Ísafold - 30.07.1880, Side 3

Ísafold - 30.07.1880, Side 3
75 V, en ætti helzt að vera eins og hinir. Hann á að flytja vatnið milli hinna skurðanna, því vatnið er -of lengi að seitla yfir engið til neðstu skurðanna, og tapar þar að auki krapti a leiðinni, svo þar af leiddi að neðri partur engis- ins mundi spretta ver en hinn efri. Til að sporna við misvexti, eru skornir stórir skurðir í neðra parti engisins, svovatnið geti í þeim náð aptur krapti sínum. 3. Beðaveiting er við höfð þar, sem hinar áður nefndu verða eigi hafðar sökum hallaleysis; því þær verða. eigi hafðar, þar sem hallinn er minni en 1 fet á 100 fetum. Beðin eru höfð ávöl með lárjettum skurðum eptir hryggn- um, en gæta skal þess, að vatnið renni alstaðar jafnt út yfir barma skurðar- ins yfir allt beðið. Halli beðinu of mik- ið, setur maður stýflur í skurðinn, og verður hann með því jafnfullur. Milli beðanna skal rista skurð til að færa vatnið af enginu. Bezti halli á hliðum beðanna er 1 fet á 50, en má vera minni; beðin sjeu 30—50 feta breið. Hver aðferðin sem höfð er, skulu skurðirnir vera 8 þuml. breiðir og 5— 7 þuml. djúpir, með lárjettum börmum; enginn af þeim ætti að vera þrístrend- ur nema máske flutningsskurðurinn, sem þó ætti heldur að vera eins og hinir, nema máske dálítið mjórri. -— Út er komið ÁfcrliJP AF SÖUl1 ÍSLANDS eptir forkel Bjarnason prest á Reynivöllum, sem fyrir tveim árum síðan gaf út sögu áf siðabótinni hjer á landi. þ>að eí hvorttveggja, að það er vandaverk að semja. ágrip af þeirri sögu, sem enn þá er ósamin, enda er þessi bæklingur mjög svo ófullkominn, og stendur hinu fyrra sagnariti höfund- arins langt á baki, líklega af því, að kirkjusaga Finns biskups var þar góð undirstaða, en sá, sem ætlar sjer að semja stærra eður minna ágrip af sögu landsins 1 heild sinni, verður sjálfur að safna efninu í undirstöðuna úr ýmsum áttum. J>eir kaflar, sem mest ríður á að fræðast um, sem sje tímabilið frá 1262 til 1786, eru magrastir, en nýjasta sagan frá 1786 til 1874 er nákvæmust, þótt hún þurfi þess sízt með, oghúnliggi í rauninni of nærri, til þess að um hana verði rjettur dómur felldur. I bókina vantar bæði lögsögumanna, hirðstjóra, biskupa og amtmannatal, og með því jafnframt þær nauðsynlegu vörður, sem varða verður með vegferð þjóðarinnar. Yfir sum höfuðatriði, yfirvaldaskipun, rjettarástand og verzlunarsögu landsins, þýðingu lögþingsins við Oxará, breyt- ingarnar á verksviði þess og margt fl. er farið svo laust og stutt, að lítil veitist skíma í þoku miðaldarinnar. Yfir höfuð er apturför landsins og viðreisn og umskipti á högum þess á ýmsum öldum mjög lauslega rakin, og ekki verður það með sanni sagt, að nokkur maður geti af þessari bók fengið ljós- ari hugmynd um lífsferil fósturjarðar- innar, en. þá sem hver læs maður fær af því að lesa árbækur Espólíns og annála. Sem einn vott meðal annara upp á það, hversu fljótt höf. fer yfir, skal þess getið, að hann meðal lærðra manna á öndverðri 18. öld ekki nefnir Jón prófast Halldórsson í Hitardal, föð- ur Finns biskups, sem einnig má með sanni kallast faðir kyrkjusögu Finns, því söfnum hans og annálum átti son- urinn svo mikið að þakka. — þ>að er í stuttu máli furða, að höf. skuli hafa fundizt þetta ágrip boðlegt til ,,að gefa unglingum, sem ganga eiga mennta- veginn sýnishorn af æfiferli þjóðar vorr- ar“ ; eða að nokkur fræðimaður hafi álitið það þar til hæfilegt. Allflestir unglingar, sem náð hafa fermingu, og nokkurrar menningar hafa notið, vita það sem í ágripinu stendur og sumir meira. En — þótt höf. sjálfsagt hafi haft góðan vilja til að bjóða löndum sínum þarfa bók, þá hefir hann auð- sjáanlega ekki haft næga meðvitund um, hvert vandaverk hann tókst á hend- ur, og má því ganga að því vísu, að hann muni, þegar honum verður ljóst, hversu þroskalítið starf hann hefir af hendi leyst, láta sjer annt um að steypa bækling þenna um, auka sumt og burt- nema sumt. En til þess þarf hann að kynna sjer margt bæði prentað og ó- prentað, rit þeirrá P. Vídalíns, Jóns Eiríkssonar, Arnesens o. fl., rannsaka skjalasöfnin, handritasöfnin o. s. frv., en að þessu er ekki hlaupið, og til þess þarf að líkindum fleiri ár, en höf. mun hafa brúkað mánuði til að hrista þenn- an bækling úr erminni. Sje nokkur rit, sem vanda verður, eigi þau að hafa nokkra þýðingu, þá eru það sagnarit. þ>ar mun bæði þörf á mikilli þekkingu og miklum skarpleika, góðu yfirliti og góðum smekk, og loksins hlýtur }>fir- legan og ástundunin að vera mikil, ef vel á að fara. Erágangurinn á bók- inni frá hálfu prentsmiðjunnar er góður. KAUPMENN vorir hafa, að minnsta kosti sumir hverjir, í vor selt salt við lægra verði, (4 kr. 75 a.) og sýnir það sig nú, a6 afndm lestagjaldsins er þegar farið að hafa sínar eðlilegu afleiðingar. Sömuleiðis hafa sumir kaupmenn, af sömu orsök, nú á lestum sett korn niður um 1 krónu tunnuna. þetta er bæði sanngjarnt í sjálfu sjer og skynsamlegt af kaupmönnum, því að öðrum kosti máttu þeir búast við, að lestagjaldið yrði aptur á lagt. Yfir höfuð má hvervetna ganga að því vísu, að öll bönd, sem ljett er af verzluninni, hljóti með tímanum að verða til þess, að gjöra hana landsbúum hagstæðari og greið- ari. Allir spádómar sem stefna í aðra átt, eru byggðir á vanþekkingu á mannlegu eðli, og þótt landsjóður af þessum orsökum missi 30000—400Ó0kr. árlega, þá er það meira en tilvinnandi, ef landsbúar jafnframt græða tvöfalt eða þrefalt við það. Skemmdib á saltpiski,-—Hjer í kring um Eaxaflóa horfir til vandræða út af skemmdum á saltfiski. Yíða, sjer í lagi Hafnarfirði, og fyrir sunnan Hafnarfjörð, losnar fiskurinn úr roðinu, og er engu líkari, en hann sje soðinn af saltbruna og sólarhita. Sumir kenna því um, að steinolía, sem opt er flutt hjer upp í tunnum í saltinu, hafi runnið út í saltið, aðr- ir halda jafnvel að kalk kunni að vera í sumu salti, en flestir—og þetta er hið sennilegasta —kenna vor og sumárhitanum um, og þá með fram því, að menn hafi ekki þvegið fisk- inn nógu vandlega og goldið ekki nægilega varhuga við, að láta fiskinn ekki liggja of lengi móti sólu, án þess að snúa honum. Hvernig svo sem þessu er varið, þá verða bæði landsbúar og kaupmenn fyrir stórhalla af þessum orsökum, og bætist þar á ofan,að hinn skemmdi fiskur getur hvorki orðið verzl- unarvara nje geymzt til manneldis. Yfirvald- ið hefir fengið áskorun um, að láta rannsaka orsakirnar til skemdanna, og er rjett að gjöra gangskör að því; það væri mjög óheppilegt, ef óvissa væri um það, hvað skemmdunum veldur, og fyrir ókomna tímann nauðsynlegt, að ganga úr skugga um það, svo eptirleiðis geti orðið lagfæring á þessu vandræði. Sagt er að sumum sje afli þeirra ónýtur, en marg- ir hafa hlotið baga af. Aptur telja aðrir sig skaðlausa og virðist þetta benda að því, að saltinu sje ekki um að kenna, þvisamamun saltið víðast vera. NOKKUR ATRIÐI, viðvíkjandi veiðiaðferð á Finnmörk. I miðjum aprílmánuði ferðaðist jeg með gufuskipi frá Lofoten til Finnmerkur til þess að sjá og kynna mjer veiðiaðferð og veiðar- færi, er brúkast þar vanalega, sem hvorki er margbreytt nje kostnaðarsamt; jeg dvaldi þar að eins í 3 vikur, og var í þremur fiski- verum, nefnil. Yardö, Berlevaag, og Lökvig. Hið svo nefnda «Loddefiske» (sem dregur nafn loðnusýld, sem vanalega fylgir með fisk- inum undir landið), byrjar á Finnmörk í miðjum aprílmánuði; eru þá mest brúkuð handfæri, færið er af sömu digurð sem mjór lóðarás, en útbúnaður á sökkunni er á ann- an hátt en jeg hef vanizt á Islandi. Sakkan er gjörð af járni, 2|—3 pd. að þyngd hjer um bil J alin að lengd og oddmynduð i neðri enda, en að eins í efri endahennar er lykkja (kengur), og er þar við bundin rúm. \ áln. langur, digur járnvír, þannig, að sakkan er föst á miðjum vírnum; við annan enda vírs- iiis er fest sjálft handfærið í forsendu af skinni, og við hinn endann er einnig bundin forsenda og þar í sigurnagli, sem öngul- taumurinn er bundinn í, sem er 1 faðmur að lengd. Ongullinn er lítið stærri, envanalega brúkast á handfæri, til þorskveiða hjá oss. Til beitu brúkast að eins mjó lengja af roði, er maður tekur af kvið fisksins, hjer um bil 2—3 þumlunga að lengd, mjórri í annan enda, nefnil., sem skal hanga niður frá öngl- inum, en önglinum krækt í breiðari enda beitunnar. þegar lygnt er, er optast fiskað við laust, sjer í lagi þegar lítið er um fisk, en þegar menn hitta á blett, sem fiskurinn er vel við, kasta þeir vanalega akkeri, og sömuleiðis þegar hvasst er, og bátiiín rekur hart. Vanalega er keipað nokkuð hart. A þenna

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.