Ísafold - 13.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.08.1879, Blaðsíða 2
42 landshöfðingja gagnvart þinginu, — þegar hann tók það fram, að alþingi, þegar búið er að samþykkja eitt- hvert lagafrumvarp, eigi getur átt það víst, hvort frum- varpið verði staðfest sem lög eða ekki, þar sem í öðr- 'um löndum þegar er skýrt frá því af hlutaðeigandi ráð- gjafa, — þá skal jeg játa það, að þessi munur er á milli stöðu landshöfðingja og ráðgjafa þess, er sjálfur tekur þátt í þingsumræðum; en munur þessi er bein afleiðing af því, að ísland liggur í 3—400 mílna fjar- lægð frá aðsetursstað ekki einungis ráðgjafans, heldur og konungsins. En þegar skoða skal þetta í verkinu, þá held jeg, að afleiðingin hafi ekki verið svo hættu- leg, sem framsögumaður benti að. þ>ví að í raun og veru hefir þingið með þessu móti í mörgum tilfellum fengið óskum sínum framgengt, þó að landshöfðinginn hafi á þinginu mótmælt þeim, og á hinn bóginn hefir það varla atvikazt meir en einu sinni, að lagafrumvarp, sem landshöfðinginn hefir mælt með á þinginu, hafi eigi náð staðfestingu. Hitt er satt, að með þessu fyrir- komulagi verður staða landshöfðingja vandameiri; en það var líklega eigi meining framsögumannsins að benda að þessu. II. Kr. Fnðriksson: það er nauðsynlegt fyrir þing- ið, að gjöra sjer skýra g'rein fyrir því, hvort það sje rjett og hvort alþingi er heimilt að sleppa þeim 2000 kr., er landshöfðingi hefir haft fyrir þingsetu sína, úr fjárlögunum. það lítur illa út, ef vjer drögurn þessa upphæð út, án þess að hafa heimild til þess. Af þessu leiðir, að vjer verðum vandlega að íhuga 34. gr. stjórn- arskrárinnar. þar stendur: „Landshöfðingjanum skal heimilt vegna embættisstöðu sinnar að sitja á alþingi41 o. s. frv. En hver er nú meiningin með orðinu „heim- ilt'1 ? Meiningin er sú, að landshöfðinginn hafi frjdlst vald til að mæta á þingi, en það sje eigi skylda hans, fremur en honum þyki þörf á því. En fyrir hvern mætir landshöfðinginn á þinginu? Beinlínis fyrir ráð- gjafann. það var eigi rjett hjá landshöfðingjanum, að segja að hann væri í 300 mílna fjarlægð frá ráðgjaf- anmn en eigi konungi. í 2. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Hið æðsta vald á Islandi innanlands skal á ábyrgð ráð- gjafans fengið í hendur landshöfðingja“. Alltþaðsem landshöfðinginn því gjörir hjer, það gjörir hann sem liður ráðherrastjórnarinar og á ábyrgð ráðherrans. Af þessum ástæðum getur landshöfðinginn með engu móti skoðazt sem umboðsmaður, sem konungur eða stjórnin hafi falið á hendur að mæla fyrir sig hjer á þingi, heldur verður hann beinlínis að álítast sem liður af ráðherrastjórninni. þar sem landshöfðinginn vitnaði til 34. greinar í stjórnarskránni, að „stjórnin gæti einnig veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið landshöfðingja“, þá vil jeg spyrja, hver skilningur felst í orðum þessum ? Enginn annar en sá, að auk þess sem landshöfðingjanum er heimilt að sitja á alþingi, þá getur stjórnin falið einhverjum öðrum manni (en lands- höfðingjanum) að sitja við hlið hans á þinginu, til þess að láta í tje skýrslur þær, er nauðsynlegar eru. I sömu grein segir enn fremur: „I forföllum landshöfð- ingja má veita öðrum umboð til að semja við þingið“. Ef landshöfðinginn er hindraður, þá fyrst kemur annar maður fram, sem getur samið við þingið. þ>ar sem landshöfðinginn sagði, að þetta hefði verið ákveðið með fjárlögum, þá verð jeg að neita því. Fjeð hefir að eins verið veitt, ef á þyrfti að halda, en alls eigi verið ákveðið, að landshöfðinginn skyldi hafa það. Hver heldur skoðun sinni í þessu efni, en jeg álít nauð- synlegt, að þingið gjöri sjer þessa spurning ljósa, og fyrir því hefi jeg mælt þessi orð. Framsögumaður: A. O. spurði mig, því jeg hefði eigi munað eptir að koma með það á þinginu 1877, að eigi væri heimild í lögum fyrir því, að veita lands- höfðingja þessar 2000 kr. fyrir þingsetu hans. Eg skal að minnsta kosti vera eins hreinskilinn og A. O., og játa sannleikann í þessu efni. Eg hjelt að til væri kon- ungsúrskurður fyrir þessari upphæð ; jeg var svo ein- faldur. En síðan sýndi þingið mjer þá virðingu, að kjósa mig fyrir yfirskoðunarmann landsreikninganna á- samt einum háttvirtum þingmanni í efri deildinni, og spurðum við þá landshöfðingjann, hvert nokkur kon- ungsúrskurður væri fyrir þessari íjárveitingu, og kvað hann sem sannorður maður nei við því. fess vegna hefi jeg nú stungið upp á því, að fjárupphæð þessi sje eigi veitt, af því að jeg hefi orðið þess áskynja, að engin heimild er fyrir veitingu þessari, þar sem engin konungsúrskurður er í þá átt, og að veitingin þannig er eigi byggð á nokkurri röksemd, því að stjórnarskrá- in (25. gr.) heimilar því að eins þessi útgjöld, að á- kvæðum greinarinnar „eins og konungur ákveður“ sje fylgt. Greinin skipar svo fyrir, að útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar í landinu og til fulltrúa stjórn- arinnar („Regjeringens Repræsentation11) sjeu fyrirfram dregin jrá tilskipun úr ríkissjóði, eins og þau verða á- kroeðin af konungimnn. Nú hefir konungur með úrskurði í júní 1872 ákveðið hin fyrri (gjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar), og því eru þau dregin frá; hin (þókn- un fulltrúans) hefir hann ekki ákveðið, og því eru þau ekki dregin frá. Mig furðar á því, að landshöfðinginn skyldi segja, að upphæð þessi væri veitt með Qárlögunum og að það væri á þingsins valdi, hvort hún eptirleiðis yrði veitt eða eigi. En jeg verð að segja, að þetta er alls eigi á þingsins valdi; það er á valdi konungsins eins. J>að er undarlegt af þinginu, ef það færi að bjóða fram fje, sem konungurinn eigi krefst, þótt hann eigi heimt- ing á því. En það er þá spurning snertir, hvort lands- höfðingjanum beri þóknun fyrir þingsetu sína, þá get jeg með engu móti ætlað að svo sje, og hefir skoðun mín um það eigi breytzt þrátt fyrir hinar snjöllu ræður A. Ó. En svo getur að borið, að landshöfðinginn hafi forföll eða sje hindraður, svo að hann geti eigi á þingi setið, og að stjórnin því fái einhvern mann til að mæta á þinginu í stað landshöfðingja. Og ef þessi maður væri t. a. m. amtmaðurinn fyrir norðan, þá gæti jeg skilið, að honum væru ákveðin laun. Svona skil jeg 34. gr., en að öðru leyti hefi jeg sama skilning á henni og H. Kr. Friðriksson. Eins og eg tók fram um dag- inn, stendur í 34. gr. stjórnarskrárinnar, að „atkvæðis- rjett hafi landshöfðinginn (eða sá sem kemur í hans stað) því að eins, að hann sje jafnframt alþingismaður“. Af þessu sjest, að stjórnarskráin gjörir ráð fyrir, að svo geti farið, að landshöfðinginn bjóði sig fram til al- þingismanns. En það getur þó víst eigi verið mein- ingin, að stjórnin ætlist til, að einum þingmanni sjeu borguð sjerstök laun (fram yfir þingpeninga sína) fyrir að verja sjálfan sig, eins og landshöfðinginn gjörir á þingi. þ>annig er það í Danmörku, að ráðherrann legg- ur fram stjórnarfrumvörpin, semur við þingið af hálfu stjórnarinnar, o. s. frv., en fær eigi einn eyri fyrir þetta, nema því að eins að hann sje jafnframt þingmaður. f>að er mikill munur á stöðu þess, sem heldur uppi svörum á ráðgefandi þingi, og hins, sem gjörir það á löggefanda þingi. A ráðgefandi þingi er slíkur maður konungsfulltrúi. En nú höfum vjer engan konungsfull- trúa; nú kemur fram maður, sem ver sjálfan sig og stjórnina, sem kemur með lagafrumvörp inn á þingið og semur við þingið. En ef landshöfðinginn hefði for- föll, og annar maður frá Danmörku eða innlendur mætti í hans stað hjer á þingi, þá væri eðlilegt, að þessi maður fengi borgun fyrir þingsetu sína. Breytingaratkv.fráJ>orl. Guðm. umað ioookr. handa Jóni landritara Jónssyni falliburt, virðist ekki samið með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.