Ísafold - 24.08.1880, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.08.1880, Blaðsíða 1
IS A'FOLO VII 21. Reykjavík, þriðjudaginn 24. ágústmán. 1880. í3° Útsölumenn og kaupendue 'Isafoldae' eru beðnir að greiða andvirði blaðsins, að því leyti það er ógoldið fyrir undanfarin ár, og fijrir þctta ár, til amtsskrifara Páls Jóhann- assonar í Béykjavík. peir, sam vilja koma auglí/siiigum í blaðið, gcta snúið sjar til cand. theol. Magn. Andrjcs- sonar, eða amtsskrifara Páls Jvhanuassonar í licykjavík. Brjef frá Svíþjóð. i. Stokkhólmi 16. júlim. 1880. (Niðurl. frá bls. 80). Alla fundardagana höfðu menn nóg að gjöra, að hlusta á ræður, halda ræður, skrafa um vísindaleg málefni og taka þátt í allri þeirri glaðværð og öllum þeim veizlum, er Svíar höfðu gjöra látið móti gestum sínum. Svíar sýndu svo mikla gestrisni, kurteisi og nærgætni við hina út- lendu fundarmenn, sem hægt var. Ferða- kostnaður á járnbrautunum sænsku var sett- ur niður til helminga; hver fundarmaður hafði fengið sendan miða, sem opnaði allar dyr eins og töfrasproti. Tollþjónar Ijetu farangurinn -vera í friði, er þeir sáu miðann, og öll söfn, verksmiðjur og stofnanir voru opin þegar honum var brugðið fram. Föstu- daginn 9. júlím. bauð konungur náttúru- fræðingum öllum til Drottningholm. Drott- ningholm er ein af hinum fegurstu hóllum Svíakonungs, á eyju í Leginum. fangað komum vjer á þrem gufuskipum kl. 7 um kvöldið. Ollum manngrúanum var skipað í raðir, og svo var gengið eptir drynjandi hljóðfæraslætti um herbergi hallarinnar. þar blöstu við hvaðannæfa dýrindisgripir og íþróttaverk, pell og silkitjöld og fram með veggjunum stóðu í röðum gullfjallaðir hirð- menn og herforingjar með ótal krossum og stjörnum. Loks var staðnæmzt í stærsta sal hallarinnar, og þar bauð konungur og synir hans náttúrufræðingana velkomna, tal- aði við ýmsa, og svo var haldið til veizlu. |>ar mælti Oscar konungur sjálfur fyrir skál náttúrufræðinganna vel og skörulega. Um miðnætti var haldið heimleiðis til Stokk- hólms í blíða logni og tunglsljósi. Gripsholm er ein af höllum konungs, rúma þingmannaleið suðvestur frá Stokk- hólmi við Löginn, og er mjög fræg í sögu Svía. A 13. öld var þar fyrst reistur kastali og stórhýsi, en Gustaf Vasa Ijet reisa höll- ina að nýju 1536, fegurri og skrautlegri en fyrr, og bjó þar opt. Meðan synir hans deildu, bar margt sögulegt við áGripshólmi. Jóhann hertogi sat þar í varðhaldi í 4 ár, en er hertogarnir bræður konungs fengu yfir- hönd, var Eiríkur 14. settur þangað, og sat . þar í rúm 2 ár. Gustaf 3. sat þar opt með hirð sinni að glaðværum veizlum og leikjum og Gustaf 4. Adolph sagði þar af sjer kon- ungdómi, og sat þar í varðhaldi í 10 mánuði 1809. I höllinni eru 200 herbergi, og um 2000 dýrmætar myndir merkra manna frá ýmsum öldum. Sunnudaginn 11. júlí var náttúrufræðingum haldin veizla þar. Um morguninn var farið á stað og haldið í blíð- viðri hina fögru leið inn Löginn milli skógi- vaxinna eyja og hólma. Ein af eyjunum heitir Björkey; þar boðaði Ansgarius kristni 829, og þar finnast margar fornleifar. 12. júlí fóru allir jarðfræðingar í einum hóp sjóleið út til Ytterby, sem er dálítið þorp úti við Eystrasalt; þar eru námur og þar finnast margar sjaldgæfar steinategundir og þær átti að skoða. A heimleiðinni skoð- uðum vjer Oskar-Ereðeriksborg, hinn sterk- asta kastala Svía; þar eru höggvin inn í bergið hýbýli fyrir menn og fallbyssur og allt erþar rammgjörtog óvinnandi, fallbyss- urnar eru geysistórir apturhleðningar, er skjóta 300pd. sprengikúlum, ogbergið stenzt hvað sem á gengur. f>ar fram hjá er hin eina leið, sem herskip geta farið til Stokk- hólms. A heimleiðinni var sezt að máltíð ogdrykkju uppi á þilfari, og vantaði þarekki gleði og skemmtilegar samræður, þar sem allir þekktust meir eða minna, og voru kunn- ugir sömu vísindagrein. Nordenskiöld, Kjer- úlf og Torell o. fl. menn hjeldu ótal skálar, ræður og drykkju, fyndin orð og glettingar manna ámilli jukust meir og meir, uns stigið var á land í Stokkhólmi undir miðnætti. Snemma næsta morgun hjeldu náttúru- fræðingar á járnbraut enn þá einu sinni á stað, nú var ferðinni heitið til Uppsala, því þar var búin veizla, sem var ein hin skemmti- legasta af öllum. 1 «botaniska triidgárden», þar sem Linné bjó og kenndi, var veizlan haldin, og það var ekki undarlegt, þó nátt- úrufræðingarnir siifnuðust kring um mynda- styttu hans, því það var hann, sem fyrstur kom náttúruvísindunum á þá braut, sem hefir leitt svo langt, og enginn vísindamaður á norðurlöndum hefir gjört heiminum jafn- mikið gagn og ætt jörðu sinni j afnmikinn sóma. Margar ræður voru haldnar, en hina beztu hjelt Holmgrcn prófessor, og hann er líka einn hinn bezti ræðumaður Svía. í ræðu hans ^ar svo vel og heppilega blandað fyndni, viðkvæmum tilfinningum og hvetj- andi hreystiorðum, að unun var á að heyra. Um kvöldið var haldið skipleiðis niður l'ýrisá út í Löginn, og stigið á land við Skokloster. f>að er gömnl höll og fræg ; hana á Brahe- ættin sænska. |>ar er stórt bókasafn og vopnasafn eitt hið fegursta á norðurlöndum. Nálægt Uppsölum er flatlendi, en þegar kem- ur niður í Löginn, eru hvervetna háar skógi- vaxnar eyjar, höfðar og krókótt sund. Hjer og hvar á Ieiðinni, þar sem gott bergmál var, höfðu verið settar fallbyssur milli trjíínua, og þegar skipin liðu frarn hjá í aptankyrð- inni, hljómuðu skotin berg frá bergi yfir sund og voga. J>egar dimmt var orðið og vjer íiiílguðumst Stokkhólm, voru hús og hallir ií báða vegu uppljómuð marglitum ljósum, og uppi yfir einu skrauthýsinu á háumhöfða sást geysistór, logandi mynd menntagyðj- unnar, og þaðan þutu upp ótal marglitir flugeldar, drekar, stjörnur og sólir; á fremsta gufuskipinu var kveykt á rafmagnsljósi uppi í siglu, svo það varð allt í ljóma, og sjórinn í kring eins og bræddur málmur, en fyrir aptan skipin þíitu bátar fram og aptur með mislitum ljósum eins og eldflugur gegn- um næturmyrkrið. Daginn eptir var skilnaðarveizla á Has- selbacken, og svo var fundi slitið. Á þess- ari samkomu bar mest á veizlunum eins og eðlilegt er, en það var líka fagnaðarhátíð fyrir marga eptir margra ára vinnu og þraut- ir, en vísindin voru engan veginn látin sitja á hakauum ; árangurinn mun sjást af ritum þeim, sem síðan verða útgefin um fundinn; en hinn bezti árangur af fundinum er þó kunningsskapur og vinátta milli vísiuda- manna úr fjarlægum löndum, og samvinna sú, sem af því leiðir. porvaldur Thoroddsen. II. Stokkliólmi 27. júlí 1880. Stokkhólmur stendur þar sem Lögurinn um tvö sund, Norrström (Stokksund) og Söderström (Konungssund), sameinast hafi ; mitt á milli þessara sunda er gamli bæriun á allstórri eyju, Agnafit; rjett hjá þeirri eyju eru ýmsir hólmar, t. d. Eiddareholmen (Kiðjasker), Helgelandsholmen (Stokkhólm- ur), Skeppsholmen o. fl. í gamla bænum eru krókóttar og örmjóar götur, en nýjari hluti bæjarins fyrir norðan sundin. Norr- malm, er reglulegast og bezt byggður. Söder- malm fyrir suunan sundin, er byggður utan í klettum og klungrum, og eigi skipulegur, göturnar eru brattar og illa steinlagðar, og húsin víða hrörleg og sumstaðar óþrifaleg; því hjer býr mest af fátækum verkmannalýð. 1 Stokkhólmi eru mjög stór og skraut- leg hús ; fyrst og fremst skal telja Stock- holms slot eða konungshöllina; það er geysimikil og háreist bygging með flötu þaki, stendur :i Agnafit og sjest alstaðar úr bæn- um; sj'i'tlf aðalhöllin er ferhymd, um 400 fet á hvern veg, og í kring um hana eru stórir garðar og úthýsi; höllin kostaði 10^ miljón krónur. 1 útnorður frá konungshöllinni er riddarahúsið sænska, prýðilega fagurt með koparþaki háreistu; veggirnir í sölum þessa húss eru alþaktir skjaldmerkjum sænskra eðalmanna. Fyrir framan það er mynda- stytta Gustafs Vasa. A Kiðjaskeri er Eidd- arahólmskirkjan, sem er hin merkasta í bænum, með 302 feta háum turni úr steyptu járni. |>ar er nú aldrei messað, kirkjan er nú að eins höfð fyrir greptrunarstað handa

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.