Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.08.1880, Blaðsíða 4
88 þess er veturinn bæði nokkuð langur og afar-kaldur. Hagur manna í Nýja Islandi er þó engan veginn eins bágborinn, eins og sumir hafa fyrir satt hjer heima á Is- landi. þannig er það sannfæring mín, að viðurværi almennings hjer á landi sje lakara en ekki betra enfólksíNýja íslandi hefir verið nú upp á síðkastið. Og miklu betri er híbýlaháttur fólks þar orðinn en í nokkurri sveit, semjeg þekki til hjer heima. Um nýár í vet- ur voru nautgripir nýlendumanna nokk- uð á 14. hundrað, en fólkstalan, eins og áður er sagt, ekki nema rúmlega þús- und. Af öðrum gripum er sára lítið: fáeinir hestar, nokkuð af svínum og hænsnum, en at sauðfjenaði svo að segja ekkert. Af ræktuðu landi eiga fæstir meira en tvær ekrur, enda er landið seinunnið til akuryrkju fyrir þá sök,að það er allt skógi þakið þar sem ekki eru sökkvandi mýrar, og síðan menn fóru að tínast burtu hefir hugur ný- lendumanna til framkvæmda sem eðli- legt er talsvert linazt. — Síðastliðið haust keyþtu þríríslendingar (Sigtrygg- ur Jónasson, Friðjón Friðriksson, báðir í Nýja íslandi, og Árni Friðriksson, í Winnipeg) gufubát einn, er ^Victoria’ heitir, fyrir 4000 dollars; gengur skip þetta í sumar á Rauðá og Winnipeg- vatni, og flytur fólk og vörur. Síðan haustið 1877 hafa menn í Nýja íslandi haft stöðuga prestsþjónustu. Bæði sjera Páll Iþorláksson og jeg kom þá þangað hjer um bil undir eins, og hafa Nýju íslendingar síðan verið deildir í tvö safnaða-fjelög. Svo sem kunnugt er, stendur sjera Páll í kirkjufjelagi því, er venjulega er kallað hin norska synóda, og heldur fram kenningum þess. En söfn- uðir þeir, sem jeg hefi þjónað, eru óháðir öllum kirkjufjelögum þar vestra. Sjera Páll flutti burt úr Nýja íslandi í fyrra vor, ásamt ýmsum af safnaðalimum sín- um, og hefir síðan átt aðsetur í Dakota- nýlendunni vestur af Pembina. Bæði hann og jeg höfum öðru hverju prje- dikað guðs orð fyrir íslendingum í Winnipeg, enda þótt þar sje ekki enn myndaðir reglulegir söfnuðir. Ágrein- ingurinn milli hinna tveggja flokka út af trúarmálum helzt við, og mun mönn- um nú ljósara, hvað á milli hefir borið heldur en fyrst. Jeg fór úr Nýja Is- landi seint í marzmánuði síðastliðnum, og fjekk jeg áður umboð frá söfnuð- um mínum til að vígja kandídat Hall- dór Briem, fyrveranda ritstjóra (Fram- fara’, til prests í minn stað, en hann hafði áður fengið köllun frá söfnuðun- um til þessa og tekið henni. Prests- vígsla þessi fram fór á Gimli á pálma- sunnud., 21. marz, og var þar fjöldi fólks viðstaddur.—Allur þorri íslendinga í Minnesota-nýlendunni hefir látið í ljósi, að þeir vildi fylgja kirkjumála-stefnu safnaða vorra, en þeir hafa ennþáekki fengið sjer neinn stöðugan prest. .Framfari’ hefir ekki komið út á þessu ári, að einu aukablaði undan- teknu, sem kom snemma í sumar. Blaðið hafði nógu marga áskrifendur til að geta staðið, en innheimta and- virðisins hefir gengið mjög báglega, einkum hjer á íslandi. Blaðið verður varla byrjað aptur fyr en menn fást til að borga fyrirfram fyrir hvern heilan eða hálfan árgang, eins og tíðkast með ná- lega öll blöð í Ameríku. Sumir eru að spá því, að lítið muni nú úr þessu verða um fólksflutninga hjeðan úr landi vestur til Ameríku, en jeg spái þvert á móti. Aldrei hefir heldur verið meira um vesturfarir úr löndum þeim, sem liggja næst oss í Norðurálf- unni, en einmitt í ár: úr Norvegi, Sví- þjóð, Danmörku, (þýzkalandi og hinum brezku eyjum. þ>að er einkum þrennt, sem ýtt hefir undir fólk, er farið hefir vestur hjeðan af landi: hin bága, óvið- ráðanlega náttúra Islands, álögur þær, sem liggja á almenningi og sem fróðir menn ætla að ekki fari minnkandi (jeg hefi hugboð um, að þær sje meiri, í sam- anburði við efnin, en í flestum, ef ekki öllum, nábúa-löndum vorum), og von feðra og mæðra um að geta fengið vestra nokkra menntun fyrir börn sín, sem hjer er því nær enga að fá. J>að erfjarskalegur munur á tíðarfari og landgæðum vestur frá og hjer, en engu minni er þó mun- urinn, þegar litið er til þess, er fólk verður að greiða af opinberum gjöldum, eða til hins, hvern kost alþýða á þar og hjer á því að manna börn sín. J>etta hafa menn haft hugboð um hjer heima og því hafa þeir leitað vestur, og af því að þeim hafa í þessari grein ekki brugðizt vonir sínar, þegar vestur kom, þá mun hvötin til að fara til Vestur- heims ekki fara mi.nnkandi, heldur þvert á rnóti vaxandi hjer heima. En það ætti allir, sem hugsa til Vesturheims, að hafa hugfast, að fyrsta skilyrði fyrir því að maður hafi þar framgang, er að hann hafi vilja og dug til að vinna. Eins þarf hver sá, sem flytur sig hjeðan vestur, að ganga að því vak- andi, að lífshættir þar eru og hljóta að vera í flestum greinum frábrugðnir þeim, er hjer tíðkast. Menn verða, ef vel á að fara, að vinna meira í Ameríku en almennt er gjört á íslandi, en það er jafnframt óyggjanda, að menn hafa þar ólíkt meira upp úr vinnu sinni en hjer. Jeg vil þannig sjerstaklega taka fram, að stúlkur, sem ganga í vistir hjá Ame- ríku-mönnum, verða yfir höfuð að tala að afkasta miklu meira verki en heimt- að er í íslenzkum vistum, en mánaðar- kaup vinnukonu í Ameríku er líka víða allt að því eins mikið eins og árskaup vinnukonu á Islandi. Reykjavík, í ágúst 1880. Jón Bjarnason. 686.20 17. júlí 1876. PRESTVÍGÐIR VORU 22. $>. M.: 1. Árni þorsteinsson, aðstoðarprestur síra Jóns Austmanns að Saurbæ í Byjafirði. 2. Einar Vú/fiísson, prestur til Hofsþinga á Höfðaströnd (Hofss. og Miklab. í Óslandshlíð). 3. Kjartan Éinarsson, til Húsavíkur á Tjörnesi í þingeyjarsýslu (Husavíkursókn). 4. Olafur Ólafsson, til Selvogsþinga (Strandarsókn og Krýsivíkur) í Árnessýslu, 5. Sigurðitr Jensson, tilPlateyjaráBreiðaf. (Flateyjars. og Skálmamessm.) í Barðastr.s. Óveitt prestaköll. 1. Samlar í Dýralirði (Sandasókn og Hrauns) í Vestur- .Metið, Auglýst. ísaíjarðarprófastsdæmi............................485.62 n.maíi875. 2. Garpsdalur (Garpsdalssókn) í Barðastr.prófastsdæmi . 423.88 25.maíi88o. 3. Helgastaðir (Einarsstaðasókn) í Suðurþingeyjarpróf.d. . Verður veitt með þeim fyrirvara, að þegar tækifæri býðst, verður J>verársókn (frá Grenjaðarstað) sameinuð Helgastaðabrauði, svo að það verða 2 sóknir, Einars- staðasókn og J>verár (sbr. lög 27. febr. þ. á. um skip- un prestakalla, 1. gr. 135.). 4. Ögursþing (Ögurssókn og Eyrar) í Norðurísafj.próf.d. . 5. Staður í Hrútaíirði (Staðarsókn) í Húnavatnspróf.dæmi. Verður veitt með þeim fyrirvara, að við fyrsta tæki- færi verður Núpssókn (frá Staðarbakka) sameimið vStað, svo að brauðið verður 2 sóknir, Staðarsókn og Núps. Prestssetur þar skal vera að Húki; tillag úr landssjóði 200 kr. (sbr. tilvitnuð lög, 1. gr. 96). 6. Skinnastaðir (Skinnastaðasókn) og Garðssókn í Keldu- hverfi, með 200 kr. tillagi úr landssjóði, verður veitt frá fard. 1881 (sbr. fyrnefnd lög, 1. gr. 137). 7. Fjallaþilig (nýtt prestak. Víðirhóls og Möðrudalssóknir á Fjöllum, með 600 lcróna tillagi, veitist frá fard. 1881, sbr. sömu lög, 1. gr. 138), í Norðurþingprófd. 8. Fjörður í Mjðafirði (Fjarðarsókn, nýtt prestakall, með tillagi 800 kr. úr landssjóði, veitist frá fardögum 1881, ef hinni fyrirhuguðu breytingu á Dvergasteins presta- kalli verður við komið (sbr. fyrnefnd lög, 1. gr. 9). 28. ágúst 1880. jnngeyraklaustursfirauði í Húnavatnspróf.dæmi, sem laust er orðið við það, að síra Eiríkur Briem hefir fengið kennaraembætti við prestaskólann, er ekki slegið upp fyrst^um sinn (prestakallalögin 1. gr. 100, sbr. 2. gr.). 25. þ. m. andaðizt hjer í bænum etazráð |>órður Jónassen. 732.10 504.12 12. apr. 6. júlí 1880. 1880. 28. ágúst 1880. 28. ágúst 1880. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.