Ísafold - 08.05.1880, Qupperneq 2
46
að sleppa hreint öllum gullnum hug-
myndum um kynbætur með útlendum
kvikfjártegundum, en gjöra oss á-
nægða með þann grunnstofn, sem vjer
höfum sjálfir; oss má vera það í
fersku minni, hvaða eptirköst þess konar
tilraunir hafa haft í för með sjer, og
að byggja loftkastalana upp á sama
grundvelli og áður er, ekki heppilegt.
|>að sem er þar á móti lángtum meira
í varið, er að gjöra það, sem maður
getur til að bæta þær kvikfjártegundir,
sem vjer höfum í landinu sjálfu, og það
fyrirtæki megum vjer vera vissir um að
launar sig lángt um betur en hitt. það
finnast einstöku útvaldir gripir innan um
allar vorar kvikfjártegundir hjer og
hvar á ýmsum bæjum, í ýmsum bygg'ð-
arlögum; kýr sem mjólka 3—4000
potta um árið, sauðir sem gefa 70—90
pund af kjöti og 50 merkur af mör,
og hestar sem geta jafnazt á við beztu
veðreiðarhesta erlendis; látum oss
heldur reyna að ná f þetta og halda
því föstu um leið og það svífur fram
hjá. fegar kringumstæðurnar eru
slíkar, að þessir einstöku gripir geta
reynzt þannig allan sinn aldur, og enda
á stundum i fleiri liðu, þá er það hugs-
andi, að þetta geti orðið almennara.
Manni getur tekizt mikið, ef maður
tekur eptir og hagnýtir sjer bendingar
náttúrunnar. Sá, sem fyrst “uppgötv-
aði“ hið svo kallaða tröllahveiti (kjæmpe
hvede), tók einusinni eptir því af tilvilj-
un að ein kornstaungin í hveitiakrinum
hans var stærri og fegurri en allar
hinar. jþegar hveitið var skorið um
haustið, tók hann þessa kornstaung og
geymdi; næsta vor sáði hann vandlega
öllum kornunum og fjekk haustið eptir
64 álfka stórar kornstengur, og sú
fyrsta var. Með þessum hætti tókst
honum að búa til nýja og óvenjulega
korntegund, sem bar langt af því hveiti,
sem menn höfðu áður, og var þvíkall-
að tröllahveiti. Nokkuð svipað þessu
hafa menn borið sig að á Englandi
með kynbót á ýmsum kvikfjártegund-
um, og þetta mundum vjer einnig að
öllum lfkindum geta gjört ef við bær-
um okkur eins skynsamlega að.
það hefir ekki mætt neinum góðum
byr á alþingi hingað til, þegar uppá-
stungur hafa verið bornar fram um
skipun dýralækna á íslandi; mönnum
finnst að þeirra þurfi ekki með; en
því fremur, sem vjer höfum engan, sem
vit hefir á dýralækningum, því fremur
er nauðsynlegt að reisa skorður við því
að hættulegir sjúkdómar geti komizt
inn í landið, og er vonandi að alþingi
taki þetta málefni fyrir til yfirvegunar
í næsta skipti. í öllum öðrum löndum
hafa menn ýmsar varúðarreglur í þessu
tilliti; þannig er fyrirboðinn allur inn-
flutningur af nautgripum og húðum
inn í Danmörku frá Rússlandi. Eng-
lendingar hafa fyrirboðið allan innfiutn-
ing af nautgripum frá öllum löndum
nema Danmörku, Svíþjóð, Noregi og
Portúgal, og þó með vissum takmörk-
um. þeir eru smeikir síðan árið 1865
að nautapestin fluttist inn í landið með
nautum, aðfluttum frá Hollandi. þá,
eptir að sýkin hafði drepið um 200,000
nautgripa, sá stjórnin ekki annað fært,
en að skerast í leikinn, og fyrirskipa
með lögum að slátra öllu niður, bæði
sjúkum og grunuðum nautkindum, og var
svo gjört. þess heldur sem vjer höfum
góð húsdýr í sjálfu sjer og þurfum
ekki á útlendri kynblöndun að halda,
þess heldur eigum vjer sem fyrst að
reisa skorður við því að hættulegir
sjúkdómar geti flutzt inn í landið. það
er þar á móti ekki nauðsynlegt, að
banna kánnske allan innflutning af
gripum undir öllum kríngumstæðum,
en einungis að binda það vissum skil-
málum og takmörkum ; það má ekki
hver sem vill taka leyfi hjá sjálfum sjer
og flytja inn útlent fjárkyn, eins og t.
a. m. Jón á Veðramóti f hitt eð fyrra,
sem fjekk hingað hrút erlendis frá, og
flutti hann heim til sín í norðurland,
rjett þegar nýbúið var að slökkva nið-
ur kláðanum syðra. J>að er ekki
skemmtilegt að vita að fásinna, vanþekk-
ing og skeytingarleysi einstakra manna,
skuli þannig ef til vill geta steypt al-
menningi í hinn mesta háska og vand-
ræði, sem ekki er sjeð út fyrir að ekki
geti orðið, þegar minnst vonum varir,
meðan svona stendur á.
Utlenclar frjettir.
(Niðurlag frá bls. 44).
Eudolph keisaraefni í Austurríki hefir f astn-
að sjer eina dóttur Leopolds Belgíukonungs,
Stefaníu að nafni, unga og afbragðs-fríða.
Stórþingi Norðmanna samþykkti í fyrra
mán. með öllum þorra atkvæða þá stjórnar-
skrárbreyting, að ráðherrar konungs skuli
eiga sæti á þinginu. það hefir verið samþykkt
tvívegis áður, og þó optar, enkonungur synj-
að staðfestingar; mun því nú verða að lögum,
hvað sem hann segir.
I Svíþjóð ráðherra skipti fyrir sundurþykki
með stjórninni og neðri deild þingsins um
breyting á landvarnarlögum. þar andaðist í
Uppsölum, 29. f. m., J. A. Josephson, frægur
sönglagameist ari.
Hjeðan úr Danmörku er það að frjetta,
að f j árlögin eru búin og útkomin, svo löguð,sem
fólksþingið (vinstrimenn) skildi við þau, —
landsþingið gafst upp við að breyta þehn—,
en hvergi nærri að óskurn hægrimanna: litl-
ar eða engar launabætur handa embættis-
mönnum og háskólanum eigi líknað heldur.
þó eru lög í smíðum um það hvorttveggja, en
vonargripir. Landvarnarmálið á heljarþröm:
nefndin í því í fólksþinginu margklofnuð, og
þar við stendur. Dánir hjer þessir merkis-
menn : 30. f. m. Constantin Hansen, frægur
málari, 76 ára, og þeir Aug. Thornam (4. þ.
m.) og Hother Tolderlund (9. þ. m.), læknar
og rithöfundar, báðir rosknir.
»Vega« kom hjer í fyrra-dag með þá Nor-
denskiöld og hans fjelaga, búin þá að sigla alla
leið hringinn í kring um báðar álfurnar, Asíu
og Evrópu; er þetta síðasti áfangastaðurinn
áður en hún kemur heim til Stokkhólms.
Hjer í álfu hafa þeir komið við f Neapel, Eóm,
Lissabon, París, og Lundúnum, og alstaðar
verið fagnað eins og frægustu köppum og sig-
urvegurum, Nordenskiöld líkt við Columbus,
Yasco da Gama og aðra afreksmenn í heims-
siglingum, og þar fram eptir götunum. Níu
gufuskip sigldu norður Eyrarsund út fyrir
Helsingjaeyri í móti »Vega«, að fagna henni,
hlaðin fólki, einkum úr bæjunum austan
sundsins: Málmhaugum, Lundi (350 stúdent-
ar), Landscrona o. s. frv. Hjeríbænum stór-
kostleg viðhöfn. Viðdvölin hjer 4 daga, og
stórveizlur hvern þeirra, og fleiri en ein á
dag: í gærkveldi í landfræðingafjelaginu, í
dag hjá konungi, á morgun í kaupmannasam-
kundunni, o. s. frv.
•— Vesturheimsflutningar aukast nú
stórum, einkum frá Norðurlöndum og
þýzkalandi. Fyrstu 3 mánuði ársins
fóru frá landi í Gautaborg til Norður-
Ameríku um 5000 manns, en á sama
tíma 4 ár undanfarin aldrei meira en 350.
■— Bandamenn í Vesturheimi ætla að
halda gripasýning, heimssýning, í New-
York árið 1883.
— Ríkisþing Svía hefir veitt þeim
Nordenskiöld og Palander (skipstjóra á
Vega) 4000 kr. hvorum um árið í heið-
urslaun, og 50,000 kr. til útbýtingar
meðal annara skipverja á Vega.
— Ellefu hundruð manns hafði kon-
ungur vor í afmælisboði sínu 8. þ. m í
Kristjánsborgarhöll. þar var og dóttir
hans Alexandría; hún kom hjer snöggva
ferð.
— Gufuskipafjelagið mikla hjer í
Khöfn (det foren. Dampskibsselskap) á
nú 54 gufuskip, og er nú að kaupa af
öðru fjelagi hjer, „Köbenhavn-Newcast-
le“, öll þess skip, 3 að tölu. það á,
eins og kunnugt er, hin íslenzku póst-
skip bæði, Phönix og Arcturus. það á
28/4 milj. kr. í varasjóði. Hluthafendur
fengu 7 V2°/0 í vöxtu af hlutabrjefum
sínum árið sem leið. Nú er verið að
breyta Arcturus, undir Islandsferðirnar.
í eitt af skipumfjelagsins, „Kobenhavn-',
er búið að setja rafmagnsljós.
— Fólkstala á Færeyjum er nú orð-
in u,060.
— Að meðtöldu Friðriksbergi, sem
er samvaxið Kaupmannahöfn, svo að
þar eru engin sýnileg skil 1 milli, eru
Kaupm.hafnarbúar nú orðnir 261,000;
en voru 1850 132,000 tæp, að meðt.
Frb. Hafaþeir þannigíjölgaðumhelming
á einum mannsaldri. Vöxtur borgarinn-
ar hefir verið mestur utan hinna fornu
borgarveggja, sem nú er búið að rífa
niður; 1850 bjuggu ekki nema 700
manna í útborgunum (utan veggja), en
nú 103,000.
— Eugenía drottning fór suður í Afríku
til að biðjast fyrir, þar sem sonur henn-
ar fjell í fyrra.
— Etazráð Hans A. Clausen kaup-
maður hjelt gullbrullaup sitt hjer 3. þ. m.
með stóreflis veizlu. í minningu þess
skutu ýmsir vinir hans saman fje í legat
er hann skyldi ráðstafa 15,000 kr.
— Norskt fjelag, er nefnist „fjelag
til eflingar norskra fiskiveiða“, stofnað
í fyrra vor, en orðið nú þegar allöflugt
og mikils megandi, ritaði í vetur öllum
formönnum í aðalveiðistöðum landsins
umburðarbrjef, sem einnig er eptirtekt-
arvert fyrir íslendinga, þótt það eigi