seyðisfirði og norður um land tilReykja- víkur kemur það við á io höfnum (5 sinnum á sumum); prisvar er það látið pjóta fram hjá Berufirði, en aldrei koma við á Djúpavogi. það er oss hjer eystra alveg óskiljanlegur leyndardómur, hvern- ig á þessari tilhögun stendur. þeir voru þó tímarnir, að Djúpivogur (Beru- fjörður) var í heiðri hafður. þá þótti sjálfsagt, að póstskipið kæmi við á Djúpa- vogi næst því að koma við í Reykja- vík sjálfri. En nú, eptir að landið hefir fengið sitt eigið strandferðaskip, er það látið fara fram hjá Berufirði hvað ept- ir annað, án þess að koma þar við. — Kann ske þetta komi afþví, að Djúpi- vogur er almennt talin einhver hin tryggvasta höfn á landinu ? eða af því, að þar eru tvær bryggjur, er hafskip geta legið bundin við, nálega hvernig sem veður er ? eða af því, að innsigl- ingin til Berufjarðar frá Papey til Streit- ishvarfs er eigi nema hálf þriðja vika sjávar á breidd, svo póstduggan kann ske kemst þar eigi inn? eða af því, að stjórnin óttast þokuna hans Holms sæla (en hún hætti þó að gjöra mein þá er Holm ljezt) ? eða af því, að menn geta á öllum ársins tímum sótt á Djúpa- vog á hestum, bæði að sunnan og aust- an, úr Skaptafellssýslum og úr Hjeraði, þar sem hinar háu heiðar, er liggja að Eskifirði og þá einkum að Seyðisfirði, opt eru ófærar yfirferðar með hesta langt fram á sumar, og verða það eins snemma á haustum ? eða af því, að opt verður eigi komizt inn á Seyðisfjörð vegna hafísa, þótt inn á Berufjörð verði komizt? eða þá loksins af þvi, að eigi eru nema rúmar 80 vikur sjávar frá Reykjavík til Djúpavogs, svo stjórninni hafi þótt sá áfangi allt of stuttur, og því viljað bæta einum 20 mílum við, svo að sá áfanginn yrði alls nærri helm- ingurinn af allri leiðinni í kring um landið, þá er siglt er beina leið fyrir annes öll? Já, hvernig svo sem á þessu fyrirkomulagi stendur, þá er oss hjer það alveg óskiljanlegt. — Oss virðist þvert á móti sjálfsagt, að Djúpivogur sje látinn vera aðal-endastöðvar strand- ferðaskipsins. Hvað hefir Seyðisfjörð- ur svo til síns ágætis, að hann skuli vera valinn fyrir endastöðvar póstskips- ins hjer eystra fremur en bæði Eski- fjörður og Berufjörður? þótt fleiri þorsk- ar kunni að vera í Seyðisfirði en í Beru- firði, þá ætti það lítil áhrif að hafa á þetta mál. það ætti þó að ríða bagga- muninn, að Djúpivogur liggur næst hinum mikla hafnlausa kafla af strönd- um landsins. Náttúran sjálf setur þar takmörk fyrir strandsiglingarnar; og þeir, er búa á hinum mikla landfiáka milli Reykjavíkur og Berufjarðar, eiga sannarlega nógu örðugt með að nota sjer ferðir póstskipanna, þótt þeim sje eigi gjört enn erfiðara fyrir með þvi að láta þá þurfa að rekast allar götur norður á Seiðisfjörð til að ná í þau. I Reykjavík og á Djúpavogi ættu póst- skipin að koma við í hverri ferð, svo þau væri sem optast að hitta á báðum þeim höfnum. Auðvitað er, að þau ættu og a/j koma við á hinum öðrum höfnum l^ndsins eins opt, og því verð- ur við komið. Vjer ætlum eigi hjer að stinga upp á neinni ferðaáætlun fyrir póstskipin; það mundi hvort sem er hafa litið upp á sig. En þó viljum vjer benda á ágæta grein, er var að lesa í „ísafold“ í fyrra (u/io-77)- Áætlun sú, er þar stendur, virðist oss taka ferða- áætlun þingsins fram í mörgu tilliti. — Annars felum vjer mál þetta góðgjarnri forsjá þings og stjórnar, og vonum, að þetta verði síðasta árið, er Berufjörður verður látinn fara hallloka af póstskips- ferðunum. f>á er annað mál, nátengt þessu, er vjer biðjum yður, herra ritstjóri, að vekja athygli hlutaðeigandi yfirvalda á. — það er alkunnugt, að brjef þau, er frá útlöndum hafa komið hingað með strandferðaskipinu, hafa verið látin fara alla leið með því til Reykjavíkur. þ>ar eru brjefin' lesin í sundur, og svo send út um landið með skipinu, þá er það fer aptur frá Reykjavík. Brjefin koma því eigi i hendur viðtakendum, fyrr en póstskipið er alfarið frá landinu í þeirri ferð. þetta kemur mönnum, eins og nærri má geta, mjög illa, og öll brjefaviðskipti við menn erlendis verða þannig að nærri engum notum. — Um þetta verður þó naumast hinni erlendu stjórn vori kennt. — Oss virðist nú mjög hægt að gjöra við þessu, með því að láta póstafgreiðslumanninn á þeirri höfn, er strandferðaskipið kemur fyrst að hjer, frá útlöndum, lesa brjefin í sundur. það mundi varla þurfa að taka meir en þrjá klukkutíma í hvert skipti, og svo lengi stendur þó skipið ætíð við á hverri höfn. — Auðvitað er, að sá póstafgreiðslumaður, er þessi starfi kæmi á, yrði að fá nokkuð ríflegri þókn- un fyrir ómak sitt, en þá, er hann hafði að undanförnu, en þess kostnaðár væri eigi að geta í samanburði við gagn það, er tilhögun þessi mundi gjöra alþýðu. Að gjöra fleiri umlcvartanir yfir póststjórn vorri, mun lítið hafa upp á sig. En það væri þó líklega með sann- girni af henni heimtandi, að hún hjeldi eigi ár eptir ár pósta, sem eru svo mikl- ir óreglumenn, að þeir eru opt dögum saman eigi ferða færir fyrir ofdrykkju sakir. l/n- 78. (S—n) -f (x—y). Austanvjerar. Herra ritstjóri! Jeg hefi allt af verið að vonast eptir, að þjer mynduð víkja nokkrum orðum að póstmálefnum vorum, sem eru mjög þurfandi endurbóta í mörg- um greinum, en að líkindum virðist yð- ur — og því er jeg samdóma — þau þurfa meir en nokkur orð. Jeg skal heldur ekki að þessu sinni leggja út í, að rita um þau í heild sinni, en þar á móti víkja fáum orðum að einu atriði, sem búið er að innlima í þau, en sem þó í sjálfu sjer er þeim öldungis óvið- komandi og póstafgreiðslunni í Reykja- vík til mikils ógagns, sem er gufuskips- afgreiðslan. Frá þvi fyrsta að hjervar skipaður póstmeistari, hefir hann haft þetta starf á hendi, og víst er um það, að þótt þetta alla tið hafi verið óvið- felldið, þá var það fyrstu árin póstaf- greiðslunni til lítils hnekkis, en eptir því sem póst- og vörusendingar aukast, er það hverjum manni skiljanlegt, að þetta hlýtur að skerða þau not, er hver einstakur hefir rjett til að óska sjer bæði af póstinum og gufuskipinu. Sem sönnun fyrir því, hversu ó- hagfellt þetta fyrirkomulag er, virðist nægilegt að geta þess, að aðalpóstgufu- skipið leggur ætíð af stað frá Reykja- vik um miðjan dag, en þeir, er vilja senda peninga eða aðrar póstsendingar með því, verða að vera búnir að skila þeim á pósthúsið og fá hleðsluseðla með vörum, er sendast eiga, fyrir kl. 12 á hádegi deginum áður, og liggur skipið þannig að minnsta kosti 24 stund- ir eptir að mönnum síðast gefst kostur á að hafa not af því, nema hvað ein- föld brjef snertir, þeim getur maður komið svo lengi sem skipið liggur, í stað þess, ef póstmeistarinn ekki hefði afgreiðslu skipsins með höndum, gæti hann tekið á móti peningum og öðr- um póstsendingum, að minnsta kosti þangað til 3 stundum áður en skipið legði af stað; og sama er að segja um þann, er hefði skipsafgreiðsluna, hann gæti gefið út hleðsluseðla með vörum til sama tíma. þ>á er þetta fyrirkomulag ekki síð- ur óþægilegt fyrir þá, er fá vörusend- ingar með skipinu, þær eru fluttar í land hingað og þangað með bátum kaupmanna. Eina ráðið fyrir þá er því — þótt það sje dýrt spaug — að hafa mann á hverri bryggju, er bátur geng- ur frá, vilji þeir fá sendingar sínar strax, annars eru þær látnar inn í geymsluhús kaupmanna ásamt vörum þeirra, og liggja þar stundum þangað til skipið er farið. f>etta kemur fyrir á hverju ári og stundum fleirum sinnum. Hefði gufuskipsfjelagið einhvern annan umboðsmann, er ekk.i hefði öðru að sinna, ljeti hann flytja allar vörusend- ingar á einn stað, þar sem hver gæti gengið að sínu. Afþessu, sem þannig er sagt, get- ur hver sá, er líta vill á mál þetta hlutdrægnislaust, sjeð hversu óhagan- legt þetta fyrirkomulag er fyrir al- menning, og hvergi í heiminum mun slíkt eiga sjer stað, og því óbærilegra er þetta, þegar þess er gætt, hversu póstferðir og samgöngur eru strjálar og ófullkomnar hjá oss, og að rjer

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.