Ísafold - 03.04.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.04.1879, Blaðsíða 3
39 (1785) því til vegar, að hjer var stofn- að sjerstakt vesturamt, og var Ólafur skipaður fyrir það með kongsbrjeíi 6. júní 1787; enda var Jón Eiríksson þá skömmu áður dáinn. rþað liggur svo menn viti, lítið eptir Ólaf þau þrjú ár, sem hann þjónaði þessu embætti (1787— 1790). Honum samdi ekki fremur en Skúla Magnússyni eða Ilannesi biskupi við Levetzau, sem 1786 kom í Thodals stað; þá átti hann einnig í leiðinlegu málastappi við Halldór sýslumann Jak- obsson út úr kveri, sem Halldór lj et prenta um hann í Kaupmannahöfn, og sem sveigði að því, að flestir embættismenn landsins væri Ólafi meira eða minna venzlaðir og vanda bundnir, og því hallir undir hann. Við burtför Levetzaus hjeðan (1790) varð Ólafur jafnframt stiptamtmaður, en Meldahl var settur yfir suðuramtið. Tók Ólafur það að sjer við fráfall Mel- dahls (1791), en ljet aptur (1793—94), vesturamtið af hendi við J. Chr. Wibe. það_ þóttu hjer álíka mikil tíðindi, að fá íslending fyrir stiptamtmann, eins og það um miðbik aldarinnar hafði þótt, að fá innlendan landfógeta, en vafa- samt mun það, hvort vegur Olafs í raun- inni hafi vaxið við þessa upphefð. Hann reyndist nú, sem fyr, lipur og greind- ur embættismaður í þau 13 ár, sem hann sat í völdum; hann hlynnti að bjarg- ræðisvegunum, eins og áður, hafði hann þann eptirbreytnisverða og hjer á landi ekki óþarfa sið, með auglýsingum á ári hverju, að minna menn á allar þær lagasetningar, sem atvinnuveguna (fiski- veiðar, túngarðahleðslu, þúfnasljettun, matjurtarækt o. fl.) snertu; hann kom upp barnaskólanum á Hausastöðum (1791); hann var sami góði búhöldur, eptir það hann fluttist til Viðeyjar (1793), eins og á Innrahólmi, hann hjelt eins og líklegt var, áfram hinni sömu rausn, en — það liggur í opinberum málefnum minna, og sízt betra eptir hann. Ein- okunarverzlunin, sem hann hafði hjálp- að til að fella, var, að nafninu, um lok liðin (1786—87), en nú var stólsjarða salan á dagsskrá. Hlutlaus af henni gat æðsti embættismaður landsins, fað- ir Magnúsar konferenzráðs, sem fyrir sölunni stóð, og tengdafaðir Hannesar biskups, varla verið. Enda var Olafur einn af þeim ríkismönnum landsins, sem komst að góðum kaupum á konungs- jörðum; 26. jan. 1791 keypti hann t. d. Kúludalsá (20 hndr.), Klafastaði (10 h.) og Stórufellsöxl (27 h.), með samtals 7 kúgildum fyrir 400 rd. En þó margt hafi verið og margt megi um stólsjarða- söluna segja, þá ber þess að gæta, að menn, eins og von er til, á þeim tím- um, litu hana öðrum augum, en nú. Menn stóðu þá í þeirri, á 18. öld ekki óeðlilegu, ímyndun, þó hún sjálfsagt sje röng, þegar lesið er ofan í kjölinn, að menn keyptu ekki landsins, heldur kon- ungs eign, og að kongsins, en ekki landsins sjóður, ætti að bera þann halla, sem af sölunni kynni að leiða. Mönn- um gat þá ekki dottið í hug, að land- ið myndi fá sjálfsforræði og að fjárhag- ur þess myndi verða aðskilinn frá fjár- hag ríkisins. Góð var einnig meining Reventlow's greifa, sem meðal Dana var mestur hvatamaður sölunnar; hann vildi efla sjálfseign í landinu (sbr. Berg- söe, Chr. D. Reventlow's Virksomhed, II, 22Ó); M. Stephensen, Eptirmæli 18. ald- ar, bls. 819). þar bar þeim á milli Re- ventlow og Jóni Eiríkssyni síðustu æfi- ár Jóns, að Jón, sem kunnugri var á IsJandi, óttaðist — og óttaðist rjettilega — að aðrir en ábúendurjarðanna myndi ná kaupum á þeim, og það var einmitt það,- sem honum sveið mest við söluna (sbr. Eggerts, Philosophische Schilderung, bls. 111; œfisögu Jóns Eiríkssonar, bls. 161). En—hvað um það, í augum lands- búa leit salan út sem gróðavegur fyr- ir einstaka peningamenn, sjer í lagi þá Stephánssonu, Finnssonu og þórarins- sonu. Enda hafa þeir orðið fyrir meira ámæli sökum sölunnar, en þeir má ske eiga skilið. — Ekki kemst heldur hið íslenzka landsuppfræðingarfjelag, sem Magnús sonur Olafs, stofnaði, og sem Ólafur varð forseti fyrir (1794), í neinn samjöfnuð við lærdómslistafjelagið frá 1780. Meðan Ólafur vann í samvinnu við Skúla Magnússon og Magnús Gísla- son, vann hann landinu mest gagn. Varla myndi hann, ef þeir hefðu verið á lífi, hafa haldið sjer fyrir utan beiðni íslendinga 1795 um algjört verzlunar- frelsi, hina svo kölluðu „almennu bæn- arskrálslands". Allir vissu bæði utan- lands og innan, að hann var niðri í á sama máli og beiðendurnir, eins og líka nærri má geta, bæði af ritum hans og þar sem sonur hans Magnús var höf- undur bænarskrárinnar, og nöfn annara frænda hans og embættismanna lands- ins stóðu undir henni. Mun stjórnin er- lendis einnig hafa gengið að þessu vísu, þó hún notaði afskiptaleysi Ólafs af bænarskránni til þess að hafna henni. Hafði hann það því fyrir gætnina eða deigðina, að hann spillti fyrir landinu, án þess, að bæta fyrir sjálfam sjer, eins og síðar varð raun á. því þó stjórnin 1797, þegar hún; ávítaði undirskrifend- urna, þakkaði Ólafi fyrir varfærnina, þá sannaðist vonum bráðar, hver hug- ur fylgdi máli. Atti það skömmu síð- ar fyrir honum að liggja, að verða fyr- ir líkri meðferð, eins og hann hafði sjálfur látið koma fram við Skúla fógeta. þann 18. júní 1800 setti stjórnin nefnd manna til þess að verðleggja jarða- góss á Islandi undir forstöðu Loðvíks kammerráðs Erichsens (sonar Jóns kon- ferenzráðs Eiríksonar); hinir voru: Stef- án assessor, síðar amtmaður, Stephen- sen, Árni sekreteri Sigurðsson og Gunn- laugur sýslum. Briem. Erichsen þessi var ungur ákafamaður, en að öðru leyti efnilegur maður og æfður í embættis- störfum (sbr, æfisögu Jóns Eiríkssonar, bls. 41, neðanmáls). Hvort hann hafði erft eptir föður sinn einhvem kala til Ólafs, og tók sárt til Skúla Magnússon- ar, sem mestur hafði verið tryggðavin- ur Jóns Eiríkssonar af öllum Islending- um (Jón hafði t. d. látið heita í höfuð á Skúla), eða honum sveið stólsjarða salan, eða hann var einn af þeim Dönum, sem bæklingur Halldórs Jakobssonar og Kyhns Nedværge imod den i Island re- gjerende 0vrighed (1797) töldu trú um, að Ólafur hefði helzt of mikið vald og frænda-afla hjer á landi, eða hvað með öðru; — nokkuð er það, hann hóf hjer störf sín með því, að leita að höggstað á Ólafi. Höggstaður finnst optast, ef velerleitað; enda heppnaðist Erichsen, efhapp skalkalla, aðkoma því til veg- ar, að nefndvarsett afkonungi 10. maí 1803 (Claus kammerráð Bendeke, um- sjónarmaður hinnar grænlenzku verzl- unar, og ísleifur yfirdómari Einarsson), til þess að rannsaka embættisfærslu 0- lafs og annara embættismanna landsins, ráðstöfun opinberra bygginga, stofnana o. s. frv, Var Ólafur jafnframt losaður (dispenseret) við stiptamtmannsstörfin — því ekki var honum eiginlega vikið frá — ogErichsen, sem skömmuáður (1802) var orðinn amtmaður vestan, settur í hans stað. það, sem helzt á að hafa yerið aðgæzluvert við embættisfærslu Ólafs, voru — eins og hjá Skúla — óend- urskoðaðir tukthússreikningar frá 1795 til 1802, helzt til mikil vægð við óbóta- mann einn, tilsjónin með dómkirkju- og skólahússbyggingunni í Reykjavík, að hann hefði látið tukthússfanga róa á vegum sinum, og, ef til vill, eitthvað fleira smávegis, sem vjer ekki höfum getað fundið greinileg deili á. það er engin furða, þó sjötugur embættismað- ur, sem bjó i Viðey, hefði ekki ávallt getað haft fullt eptirlit með smiðum í Reykjavík og með tukthússráðsmennsk- unni, hitt má heldur lá honum, að hann hafði tekið ráðsmennskuna að sjer.r E- richsen og Finné landfógeti, (sem Ólaf- ur sýndi meiri vægð í reikninga-vand- ræðum hans, en fyrrum Skúla) ætluðu báðir utan um vorið 1804, en dóu báð- ir áður; nefndarstörfin dofnuðu smám- saman; Bendeke sigldi hjeðan úr landi, og ísl. Einarsson reyndist óhlutdrægari en Erichsen; Ólafur greiddi smámsam- an úr sínum eigin vasa það, sem bresta þótti á tukthússsjóðinn (hjer um bil 800 rd.), og fjekk 6. júní 1806, eptir beiðni sinni, lausn í náð frá embætti með full- um eptirlaunum (800 rd.), eptirgjalds- lausri ábúð á Viðey æfilangt og ge- heime-etazráðs nafnbót, jafnframt var Stefán sonur hans skipaður amtmaður vestan. Skal í þessu tilliti vísað til aug- lýsingar Ólafs aptanvið III. bindi Minn- isverðra tíðinda, sem endar með þess- um orðum: „— — Framar álít jeg mig skuld- bundinn hjer með opinberlega að viður- kenna og þakka mínum kæru lands- mönnum, hærri og lægri stjettar, sem allir kallast mega hafa borið mig sjer á höndum, að einum eða tveimur frá skildum, alla þeirra kærleiksfullu auð- sveipni og staka velvild, mjer stöðugt tjeða í þau 50 ár, sem jeg hef þjónað föðurlandinu, í lögmanns-, amtmanns- og stiptamtmannsembættinu,-------samt að gefa þeim þann, með stærsta rjetti verðskuldaða vitnisburð, að sje þeim af þeirra yfirvöldum stjórnað með skyn- semi og góðfýsi, mun varla nokkur þjóð auðveldari finnast í uppfyllingu skyldu sinnar, en sú íslenzka, er framar gengst fyrir mildri, en um of strangri stjórn, hverja síðari mannkærleg yfirvöld aldrei brúka, heldur í öllum sökum, jafnvel þeim tvísýnu, ætíð framar þeim fyrst- nefndu". Árið eptir, á jólaföstu 1807, dó kona Ólafs, Sigríður Magnúsdóttir, afbragð kvenna að vitsmunum, tryggð og still- ingu. Eins og hún hafði komið fótun- um undir auðsæld Olafs,* eins reyndist hún, að sögn kunnugra, alla æfi ham- ingjustoð hans, kom ávallt fram til góðs, sefaði örlyndi hans, en hvatti hann til alls drengskapar. Sagt er, að Björn lögmaður Markússon, sem flutti um stundarsakir til Ólafs eptir húsbrunann áLeirá(i7Ó9) og dó hjá honum á Innra- hólmi 1791, hafi einnig reynzt Ólafi ráðadrjúgur, þó ekki bætti hann um vinfengið við Skúla Magnússon. Eptir fráfall konu sinnar lifði Ólafur í 5 ár, hjelt vel virðingu sinni, og dó, eptir langa legu, 10. nóvbr. 1812, harmdauði *) Hann fjekk með henni 4 hundruð hundraða í föstu og 2 hundruð hundraða í lausu, og erfði, að minnsta kosti annað eins eptir Magnús Gísla- son dáinn, sem sje Leirá, Hvítárvöllu, Brokey, Reykhóla, Bæ í Hrútafirði, Bræðrtungu, Innra- hólin o. s. frv.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.