Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 3
87 anlega gjört það af því, að þeir höfðu ekki peninga til að komast lengra. þetta er ekki svo viðurhlutamikið fyrir einhleypa menn, sem duga til að vinna, því þeir geta ugglaust á skömmum tíma unnið sjer svo mikið inn, sem með þarf til þess að kosta ferð sína vestur í þau hjeruð landsins, þar sem nóg er af ágætu landi að fá fyrir allsendis eklc- ert. En það er mjög vafasamt, hvort fátækir fjölskyldumenn, sem upphaflega berast fyrir í Nýja Skotlandi eða ann- arstaðar í austustu hjeruðum heimsálf- unnar, verða nokkurn tíma á æfi sinni færir um að komast þangað vestur i land, þar sem vel er veranda. A Wash- ington-eynni í Michigan-vatni mun þeim fáu íslendingum, sem þar hafa verið, hafa liðið fremur vel, þóaðjarð- vegur sje þar ekki hinn bezti; en menn eru nú farnir að tínast þaðan vestur til nýlendunnar í Minnesota, enda geta ekki nema fáeinir bændur komizt fyrir þar á eynni. Nýlendan í Shawano county í Wisconsin er líka allt að því hætt að vera til. þ>ar er skóglendi all- mikið, en jarðvegur sendinn og magur. Atvinnu hefir þar verið fremur góða að fá, helzt við skógarhögg. En afþví að landið er svo ljelegt til akuryrkju, hefir mönnum ekki þótt fýsilegt þar til frambúðar, og hafa þeir því leitað það- an vestur til Dakota og Minnesota. Nýlendur Islendinga í Minnesota og Dakota eru mjög haganlega settar, því að þær liggja í einhverjum ágætustu akur- yrkju-hjeruðum Norður-Ameríku. þ>eir íslendingar, sem fyrst settust að í Minne- sota-nýlendunni, höfðu áður haftaðsetur í Wisconsin, en fluttu þaðan, af því þar var hvergi orðið hentugt land að fá ó- keypis. Fyrsti íslenzki landnemi sett- ist að í þessari nýlendu sumarið 1875. Hann byrjaði þar bú með nálega tóm- um höndum, en á nú orðið mjög gott bú. Að sama skapi hefir yfir höfuð að tala gengið öllu því fólki, sem síðan hefir flutt þangað. Jeg heimsótti byggð- arlag þetta í aprílmánuði siðastliðnum, dvaldi þar vikutíma, og sannfærðist fyllilega um, að hagur landa vorra þar stendur mjög ánægjanlega. Sumir, sem þangað hafa flutt, voru annars, eptir ís- lenzkum mælikvarða að dæma, vel efn- um búnir, þegar þeir komu, enda hafa nokkrir þeirra í upphafi lceypt sjer áð- urnumin lönd með all-víðlendum hveiti- ökrum á, í staðinn fyrir að setjast að á ónumdu landi, sem öllum innflytjend- um stendur til boða að fá til eignar ó- keypis. Gripastóll manna er orðinn furðanlega mikill, enda mun óvíða þar vestra unnt að fá gripi til kaups með eins lágu verði og þar, og er það kost- ur mikill fyrir fátæklinga, sem eru að setja bú. Islendingabyggð þessiliggur með fram járnbraut einni, sem nær frá Chicago, hinni miklu borg við suður- enda Michigan-vatns, yfir ríkin Illinois, Wisconsin og Minnesota, og nokkuð inn í Dakota, og verður henni haldið áfram miklu lengra en orðið er. Okeypis land, sem vel sje gott, mun farið að þrjóta með fram járnbrautinni fyr en spölkorn fyrir vestan íslendinga þá, er vestast búa, en þar á móti er landið að mestu ónumið enn þegar komið er inn í Dakota, og er þar landrými svo mikið, að þó að allir íslendingar kæmi, myndi þar nóg handa þeim af hinu frjóvsamasta akuryrkju-landi ókeypis. Landið er ýmist marflatt, eða með lágum öldum, hvervetna grasi vaxið, en víðast hvar skóglaust, en skóg er mjög auðvelt að planta, enda gjörir stjórnin hjer eins og annarstaðar þar vestra, þar sem landi er eins háttað, mikið til þess að koma upp skógum. þ>annig eru það. lög, að hver sá, sem á 8 árum hefir plantað skóg á ioekrum, fær að verð- launum 150 ekrur auk þeirra 10 ekra, sem hann hefir plantað, og getur þó hver landnemi þar fyrir utan fengið 160 ekrur, hvort heldur er í skóglendi eða á skóglausu landi, — þó ekki nema 80 ekrur, ef nær er járnbraut en 10 enskar mílur —, fyrir ekkert, að undan- teknu innritunargjaldi á landtöku-skrif- stofu, mest 18 dollars, víða allt að helm- ingi meira, þegar hann hefir haft aðal- aðsetur á landinu í fimm ár, og gjört þar lítilfjörlegar bætur. Land, sem menn þannig fá ókeypis, kemst í þessum hluta landsins, fljótt í hátt verð, og vil jeg því til sönnunar að eins geta þess, að íslendingur einn í byggðarlagi því, er þegar var nefnt, seldi í fyrra land sitt, sem hann fám árum áður hafði fengið ókeypis samkvæmt hinum almennu landtökulögum og setzt að á alveg fjár- laus, fyrir 900 dollars, og er þó sá, er keypti, vel ánægður með kaup sitt. Húsakynni Islendinga í Minnesota-ný- lendunni eru yfir höfuð að tala í góðu lagi. þ>ó búafáeinir í fremur ljelegum torfkofum, eins og margir aðrir fátækir landnemar gjöra fyrst um tíma, þarsem ekki næst til slcógar. Margir spara sjer eldiviðarkaup með því að hafa til eldsneytis hey, sem saman er snúið ýmist með höndunum eða með til þess gjörðum verkfærum. Yfir höfuð að tala stendur hagur íslendinga þeirra, sem niður eru komnir í þessu byggðarlagi, miklu betur en fólks í hinum öðrum íslenzku nýlendum, enda hefir þangað leitað margt af því fólki, sem flutt hefir frá íslandi þessi síðustu ár. Ferðist maður 300 enskar mílur ná- lega beint í norður frá vestustu íslend- ingum í nýlendu þeirri, er þegar var nefnd, — lítið eitt vestur á bóginn —, þá kemur maður í norðausturhorn Da- kota, og stendur þar lítill bær Pembina að nafni við Rauðá (Red River of the North) vestan megin. í þeim bæ eiga nokkrir íslendingar heima, og þaðan í vestur og suðvestur liggur íslendinga- byggðin í Dakota. Er ekki meira en á 3. ár síðan hún hófst. Var landið næst bænum nálega alnumið af fólki frá Canada og annarstaðar að þegar ís- lendingar tóku til að leita þangað, og hafa því flestir þeirra orðið að fara nokkuð langt vestureptir til að fá sjer land, svo að meginbyggð þeirra er frá 30 til 40 enskar mílur frá Pembina. þ>eir, sem fyrst settust þar að, voru frá Nýja íslandi, ^og þangað leita Nýju ís- lendingar enn, en auk þeirra allmargir aðrir. Eins og sljetturnar við Rauðá yfir höfuð er land þar einkar frjóvsamt, og hefir þann kost fram yfir landið suður frá, sem þegar hefir verið lýst, að þar er víða nóg af góðum skógi, en aptur er þar lengra til markaðar og veturinn bæði lengri ogharðari. Meðal þess fólks, sem hjer er niður komið, eru sumir hinna fátækustu og aumustu úr Nýja Islandi, enda eru þeir taldir ósjálfbjarga og eru styrktir af norsku synódunni. Ymsir af þessu fólki urðu líka fyrir talsverðu óhappi á síðastliðnu hausti, þar sem hey þeirra, og jafnvel hús einstakra, brunnu upp. Hins vegar eru nokkrir hjer einnig, sem eru á góð- um vegi með að komast áfram og sem ekki hafa fengið neinn styrk neinstaðar að, og sökum landgæðanna getur varla hjá því farið, að þessi íslenzka nýlenda komist upp áður en mjög langt líður. Járnbraut sú, sem næst er þessari byg'gð, liggur með fram Rauðá að austan, í Minneso'ta, og er blómlegur bær að rísa upp við járnbraut þessa, andspænis Pembina, sem St. Vincent heitir. En búizt er bráðum við, að lögð verði járnbraut Dakota-megin árinnar norður eptir landi, og hlýtur þá íslendinga- byg'g'ð þessi að njóta góðs af. AfDa- kota er annars sáralítið byggt enn sem komið er, varla nema mjó mön með- fram austurtakmörkunum, en land þetta er mesta fl'æmi, allt að því fjórum sinn- um stærra en ísland. Um Nýja ísland er mönnum hjer á landi miklu kunnugra en hinar aðrar byggðir íslendinga í Vesturheimi. Menn vita, að það var fyrir tilstilli Canada- stjórnar, að þessi nýlenda var stofnuð, og að til þess var veitt stórmikið fje. Nýlendan liggur, eins og mörgum mun kunnugt, með fram vesturströnd Winni- peg-vatns sunnanverðs, í miðjum Cana- da-löndum, hjer um bil iooenskar míl- ur norður frá Pembina. I.iggur fylkið Manitoba þar á milli. Jarðvegurinn er frjóvsamur, skógur meira en nógur, og ógrynni ýmislconar fislca í vatninu, enda mun það fremur en allt annað hafa ver- ið fiskiveiðin, sem upphaflega dró ís- lendinga á þessar stöðvar. Hins vegar hefir nýlendan ókosti svo mikla, að mjög er hætt við, að allur þorri manna gefist þar upp og leiti burtu. Meðal ókost- anna er sá mestur, að jarðvegurinn er svo afar-votlendur, og er því ekki unnt að fá þar færa sumarvegi nema með stórmiklum kostnaði, sem fátækum land- nemum hlýtur að vera of vaxið. Auk

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.