Ísafold - 17.02.1880, Blaðsíða 2
14
laganna, og rennur öll sektin í sveitar-
sjóð Seltjarnarnesshrepps, því að eng-
inn hefir gjört kröfu til þriðjungs sekta
sem uppljóstarmaður. Hinn kærði
borgi og allan af málinu löglega leiðandi
kostnað.
þ>ví dæmist rjett að vera :
Hinn stefndi málaflutningsmaður Páll
Melsteð á fyrir hönd kaupmanns H. Th.
A. Thomsens að greiða 40 kr. sekt, er
renni í sveitarsjóð Seltjarnarnesshrepps.
Svo greiði hann og allan af málinu lög-
lega leiðandi kostnað.
Dóminum að fullnægja innan 15
daga frá lögbirtingu hans, sæti ella aðför
að lögum.
— Ef íslendingar ekki hafa mikið að
þakka Hákoni konungi gamla i því
verklega, þá hefir hann heldur ekki
bætt oss það upp í þvi bóklega. Norð-
menn rekja helzt frá honum og lítið
eitt frá Sverri hina svokölluðu „forn-
norsku“ bókmenntir, og langt frá oss
veri, að ásælast eður eigna oss þessa
mennta-fjársjóðu.
Hákon konungur notaði sjer í lagi
meistara Roðbert, eflaust «/-norskan
ábóta, til þess að snúa frakkneskum
og öðrum suðrænum skröksögum i
bundnum stíl, á norræna tungu, Há-
koni var ekki um sögurnar og forn-
kvæðin; þar bar of mikið á frjálslyndi
og einurð þegnanna; það var of mikið
járnbragð að þessum fræðum. Hann
var sjálfur kominn í mægðir við suð-
rænuna eptir það síra Ferant sótti frú
Kristínu, og fór með hana til Kast-
ilíu, og tók bæði spánskan klæðaburð
og illa gylltan eir fram yfir heima unn-
ar voðir og heima rekið stál. jj>á var
búið að taka upp i Norvegi „dramb-
hosur, lerkaðar að beini, dragkyrtla og
ermar 5 álna langar og svo þröngar,
að draga skyldi að við handtýgil og
lerka allar að öxl; uppháa skúa og alla
silkisaumaða, en suma gull-lagða, o. s.
frv.“ En stórum jókst sundurgerðin
undir Iflákoni. J>ví átti það einnig vel
við, að flytja inn á Norðurlönd sorann
úr riddaraöldinni, með klámi, angur-
bliðu og ógleði, sem hverri heilbrigðri
manneskju býður við.
Fornfræðafjelagið danska hefir ný-
lega (1878) fundið sjer skylt, að gefa
út i vandaðri útgáfu tvær af þessum
óvönduðu riddarasögum, af Tristram og
ísönd og Möttulssögu, sem keppa hver
við aðra í smekkleysum, klámi og i-
burðarmiklu orðfæri, |>að má furðu
gegna, að þetta heiðarlega fjelag lofar
ekki Norðmönnum, að gefa sjálfir út
óþverra sinn; það er svo margt af forn-
ritum og fornsögum, sem enn þá er ó-
útkomið, eða þá útgengið, að fjelaginu
virðist hafa mátt annað standa nær, en
auðga bókmenntir Norðurlanda með
þessu suðræna pjátri. í þeirri von, að
þessi bók komi í sem fæstar hendur,
treystum vjer því, að fjelagið hverfi
aptur af þeirri hálu götu, sem það nú
er komið á, og haldi áfram í líka stefnu
og fyr meir á dögum C. C. Rafns heit-
ins. Hann hefði aldrei látið annað eins
liggja eptir fornfræðafjelagið, eins og
þennan ófögnuð. Eins og maður eigi
ekki nóg af nýju klámi, án þess að
sækja það upp úr forfeðranna gröfum.
— Á sýslunefndarfundi Gullbringu-
og Kjósarsýslu 24. jan. var, auk af-
greiðslu ýmissa smærri mála, ákveðið:
1. Að Kjósarhreppi skyldi veitast allt
að 150 kr. til að launa búfræðingi,
með því skilyrði, að landssjóður leggi
fram hálfu meira fje.
2. Að alþýðuskólanum f Flensborg skyldi
veitast 100 kr. gegn tvöföldu fram-
lagi úr landssjóði.
3. Að brýna fyrir hreppsnefndum að
sjá um, að þeir sem ekki eiga land
utantúns, og svo þurrabúðarmenn
komi hrossum sínum fyrir.
4. Að leita samkomulags við sýslu-
nefndir Árnessýslu og BorgarQarðar-
sýslu um hestakaupskap við Enska.
.5. Að oddviti og sýslunefndarmaður
fyrir Álptanesshrepp safni skýrslum
til næsta fundar (í maímánuði) við-
víkjandi skiptingu Gullbringu- og
Kjósarsýslu í tvö sýslufjelög.
6. Að leggja, að svo stöddu, ekkert fje
fram til kvennaskólans f Reykjavík.
7. Að leita samkomulags við sýslu-
nefndirnar í Árness-, Mýra- og Borg-
arfjarðar-sýslum um fjárframlag og
samskot til brúargjörðar yfir Elliða-
árnar.
8. Að fresta því til næsta fundar að
semja fjallskila-reglugjörð.
— Til þess að geta fengið höggstað
á spurninga-Leiðarvísi biskupsins hafa
útgefendur „Mána“, í síðasta (6.) blaði
hans, sagt: að á hverri meðalprentaðri
örk sjeu 32,000 stafir, og að Leiðarvísir-
inn, eptir því, sje eigi lengri en 2 l/3
„ark !“ (líkl. = örk); kosti þvf örkin í
honum 20 aura, og sje það dýrt.
Ekki veit jeg af neir.ni „ meðal-
prentaðri11 örk úr drýginda-pressu
„Mána“, sem 32,000 stafa sjeu á, en þar
á móti veit jeg af: „Aðalatriðum þjóð-
megunarfræðinnar11 með nálægt 24,000
stafa á hverri örk, og kostar örkin í
þeirri bók 20 aura; þarna vantar — ept-
ir „Mána“-lögum! — 8000 á örkina, og
verður þvf sagt að örkin kosti 25 aura.
Sömuleiðis Gullþóris sögu, með nál.
23,000 stafa á örkinni, og vantar þar
samkv. „M.“l. gooo stafi, og má þann-
ig segja að örkin kosti þar 26 aura.
Enn fremur fyrra parti af Briems reikn-
ingsbók, sem seldur hefir verið fyrir
85 aura (17 aura örkin) og hefir um
21,000 stafa á örkinni; vantar þar eptir
„M.“l. 11,000 stafi, ogmá því segja að
En, ef aptr fara runnar
Unnviggs fyrir haf sunnan,
Ristum heim at hausti
Hvalfrón til Narbónar.
Vín bar hvít in hreina
Hlaðnipt skögul dripta,
Sýndist fögur, er fundumst
Ferðum, Ermingerður.
Nú tegast öld með eldi
Eikum fremur at sækja
—Ríða snörp úr sliðrum
Sverð—kastala ferðir
Muna mun ek jól þau, er ólum
Austr gjaldkera hraustum
Ullr at Egða fjöllum
Undleygjar með Sölmundi;
Nú gjöri’ ek enn um aðra
Jafnlengd, sem ek var þeirra,
Sverðs at sunnanverðum
Svarm kastala barmi.
Unda’ ek vel, þá er vandist
Víneik tali mínu,
Gefinn var ek völsku vffi
vonarlaust á hausti.
Nú gjör’ ek enn, þar er unnum
ættgóðu vel fljóði,
Grjót verður laust að láta
Límsett—ara mettan.
Von’ ek—út á Spáni,
Var skjótt rekinn flótti,
Flýði margr af mæði
Menlundr—konu fundar.
þ>ví erum vær—af vorum
Væn ljóð kveðin þjóðum;
Valr tekur völl at hylja—
Verðir Ermingerðar.
Skal ek ei hryggr f hreggi
Hlín meðan strengr og lína
Suðr fyrir Sveðju barði
Svalteigar brestr eigi.
Beint nam ek hvítri heita
Hörskorð, er ek fór norðan,
—Vindr ber snart at sundi—
Súðmar konu prúðri.
Vindr hefir völsku sprundi
vetrar stund frá mundum
—út berum ás at beita—
Austrænn skotið flaustum.
Verðum vjer at gyrða
Vánar hart fyrir Spáni; —
-—Vindr rekur snart at sundi
Sviðris—við rá miðja.
Landi víkr. en lauka
Lögr þvær á við fögrum,
Sið mun seggr at hróðri
Seina norðr at einu.
þ>enna rist’ ek með þunnu
þ>ítt jarðarmen barði
Einum út fyrir Spáni
Ofund krók í dag hróki.
Erlingr gekk, þar er okkur,
Ognsterkr, ruðust merki,
Frægr með fremd olc sigri
Fleinlundr at drómundi.
Hlóðu vjer—en vfða
Var blóð numið þjóðum,
Sverð ruðu snjallir fyrðar
Snörp—-blámanna görpum.
Nennum vjer at vinna,—
Valfall má nú kalla,
Ár hefir drengr í dreyra—
Drómund; — roðit skjóma.
f>at mun norður ok norðan
Naddregns konan fregna,—
þjóð beið ljótt af lýðum
Líftjón—til Narbónar.
Gekk á drómund dökkvan,
Drengr rjeð snart til fengjar,