Ísafold - 29.03.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.03.1879, Blaðsíða 2
34 eigum í þessu tilliti að fylgja eptirdæmi þess lands, sem oss er líkast, Norvegs, og það því heldur, sem vjer að tiltölu bæði höfum meira fyrir og minna upp úr beinlínis sköttunum, en nokkurönn- ur þjóð. ,.pví er fífl, að fátt er kennt“. Hverjum, sem nokkurt skynbragð ber á það, hvað lífið heimtar af hverj- um alþýðumanni á þessari öld, erljóst, að sú uppfræðsla, sem foreldrum og húsbændum, undir umsjón sóknarprests- ins, ber að útvega börnum til undirbún- ings undir ferminguna, er ekki nógu yf- irgripsmikil, og þetta finnur einnig al- þýðan sjálf, bæði ungir og gamlir. það er ekkert óalmennt, að foreldrar sjeu sjer úti um kennslu fyrir börn sín í skript og reikningi og jafnvel fleiru, eða að unglingarnir sjeu sjálfir að reyna til að komast niður í þeim með lítilli eða engri tilsögn. En eins og við er að búast, verðurþessi uppfræðsla mjög í molum ogónóg; hjá mörgum vaknar ekki heldur lystin til að læra fyr en þeir eru komnir á þann aldur, að nóg er annað orðið að starfa. Af því alþýðuna hefir vantað upp- fræðslu samsvarandi fróðleiksfýsn henn- ar, hefir hún leiðzt of mjög út i það, að lesa óvandaðar rímur og ljóðasmámuni eða annað þess konar óþarft og anda- drepandi rugl, sem hefir spillt smekk hennar og drepið niður lyst hennar til að lesa það, sem er nytsamlegt og fag- urt. Ljósastur vottur um þetta er það, að þegar óhlutvandir menn hafa farið um með þetta ómeti, hefir það runnið út, þó alþýða þykist sjaldnast hafa nokkurn eyri, þegar í boði eru nytsam- ar bækur. það er vitaskuld, að það stendur prestunum næst, að leiða fróð- leiksfýsn alþýðunnar á rjettari stefnu og flestir þeirra munu einnig hafa vilja á því, þó að margt sje því til fyrirstöðu að þetta takist þeim eptir óskum. „þjóðólfur“ hefir í 31. ári 4. tölu- blaði ritað heilmikið mál um kirkju og kirkjuskóla, og komizt þar, um undar- lega hugsunarvegu, að þeirri niðurstöðu eptir hvöt uppbyggilegs prests: „ Að prestum hjer á landi verði gjört að skyldu, að halda kirkjuskóla fyrir unglinga sókn- arinnar, eða veita kennslu í kirkjunum í hvert sinn, sem embættað er, eptir messu og daginn eptir (mánudaginn). þessi kennsla ætti að fram fara árið um kring nema um heyanna tímann. í skólum þessum ættu prestar einkum að kenna (auk trúarbragðanna): sögu, landa- fræði, náttúrufræði, skript og reiknings- list“. Jeg er nú alveg samdóma höf. i því, að ekkert er nauðsynlegra til fram- fara safnaðanna en alþýðuskólar, þar sem kennt væri það, sem hjer er nefnt. En þessi „praktiska“ tillaga höfundar- ins verður naumast sett í verk, því flestir prestar hafa svo mikil og marg- vísleg störf á hendi fyrir utan beinlínis prestsþjónustuna, sem fjelagsmenn, hús- feður og bændur, að það væri hrein of ætlun og ósanngirni, að skylda þá til að sitja alla mánudagana við skóla- kennslu; kennslutíminn er of strjáll að vetrinum og óhentugur bæði vor og haust meðan útistörf vara, og þeir unglingar, sem fjarlægastir eru kirkjunni mundu optast verða að mestu úti lokaðir frá kennslunni; kirkjurnar eru lagaðar til annars betur en skólahúss, — hvernig ættu börnin að skrifa í þeim í knjám sjer? kirkjubændurnir eru óviðast færir um að hýsa og fæða prestinn með mörg- um skólabörnum, þó ekki sje nema eina nótt í bili, en opt mundi svo geta að borið veðurs vegna, að þess þyrfti fleiri nætur. það liggur ekki i stöðu prestanna, og er ekki heldur hægt fyrir þá, eins og nú er ástatt, að mennta alþýðuna í öllum greinum, ogþað má ekki heimta meira af þeim (auk uppfræðslu í trúar- brögðunum), en að þeir hafi umsjón með uppfræðslunni bæði á heimilunum og eins i skólunum, þar sem þeir kom- ast á. þessir timar, er vjer byrjum nýtt framfaraskeið með meira sjálfsfor- ræði og stjórnfrelsi en áður hefir verið, kalla hærra en nokkru sinni fyr eptir alþýðumenntun. Auk þess, sem alþýð- an, eins og áður er sagt, verður að vera kennandi barna sinna á heimilunum, á hún nú að kjósa menn tilþess að ráða mestu um alla lagasetning og fjárhag og fjárneyzlu landsins, ekki eptir for- tölum einstakra manna, heldur af sann- færingu, byggðri á þekkingu á mönnun- um og ætlunarverki þeirra ; hún verður jafnast að eiga völ á slíkum mönnum úr sínum flokki. Hún á að ráða mestu í sveitarstjórninni á lægsta stigi hennar til hins hæsta. Hún á að benda verzl- uninni í rjett horf, og þegar hún verð- ur álitin fær um það, þá á hún einnig að taka meiri þátt i dómsvaldinu en nú er, — sem dómsnefndir. — Hvemig geta menn ætlazt til þess, að hún verði fær um þetta svo vel sje, nema henni gef- ist kostur á meiri uppfræðslu en hún nú getur fengið á heimilunum og hjá prestunum ? Tíminn kallar hátt og títt eptir al- þýðuskólum, en hver á að stofna þá? Hveráað ráða tilhögun þeirra oghalda þá? Alþýðan sjálf með ráðiþeirra, sem hún sjálf kveður sjer til ráðaneytis. Skólarnir eiga að vera alþýð'uskólar í öllum skilningi. Alþýðan á að stofna þá, hún á að kosta þá, hún á að ráða tilhögun þeirra og hún á að hafa not af þeim. En getur alþýðan þetta? Jeg svara hiklaust: já, hún getur, ef hún vill, stofnað skóla, að minnsta kosti einn í hverri sýslu, og með það má komast af í bráð. Til þess að stofna skóla, sem sje veruleg og föst stofnun, þarf hann að hafa fastan bústað og húsnæði, og þá kemur hitt eins og af sjálfu sjer. En hvað er ljettara fyrir hina efnaðri menn f heilli sýslu, en að kaupa með hlutabrjefum f fjelagsskap eina jörð í sýslunni, sem kaupendurnir ákveði fyrir æfinlega skólajörð, og þó hlutafjelagið byggi hana þannig, að þar megi ávallt hafa skólahús og halda skóla, þá þarf fjelagið ekki að missa neins í af eptir- gjaldinu, — því jeg ætla ekki að gjöra ráð fyrir slíkum höfðingsskap af þeim öllum, eins og síra þórarinn prófastur i Görðum einn hefir sýnt. — En ekki get jeg ætlazt til minna, þegar jörðin er fengin, en að alþýða sjái svo sóma sinn — og „viti hvað til síns friðar heyr- ir,“ — að hún annaðhvort með frjálsum samskotum eða niðurjöfnun sýslunefnd- anna og hreppsnefndanna leggi til nægi- legt fje í viðunanlegt skólahús. Gott timburhús nægilega stórt fyrir sýslu- skóla mundi líklega ekki kosta minna en 1 kr. á hvert mannsbarn í sýslunni, en ef húsið væri byggt úr torfi, mætti komast af með minna fje í bráð; en ætti þeirri þjóð, sem fleygir út árlega meir en 4 krónum fyrir hvern mann að jöfnutali í hreinan óþarfa — vínföng og tóbak, — að vaxa í augum að svara út í eitt skipti 1 krónu fyrir hvern mann til að reisa hina þörfustu stofnun og ó- missanlegustu fyrir sig og niðja sína um aldir fram. J>að getur enginn mælt í móti því, að menntunin er hinn ágæt- asti arfur, sem hvert foreldri skilur barni sínu eptir, og þá ekki síður að menntunarstofnun, þar sem hinni upp- rennandi kynslóð gefst kostur á, að fá uppfræðslu í þarflegri menntun, er hinn dýrmætasti menjagripur um skyldu- rækni stofnendanna við eptir komandi kynslóðir, og það mun sönn spá, að eptirkomandi kynslóðir munu telja þann tíma, þegar komið var á fastan fót slíkri stofnun meðal þeirra, hið fyrsta ár á nýrri framfara öld. Hjer þarf ekki að óttast neinn yf- irgang af hendi útlendrar eða innlendr- ar stjórnar, eða nokkurt valdboð frá ráð- herra eða landshöfðingja; því alþýða hefir frjálsar hendur og frjálsa stjórn yf- ir þeirri stofnun, sem hún kemur ein á fót, en má þó fyllilega vænta nokkurs styrks af landssjóði, til að efla og við- halda slíkri stofnun. Hjer er allt undir viljanum komið, undirþví, hvort alþýð- an kannast nú þegar við það í verkinu, að hún hafi við nokkurt stjórnfrelsi og sjálfsforræði að gjöra; því það stendur stöðugt, að alþýðan hefir ekki gagn af stjórnfrelsi og sjálfsforræði, ef hún ætlar sjer að láta allar framfarir sínar koma eins og boð ofan að, láta þvinga sig með lögum til að stiga hvert fótmál á braut framfaranna og hefir ekki menn- ingu í sjer til að vilja neitt eða fram- kvæma neitt sjálf á eigin hönd, heldur vill halda áfram um óákveðinn tima, að kvarta yfir yfirvöldum sínum og stjórn sinni, án þess að sýna það i nokkru, að hún sje hæf til annars, en að vera að- gjörðalaus undirlægja annara. Sveitaþrestur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.