Ísafold - 04.09.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.09.1879, Blaðsíða 3
r og lýð, og vjer fulltreystum því, að samvinna vor þennan stutta tíma með Yður, Herra, muni þegar vera farin að bera heillaríkan á- vöxt fyrir alda og óborna. En hitt dylst oss eigi, að til þess vjer hefðum hin fullu not frelsisgjafar Yðvarrar Hátignar, svo semþjer hafið til ætlazt,þáer verksvið landshöfðingja helzt of þröngt, og þó einkum forræði hans yfir fjárhag vorum, þar oss er öll nauðsyn á að verja öllu landsfjenu landinu til viðreisn- ar og framfara, svo og of þröngt til þess að landshöfðinginn geti fyllilega samið við þing- ið, einkum í öllum fjármálum vorum. Yjer horfum hughraustir og vonglaðir fram á hinn ókomna tímann, og svo sem vjer nó að skiln- aði finnum glöggt í huga vorum, að frelsis- gjöfin, er vjer þegið höfum úr hinni rnildu föðurhendi Yðvarrar Hátignar, samtengir oss svo fast og innilega Yður sjálfum, ástsæli Herra, og allri Yðvarri Konunglegu ætt, svo væntum vjer þess og æskjum, að vináttu- böndin og viðskipti vor við sambræður vora og samþegna í Danmörku festist æ meir og fari vaxandi með tíðari og hagfelldari sam- göngum milli landanna. Allramildasti Konungur! Neðri deild al- þingis leiðir eigi hjá sjer við þetta tækifæri, að minnastmeð hugljúfum samfagnaði þeirra gleðiríku viðburða, er hin algóða forsjón hef- ir á þessum samvinnutlma vorum látið Yður í skaut falla og Yðvarri konunglegu ætt. Allramildasti Konungur! Algóður Guð blessi og varðveiti YðvarnKonungdóm, niðja Yðra og alla Konunglega ætt, lönd Yðvars veldis og þegna. — Ávörpin bæði, er konungi voru send, eru rit- uð með hendi Benedicts Gröndals, með mikilli list og prýði. Samþykktir um veiðar á opnum skipum. Amtmaðurinn í Vesturamtinu hefir 16. ágúst staðfest tvær samþykkt- ir, sem gjörðar hafa verið fyrir ísafjarð- arsýslu og ísafjarðarkaupstað samkvæmt lögum 14. des. 1877 um ýmisleg atriði er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. /. Um hákarlaveiðar á opnum skipum. Enginn má á nokkru fiski- eða há- karlamiði í ísafjarðarsýslu á tímabilinu frá i.október til 15. febrúar skera nið- ur eða sleppaísjóinn nokkru af hákarli. II. Um fiskiveiðar á opnum skipum. 1. Enginn, sem stundar fiskiveiðar á opn- um skipum, má á nokkru fiskimiði í ísafjarðarsýslu á tímabilinu frávetur- nóttum til sumarmála láta lóðir liggja í sjó næturlangt. 2. Enginn má á nokkru fiskimiði í ísa- fjarðarsýslu slægja eða afhöfða nokkra fiskitegund á sjó úti, á tímabilinu frá 1. október til 1. apríl. 3. a. Á sama svæði má enginn á tíma- bilinu frá i.desember til i.maí ár- ið eptir brúka krækling til beitu. b. Enginn má á tímabilinu frá 1. apríl til 15. mai sama ár brúka síld í beitu á framanskrifuðu svæði á lóðir. c. Sexmannaförum sje leyfilegt að hafa að eins 200 faðma af innsettum hrognkelsanetum, en þriggja og fjögramannaförum að eins 150 faðma. «7 ■ - ......... ■ 1 --1 . ■ 1" ■ ■ v — í hverjum hrappi i ísafjarðarsýslu og í ísafjarðarkaupstað skal skipa þriggja manna nefnd á þann hátt, sem nákvæm- ar "er ákveðið í samþykktunum, til að gæta þess að samþykktunum sje hlýtt. Brot móti samþykktunum varða sekt- um frá 1 kr. til 100 kr. og til fellur helmingur þar af gæzlunefnd, einn fjórði hluti uppljóstrarmanni og einn fjórði hluti sveitarsjóði. Samþykktirnar öðlast gildi 1. októ- berm. 1879. Alþingiskosning í ísafjarðarsýslu. Eptir brjefi frá ísafirði 15. f. m.: „por- steini bakara porsteinssyni veittist sá heiður, að verða eptirmaður Forseta, sem þingmaður ísfirðinga; en hvorki mun hann suður fara í þetta sinn nje heldur mundi þingið hafa tekið gilda kosninguna 8. þ. m. Kjörskrár vant- aði úr 6 hreppum; kjörstjórnin tók við atkvæðum handa utansýslumönnum, sem eigi höfðu boðið sig fram, og einn henn- ar kaus slíkan; og þegar allir höfðu kosið, sleit kjörstjóri fundi, eptir að hafa bókað og lýst yfir, að Gunnar Halldórsson í Skálavik væri rjett kjör- inn með 7 atkv. af 27. þ>etta var um kl. 2, og fóru þá margir kjósendur burtu úr bænum. En kl. 5—6 um kvöldið var lýst yfir, að þ>orsteinn væri kosinn með 12 atkv. af 18. Hafði kjörstjórnin átt- að sig, smalað saman nokkrum, og með því sjálf að kjósa síðast o. fl. getað komið löglegu nafni á kosninguna. Ymsir hjer viðstaddir, sem greitt höfðu atkvæði á fyrra fundinum, voru ekkert látnir vita af hinum síðara. Annars var ekkert kapp á þessum kjörfundi eða áhugi, og á fyrra fundinum fengu 12 atkvæði“. l)áið merkisfólk. Hinn 21. júlí andaðist hjer í bænum húsfrú Kristín Jónsdóttir, ekkja Sveins prests Bene- diktssonar á Sandfelli í Öræfum, móðir þeirra Benedikts sýslumanns Sveinsson- ar og hans systkina, á níræðisaldri. Snemma í f. m. andaðist Pjetur bóndi Sívertsen á Höfn í Borgarfirði, úr lungna- bólgu. Hinn 9. f. m. andaðist hjer á Sjúkrahúsinu húsfrú Kristín Pálsdóttir (prests Jónssonar í Víðivík), kona óðals- bónda fyrrum alþingismanns Einars B. Guðmundssonar á Hraunum í Fljótum, og systir Snorra alþingismanns Páls- sonar á Siglufirði. Lík hennar var flutt norður á Díönu. fegar það var hafið út frá Sjúkrahúsinu, 28. f. m., talaði síra Matth. Jochumsson nokkur húskveðju- orð, og flutti þessi erindi: „Nú heim, í herrans nafni, Frá hörðum næturstað! — J>að dugar eigi að dvelja, jpví Drottinn skipar það. Stíg örugg hafs á öldu, Guðs engill ræður för, J>ú svífur sæl af bárum Er sólin gyllir vör. J>ú kvaddir hóp þíns hjarta, Er heljar- nísti mein, Ó, góða, blíða brúður! J>á byrgði margur kvein: Nú falla tár í Fljótum J>ví fölnuð er sú rós, Er Hraunum vegleg veitti Sinn varma, krapt og ljós. J>ú finnur hóp þíns hjarta Á himnaríkis strönd, Og læknir allra lýða Svo ljúft þjer rjettir hönd. Ó, góði, göfgi svanni, J>á grær þitt banasár — Far heil til föðurhúsa, Far heil um eilíf ár! Ó, stutta tíð til tára, Ó, tæpa lifs vors skeið! Sjá, ferjan er á floti, Vjer förum sömu leið. Ó, maki, barn og bróðir, J>ó byrgi sorg þinn munn, í gegn um dauðann dynur Guðs djúpa kærleiks grunn“. Matth. Jochumsson. Prestaskólinn. Embættispróf frá prestaskólanum tóku 18.—23. f. m. þeir Einar Jónsson, með 1. eink., 45 tr. Morten Hansen með 1. eink., 45 tr. Jóhann J>orsteinsson með 1. eink., 43 tr. Spurningar til hins skrifl. prófs: í biblíuþýðing: Lúcas 22, 24—32. í trúfræði: að útlista hina gnostísku skoðun á persónu Krists, og meta hann frá sjónartniði kristilegrar opin- berunar. í siðfræði: að lýsa eðli og kostum sannrar vináttu, og gjöra grein fyrir því með rökum, hvort kristindómur- inn sje eptir anda sinum minna með- mæltur henni, en hin heiðna fornald- arspeki. Ræðutexti: sálmurinn 23. allur. Yeitt Ibraiið 27. f. m. Fell í Sljettu- hlíð cand. theol. Einari Jónssyni; og Lundarbrekka í Bárðardal 29. f. m. síra Jóni J>orsteinssyni í Húsavik. Prestvígsla. Sunnudaginn 31. f. m. vígður til Fells í Sljettuhlíð cand. theol. Einar Jónsson. Settur lijeraðslæknir í Sigluíjarð- arumdæmi 28. júlí cand. med. & chir. Helgi Guðmundsson, frá 1. þ. m. Útlendir ferðainenn. Meðalhinna mörgu útlenda ferðamanna, er hingað hafa komið i sumar, notandi hinar ó- venjulega tíðu gufuskipsferðir, skal sjer- staklega getið hins nafnkennda íslands- vinar Willards Fiske, prófessors í Norð- urlandamálum o. fl. við Cornell-háskóla í bænum Ithaka í Bandarikjunum í Vesturheimi, sá er sendi hingað hinar miklu bókagjafir á þúsundárahátíðinni. Hann kom með Camoens til Húsavík- ur seint í júlí, og með honum annar Vesturheimsmaður, ungur blaðamaður og prentsmiðjueigandi, Arthur M. Reeves að nafni, frá Richmond í Indiana. J>eir ferðuðust fyrst víða um Norðurland, komu hingað í miðjum f. m. og fóru nú með Díönu umhverfis lancjið: ætla

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.