Ísafold - 05.06.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.06.1879, Blaðsíða 4
ÖO lit yfir hin algengustu efni náttúrunnar og efnabreytingar þær, sem gjörast fyrir augum vorum, og sýna þýðing þeirr- ar fræði fyrir iðnað eg landbúnað. Jarðfræffi, í henni skal 'gefa yfir- lit yfir myndun jarðarinnar og sjer í lagi íslands, slcal og kenna að þekkja jarð- tegundir þær, er samsetja jarðveg ís- lands, og áhrif þeirra á grasrækt og jurtagróða. Grasafrœffi, þar skal kenna yfirlit yfir byggingu jurta og lif, og leggja sjer i lagi stund á að þekkja íslenzkar fóðuijurtir og garðjurtir og notkun þeirra. Dýrafrœffi, þar í skal kenna læri- sveinum að þekkja islenzk dýr oglifn- aðarhátt þeirra, og svo not þau er af þeim má hafa (fuglver, æðarvarp, fiski- veiðar) auk þess skal sjer í lagi 1 ögð stund á húsdýrafræði. Piltar skulu og læra að þekkja bygging mannlegs líkama, viðhald hans og verkanir þær, er þar gerast. (Niðurl síðar).. -------- í Norðanfara, 27. marz 1879, 32. bls., hefir herra Námfús látið í ljós þá skoðun sína, að eg „fari stundum of langt í því, að hafa orðin of stutt“, og bendir hann í því tilliti á orðin land- frœffi og talf.rœffi. Eg skal þá geta þess, að eg hefi myndað þessi orð í lík- ing við önnur samsett orð í fornu máli, þar sem síðari samsetningarliðrinn er frœffi. í öllum slíkum orðum er að minni vitund í fornu máli fyrri liðrinn að eins ein samstafa, t. d. í orðunum bókfrœffi, mannfrœffi, ættfrœði, eigi bóka- frœffi, mannafrœði, œttafrœði, og er þó eigi hér að rœða að eins um cilia bók, einn mann, eina ætt, heldr fleiri. Á sama hátt er myndað hið nýja orð mál- frœði (philologia), er þó táknar kunn- áttu í fleiri málum enn einu. Væri það myndað á sama hátt sem landafræði og talnafrœði, ætti það að heita mála- fræffi, og myndi sumum þykja því eigi vera breytt til batnaðar. Talfræði er eigi samsett af tal (sermo), heldur af tala (numerus), og er myndað í full- komna líking við hin fornu orð talbyrff- ingr (tölutafla, rímtafla), og tölmss, töl- vísi. Fyrri hluti orðanna tölvíss, tölvísi er upphaflega tal-, enn v., er kemur eptir tal-, hefir breytt því í töl. Á sama hátt eru mynduð orðin tökvíss, tökvisi (rapax, rapacitas) fyrir takvíss, takvísi. Landfræði virðist réttmyndað, ef majinfrœffi og œtffrceði eru rétt mynd- uð orð. J>á er eptir að gjöra grein fyrir orðinu trúbrögð. þ>að á að tákna þá námsgrein, sem á þýzku og dönsku heitir Relig'ioil (eigi guðfrœði, theolog- iam). í eldri skólaskýrlum hefir þessi námsgrein verið kölluð trúarfrœði, enn afþvíaðorðið trúarfrceffi (eða trúfrœði) er haft í sömu merkingu sem Dogma- tik við Prestaskólann, fanst mér það geta valdið misskilningi, ef eg hefði það í annari merkingu i skólaskýrslun- um, og valdi eg því orðið trúbrögff, er mér fanst liggja næst. Orðið trúar- brögff hefi eg eigi fundið í fornu máli, heldur trúbrögð, og er það þar haft til þess að tákna latneska orðið religio. í stað þess orðs hefir í hinu nýja máli komið orðið trúarbrögð, og hefir það verið haft til þess að tákna eigi að eins kristna trú, heldur hverja trú sem vera skal. þannig er orðið religio þýtt með trúarbrögð í Nucleus Latinitatis; tníar- brögff i orðbók Bjarnar Halldórssonar með religio; Religion með trúarbrögff í orðbókum Gunnlaugs Oddssonar og Konráðs Gíslasonar. Engi hefir að minni vitund hneykslazt á síðari hluta orðsins, brögff, og varla hefir nokkrum manni komið til hugar, að brögff væri hér sama sem hrekkir, eins og engi getr ætlað, að bragð sé sama sem hrekkr í orðunum elskubragð,framabragð, hreystibragff, snildarbrögff. þ>að er til samsetningar orða kemr, hafa fornmenn fylgt þeirri reglu, að hafa samsett orð sem stytzt, og hafa þeir því opt í fyrra samsetningarliðnum að eins hina fyrri samstöfu af tveggja sam- stafna orðum, t. d. af orðinu harpa: harpslagi, harpsláttr; af hœtta: hætt- leggja = leggja á hættu; afhinnifornu mynd kvena (er kemur fram í eignar- falli fleirtölu kven-na = kona: kven- búnaðr, kvendýr, kvenfugl, kvenföt, kvengildr, kvenkenna, kvenklæði, kven- kostr. Eg tek það fram, að fyrri hluti þessara orða er eigi kvenn, heldr kven, og er svo ritaðr í fornum handritum. Af trúa: trúboð, trúbót, trúbrögð, trú- fastr, trúfesta, trúfesti, trúfullr, trúfylgja, trúhald, trúkona, trúmaðr. Af bogi: bogmaðr, bogstyrkr, bogsveigir; af frændi: frændafli, frændbálkr, frænd- bœtr, frænderfð, frændgarðr, frændhagi, frændlauss, frændlið, frændmargr. Af auga: augbrá, augdapr, auglit, aug- sjándi, augsúrr, augsýnn. Af hjarta: hjartblóð, hjartgróinn, hjartfólginn, hjart- kærr, hjartlauss, hjartmörr, hjartnæmr, hjartskjálfti, hjartsláttr, hjartveikr, hjart- verkr, hjartæð. Af þessum dœmum vona eg að sjáist að orðin landfrœði og talfrczffi eru hvorki rangmynduð né of stutt, og að þau eru mynduð í líking við samsett orð í forni íslenzku. f>ó getur það eigi verið tilætlun mín, að fyrri hluti samsettra orða sé allstað- ar ein samstafa. þ>að getur eigi orðið, þá er fyrra orðið er þrjár eða fleiri sam- stöfur, t. d. í náttúrusaga. Eðlfrœði og la’knfrœffi myndi ogþykja stirð orð; enn betr kynni eg við að rita efflifrœffi og lcekuif rceffi, enn eðlisfrœffi og lœknis- frœffi. 12/5 79. Jón þorkelsson. Auglýsingar. JA Siðan jeg kom heim, frá ra Kaupmannahöfn, hefi jeg sezt að í húsinu J[». 4 á Hliðarhúsastíg, og tek jeg að mjer alls konar skósmíði og aðgjörðir. Rvík, 81/6 1879. Rafn Sigurðsson. Allir þeir, er vilja fá hagagöngu fyrir gripi sína í Laugarnesi, aðgang að Laugunum til þvotta, „Ballast“ handa skipum sínum, eður vilji þeirsemja um eitthvað, er eign þessari við kemur, þá verða þeir að snúa sjer til Alexiusar Árnasonar hjer i bænum um það. Reykjavik 10. mai 1879 Sameigendur Laugarness. Hjer með gjöri jeg almenningi kunnugt, að jeg hefi til sölu mikinn fjölda af útlendum og innlendum bókum. þ>ar að auki alls konar pappír með ó- vanalega lágu verði, og segi rjett til um tegundir hans, við hvern sem er að skipta; sömuleiðis fást hjá mjer viðskipta- bœkur, stærri og smærri, strikaðar og óstrikaðar. Sjerstaklega vil jeg geta þess, að eg hefi talsvert fyrirliggjandi af Konráffs orffabók. Reykjavík31. mai 1879 Kristján O. þorgrímsson. F. A. L 0 V E’S KARLMANNSFATAVERZLUN heíir til reiðu mjög mikið af ýmiss konar tilbúnum karlmannsfatnaði. | Enn fremur byrgðir af vænu og fallegu klæði, búkkskinni, duffeli, o. fl. < Y&W í klæðabuðinni er fatagjörðarmeistari, sem mælir stærð og vaxtarlag manna, og eru föt sniðin og saumuð eptir því á fám dögum. II Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. — Prentsmiðja ísafoldar. — Sigm. Guðmundsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.