Ísafold - 26.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.08.1879, Blaðsíða 2
Ó2 að g þumlunga gildur lax geti smogið þær, og er hinn kærði með dómi kveðnum upp fvrir lögreglurjetti Kjósar- og Gullbringusýslu 6. dag nóvembermán. f. á. dæmdur í 30 kr. sekt til sveitarsjóðs Seltjarnarness- hrepps, og til að greiða allan af málinu löglega leið- andi kostnað, þar á meðal 10 kr. í málsvarnarlaun til hins skipaða talsmanns síns ; en þeim dómi er bæði eptir ósk hins kærða og af hálfu hins opinbera áfrýj- að til yfirdómsins. Öll rannsókn þessa máls er í því fólgin, að hlut- aðeigandi sýslumaður hefir eptir skipun amtsins látið fram fara skoðunargjörð á veiðivjelum hins kærða í Elliðaánum, og er sú skoðunargjörð framkvæmd af 2 trjesmiðum í Reykjavík, sem til þess voru kvaddir fyr- ir aukarjetti Kjósar- og Gullbringusýslu. I skoðunar- gjörð þessari segir, að milli rimlanna í neðri kistunni í norðuránni sjeu 2 þumlungar, og milli rimlanna í efri kistunni í sömu á 1 s/12 þumlungs, en um millibilið milli rimlanna á kistunum í suðuránni er ekki getið; sömu- leiðis segir þar, að í kistunni í suðuránni sje lengd rimlanna í hvorri grind um sig 1 alin og 11 þumlung- ar, og í nyrðri kistu í sömu á 1 alin og 14 þumlung- ar; en um lengd rimlanna í kistunum í norðuránni er ekki getið. Jessu næst lýsa skoðunarmennirnir }Er því áliti, að 9 þumlunga digur lax geti ekki smogið milli þeirra rimla, sem skemmra er á milli en 2 lj± þumlungs, án þess þó að tilgreina neinar ástæður fyrir því áliti sinu, enda virðist það ekki á nægum rökum byggt, því að það er auðsætt, að laxinn, sem er spor- öskjumyndaður ummáls, þarf, þegar hann er 9 þuml- unga gildur, meira en 2 */4 þumlungs lóðrjett millibil milli rimlanna í kistunum, til þess að geta smogið þær, ef hann syndir á kviðnum, en að hann hins vegar hvergi nærri þarf 2 l/r þumlungs millibil, ef hann legg- ur sig á hliðina þegar hann smýgur rimlana, og opið í grindunum lárjett er nægilegt, eins og á sjer stað um laxakistur hins kærða. þegar nú hjer við bætist, að engin rök eru leidd að því, gegn neitun hins kærða, að skoðunarmennirnir beri skyn á laxveiði í laxakist- um, og þeir þar á ofan ekki hafa unnið eið að skoð- unargjörð sinni, nje einu sinni viðurkennt hana fyrir rjetti, þá verður hún ekki tekin til greina, sem næg sönnun fyrir því, að 9 þumlunga gildur lax geti ekki smogið milli rimlanna í veiðivjelum hins kærða í Ell- iðaánum. Með því nú að 5. gr. i ofannefndum viðaukalögum 11. maí 1876 að eins mælir svo fyrir, að milli rimla í grindum, sem í veiðívjelum eru hafðar, skuli vera svo mikið bil, að lax, sem er 9 þumlunga gildur, geti smog- ið grindurnar, en ekki til tekur nákvæmar, hvað stórt bilið þurfi að vera til þess að lax með þessum gild- leika geti smogið þær, og heldur engar nægar upplýs- ingar um þetta atriði eru frám komnar undir máli því, sem hjer er áfrýjað, þáberþegar afþessari ástæðu að dæma hinn kærða sýknan af ákærum hins opinbera í máli þessu, án þess að þörf gjörist að rannsaka, hvort sú sýknar-ástæða hins kærða sje á rökum byggð, að nefndar lagaákvarðanir nái ekki til laxveiðarinnar í Elliðaánum af því að hún er' eign einstaks manns. Eptir þessum úrslitum málsins ber að greiða allan kostnað afþvi úr opinberum sjóði, þar með talin máls- færslulaun til sóknara fyrir yfirdóminum og svaramanns fyrir undir-og yfirdómi, sem ákveðast 10 lcr. handa hin- um fyrnefnda og 25 kr. handa hinum siðarnefnda. Við rekstur málsins í hjeraði er það athugandi, að terminus executionis vantar í undirrjettardóminn og að stefnurnar til yfirdómsins ekki eru ritaðar á sjálfar dómSgjörðirnar, heldur á eptirrit af dómnum; að öðru leyti hefur hann verið vítalaus. Sókn og vörn máls- ins fyrir yfirdóminum hefur verið lögmæt. f>ví dæmist ijett að vera: Hinn kærði, kaupmaður H. Th. A. Thomsen, á að vera sýkn af ákærum hins opinbera í þessu máli. Allur af málinu löglega leiðandi kostn- aður, þar á meðal málsfærslulaun til sóknara fyrir yfirdóminum, málsfærslumanns Jóns Jóns- sonar, 10 krónur, og til svaramanns fyrir und- ir- og yfirdómi, málsfærslumanns Páls Melsteðs, 25 kr., greiðist úr opinberum sjóði. Jón Pjetursson. Samhljóða dómabókinni vottar I.. E. Sveinbjörnsson. J>ess, sem gjörzt hefur í Elliðaármálinu nú í sum- ar, er að mestu leyti getið í hinni greinilegu skýrslu amtmannsins í Suðuramtinu 8. þ. m., sem tekin er upp hjer að framan. Til enn frekari skýringar, skal nefnd- in þó leyfa sjer að tilfæra skoðunargjörð þá, sem ný- nefnt amtmanns brjef getur um, og er hún á þessa leið : Samkvæmt fyrirmælum í útnefningarbrjefi herra sýslumannsins í Kjósar- og Gullbringusýslu 12. þ. m. til okkar undirskrifaðra, um að skoða veiðivjelar kaup- manns Thomsens í Elliðaánum og gefa álit okkar um þær, og eptir ummælum hins sama og áskildum rjetti okkar, við rjettarhald 14. þ. m., leyfum vjer okkur hjer með að leggja fram eptirfylgjandi skýrslu og álit, til slcýringar á framburði okkar og svörum við nefnt rjett- arhald 14. þ. m. viðvíkjandi tjeðri skoðunargjörð. ] .axakisturnar í Elliðaánum eru fjórar alls, þannig: að í suðuránni er tvíhvolfuð kista í aðalkvíslinni, og einhvolfuð kista í minni kvíslinni, og í norðuránni er tvíhvolfuð kista og einhvolfuð kista í kvísl, sem renn- ur úr aðalánni fyrir neðan tvíhvolfuðu kistuna, rimlarn- ir í kistunum eru á lengd frá einni al. og ql/2 þl. til einnar álnar og 13 þl., bilið á milli rimlanna er á flest- um stöðum i8/i2 þl., á stöku stöðum 19/i2 þl-, ogátveim- ur stöðum i«/i2 þl.; rimlarnir liggja lárjett, eru ferstrend- ir og snúa randirnar hver á móti annari rjettlínis. Eptir gefnu tilefni á skoðunarstaðnum viljum vjer geta þess að árnar eru algjörlega þvergirtar með öflugum grjótgörðum. Er það eindregið og óefað álit okkar, að enginu 9 pl. gildur lax geti smogið gegn U7)i grindurnar í nefndum laxakistum, og byggjum við petta dlit okkar á pví, að laxinum er jafn eðlilegt að synda pannig, að kviðurinn snúi niður n>g bakið upp, eins og dýrum og fuglurn peim, er viðpekkjmn, er eðl'i- legt að ganga á fótunum, en það er álit okkar, að sá lax, sem er 9 þl. gildur, sje á sama stað að þvermáli frá bakugga niður á kviðinn aldrei minni en 3 þl., heldur optast þar yfir, og sem sönnun fyrir þessu, skulum vjer geta þess, að á meðan á skoðunargjörð- inni stóð, var lagður fram dauður lax, sem að vísu var meir en 9 þl. ummáls þar, sem hann var gildastur, en þar sem hann var að eins 9 þl. ummáls, var hann f/.2 þl. að þvermáli frá bakinu niður á kviðinn. pessu á- liti okkar ennfremur til styrkingar og skýringar skul- um við geta þess, að 7 af þeim 8 löxum, sem við skoð- unargjörðina voru teknir úr einni kistunni, voru marð- ir á höfðinu að ofanverðu, á milli augnanna, en ekki á vöngunum, þvermálið niður í gegn um höfuðið þar sem blettirnir voru, var i8/12 þl. eða jafnt og bilið var á milli rimlanna í þeirri laxakistu, er þeir voru teknir úr, og meinum við það óefað, að marblettir þessir á höfði laxanna liafi komið af því, að þeir hafi leitazt við, að komast gegn um grindurnar í kistunni, en ekki komizt lengra en upp undir augun, með höfuðið milli rimlanna. Við viljum og geta þess, að þar sem mar- blettirnir voru á höfði laxanna, var höfuðið sívalt eða

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.