Ísafold - 04.09.1879, Blaðsíða 2
86
Frá öðrum löndum. Á Ítalíu og
Hollandi hafa konungar skipt um ráð-
herra sína. Umberto konungur hefir
sett aptur Cairoli — mesta frelsisvin —
fyrir sitt ráðaneyti, en Vilhjálmur Hol-
landskonungur hefirtekið sjer ráðherra
af íhaldsflokki. — í Miklagarði eru ráð-
herraskipti orðin að dagtíðindum. Sold-
án dregur það svo lengi, sem hann má
við komast, að gjöra Grikkjum úrlausn,
en Frakkar og Englendingar eru hjer
samhuga, svo að líklega geta málalok-
in ekki verið langt Qarri, ef vel skal
fara. — í Suður-Ameríku er nú stríð
og styrjöld; í hana komin ríkin Chili,
og — íjendur þess — Bolivía og Perú,
en líkindi til, að fleiri dragist í bend-
una. Upphafið deila um hvítasaltsnáma
með Chilímönnum og Bolívingum (sbr.
Skírni þ. á.). Á landi hafa orðið litlir
atburðir, en á sjó lenti tveim brynskip-
um Perúmanna í bardaga við skip
Chileverja, við Iquique. Annað bryn-
skipið rak flein sinn í gegnum síðuna
á freigátu Chileverja, og sökk hún af
stundu. Kapteinn hennar og nokkrir
með honum gátu hlaupið upp á flein-
drekann og fjellu þar í höggorustu.
f>að kom hjer á móti Chilemönnum til
raunabóta, að hitt brynskipið, Indepen-
cía að nafni, hljóp á sker eitt, er það
lagði annað skip í einelti, sem hjelt
undan nærri ströndu, þar sem grynnra
var. Indepencía komst ekki af boðun-
um, en Perúmenn hleyptu henni sjálfir
í lopt upp, er þeir höfðu borgið flest-
um mönnum sínum.
ALjþlNGI
var slitið 27. f. m., af landshöfðingja,
í umboði konungs; hafði þá staðið 58
daga alls, eða 50 virka. 1877 stóð það
60 daga, 1875 57 daga.
þingfundir neðri deildar urðu 61, í
efri deild 53, í sameinuðu þingi 3.
þ>etta þing hafði til meðferðar alls
94 mál: 73 lagafrumvörp, 18 þingsá-
lyktunar-uppástungur, og 3 fyrirspurnir.
Af frumvörpunum lauk þingið við
27, og afgreiddi til landshöfðinga sem
lög frá alþingi. þar af voru 10 stjórn-
arfrumvörp, en 17 þingmannafrumvörp.
jpessi lög öll, 27, eru prentuðí Alþing-
isfrjettablaðinu. Afdrif hinna frumvarp-
anna 46 urðu þau, að 28 var hrundið,
þar á meðal 3 stjórnarfrumvörpum; 7
voru tekin aptur af flutningsmönnum,
en 11 voru óútrædd í þinglok, þar á
meðal 1 stjórnarfrumvarp (landbúnaðar-
lagafrumvarpið).
Jfingsályktunaruppástungurnarvoru
allar samþykktar, — nema 1 —, flestar
í báðum þingdeildum, sumar að eins í
annari. þær sem samþykktar voru og
afgreiddar frá þinginu til landshöfðingja
eru nær allar prentaðar í Alþingisfrjetta-
blaðinu, eins og þingið skildi við þær.
Hjer eru upptalin frumvörpin sem
felld voru:
a. Stjórnaífrumvörp.
1. Frumvarp til laga um sætisfisksgjald.
2. Frumvarp til laga um hreytingar á
tilskipun 27. jan. 1847 um tekjur
presta og kirkna.
3. Frumvarp til laga um breyting á
lögum um laun íslenzkra embættis-
manna 0. fl. 15. okt. 1875, 12. og
14- gr-
b. Jfingmannafrumvörp:
4. Frumvarp til laga um nýtt læknis-
hjerað.
5. Lagafrumvarp um sölu brennivíns
og annara vínfanga.
6. Frumvarp til laga um sölu á jörð-
unni Miðhópi í Húnavatnssýslu.
7. Frumvarp til landamerkjalaga.
8. Frumvarp til laga um sölu jarðar-
innar Arnarness í Eyjafjarðarsýlu.
9. Frumvarp tillaga um verðlagsskrár.
io.Frumvarp til laga um að nema úr
lögum opið brjef 22. marz 1855, um
bann gegn byssuskotum á sel á
Breiðafirði.
n.Frumvarp til laga um breyting á 1.
og 2. gr. í lögum um stofnun lækna-
skóla í Reykjavík 11. febr. 1876.
12. Frumvarp til laga um sölu á þjóð-
eignum.
13. Frumvarp til laga um breytingar á
þeim ákvörðunum, sem gilda um að
ávinna hreppshelgi.
14. Frumvarp til laga um breyting á
1. gr. í lögum um aðflutningsgjald
á tóbaki.
15. Frumvarp til laga um leysing á
sóknarbandi.
16. Frumvarp til laga um leiguburð af
peningalánum.
17. Frumvarp til laga um friðun á laxi.
18. Frumvarp til laga um að skipta
Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö
sýslufjelög.
19. Frumvarp til laga um breyting á
tilsk. 27. jan. 1847.
20. Frumvarp til laga um sölu á ítök-
um kirkna.
21. Frumvarp til laga um löggilding
verzlunarstaðar við Kolbeinsárós.
22. Frumvarp til laga um sölu á Gríms-
tunguheiði og Auðkúluheiði.
23. Frumvarp til laga um stefnufrest í
einkamálum, sem skotið er frá yfir-
dómi íslands til hæstarjettar.
24. Frumvarp til laga, er breyta 5. gr.
í lögum 14. desbr. 1877 um tekjuskatt.
25. Frumvarp til laga, er breyta opnu
brjefi 31. maí 1855, um skyldur em-
bættismanna til að sjá ekkjum sínum
borgið með fjárstyrk eptir sinn dag.
26. Frumvarp til laga um takmarkanir
á sölu áfengra drykkja.
27. Frumvarp til laga um gistingar og
vínfangaveitingar.
28. Frumvarp til laga um að söfnuðirn-
ir taki að sjer umsjón og fjárhald
kirkna.
|>essi voru tekin aptur af flutnings-
mönnum:
i.Frumvarp til laga um landskuldar-j
gjald af þjóðjörðum.
2. Frumvarp til laga um sölu á eign-
inni Kaldaðarnesi í Árnessýslu.
3. Frumvarp til laga um sölu á eign-
inni Hörgslandi í Skaptafellssýslu
vestari.
4. Frumv. til laga um uppfræðing barna.
5. Frumvarp til laga um gjald af brenni-
víni og öðrum áfengum drykkjum,
dags. 11. febr. 1876.
6. Frumvarp til laga um breyting á við-
aukalögum við Jónsbókar landsleigu-
bálks 56. kapítula um friðun á laxi,
11. maí 1876.
7. Frumvarp til laga um að leggja nið-
ur landlækn^embættið o. s. frv.
J>essi voru óútrædd í þinglok:
a. Stjórnarfrumvarp:
1. Frumvarp til landbúnaðarlaga fyrir
ísland.
b. Jfingmannafrumvörp:
2. Frumv. til laga um laun hreppstjóra.
3. Frumvarp til laga um stofnun bún-
aðarskóla.
4. Frumvarp til laga um stofnun borg-
aralegs hjónabands og uppfræðslu
barna í trúarefnum, þegar eigi hvort-
tveggja foreldra hafa þjóðkirkjutrú.
5. Frumvarp til laga um rjettindi bú-
settra kaupmanna.
6. Lagafrumv. um afnám ábúðarskatts
og um niðurfærslu á lausafjárskatti
og spítalagjaldi.
7. Lagfrumvarp um toll á kaffi, kaffi-
rót, sykri og sírópi.
8. Frumvarp til laga til styrks og út-
breiðslu bindindis á íslandi.
9. Frumvarp til laga um viðskipti lands-
drottna og leiguliða, bygging jarða,
úttektir o. fl.
10. Frumvarp til laga um lögreglusam-
þykkt.
n.Frumvarp til þurfamanna laga.
Eins og áður er getið, að til hefði
staðið, ritaði alþingi konungi ávarp í
þinglok, eða rjettara sagt tvö ávörp,
sín þingdeildin hvort. Ávarp efri deild-
ar er þegar prentað í Alþingisfrjetta-
blaðinu. Ávarp neðri deildar er þann-
ig látandi:
Allbamildasti Konungub!
Nú sem vjer þegar lokið höfum lögstörf-
um vorum þennan hinn fyrsta kjörtíma al-
þingis, rennur hugur vor sjálfkrafa yfir alla
samvinnu vora við YðraHátign þennan tíma.
Fyrst og fremst hljótum vjer með innilegum
fagnaði oghjartfólginniþakklátsemi aðminn-
ast þeirrar stundar, er þjer, ástsæli Herra,
heimsóttuð landsmenn vora á þingvelli við
Oxará, hinum foma alþingisstað, og færðuð
þeim frelsisskrá í föðurhendi.
Frelsisskrá þessi er stjómarskrá vor, er
þjer, Herra Konungur, hafið vakið með hið
foma löggjafarþing íslendinga, alþingi, apt-
ur til lífs, eptir fjögurra alda doða og tveggja
alda dá, og hafið nú kvatt oss með kjörtíma
þennan til að starfaaðlöggjafarmálum lands-
manna. Yjer lýsum því, að svo sem vjer vit-
um að þjer, Herra, hafið veitt oss frelsisgjöf
þessa einmitt til hagsælda og framfara, svo
höfum vjerog haft einlægan vilja og viðleitni
til að færa oss hana sem beztínyt fyrir land