Ísafold - 12.02.1880, Blaðsíða 2
10
Útlendar frjettir.
Khöfn 20. janúar 1880.
Veturinn geysiharður, einkum sunnan
til í álfunni og norður fyrir hana miðja. Ó-
venju-frosthörkur framan af jólaföstu: um
og yfir 20 stiga frost í París á hundraðs hita-
mæli, enn harðara á f>ýzkalandi, t. d. 25 st.
í Breslau 9. desbr., 14—16 st. suðurvið Adríu-
haf; fannkomur einnig feyki-miklar, alsnjóa
suður í Alzír 14. desbr., milli fjalls og fjöru,
en það eru fádæmi, að þar komi snjór úr lopti.
Bágindi í mesta lagi meðal fátækra verk-
manna víða um lönd, sakir vetrarharðind-
anna, með því líka að uppskerubresturí meira
lagi var á undan genginn víða, einkurn á Eng-
landi og Erakklandi. A einum stað á |>ýzka-
landi, í Slesíu ofanverðri, reglulegt hallæri;
ráðgert að veita nær 6 milj. kr. úr ríkissjóði
(Prvxssa) til að forða fólkinu við hungurdauða
og koma landinu á legg aptur. A Frakklandi
veitti þingið 3-J milj. kr. fyrir jólin til að bæta
vvr bráðri neyð manna á meðal sakir vetrar-
harðindanna; auk þess var þar safnað ó-
grynni fjár í sama skyni með frjálsum sam-
skotum, sýnileikjum, hlutaveltum, o.fl. eink-
um einni, er blaðamenn í París stóðu fyrir,
með margvíslegum hátíðarbrigðum, 18.
desbr., og sem upphaflega var efnt til fyrir
Spánverjaí Múrcía, þá er tjón biðuaf vatna-
ganginum þar í haust, en þegar harðindin
komu á Frakklandi, afsöluðu þeir sjer helm-
ing ágóöans til handa fátæklingum þar heima
fyrir. Um hátíðirnar gerði leysingar, og þá
urðu víða stórskemmdir af vatnagangi. f>íð-
viðri hjeldust nokkuð fram yfir nýár, en nú
eru hörkurnar byrjaðar aptur, suður frá
einkum.
Sunnudaginn milli jóla og nýárs varð
stórslys á Skotlandi: brotnaði jámbrautar-
brú á ánni Tay undan brautarlest með mik-
inn farangur og um 90 manns, er allir týnd-
ust. Brúin var úr járni, meiraen 10,000 fet
á lengd, enda hin lang-lengsta jámbrautarbrú
í heimi, og þótti svo vel gerð í alla staði, að
hún var talin með mestu mannvirkjum Breta.
Hún var mjög nýleg, ekki fullratveggja ára,
hafði verið 6 ár í smíðum og kostað 6 milj.
og 300 þús. krónur. f>að var aftakaveður,
þegar slysið varð, svo að elztu menn muna
eigi annað eins, og stóð á brúna flata, en
hana bar afar-hátt, meira en 100 fet yfir ána,
svo að skipgengt væri undir hana, og hefir
það mestu um valdið. f>að var miðkafli brú-
arinnar, sem brotnaði, fram undir þriðjung
af allri lengdinni, og halda sumir, að veðrið
hafi verið búið að vinna á honum áður en
vagnlestina bar að, en þetta var í náttmyrkri
um kvöldið, og hefir lestin þá steypzt á fleygi-
ferð fram af hengifluginu, brúarstúfnum,
niður í ána, enda hafa köfunarmenn fundið
vagnana alveg sokkna í árfarveginn, og fáum
hafa þeir getað náð af líkunum enn. Aðrir
segja, að veðrið muni hafa slengt vagnalest-
inni út af brautinni og á brúariðið öðru meg-
in, og þá hafi allt IatiA undan.
Enskt gufuskip allmikið, Bórússía að
nafni, fórst í miðju Atlanzhafi 2. desbr., á
leið milli Liverpool og New-York, með 180
manns. f>ar af varð eitthvað tuttugu bjargað,
eptir mikinn hrakning í 2 bátum frá skipinu,
af seglskipum, er að þeim bar.
Bretar eru ekki búnir að bíta úr nálinni
við Afgana enn. f>eir risu upp til ófriðar apt-
ur gegn hinu enska setuliði á jólaföstunni
snemma, og vannst það á, að Bóberts hers-
höfðingi varð að hröklast burt úr Kabúl með
alla sína sveit og búast fyrir í virki einu
skammt frá borginni, en ófriðarmenn fóru
með ránum og manndrápum um þann hluta
borgarinnar, er Hindúar byggja og aðrir, er
eigi hafa sömu trú og þeir, Múhamedstrú.
Sá heitir Múhamed Jan, er fyrir þeim rjeð,
og hafði hann nefnt til konungs yfir landið
son Jakobs konungs, Músu að nafni. Jakob
hafa nú Bretaríhaldi á Indlandi, telja hann
sannan að sök um svikræði við sig og hafi
hann verið í vitorði með þeim, er veittu er-
indreka þeirra aðför í sumar 1 Kabúl, og áð-
ur hefir verið frá sagt. Hafði Múhamed Jan
haft liðsafnað um land allt með svo mikilli
leynd, að hann komaðBretum nær óvörum.
Síðan bjóst hann til að setjast um virkið,
þar sem Bretar Ijetu fyrirberast, en áður
hann fengi því viðkomið, rjeð Bóberts tilút-
rásar og fjekk stökkt sveit Múhameds og
sundrað, og náð aptur Kabúl. f>etta var laust
fyrir jólin. Fleiri fundir hafa orðið með her-
sveitum Breta og uppreistarmönnum, og
Bretum veitti jafnan betur, að þeir segja,
og kallast Bóberts nú hafa friðað landið af
nýju. En það mun þykja valt á að treysta.
I annan stað sitja Bretar eigi ennífull-
um friði í Afríku sunnanverðri. f>eir hafa
þar náð á sitt vald fyrir fám árum þjóðveldi
því er Transwaal nefndist. f>egar í skarst
með þehn Cetewayó konungi og Bretum, var
við þvf búið, að Transwaals-búar mundu slást
í lið með honum. En Bretmn tókst þá að
friða þá með fögrum loforðum, og gengu síð-
an á heit sín, er Cetewayó var yfir stiginn,
að því er hinir segja. Fyrir því hafa þeir
nú brugðið trúnað við Breta og tekið yfir sig
innlendan höfðingja (ríkisforseta) og stjórn
slíka sem fyr var þar í landi. Nú búast
Bretar að reka hjer rjettar síns, sem nærri
má geta, og er ófriðurinn ný-byrjaður.
Á IrlancLi töluverð óöld, af gömlum mein-
um, er stjórnin leggur litla stund á að bæta.
f>að er eitt, að mestallar jarðeignir landsins,
fullir fimm sjöttu hlutir, eru eign enskra auð-
mannaoghöfðingja, er enga rækt sýna land-
inu, stíga þar varla fæti nokkurn tíma, en
hafa leiguliða á jörðunum, með uppskrúfuð-
um leigumála, til þess að hafa sem mest fyrir
sig að leggja og geta sóað eins og þá girnir í
höfuðborginni, Lundúnum, eða úti í löndmn.
Verði árbrestur, geta leiguliðar eigi staðið í
skilum, en þá er eigi annars að bíða af hinna
hendi en fjeránsdóma og annara vanþyrmsla.
Slíkar aðfarir hafa orðið með tíðasta móti í
vetur, sakir uppskerubrestsins í sumar. Við
þær búsifjar og aðrar meingerðir af hendi
yfirdrottnanna verður Irum vant að gæta
skapsmunanna, sem vonlegt er. f>ó hafa þeir
eigi borizt nein stórræði fyrir í vetur enn sem
komið er. Mest lent í fundahaldi, með stór-
yrðum og heitingum. Stjómin hefir látið
hepta nokkra helztu forsprakka róstulátanna
og hefja málsókn á hendur þeim. Einn þeirra,
Parnell, merkur þingmaður, hefir skotið sjer
undan til Vesturheims og gengst þar fyrir
fjársamskotum til bjargar og styrktar máls-
veg Ira. Smá-þot hafa orðið hjer og hvar
um landið, og nokkur vígaferli.
Margir taka málstað Ira á Englandi, og
miklir málfundir hafa verið haldnir þar víða
til að minnast á vandræði þeirra, og bera
fram sakir á hendur stjórninni þeirra vegna
og fyrir annað, er henni þykir miður farast
en skyldi, sem vandi er til. f>ar munar jafn-
an mest um Gladstone gamla. Hann tókst
för á hendur á jólaföstunni snemma norður
um Skotland tilaðtelja um fyrir almenningi
til fráhvarfs frá stjórninni ogölluhennar illa
ráðlagi, og mátti það heita sigurhróssför; svo
vel var honum fagnað og svo mikill rómur
gjörður að máli hans, hvar sem hann Ijet til
sfn heyra; enda er hann orðlagður ræðusnill-
ingur, svo sem kunnugt er.
Tveir merkismenn enskir hafa andazt í
vetur: Delane, ritstjóri blaðsins »Times« árin
1841—1877, 22. nóv., og 30. s. m. Boebuck,
mikill þinggarpur, nafnkenndur verzlunar-
frelsispostuli, 78 ára.
Á Frakklandi urðu ráðherraskipti rjett
fyrir nýárið, 29. desbr. Waddington lagði
niður stjómarformennskuna, en viðtók einn
af sessunautum hans, Freycinet að nafni.
Hann tók og við utanríkismálum af Wadding-
ton; áður hafði hann staðið fyrir þeim mál-
um, er snerta mannvirki, sem gerð eru á rík-
is-kostnað. Freycinet er aldavinur Gambet-
ta, og var hans önnur hönd þegar Gambetta
rjeð mestu og hjelt uppi vörninni gegn f>jóð-
verjum í ófriðnum 1870—71 framar öllum
vonum, enda er hann sagður mesti atorku-
maður. Fjórir nýirmenn komust í ráðaneyt-
ið með honum, allir fylgismenn Gambetta.
Tilefni til þessarar breytingar var það helzt,
að þeim, sem mestu rjeðu á þinginu, þótti
Waddington of deigur að sníða af ýmsar mis-
fellur frá fyrri tímum ogkoma stjórnarfarinu
í rjettara horf við hina nýju stjórnarskipun.
Frakkar sátu á þingi frá 27. til 30. des.,
í París, og varð ekkert sögulegt, enda var
þetta aukaþing til að Ijúka við fjárlögin. Nú
eru þeir nýlega gengnir á þing aptur, 13. þ.
in. Gambetta var endurkosinn forseti full-
trúadeildarinnar.
Frá þí/zkalandi og Austurríki er ekkert
sjerlegt í frjettum.
Frá Biíssiandi eru höfuðtíðindin nýtt
banatilræði við keisarann. f>að var framið í
Moskva 1. desbr. Hann var þá á heimleið
norður f Pjetursborg, síðla kvölds, sunnan af
Krim; þar situr hann á sumrin, í Lívadíu.
Illræðið var unnið með þeim hætti, að lögð
var sprengivjel undir járnbrautina, sem leið
keisara lá eptir, og kveikt í í því bih er ætl-
azt var á að vagn hans rynni þar um, er vjel-
in lá undir. En það varð keisara til lífs, að
Iéstin, sem hann var í, fór síðar en til stóð,
en farangurslest á undan, og hún varð fyrir
því, sem keisara var ætlað, og rauk í lopt
upp, og í ótal mola. Um vjelina var svo bú-
ið, að jarðgöng lágu að henni frá húsi einu
skammt frá, og rafurmagnsþráður eptir; mátti
því kveikja í henni úr húsinu, hve nær sem
vildi. Húsið var mannlaust, er að því var
komið þegar eptir tilræðið. Hafði þar búið
maður, er hafði keypt það fyrir þrem mán-
uðum og enginn vissi glögg deili á. Hann
hafði lítið látið á sjer bera, og ekki haft ann-
að fólk hjá sjer en eina stúlku. Til hvorugs
þeirra hefir neitt spurzt síðan.
Kona keisarans, María drottning, liggur
dauðvona suður í Cannes, baðvistarstað á
Frakklandi sunnanverðu.
Af Tyrkjum er sama að frjetta og fyr :
dauðans vandræði með fjárhaginn, refjar og
undanbrögð um allt, er heitið er að vinna til
umbóta í stjórnarháttum. Ekkert er enn efnt