Ísafold - 07.04.1880, Blaðsíða 2
42
þar að auki þess er gætt, að engin rök eru
leidd að því gegn neitun hins kærða, að
skoðunarmennirnir beri skyn á laxveiði í
laxakistum, þá verður skoðunargjörð þeirra
ekki tekin til greina sem næg sönnun fyrir
því, að 9 þumlunga gildur lax geti ekki smog-
ið milli rimlanna í veiðivjelum hins kærða í
Elliðaánum.
Með því mi að 5. gr. í ofannefndum við-
aukalögum 11. maí 1879 að eins mælir svo
fyrir, að milli rimla í grindum, sem í veiði-
vjelum eru hafðar, skuli vera svo mikið bil,
að lax, sem er 9 þumlunga gildur, geti smog-
ið grindumar, en ekki tiltekur nákvæmar,
hve stórt bilið þurfi að vera til þess að lax
með þessum gildleika geti smogið þær, og
heldur ekki neinar nægar upplýsingar um
þetta atriði eru fram komnar undir máh því,
sem hjer er áfrýjað, þá ber þegar af þessari
ástæðu að dæma hinn kærða sýknan af ákær-
um hins opinbera í máli þessu, án þess að
þörf gjörist að rannsaka, hvort sú sýknará-
stæða hins kærða sje á rökum byggð, að
nefndar lagaákvarðanir nái ekki til laxveið-
innar í Elliðaánum af því að hún sje eign
einstaks manns.
Eptir þessum úrshtum málsins ber að
greiða ahan kostnað af því úr opinberum
sjóði, þar með talin málsfærslulaun til sókn-
ara og svaramanns fyrir yfirdóminum, sem á-
kveðast 10 kr. handa hvorum þeirra.
því dæmist rjett að vera:
Hinn kærði kaupmaður H. Th. A. Thom-
sen, á að vera sýkn af ákærum hins opin-
bera í þessu máli. Allur af málinu löglega
leiðandikostnaður, þar á meðalmálsfærslu-
laun til sóknara og svaramanns fyrir jdir-
dóminum, málaflutningsmannanna Jóns
Jónssonar og Páls Melsteðs, 10 kr. til
hvors þeirra, greiðist úr opinberum sjóði.
í reglugjörð landshöfðingjans fyrir skatta-
nefndir frá 15. maí 1878 segir svo í skýring-
unni við 7. gr. staflið d í endanum: »það,
sem það nemur, að hafa leigulausan bústað,
svo og húsaleigustyrkur og arður af embættis-
jörð, ef embcettismaðurinn býr eigi d henni
sjálfur, telst einnig með hinum skattskyldu
tekjuma o. s. frv.
það virðist hggja næst að ætla, eptir því,
sem orðin hljóða í tjeðri skýringu, að það
sje skoðun landshöfðingjans, að þegar em-
bættismaðurinn býr sjálfur á embættisjörð
sinni, og nýtur sjálfur beinlínis arðsins af
henni, þá skuli hann eigi gjaldaneinntekju-
skatt af þeim arði, eða af þeirri upphæð, sem
afgjöld jarðarinnar mundi nema, ef hún væri
leigð til ábúðar, og sem mundi renna í sjóð
embættismannsins, ef hann leigði öðrum em-
bættisjörð sína. þessi ætlun verður að vissu,
þegar menn lesa brjef landshöfðingja til
stiptsyfirvaldanna frá 11. jan. 1879, þar sem
landshöfðinginn kveðst vera samdóma áliti
stiptsyfirvaldanna um fyrirspurn prestsins á
Yestmannaeyjum viðvíkjandi skyldu hans
að greiða tekjuskatt, og segir í þvf áliti með-
al annars svo:
»þar eð presturinn sjálfur býr á prestsetr-
inu Ofanleiti, og arðurinn af ábúð þess þann-
ig beinlínis rennur til hans sjálfs, virðist hann
eptir niðurlagsákvörðuninni í 5. gr. ílög. um
tekjuskatt frá 14. desbr. 1877 ekki eiga að
greiða þcnna skatt af tekjum þeim eða
tekjuauka, sem hann má álítast að hafa við
það, að honum eru veitt leigulaus afnot prest-
setursins«.
Hin tilvitnaða niðurlagsákvörðun, sem
landshöfðingi og stiptsyfirvöld byggja álit
sitt á, hljóðar þannig: »Sá, sem fæst við
landbúnað eða sjávarútveg skal eigi greiða
skattþennan (tekjuskatt af atvinnu) af tekj-
um þeim, sem renna beinlínis til hans af
bjargræðisvegum þessum«. Nú eraðathuga,
hvort tilvitnunin í 5. gr. á við, eða er byggð
á gildum rökum; mjer virðist, að löggjafinn
með niðurlagsákvörðuninrd einungis hafi haft
þann tilgang, að koma í veg fyrir að greidd-
ur yrði tvisvar skattur af hinu sama, nfl. af
landbúnaði og sjávarútvegi, sem menn gjalda
af ábúðarskatt, lausafjárskatt ogspítalagjald
eptir öðrum lögum, og því eigi eiga að ná inn
undir lögin um tekjuskatt. Eptir vorri ætl-
un er það einungis slíkt tvöfalt skattgjald,
sem löggjafinn hefir viljað koma í veg fyrir,
með tjeðri niðurlagsákvörðun, en alls eigi
hitt að losa embættismenn við að greiða
tekjuskatt af neins konar tekjum eða tekju-
auka, enda virðist allur fyrri hluti 5. gr. að
útilykja slíkan skilning, því hanngjörirenga
slíka undantekning í tilliti til embættismanna,
en býður beinlínis, að goldinn skuli skattur af
föstum launum, aukatekjum, landaurum,
hlunnindum o. s. frv., og 7. gr. tekur að eins
undan skrifstofukostnað, eptirlaun og kvaðir,
er á embættum liggja.
það mun enginn neita því, að það sjeu
hlunnindi að hafa leigulaus afnot jarðar, er
telja megi til tekna; og jeg ætla að flestir
embættismenn til sveita, sem eigi hafa em-
bættisjörð mundu telja sjer betra að hafa
hana og þeim mun minni laun úr landssjóði,
er svaraði afgjaldi jarðarinnar, enaðhafaöll
sínlaun úr landssjóði, og enga embættisjörð,
og mega svo opt bíða mörg ár, áður en þeir
geta náð í nýtilega bújörð.
Jegþykist nú hafaleittrök að því, aðeng-
in ástæða sje til, hvorki frá sanngirninnar
sjónarmiði, nje samkvæmt tekjuskattslögun-
um að undanþiggja alla presta landsins og
aðra embættismenn, er hafa embættisjarðir,
frá því, að greiða tekjuskatt af þeirri upphæð,
er afgjald embættisjarðanna nemur, svo sem
af öðrum embættistekjum þeirra, og skyldu
skattanefndirnar almennt fylgja þessari reglu,
hlýtur landssjóðurinn að verða fyrir talsverð-
um tekjumissi af þessari ástæðu, undir eins
og embættismenn þesair komast Ijettara af
með tekjuskatt sinn en þeir, sem eigi hafa
leigulaus afnot jarða, svo mjer virðist úrþessu
verða ærinn halli.
En eru nú skattanefndirnar skyldar til að
fara eptir áhti landshöfðingja í þessu efni?
Jeg ætla eigi að svo sje; þær hljóta að meta
lögin meir en skoðun hans, því þótt honum
væri falið á hendur að útskýra þau, þá er
hann eigi yfir þeim, og dómstólarnir einir
geta skorið úr, ef mönnum þykir lögunum
ranglega beitt; jeg tel það því beina skyldu
skattanefndanna að rígbinda sig eigi við álit
landshöfðingja í þessu tilliti, en íhuga lögin
og anda þeirra, og haga svo gjörðum sínum
eptir því, sem þær álíta rjettast og lögunum
samkvæmt; en jeg veit til að skattanefnd
hefir þvert á móti sannfæringu sinni farið
eptir optnefndu áliti landshöfðingja, og hik-
að við að setja prestinn sinn í tekjuskatt af
þeirri upphæð, er svaraði afgjaldinu af em-
bættisjörð hans, eingöngu af því, að það var
samkvæmt skoðun landshöfðingja, er hún
hugði sig bundna við, en það er að minni
ætlun alveg rangt áhtið.
7+27
f>ótt vér hefðum ætlazt svo til, að
ekki yrði lengri umræður um málefni
Jóns landshöfðingjaritara Jónssonar, þá
finnum vér oss þó skylt, að taka eptir-
fylgjandi svar frá oddvita bæjarstjórn-
arinnar í Reykjavík. Útg.
í blaðinu ísafold VII 10, er út kom 22.
þ. m., hefir landshöfðingjaritari Jón Jónsson
fundið ástæðu til »að skýra nokkur atriði i
viðskiptum sinum við ‘meiri hluta*’ bæjar-
stjórnarinnar, sem ekki virðist hafa hingað til
verið gefinn nægilegur gaumur«, og beinir
hanníþeirri grein máli sínu þannig að mjer,
að jeg ekki get leitt hjá mjer að svara þess-
ari grein hans, þótt jeg reyndar helzt vilji
vera laus við að þurfa að fara íblaðadeilu við
landshöfðingjaritarann.
1. Landshöfðingjaritarinn segir í nefndri
grein sinni: »þegar jeg 6. marz f. á. ætlaði að
nýafstöðnum bæjarstjórnarfundi aðritaund-
ir gjörðabókina, þreif bæjarfógeti bókina frá
mjer. Jeg bendi honum á, að jeg hafi rjett
til að heimta bókina til undirskriptar sam-
kvæmt 11. gr. bæjarstjórnartilskipunarinnar
og fær hann mjer þá aptur bókina o. s. frv«.
jþað sem hjer er sagt, er alveg ósatt. I fund-
arlok nefndan dag ljet jeg gjörðabókina eins
og vant var ganga til undirskriptar meðal
bæjarfulltrúanna, og tók jegþáeptir, að Jón
Jónsson beið að rita undir bókina þangað til
hinir bæjarfulltrúarnir voru búnir að skrifa
undir hana nöfn sín, tók hann svo bókina og
ætlaði að fara að færa inn í hana eitthvað á
undan undirskript sinni, sagði jeg þá við
hann, að það væri ekki leyfilegt, en að hann
mætti að eins rita nafn sitt og ekki annað,
þegar búið væri að slíta fundioghinirbæjar-
fulltrúarnir búnir að undirskrifa gjörðabók-
ina; þessu gegndi landshöfðingjaritarinnekki,
en ætlaði að fara að skrifaeinhverjaathuga-
semd í bókina á undan nafni sínu; bannaði
jeghonum það þá enn á ný, enhannljet sjer
ekki segjast, og þegar jeg sá, að hann ekki
vildi láta neitt að orðum mínum, tók jeg
gjörðabókinaogfór með hana burt. A næsta
bæjarstjórnarfundi 29. marz fór alveg á sömu
leið, og landshöfðingjaritarinn var þá farinn
þrátt fyrir bann mitt að rita eptir blaði, er
hann hjelt á, athugasemd í gjörðabókina,
þegar jeg tók bókina frá honum.
Að kæru landshöfðingjaritarans yfir mjer
til bæjarstjórnarinnar hafi verið vísað frá
umræðu eptir uppástungu 1 bæjarfulltrúa á
fuiídi 17. apríl 1879 er satt, en landshöfðingja-
ritarinn gleymir að segja frá því, að það fór
á sömu leið með kæru yfir mjer, er hann
sendi á næstundanfarandi fund 29. marz f. á.
og á næsta fund þar á eptir 1. maí f. á., og
munu bæjarfulltrúarnir hafa fellt þessar kær-
Með þessum orðum „meiri hluti“ bæjarstjórnar-
arinnar meinar víst ritarinn bæjarfógetann og
alla bæjarfulltrúana nema sjálfan sig.