Ísafold - 07.04.1880, Blaðsíða 1
I S A F 0 L 0.
VII 11.
Reykjavík, laugardaginn 7. aprílmán.
1880.
AF því nú mun bráðum að því komið, að
farið verði að brúaþjórsá ogOlfusá,
svo framarlega sem H. H. konungurinn stað-
festir þau lög um þetta málefni, sem alþingi
samdi í sumar eð var, virðist tilhlýðilegt, að
lýsa hinu fyrirhugaða brúarstæði á þjórsá
eptir kunnugra manna sögusögn. Svo hagar
til um stöðvar þessar, að þjórsá fellur þar
við bæinn þjótanda niður í gljúfur ogrennur
1 því nálægt 1|- mílu vegar með afarmiklum
straumþunga; piá svo heita, að sumstaðar
reki þar einn fossinn annan. Yið enda gljúf-
ursins að neðan breiðist áin út og verður þar
straumlítil og grunn. J>ar leggur hana fyrst
í frostum, en smátt og smátt nær ísinn lengra
upp, eptir öllu gljúfrinu. Ain er þá optast
Util, og ísskrið það, er hún ber niður fossana,
er sem mulið krap ; rekur straumurinn það
undir lagísinn, og hnoðast það undir hann,
svo að á botni stendur (»grunnstingull«);
stíflast þá áin og hefst upp, svo að föðmum
eða tugum faðma skiptir. Ef menn hugsuðu
sjer, að sjórinn við Reykjavík hæfist svo, að
hann gengi upp eptir brekkunni, upp að
mylnu eða hærra, þá væri það sýnishorn af
því, hvernig þjórsá belgist stundum upp á
vetrum. þannig getur staðið um mörg dæg-
ur, að hún smáhækkar, þangað til stíflan
losnar og hið geysimikla vatnsmegn með ís-
hellunni ryðst nú fram meðþví heljarafli, að
jörðin titrar í kring, stórbjörg berast einsog
fys langar leiðir, og allt, sem fyrir verður, um-
hverfist, svo að varla er þar fært um að fara
á eptir. Enginn, sem hefir verið sjónarvott-
ur að þessum aðförum jpjórsár, mun álíta,
að nokkur mannvirki verði hjer á landi gjör
svo rammbyggð, að fái staðizt þær. Ef þetta
er rjett skoðun, þá er það eitt hið fyrsta,
sem athuga verður við brúargjörðina, að
brúin sjálf sje svo hd, að din aldrei, hversu
mikið sem hún vex, ndi að snerta hana, og að
undirstaða brúarinnar til beggja enda sje —
ekki stöpull, gjörður af manna.höndum, held-
ur jarðfast bcrg. þessa skoðun hefir samt
Vindfeld Hansen, stórsmíðafræðingur, ekki
haft, þegar hann valdi bniarstæðið á þjórsá
(sbr. Alþingistíð. 1877,1., bls. 103). þar sem
brúin eptir tilætlun hans á að verá, hagar
svo til, að vesturbakki árinnar er hraunberg
nál. 15 ál. hátt, og neðan undir því við ána
sjálfa stórgrýtisurð mikil, nál. 10 álna há og
breið frá bergi að lægsta vatni. Að austan-
verðu er undirlendi (Fitjar) allbreitt, er áin
flóir eigi yfir nema í vexti, og gengur það
upp að hárri heiði nokkurri (Lómsheiði), er
myndar gljúfrið þeim megin. þar sem brúin
á að vera, gengur undirlendið á flatri klöpp
harðri fram að sjálfri aðalánni, og er hún
þar án efa mjórri (nál. 20—30* faðmar) en
á nokkrum öðrum stað. Að þessu leyti virð-
ist því þar hentugt brúarstæði, einkum þeg-
ar litið er til þess, að klöppin að austanverðu
er traust til undirstöðu, og með því að ryðja
frá urðinni að vestan, mundi þar einnig
mega fást traust klöpp undir þann brúar-
sporðinn, og það var þetta, sem kom Yind-
feld Hansen til að velja þennan stað. En
áin verður opt harðla ólík því sem hún var,
þá er hann var þar. f>á hittist svo á, að hún
var örlítil, og því var klöppin að austan svo
vel upp úr. En þegar áin vex til muna, jafnvel
á þíðu, flóir hún yfir klöppina og undirlend-
ið fyrir ofan hana ; þó er það lítið á þíðu á
móti hlaupum þeim, er áður voru nefnd.
Nú er það auðsætt, að hlaða verður stöpul
fremst á klöppinni við ána uudir eystri brú-
arsporðinn, hærri en áin nokkru sinni hefir
orðið í hlaupum, eða nál. 20 álna háan, og
frá honum yrði að hlaða garð yfir allt undir-
lendið, sem áin flóir yfir, allt upp í heiðina,
þar til í bergi stendur; við það þrengist far-
vegur árinnar (o: eins og hann er í vöxtum)
um fleiri tugi faðma, en sjálfur brúarstöpull-
inn verður nálega í miðri á og í harðasta
strengnum, og þessi stöpull og þessi land-
garður eiga nú að taka móti ánni, þegar hún
veltist fram gljúfrið með 10—20 álna
þykkri íshellunni, og gengur óbrotin hátt
eða hæst upp í stöpulinn. f>á má traustlega
byggja, ef hann heykist hvergi.
Nokkrum —40—60— föðmum ofar er sá
staður, sem virðist betur fallinn til brúar-
stæðis. f>ar er sjálf áin reyndar nokkru
breiðari; en hún rennur þar á milli hamra
svo hárra, að yfir þá hefir hún aldrei flóað
í manna minnum ; er hún þar þvf jafnbreið,
hvort sem hún er mikil eða lítil, nál. 40
faðmar milli hamrabrúnanna. Bergið að
vestan er hraunberg, og ef það þætti sjálft
ekki nógu traust fyrir undirstöðu, mætti
höggva bás inn í það og múra í hann stöpul,
sem þó mætti ekki til muna gnæfa fram úr
hamrinum, og ætti svo brúarendinn að hvíla
bæði á stöpli þeim og berginu sjálfu. Á
þessum stað væri brúnni óhættara en á hin-
um staðnum, og þó að hún sjálf yrði aðvera
dálítið lengri, þá væri aptur mikið unnið við
það, að losast við garð þann, er þyrfti á hin-
um staðnum. En höfuðatriðið er, að brúin
sje rammgjör, og að henni sje óhœtt fyrir
sjerhverju flitgi árinnar.
Ár 1880 mánudagiíin 5. aprílmán. var í liinum
konunglega víirdómi í málinu nr. °/1880
Hið opinbera
gegn
kaupmanni H. Th. A. Thomsen,
kveðinn upp svo látandi
dónmr:
Mál þetta er höfðað í hjeraði að boði amts-
ins gegn kaupmanni H. Th. A. Thomsen,
eiganda laxveiðar í Elliðaánum, út af því,
um við Jónsbókar landsleigubálks 56. kapí-
tula um friðun á laxi, dags. 11. maí 1876.
Er þannig kæruefnið það, að í laxkistum
hans í nefndum ám sje mjórra milli rimla
en svo, að 9 þumlunga gildur lax geti smog-
ið þær, og er hann með dómi kveðnum upp
fyrir aukarjetti Gullbringu- og Kjósarsýslu
1. dag októbermán. 1879 dæmdur í. 40 kr.
sekt, er renni í sveitarsjóð Seltjarnarnes-
hrepps, svo og til að greiða allan af málinu
löglega leiðandi kostnað, en þeim dómi er
eptir ósk hins kærða áfrýjað til yfirdómsins.
Hinn 14. júlímán f. á. fram fór að tilhlut-
un amtsins skoðunargjörð á veiðivjelum
kærða í Elliðaánum. — Hafði hlutaðeigandi
dómari kvatt til þess 2 alþingismenn, bænd-
urna Hjálm Pjetursson og Pál Pálsson. I
skoðunargjörð þessara manna segir, að lax-
kisturnar 1 Elliðaánum sjeu alls 4, nefnil. í
suðuránni 1 kista tvíhvolfuð í aðalkvíslinni,
en í minni kvíslinni einhvolfuð kista, og í
norðuránni tvíhvolfuð kista, og einhvolfuð
kista í kvísl, sem rennur úr aðalánni fyrir
neðan tvíhvolfuðu kistuna; rimlarnir 1 kist-
unum sjeu á lengd minnst 1 alin 9-J- þuml.,
en mest 1 al. 13 þuml.; bilið milli rimlanna
sje á flestum stöðum þumlungs, á stöku
stöðum 1t9¥ þuml., og á tveim stöðum 1T%
þumlungs; rimlarnir liggi lárjett, sjeu fer-
strendir, og snúi randirnar hver móti annari
rjettlínis.—J>ví næst lýsa skoðunarmennirnir
yfir því eindregnu áliti sínu, að enginn 9
þumlunga gildur lax geti smogið gegnum
grindurnar í nefndum laxakistum; en í þess-
ari yfirlýsingu er gengið út frá því semgefnu,
að laxinn ávallt syndi á kviðnum ; en til þess
að hann komist þannig milli rimlanna þurfi,
að þeirra áliti, víddin milli þeirra að vera
góðir 3 þumlungar, því það muni þvermál
á 9 þumlunga gildum laxi frá kviði til hryggj-
ar. Helzt eru skoðunarmennirnir á því, að
laxinn geti ekki smogið milli rimlanna á
hliðinni; þó þora þeir ekki að fullyrða þetta;
en til þess að þeir komist á hliðinni gegnum
rimlana, hljóti opið milli þeirra, að þeirra
hyggju, að vera úr þumlungi víðara, en
laxinn er þykkur.
Á hinn bóginn hefir kærði haldiðþví fram,
að laxinn syndi á hliðinni, þegar hann vegna
þrengsla eða mótspyrnu eða vatnsleysis ekki
getur synt á kviðnum, og að 9 þumlunga
gildur lax geti smogið milli rimlanna í laxa-
kistum sínum í Elliðaánum; hefir hann gjört
það sennilegt með áliti dýrfróðra manna, að
svo muni vera, er hann segir um sundaðferð
laxins þegar að honum kreppir, eða vatn verð-
ur svo grunnt, að hann ekki getur synt á
venjulegan hátt.
Skoðunarmennirnir hafa ekki getað skýrt
frá, hvert sje þvermál frá hlið til hliðar á 9
þumlunga gildum laxi, því þeir hafa ekki haft
til skoðunar eða mælingar neinn 9 þumlunga
lax, heldur einungis stærri laxa, og þegar
*) Flestar tölurnar í grein þessari eru eptir ágizkun. | að hanil hafi brotið gegn 5. gr. í VÍðaukalÖg-