Ísafold - 30.07.1880, Page 4

Ísafold - 30.07.1880, Page 4
76 hátt draga menn stundum mörg hundr. ádag. |>eir sem hafa stóra báta, hafa hús í aptur- enda (skut) og liggja opt úti fleiri dægur, hafa með sjer mat og hita kaffi o. s. frv., og fiska þeir opt betur, sem hafa iitbúnað til að liggja svo lengi á sjónum, því þá geta þeir betur passað upp á þegar fiskurinn vill bíta, því stundum verður máske ekki vart með öðru sjávarfalli þó nógur fiskur sje með hinu ; þeir sem hafa þar á móti litla báta, verða optar að vera á landi og hitta svo máske ekki á að róa á rjettum tírna. Til þess að keipa og draga í, brúka þar allir lítið hjól er þeir, festa í borðstokkinn, og er því mikið ljettara að draga og slítur minna færum. Einstöku menn brúka lóð á Finnmörk, sem er sett upp á sama hátt og í Lofoten, sem jeg hefi áður lýst; en til beitu brúka þeir loðnusýld, sem opt er svo mikið þar efst upp í víkum og fjörðum, að þeir geta ausið henni upp í bátana, með smáum háfum, er þeir binda á trjeskapt hjer um bil 2J al. að lengd; einnig veiða þeir loðnusýld með á- dráttarnót, þegar hún er upp í fjörðum, leggja nótina útfyrir loðnutorfuna, og draga svo báða enda upp að landi, á sama hátt og þeg- ar dregið er á fyrir hafsýld. Loðnusýldar nætur þær er jeg sá á Finnmörk, voru á ýmsri lengd frá 15—25 faðma, 3.—4. faðrna á dýpt, og mjög smá- riðnar úr fínu nótgarni. p. t. Sörvaagen i Moskenæs 24/5 8o. I. Helgason. AlÞingiskosningar. — 1 Rangárvallasýslu munu, auk Sighvatar Arnasonar, að sögn, þessir bjóða sig fram sem þingmannaefni: þorvaldur í Nripaköti, Skúli á Fitjamýri og Jón í Austvaðsholti. I Arnessýslu er mælt, að þessir muni verða hlutskarpastir: Jón Arnason í þorlákshöfn, og síra Yaldimar Briem. I Skaptafellssýslu vilja margir hafa Olaf umboðsmann Pálsson á Höfðabrekku í stað síra Páls á Stafafelli Pálssonar, og væri æskilegt, að því mætti verða framgengt, þar eð Olafur umboðsmaður er greindur maðr vel, hefir mikinn áhuga á almenningsgagni og er einkar vel þokkaður af öllum, sem eiga við hann að skipta. Sagt er og að síra Hannes Stephensen á Mýrurn bjóði sig fram í Skaptafellssýslu. Svo er að sjá á »Skuld«, sem ritstjóri blaðsins, Jón Olafsson, muni líklegur til að ná kosningu í Suðurmúlasýslu. þótt Múla- sýslubúar hafi yflr höfuð ekki verið heppnir með að kjósa innanhjeraðs þingmenn, þá væri þessi kosning þó vottur um talsverða apturför. því stórum betri voru þeir fyrri þingmenn þeirra, Páll Olafsson, Einar Gísla- son og jafnvel Björn Pjetursson, heldur en þetta, sem, oss vitanlega, ekkert hefir til síns ágætis, nema það, að það komst ekki gegnum latínuskólann, fór til Vesturheims »kom svo til Islands aptur alla við skilið prakt«, og hefir fyrr og síðar lifað á því að svívirða sér betri menn, bæði lifandi og dauða, en jafnan tekið illyrðin aptur, þegar gripið er ofan í bakið á því. Suðurmúlasýslubúum getur því varla gengið annað til að kjósa svona, en að þeirviljaekkilátaþingmennsk- una ganga úr ættinni. Annars hefðu þeir allt eins vel getað sent á þing annan nafn- ■ kendan fjiilfræðing og ferðamann — Sölva Helgason, ef hann er enn á lífi. þlNGMENNSKA GUÐLEYSINGA.-----Bradlaugll . nokkur varð við síðustu kosningu kosinn þingmaðr á Englandi, en hafði verið svo óvar í orðum, að afneita opinberlega bæði tilveru guðs og óllum kristindómi. Nú eiga þingmenn á Englandi eins og hjerá landiað vinna eið að stjórnarskránni. þegar til kom bauðst Bradlaugh, eins og von var af slíkum manni, til þess, að sverja við Guðs nafn, þó hann trúi ekki á neinn Guð. En hvað gjörði fonnaður í neðri deild parlamentsins og þing- menn með honum, þeir neituðu Bradlaugh, að vinna eiðinn, svo hann hefir hingað til ekki náð þingsetu, þó hann sje kjörinnþing- maður. Sama ætti að gjöra við vora guðleys- ingja, þegar líkt stendur á. grasvöxtur er sunnanlands yfir höfuð góðurátúnum og vallendi, enbágur áútj;irð. Í Flóanum sjást sumstaðar enn þá ljáför frá því í fyrra sumar. Sízt eru tún í Skaptafells- sýslu ; enda hafa þar til skamms tíma geng- ið breyskjuþerrar með hifum og sólskini. Véstar hefir í hálfan mánuð verið þerrilítið með mollum og deyfum. Heilsufar alstaðar syðra gott manna á meðal. Laxveiði er góð í Olfusá, en heldur lítil í þjórsá. Próf i læknisfræði.— Frá læknaskólan- urn í Reykjavík útskrifaðist í þessurn mán- uði Davíð Seheving, með 1. eink. Embættaveitingar. Sýslumanni í Skapta- fellssýslu Einari Thorlacius er veitt Norður- múlasýsla, og Skaptafellssýla dönskum lög- fræðingi, Fischer. — Brauðaveitingar. Asar í Skaptártungu síra Brandi Tómassyni á Prestsbakka í Hrútafirði; þóroddstaður í Kinn síra Ste- fáni Jónssyni á Skútustöðum ; Prestsbakki í Hrútafirði síra Páli Olafssyni á Stað í Hrútafirði, og Otrardalur síra Steingrími Jónssyni í Garpsdal. Minnisvarði yfir Jón Sigurðsson. þeir herrar Tryggvi Gunnarsson, Halldór Frið- riksson, Hilmar Finsen, B. M. Olsen, og H. Helgesen lrafi boðið Islendingum til sam- skota til minnisvarða yfir Jón Sigurðsson. þar eð vjer höfum orðið þess varir, aðmargir vilja leggja kostnaðinn tilþessa upp á lands- sjóð, leyfum vjer oss að benda mönnum á það, að samskotin einmitt eru ætluð til að sýna, hversunærri hjartaallra landsbúa Jón Sigurðsson var, en þessa myndi enginn vott- ur sjást, ef fjeð ætti að veitast af landssjóði. það er því misskilningur á tilganginum, að vilja hliðra sjer við að gefa til minnisvarð- ans, en vísa þessu, eins og svo mörgu öðru, til opinbers fjárframlags. þjÓÐÓLFUR.—Af síðasta (20.) númeri þess blaðs sjest, að hinn niiverandi eigandi þess, síra Matth. Joohumsson, ætlar að hætta við útgáfu og ritstjórn blaðsins. Mun það ekki hvað sízt vegna þess, að honum (eins og fleir- um) hafi fundizt örðugleikarnir á því, að gefa út blað, svo miklir, og kostnaðurinn hins vegar, svo þungur, að eigi væri á sig leggjandi fyrir þann, eríaðra bjargvænlega stöðugæti komizt,-—Æskilegt væri að »f>jóð.« kæmist nú í góðar hendur, sem ólíkastar »Skuld« og »Mána«. því af þess konar blöðum er nóg komið, og ekki á bætandi. Síra Matthíasi óskum vjer, að hann komist í þá stöðu, þar sem hann í rósemi og næði getur sinnt söng- gyðjunni. 1' Nýlega eru dáin í Kaupmannahöfn, frú Ragnhildur Koch, dóttirlandshöfðingjans, og Sigurður Hansen, landi vor, sem margt hefir ritað ; landshagsskýrslunum í gagnfræðislega stefnu. AUGLÝSINGAR. PÍANÓ-FORTE.— Skýrsla um verðlauna- úrskurði, við sýninguna í Sidney, er nú kom- in, og eru þeir Messrs. Brinsmead & Sons sæmdir tveimur »fyrsta flokk« verðlaunum og sjerstökuheiðursvottorði, sem hinir beztu píanú-forte smiðirásýningunni. Næstirþeim, en án heiðursvottorðs, eru : Messrs. Erard, Messrs Steinway, Messrs Chickering, Messrs Bechstein, Messrs Bliithner, Messrs Rönche, og einn píanó-smiðr á Sidney. Menn segja, að Englandi sje að hnigna, en í píanósmlði hefir þó enskur smiður, að minnsta kosti á Sidneyjar-sýningunni, komizt fram yfirfræg- ustu írakkneska, ameríkanskaogþýzka smiði. Yilji menn panta hljóðfæri frá þessum smiðum, er heimili þeirra: 18 Wigmore Street. London, W. ÍSLENZK FRÍMERKI.—Brúkuð íslenzk skildinga- og aura-frímerki kaupir undir- skrifaður fyrir 1—4 kr. hundraðið, eptir því, sem þau eru af fleiri tegundum. Didrik Amundsen. Engen, BERGEN, Norge. ÁGRIP AF SÖGU ÍSLANDS, eptir síra þorkel Bjarnarson á Reynivöllum, 9 arkir að stærð. Verð 1 kr. hept í kápu, er nú ný prent- að, og fæst til kaups hjá Páh Jóhannessyni amtsskrifara, hjá bóksala Kristjáni Ó. þorgrímssyni og póstmeistara Ó. Finsen, og verður sent til bóksölumanna út um landið með strandferðaskipunum og öðrum hentugum ferðum. FORNLEYFAFÉLAGIÐ heldur ársfund sinn 2. ágústmánaðar 1880, kl. 6 e. m., á bæ- j arþingsstofunni. þar verður haldinn fyrirlestur um forn- fræðislegt efni, gefnar skýrslur um athafnir og afreikning fjel., og starfa þess framvegis. FJÁRMARK Arna bónda Grímssonar á Rafnkelstöðum í Garði: Hvatrifað bæði eyru, Brennimark Á Gr. Undirskrifaðan vantar rauðstjörnótta hryssu, fjögra vetra gamla, óaffexta, fremur magra. Mark á henni er: standfjöður aptan hægra, blaðstýft framan vinstra. Hver sá er hitta kynni hryssu þessa, er vinsamlega beð- inn að gjöra mjer aðvart þar um að Hvalsnesi. Hvalsnesi 25. júlí 1880. B. Gunnarsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.