Ísafold - 12.02.1880, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.02.1880, Blaðsíða 4
12 sagt ekki, eptir þvi sem á stendur, að fullyrða, að þetta megi öðruvísi vera, en erum þó fremur á því, að með ör- uggum og einbeittum vilja allra, sem hlut eiga að máli, mætti það takast, að víðka svo verksvið sparisjóðsins, að hann tæki að sjer að afgreiða innanbæjar og enda innanlands ávísanir áreiðanlegra manna. Stjórnin og landssjóður yrðu þá sjálfsagt að hlaupa undir bagga með því, eins og víða á sjer stað erlendis, að láta sparisjóðinn hafa peningaforða (Ca&sebeholdning) landssjóðs til umráða gegn vægum vöxtum og nægu veði. Væri ekkert á hættuna lagt með þessu, því sparisjóður Reykjavfkur heíir nóg veð og gott að setja í konungl. skulda- brjefum og veðskuldabrjefum. Landssj. myndi hafa þann hag af þessu fyrirkomu- lagi að fá vöxtu, þó lágir væri, af peninga- forða sínum, í stað þess hann nú enga rentu hefir, sem eru eins dæmi, og pen- ingarnir kæmi á rás meðal landsbúa, ekki að eins, eins og nú, með lánum gegn fasteignarveði, heldur með varn- ingskaupum kaupmanna, sem þá gæfi þá tryggingu í húsum, vöruforðum, pappírum og annari eign, sem annars- staðar tiðkast undir slíkum kringum- stæðum. Vjer vitum vel, að þetta er ýms- um vandkvæðum bundið; einkum munu hlutaðeigendur óttast, að þurð kunni með þessu móti að verða á peningum, bæði í sparisjóði og landssjóði, en það er hvorttveggja, að ekkert nýmæli er vandalaust, enda mætti og ætti sjálf- sagt í fyrstu fast að ákveða þá upphæð af peningaforða landssjóðs, sem spari- sjóður mætti á hverjum tíma hafa undir höndum. jþarf vandlega að leggja þetta fyrirtæki niður fyrir sjer, áður en út í það er lagt; en sannast mun, að ekki verður ráðin bót á peningaeklunni, sem nú hefir í margt ár kreppt að landi og lýð, fyr en einhver öflug lánastofnun og helzt seðlabanki kemst hjer á. Ekki er heldur að hugsa, að gott lag kom- izt á verzlunina, fyr en peningaástæður landsins stórum batna, svo kaupmenn eigi hægra með, að borga íslenzkan varning í peningum, en þeir nú eiga. J>á fyrst kemst verzlunin í sitt rjetta horf, þegar hver sem vill, getur feng- ið peninga fyrir vörur sínar, svo hon- um sje innan handar að kaupa nauð- synjar sínar hvar og hvernig sem hon- um líkar. Nú eru ekki þeir einir kaup- mönnum háðir, sem eru þeim skuldugir, heldur er hver maður, þótt skuldlaus sje, bundinn við þann kaupmann, sem hann leggur varning sinn inn hjá, að svo miklu leyti sem hann verður að sæta þeim kjörum, því verði á aðfluttu vörunni, sem kaupmaðurinn setur honum. Fiskiverzlunin. Verzlunarfjelag bæjarins Kristjánsund í Norvegi hefir í desbr.mán. 1879 sent út umburðarbrjef um útlitið með fiskiverzlunina í ár (1880). J>ar segir svo: „— Árið 1878 tapaðist mikið fje í fiskiverzluninni, af því verðið var sett of hátt, og vonuðu menn, að hið lægra verðlag 1879 mundi bæta þetta tjón upp, en reyndin varð önnur. Verðlagið, sem 1879 var í öndverðu ákveðið 5 kr. fyrir Vog (36 pd.), eða rúmar 45 kr. fyrir skippundið, lækkaði smámsaman niður í 4 kr. 40 a. fyrir Vog (39 kr. 60 a. fyrir skippundið) af meðalgóðum fiski, en talsvert minna fyrir lakari vöru, og aptur nokkuð hærra fyrir afbragðsgóð- an fisk. Hafa þeir, sem keyptu fisk í sumar og í haust eð var, og allir sem hjeldu vörum sínum óseldum beðið tjón. Ekki er heldur útlit fyrir að verðlag batni. það er augljóst, að norskir kaupmenn því hafa hlotið að tapa — —. pað liggur því í augum uppi, að verðlagið í ár verður í fyrstu að setj- ast mjög lágt, og mun rjettast að byrja í Lófóta með 10 kr. fyrir 100 fiska (fiskur er þar keyptur blautur). Og verði meðalgott fiskiár, fær maður þó ekki sína peninga aptur, nema svo að eins að fiskurinn sje vel pressaður, og saltaður að venju“. Vjer leyfum oss að benda landsbú- um við sjávarsíðuna á, að eptir þessu mun varlegra að taka ekki of djarft út á fiskinn í ár. — Af brjefi ráðherrans um verzlun- arsamning milli Danmerkur og Spánar (Stjórnartíðindi, 1879 B. bls. 161) má sjá: að aðflutningstollur á fiski í spönsk- um höfnum er nú 171/., franki1 afhverj- um 200 pundum, eður hjer um bil 21 kr. afskipp. Áður var tollurinn 10 rd. 13 sk. eða 20 kr. 27 a. af skippundi í spönskum og 13 rd., 50 sk., eðahjer um bil 27 kr. í dönskum skipum. Svo er og að skilja á brjefinu, að þessi tollur sje hinn sami fyrir alla; að 8. gr. samningsins sje „til vernd- ar íslenzkum iðnaði, iðnaðár uppdrátt- um og fyrirmyndumu á Spáni; að áskilið var, að gjörður skyldi sjerstakur samningur, að því er „útlönd- in“ (0: lendurnar) og nýlendurnar snerti. Eptir því mun von á sjerstökum samningi, og getur maður þá fyrst vitað, hvort „árangurslaust“ muni verða að reyna að fá tollinn á fiski lækkaðan. þ>að hefir margt þótt árangurslaust í fyrra, sem reyndist kleyft í ár. Fyrir- spurnin á þingi í sumar var hefir t. d. haft þann árangur, að maður fær nú að vita, að von er á sjerstökum samningi í því er ísland snertir. Úr brjefi frá Seyðisfirði, dags. 27. nóvbr. 1879: „------ Sumarið var kalt og votviðrasamt heyskapur því lítill og nýting slæm, aptur hefir veðráttan í haust og það sem af er vetri verið hin inndælasta, optast staðviðri, með 6—io° hita, hæst 130. Fjenaður gengur al- staðar sjálfala enn þá. Afli var stopull ‘) I peteza eða franki er = 4 reölum; I real = 9 sk. altsvo 1 peteza = 75 a. í sumar, vegna ógæfta, en í haust hefir verið uppburður jafnt inn í fjarðamynni. Síld kom eigi að mun inn i fjörðinn fyr en í haust, en þá fyllti svo hvern vog, að aldrei hefir annað eins aflazt. |>að er sagt, að Norðmenn sjeu búnir að salta niður nálægt 8000 tunnum. Gufuskip frá Björgvín hefir sótt tvo farma (1760 t. hvort sinn) og enn þá er von á því eina ferð; liggja hjer enn 3 seglskip frá Mandal. Næsta ár gjöra mörg fleiri norsk síldarveiðafjelög ráð fyrir að koma hingað upp til að re}>na síldarveiði; er það sannarlega mikill hagur fyrir þessa sveit, en aptur er það raunalegt, að íslendingar skuli ekki reyna að afla sjálfir. — -— (Úrbr jefi úr Eyjafirði, dags. 13. jan.). „— — Hjer hefir verið mesta öndvegis tíð, frost og snjóleysur, og hitar (70 R. hæst í þessum mánuði). Sumstaðar er enn þá ekki farið að kenna lömbum át. Mikla þökk á „ísafold“ skilið fyrir það hún vekur eptirtekt almennings á verzlunarmálum vorum. En því hefir það ekki verið tekið fram, sem við hjer erum komnir að raun um, að allur smá- varningur (kram) er færður fram um 67—100%? — |>að stendur nú einnig til að taka verzlunina fyrir í norðan- blöðunum. — —“ — í byrjun þessa árs var biskup vor, Pjetur Pjetursson, gjörður að fje- laga brezks heimspekifjelags, sem heitir „Victoria institute“, eða „Philosophical society of Great Britain“. — Póstgufuskipið PHÖNIX, skip- stjóri Kihl, hafnaði sig hjer 4. þ. m.; er það í fyrsta skipti, sem vjer eigum því að fagna, að póstskip komi til vor um þennan tíma árs. Phönix lagði út frá Kaupmannahöfn 15. f. m. og flutti hingað mestmegnis salt til Fischers- verzlunar, og svo nokkuð af öðrum vör- um. Farþegar: Páll Eggerz verzlunar- maður, Lúðvík Alexíusson steinhöggvari og annar steinhöggvari danskur. Auglýsingar. STUD. THEOL. pÓRHALLUR BJARNAR- son í Kaupmannahöfn hefir sent mjer 20 kr. sem gjöf til Bræðrasjóðsins frá námsmönnum í Kaupmannahöfn. P'yrir þessa gjöf votta jeg hjer með gefönd- unum mínar innilegustu þakkir. Reykjavík 2/2 80. Jón porkelsson. TEG BIÐ HVERN, SEM HITTA ** kynni brúna hryssu, mark: sýlt hægra, var aljárnuð, burstrakað af henni 4 eða 5 vetra gömul, að koma henni til mín, eða láta mig vita, mót sann- gjörnum fundarlaunum. Klem. þórðarson í Stapakoti. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.