Ísafold - 08.05.1880, Síða 4
48
det gjeng frendarne pá aylandet vel,
me syrgjar, nár det rákar [hendir] ís-
land ei [einhver] vanheppa.
Det var difyr með sorg me tok emot
tiðinðe um, at Jón Sigurðsson, den idu-
ge [ötuli] kjempa fyr íslands rett, den
hæve [dugandi] málsmannen fyr íslands
tjoðlege krav pá thing som i skrivestofa,
framstandande som vitenskapsmann,
stor som borgar og trofast som mann,
hadde gjenget burt.
Men yver ein mann, som íslands saga,
rik pá stora namn, kannhenda [máske]
vil setja högst av alle, samer det litet
at syta, helder gleð me oss yver hans
verk, som det lykkaðes honom at föra
so langt fram, at fsland hev fast grunn
á byggja si [sín] framtíð pá.
I h^gvyrðnað fyr minnet um den av-
farne, með takk fyr hans arbeid og í
von um, at ísland altið má fostra menn,
som með kraft, álvora og dugleik fylgjar
Jón Sigurðsson i fotefaret beð me Dykk,
hans vyrðe landsmenn, um leyve til á
leggja ein krans á kista hans.
Kristiania den 2 ide marz 1880.
Fyr medlimer av det Norske Samlag
Andr. Helás. Hans Ross. Arne Garborg.
C. R. Unger. I. Aasen.
Til
Herrar Eiríkur Jónsson varaprófastur,
og Tryggvi Gunnarsson althingsmann,
og andre íslendingar i Kaupenhamn
og pá ísland11.
Skýrsla um Thoreliillii barnaskóla
í Vatnsleysustrandarhreppi 1879—80.
' 1 skólanum, sem settur var 1. okt. f. á. og
sagt var upp næstl. laugardag, nutu 29 börn
kennslu. Skólanum var nú skipt í 2 deidir,
var í bdðum deildum sameiginlega kennt:
lestur, lcerdómsbók, biblíusögur, skript, reikn-
ingur og söngur, en þó færri stundir í viku í
efri deild, einkum lestur, lærdómsbók og
skript. I efri deild var kennt: rjettritun,
danska, landafræði og saga. I efri deild voru:
að nokkru leyti 11, að öllu leyti 9 börn. Hinn
sami samvizkusami og lagni kennari, og skól-
inn hafði árið áður, var aðalkennari; aðstoð-
arkennari van skólavörðurinn Daníel Gríms-
son, sem einnig leysti verk sitt mjög vel af
bendi; söngkennari var G. Guðmundsson frá
Landakoti, sem að öllu kenndi á sama hátt
og árið áður. I miðsvetrarprófi varð bezta
aðaleinkunn dável—ágætlega, lakasta lakl.
( = »sæmil.«) +; í vorprófi bezta aðaleinkunn
dáv. +, lakasta vel 4-. — Kennslukaup var
16 kr. fyrir barn.
Efnahagur skólans er áþekkur því, sem
hann var f. á., enda hefir kostnaður skólans
nú orðið óvenju hár, þar sem launa varð 3
kennurum og leggja talsvert fje til nýrrarog
vandaðrar jarðarMssbyggingar á skólajörð-
inni. Hins vegar bættist skólanum lltið eitt
upp í kostnað þennan með »Tombólu«, sem í
skólahúsinu var haldin í jólaleyfinu til ágóða
fyrir skólann og harmoníum Kálfatjarnar-
kirkju, og minnist jeg þess með þakklæti, að
auk fjölda hreppsbúa gáfu kaupmenn í
Keykjavík, Hafnarfirði og Keflavík flesta
hluti til hennar. — Ef menn annars fýsir til
að vita nákvæmar um kennsluna og einkum
um efni og ásigkomulag skólans, leyfi jeg
mjer að benda til skýrslu minnar í »Isafold«
VI, 9., 29. marz 1879, bls. 35.
Um mörk á sauðfje.
Um allan liðinn aldur sögunnar frá
því mannfólkið tók nokkuð að mennt-
ast, hefir maðurinn framfylgt því Drott-
ins boði, að gjöra sjer jörðina undir-
gefna og drottna yfir dýrum þeim, sem
á henni eru og hagnýta sjer ávöxtu þá,
er náttúran bæði sjálfkrafa lætur mann-
inum í tje, og eins sem mannlegt hug-
vit og starfsemi hefir fengið hana til
að framleiða. En eins og máltækið
segir, að svo er margt sinnið sem mað-
urinn er, eins mislagðar eru mönnum
hendurnar til vinnu og fjáröflunar, og
því svo misjafnt það, sem hver hefir í
aðra hönd, misjöfn eignin, eins og mis-
jafn er dugnaðurinn; en það var þó
ekki nema á fyrstu öldum sögunnar,
að ofríkismaðurinn gat látið hendur
skipta, og tekið með ójöfnuði það, sem
hann ekki vann fyrir, frá þeim sem afl-
að höfðu, og það er ekki nema í draum-
órum jafnaðarmanna á þessum síðustu
— og að því leyti verstu tímum — að
jafna skuli svo eignirnar, að allir hafi
jafna afkomu; en slíkar hugsmíðar,
jafnvel spakra manna, geta varlahugs-
azt framkvæmdar með neinni festu eð-
ur að staðaldri, meðan hugur og hönd,
landskostir og lönd, vit og kunnátta er
allt svo misjafnt og ólíkt hvað öðru í
veröldinni, því sjáanlegt er, að þó að
allir væru jafnríkir í dag, yrði eigna-
munurinn mikill á morgun, því hin
hagsýna, sparsama og iðjusama höndin
er fljót að ná tökum á því, er hin lata,
eyðslusama og fákunnandi lætur ganga
úr greipum sjer.
(Framhald síðar).
Að kvöldi 15. þ. m. þóknað-
ist drottni aó kalla til sín konu
mína Pálsdóttnr. það
kunngjörist hjer með vinum og
ættmönnum okkar fjær og nær.
Hallfreðarstöðum, 16. marz 1880.
Páll Olafsson.
Auglýsingar.
Ved N. Chr. Grams Handel Thing-
eyri Dyrefjord, er en Plads ledig for
en dygtig Bogholder; uden gode An-
befalinger og prima Referencer nytter
det ikke at melde sig.
Eventuelle Ansögninger stiles til
Auglýsing
frá stjórn þjóðvinatjelagsins.
þetta ár, 1880, fá þjóðvinafjelags-
menn fyrir tillag sitt (2 kr.): Verðíkr.
þjóðvinafjelagsalmanakið 1881 0,40
Andvara. VI ....................1,60
Uppdrátt íslands................1,00
3.oo
Bækur þessar voru sendar frá Kaup-
mannahöfn um sumarmál, til útbýting-
ar meðal fjelagsmanna, sem nú eru eða
verða þetta ár.
I almanakinu er_ æfiágrip Jóns Sig-
urðssonar. árbók íslands 1879, árbók
annara landa s. á., eldgos og land-
skjálptar á íslandi (eptir þ. Thóroddsen),
hæðamælingar á Islandi eptir Björn
Gunnlaugson (áður óprentaðar), stærð
og aldur trjánna (eptir þ. Th.), eigur
nokkurra almenningssjóða á íslandi, á-
stand og fjárhagur kirkna á íslandi,
fjárhagsáætlun íslands 1880—1881,
nokkur nýmæli í lögum, um rafmagns-
ljós (eptir J>. Th.), gaman og alvara,
reglur um meðferð á saltfiski (auknar
og endurbættar), athugasemd við al-
manakið 1881 (eptir Gísla Brynjúlfson),
alþíngiskosningarreglur. Almanakið er
70 bls. (áður mest 64).
í Andvara er steinprentuð mynd af
Jóni Sigurðssyni með æfisögu hans
eptir sira Eirík prófast Briem; nokkur
orð um jarðfræði eptir þ>. Thóroddsen;
norðurferðir Svía eptir sama, (þeirri
grein fylgir landsuþþdráttur, þar sem
sýnd er sigling Nordenskiölds norðan
um Asíu); um almennt tímatal eptir
Gísla Brynjúlfsson. Islandsuppdráttur-
inn er prentaður eptir minnsta upp-
drætti BókmenntafjeÍagsins eptir Björn
Gunnlaugsson, þeim er kostað hefir 6
kr., og er því jafnstór honum og nokk-
urn veginn jafngóður, og þó betri að
því leyti, að sumstaðar eru settar inn
leiðrjettingar eptir mælingum og rann-
sóknum próf. Johnstrúps. Uppdráttur
þessi er ætlazttil að fylgi Lýsing Islands,
eptir þ>orv. Thóroddsen, sem í ráði er
að gefa út handa fjelagsmönnum að
ári, x 88 x, og verður hann því eigi
seldur öðruvísi en með þeirri bók, enda
var svo fyrir skilið af Bókmenntafjelag-
inu er það gjörði þjóðvinafjelaginuþann
greiða að lána því uppdrátt sinn til að
prenta eptir.
Nýir fjelagsmenn geta fengið þessar
ársbækur á þessum stöðum: Kaup-
mannahöfn hjá forseta fjelagsins,
Tryggva kaupstjóra Gunnarssyni, í
Reykjavík hjá biskupsskrifara Magnúsi
Andrjessyni (gjaldkera fjelagsins), á
ísafirði, hjá hjeraðslækni þ>orv. Jóns-
syni, á Akureyri, hjá bókbindara Frb.
Steinsyni, og á Seyðisfirði hjá veitinga-
manni Sigmundi Matthíassyni.
þessir menn hafa og til lausasölu
eldri bækur þjóðvinafjelagsins, flestar
með niðursettu verði, eptir því sem nán-
ara er tiltekið á kápunni um p. á. pjóð-
vinafjelagsalmanak, og sömuleiðis bæði
það og þ. á. Hndvara. Almanakið
fæst bæði með mynd af Jóni Sigurðs-
syni og myndarlaust; með myndinni
kostar það 50 aura. Kaupmenn og
bóksalar hafa það einnig til sölu, svo
og ýmsir fulltrúar fjelagsins.
Kálfatjörn 30. ínarz 1880.
St. Thorarensen.
Herr Faktor F. R. Wendel samme-
steds.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.