Ísafold - 29.03.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 29.03.1879, Blaðsíða 3
35 |>jer hafið, herra ritstjóri, óskað greinar frá mjer í „ísfold“ um bama- skólann i prestakalli mínu, og vil jeg þvi fremur verða við þeirri ósk, sem jeg árlega, síðan skólinn var stofnaður 1872, hefi látið skýrslu um hanniblöð- in, síðast 1877, en hefi dregið það sið- an, þótt svo hefði eigi átt að vera. En þetta ár tók útgefari „þ>jóðólfs“ af mjer ómakið með skýrslu (bls. 65 og 75) um barnaskólana hjer sunnanlands, þar sem skólanum hjer var ekki gleymt, svo bersýnilega ósannri í flestum greinum, að hvorki þeir, sem samsetningur þessi átti að sverta, nje hinir, er hann átti að fegra, hafa sjeð nokkra þörf á að leiðrjetta hann. þ>ar sem jeg þá byrja, þar sem fyrri skýrslur minar í blöðunum enduðu, á skólaárinu 1876/77, verður að getaþess, að það ár nutu (ekki 15, eins og þjóð- ólfur ber, heldur) 18 börn kennslu i skólanum, flest allan skólatímann og ekk- ert 3 mánuðum skemur, hjá hinum dug- lega ábúanda og kennara skólans O. stúdent Rósenkranz. J>á var harðærið byrjað í Kálfatjarnarsókn, og var því barnatalan hærri en við mátti búast, einkum þar sem Njarðvíkursóknarmenn gátu ekki notað skólann, sakir fjarlægð- ar, nema með miklum kostnaði, enda gjörðu þeir það ár með samtökum við Keflavíkurmenn lofsverða tilraun tilþess, að hafa skóla sjer.1 Kennslutími (6 mánuðir, 4 stundir á dag) og kennslu- greinir (5 auk söngs) voru sem að und- anförnu. Til „aukakennslu“ (eptir reglugjörð skólans fyrir fermd og ófermd ungmenni) voru ætlaðar 2 eptirmiðdagsstundir á dag. Var hún boðiní rjettritun, reikn- ingi, dönsku, ensku, landafræði, sögu, eptir hvers vild. En einungis einn gaf sig fram til að læra dönsku. „Handvinnukennsla“ (fyrir fermdar og ófermdar stúlkur) var enn sem fyr boðin, af kennarakonunni, orðlagðri hannyrðakonu og leikinni í að kenna handvinnu; en engin gaf sig fram. Sagði hún því einungis þeim Thorchillii- sjóðsbörnum til í handvinnu, er þá til- sögn gátu þegið. Ár 187 7/7 8 fór kennslanfram á lík- an hátt og áður. Fyrsta hálfan mán- uðinn var og kennarinn hinn sami, (var hann þá fenginn til leikfimiskennslu í Reykjavík), síðan herra P. Pjetursson úr Reykjavík. þetta ár nutu skóla- kennslu 24 börn, en eptir hálfan mán- uð fluttist eitt þeirra með kennara sín- um til Reykjavíkur. Annað barn var heldur ekki í skólanum nema um tíma; hin 22 allan tímann. Með því enginn óskaði „aukakennslu“ ljet kennarinn í *) Skólinn var i Njarðvíkursókn haldinnalls 3 mán- vði, með 15 börnum („30“ segir f’jóðólfur, og að mig minnir í 7 eða 8 mánuði!) og var það ekki fátt í sókn með ekki fullum 250 manns. í Kefla- vik var annar skóli fyrir börnin þar, haldinn alls í 4 mánuði. I þessum 2 skólum kenndi sami kenn- arinn til skiptis. aukakennslustundunum 3 lengst komnu börnin, og síðar um tíma hið 4. úr Njarð- víkursókn (þar varð þá ekki komið á sjerstökum skóla), læra rjettritun, reikn- ing og dönsku. Handvinnukennslu var ekki beðið um. í ár, i878/79, njóta 29 börn kennslu í skólanum, auk eins fermds ungmennis um tíma, sem lærir dönsku. Ollum börn- unum eru, sem áður, kenndar þessar 5 námsgreinir: lestur, skript, lærdómsbók, biblíusögur og reikningur ; hinum lengra komnu (10—14) einnig þessar 3: rjett- ritun, landafræði og danska. Auk þess sem börnin eru látin iðkast í söng við daglegar morgunbænir í skólanum, er þeim kenndur söngur eina stund í viku af herra G. Guðmundssyni í Landakoti, sem þar að auki hefir ókeypis öðru hvoru söngæfingar með börnunum í kirkj- unni eptir embættisgjörð, með aðstoð „harmoníums“ kirkjunnar. Ollþessi ár hafa börnin við miðsvetrarprófið fengið lægst lakl. -(- eða lakl,—-vel, og bezt dável -|- og áþekkar aðaleinkunnir við vorprófin; þó var næstl. vor lægst að- aleinkunn vel -f- og við miðsvetrar- próf í vetur vel—lakl. Kennarinn er í ár hinn sami og fyrra ár, og er það hvorttveggja, aðvart verður kosinn hent- ugri og ástundunarsamari barnakennari, enda er bæði barnaíjöldinn og fram- farirnar í skólanum beztur vottur um þetta. það, sem jeg ætla að skólanum sje nú helzt þörf á, jafnframt því, að öllum „handvinnu“- og aukakennslu tilraun- ir sje hætt við hann (og þá að þessu leyti breytt reglugjörð skólans), er það, að honum verði skipt í 2 bekki, með 2 kennurum. En til þess vantar efni eða tekjur. Helztu efnin eru: skóla- húsið, sem nú er að vísu orðin mikil og góð eign, og skólajörðin (húsið virt 1874: 3360 kr., og jörðin 1400 kr.) og tekjurnar: jarðarafgjaldið, kennslukaup barnanna (nú hin hörðu ár sett niður í 15 kr. fyrir barn), og 60 kr. árlegt til- lag úr sveitarsjóði, og hrekkur þetta vart fyrir viðhaldi skólahússins, árlegu brunabótagjaldi, skólahaldi (eldiviðar og bókakaupum o. s. frv. einkum fyrir Thorchilliisjóðsbörnin, sem þó fá 20 kr. til bóka- og kennslukaups) og kennara- launum. Af landssjóði fjekk skólinn að vísu næstl. ár 200 kr., en þeim var varið til endurbóta skólahússins. Ef kennsla í 2 bekkjum ætti að verða að fullum notum og annað en kák, þyrfti skólinn 2 gagnlega kennara með við- unandi launum, og aðra skólastofu þyrfti að byggja í húsinu fyrir hinn viðbætta bekk. En hvar fást efni til slíks ? Menn munu segja, að engum standi nær að sjá um menningu bama sinna en hreppn- um, og mönnum mun þykja, ef til vill, árstillagið hjeðan úr hreppi ekki stór- kostlegt. Hvorttveggja er satt að vísu. En beri menn efnahag bæði alls íjölda búenda og sveitarsjóðsins saman við þetta tillag, mun enginn með sanngirni geta búizt við meiru frá sveitinni, með- an ekki batnar í búi hennar. En eins og jeg treysti því, að hreppsbúar verði hjer aldrei svo lyndir, ogþví siður sveit- arstjórnin, að þeir láti það ekki ásann- ast, hve nær sem í búinu batnar, að þeir fyllilega þekki skyldu sína og sóma sinn,1 eins vist er það, að til þess að skólinn hjer nái nauðsynlegum þrifum, er of langt að biða þess tíma, að hrepp- urinn einn komi honum í ákjósanlegt horf. Um það verður þessi hreppur að líkindum seint fær, enda hefir alþingi með tillögum sínum til barnaskólanna heiðarlega viðurkennt skyldu landssjóðs- ins, að sjá svo um, að efnileg börn verði ekki að athlægi og aumingjum sakir fátæktar og menningarleysis, heldur til gagns og sóma sjer og ættjörðu sinni. En hvergi kallar þessi skylda svo mjög að, sem í hinum fjölbyggðu, fátæku s/áv- arhrepjmm landsins. Barnaskólunum, sem komnir eru á hjer í sýslu, og sem allir eru í sjávarhreppum, vildi það nú til lífs, að tilvar enn „Thorchilliibarna- skólasjóður11, og einkum má þetta segja um skólann hjer í hreppi, sem þrátt fyrir hina drjúgu hjálp einstakra manna til að reisa hann og viðhalda honum, hefði þó, án alls efa, verið aptur orðinn að engu áður en alþingi fjekk löggjaíar- vald, og öll framlög og fyrirhöfn ein- stakra manna þannig orðið til einskis nema skapraunar einnar, hefði þessi sjóður ekki varið stofnun þessa algjörðu falli, og tryggt undirstöðu hennar svo, að vart þarf nú framar að óttast fyrir því, að skólinn Hði undir lok. En hins vegar verður hann, eins og flestir barna- skólar landsins, alltaf ónóg stofnun án tilstyrks stjórnarinnar. Kálfatjörn í febrúar 1879. St. Thorarensen. — Iðnaðarmenn í Reykjavík hafa í nokkur ár haft sunnudagaskóla. Eru >) Skólinn hefði aldrei á komizt, hefði hrepps- búar ekki lagt undirstöðuna með mjög almennum samskotum, og þeim rausnarlegum frá ekki fáum. Egill Hallgrímsson í Minni-Vogum, sem siðan hefir styrkt skólann með ráði og dáð, hefir þannig gefið skólanum yfir 140 kr. og J. Breiðfjörð, annar bezt- ur styrktarmaður skólans 120 kr. Tólf hafa gefið hver frá 50—20 kr. 0. s. frv. Margir utanhrepps nrðu líka til þess að styrkja skólann, og eins sum- ir þeir, er í hreppinn fluttu eptir að skólinn var stofn- aður(einkum hinn höfðinglyndi L. Pálsson homöo- path). Hin síðasta gjöf, sem skólinn hefir hlotið, er 14 expl. af söngum og lcvæðum með 2 röddum, gefin af útgefandanum Jónasi organista Helgasyni, og eptir ósk stúlku nokkurrar, er ekki vildi láta nefna sig, nota jeg þetta tækifæri til að geta þess, að hún gaf skólanum i fyrra ávisun hjá manni í Árnessýslu upp á 20 kr. Allmargir velgjörðamenn skólans — en öllum þakka jeg þeim innilega skólans vegna rausn þeirra og velvilja — hafa bannað mjer að aug- lýsa nöfn sín og gjafir, helzt utanhreppsmenn, og hefir þetta meðal annars aptrað mjer frá, að fá prent- aða skýrslu um gefendur og gjafir til skólans, enda veit jeg að flestum mun annað betra hafa gengið til þess, að rjetta stofnun þessari hjálparhönd, en það, að sjá nöfn sin og gjafir á prenti. í reikningabók skólans eru annars rituð nöfn gefendanna og gjafir þeirra, og er hún hjá mjer til sýnis.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.