Ísafold - 25.09.1880, Side 1
9
VII 24.
Reykjavík, laugardaginn 25. septembermán.
1880.
tftlendar frjettir.
Kaupmannahöfn 29. ágúst 1880.
Engin tíðindi enn orðin með Tyrkjum
og Grikkjum. Stórveldin ánýjað áskorun sína
til soldáns um að gjöra Grikkjum þau skil,
er Berlínarfundurinn til tók. þykir það vott-
ur þess, að þeim sje full alvara, og samheld-
ið enn í góðu lagi. Enda er nú Gladstone
orðinn nær alheill aptur.
Eóstusamt á Irlandi á nýjan leik. Til-
efniðþað, að rjettarbót, er Gladstone hafði í
smíðum handa leiguliðum á Irlandi, var
hrunaið í lávarðardeildinni í parlamentinu,
fyrir andróður írskra landeigenda.
Ófriðnum i Suður-Ameríku heldur enn
áfram. Chilimenn hafa setið um Callo, hafn-
arborg Perúmanna, lengi sumars með fiota
sínum. Hinn 3. f. m. tókst Perúmönnum
að vinna hinum allmikið mein með vjelræði
nokkru: þeir Ijetu smábát, hlaðinn aldinum,
rekast mannlausan nærri einurn mesta byrð-
ingi hinna, en höfðu fólgið sprengivjel undir
farminum, og búið svo um, að hún kveikti
sjálf í sjer, er farminum var ljett; byrðings-
menn hirtu fenginn, en ljetu h'f sitt fyrir,
150 saman, því vjelin sprengdi byrðinginn
mjölinu smærra í einum svip.
Landskjálptar miklir í Litlu-Asíu um
mánaðamótin síðustu. Hrundi helmingur
borgarinnar Smyrna. Manntjón þó eigi
mikið.
Kennarafundur í Stockhólmi í öndverð-
um þessum mánuði, frá öllum norðurlöndum.
Eundarmenn 5000 rúm, þar af 1250 frá
Danmörku.
Ole Bull andaðist 17. þ. m., á búgarði
sínum á Lysö, skammt frá Björgvín. Hann
var mestur sönglistarmeistari á gígju um öll
norðurlönd, og langfrægastur um víða veröld
allra norrænna íþróttarmanna í þeirri grein.
Hann varð sjötugur. Hafði grætt stórfje á
iþrótt sinni. Yar jarðaður í Björgvin, með
mestu viðhöfn. Björnstjerne Björnson mælti
yfir moldum hans, af frábærri snilld.
Fischer, kirkju- ogkennslumálaráðherra
hjer frá 1875, sleppti völdum 24. þ. m., og
tók við því embætti af honum þingmaður
einn úr flokki stóreignamanna, Scavenius að
nafni, frændi forsætisráðherrans, Estrups.
Honum er ætlað að verða öruggari til vígis
gegn vinstrimönnum en Fischer þótti reyn-
ast; það þykir stjórnarmönnum mestu varða.
Brotni askurinn.
Útlagt eptir Frederie Bastiat („Ce que l’on voit
et ce que l’on ne voit pas“). það, sem maður sjer
og það, sem maður ekki sjer.
(Sbr. síðasta blað Isafoldar).
Athöfn, vani, opinber stofnun eða
lög hafa opt í för með sjer ekki aðeins
eina afleiðing, heldur keðju af afleið-
ingum, sem verka á hag þjóðfjelagsins.
Fyrsta afleiðingin kemur beinlínis af
þeim, og kemur í ljós jafnframt og or-
sök hennar, það sjd menn. Hinar af-
leiðingarnar koma smátt og smátt í ljós,
menn sjd þær ekki; vel sje þeimmanni
er sjer þær.
Allur munurinn á ónýtum og dug-
andi þjóðmegunarfræðingi er sá, hinn
fyrri sjer hina sýnilegu afleiðing; hinn
reiknar út bæði afleiðinguna, sem sjest,
og hinar, sem verður að sjdfyrirfram.
Jeg veit ekki, hvort þú hefir tekið
eptir því, hvað hann gamli Jón Jónsson
varð æfa reiður, þegar óþekkasti strák-
urinn hans hafði brotið askinn sinn?
Nokkrir, sem sáu það, hlógu að honum,
og hugguðu hann með því að „pening-
arnir gengju ekki út úr landinu“. „Fátt
væri svo illt að einugi dygði“. Nú sögðu
þeir að askasmiðurinn fengi dálítið að
gjöra. Allir þurfa einhverja atvinnu, og
hvað á að verða af askatrjenu, sem
rekur á Skaganum, ef að hann ekki
getur smíðað neitt úr því ?
þ>að er nokkuð undarlegt, að sam-
fagna kunningja sínum á þennan hátt.
J>að er hægt að sýna fram á, að vinir
Jóns gamla Jónssonar höfðu ekki rjett
fyrir sjer í þessu tilfelli, en því miður
kemur það sama fram í einstökum lög-
um og tilskipunum.
Við skulum álíta, að það kosti 2 kr.
að búa til nýjanask, og svo munu menn
ségja að nú hafi innanlandsiðnaðurinn
grætt tvær krónur, og það sje honum
í hag. Jðg neitaþví ekki, að þetta er
rjett. Smiðurinn kemur og fær þessar
tvær krónur og hann brosir og biður
í huganum guð að blessa strákinn.
þetta sjd attir menn.
Alíti maður nú, eins og sumir gjöra,
að það sje gott að brjóta askinn sinn,
vegna þess að þá verði peningarnir í
veltunni, vegna þess að það örvi aslca-
smíðina innanlands, þá verð jeg að segja:
hættið þið nú! þessi kenning tekur að
eins tillit til þess, sem maðtir sjer en
gætir ekki að því, sem menn ekki sjd.
Menn sjd ekki, að eptir það að gamli
Jón Jónsson hefir gefið út tvær krónur
til þessa, svo getur hann eklci gefið þær
út til annara. Menn sjá ekki, að ef hann
hefði ekki þurft að kaupa askinn, þá
hefði hann t. d. getað keypt sjer fol-
aldsskinn til að ganga á; hann hefði
getað keypt sjer nýja bók, eða brúkað
peningana til einhvers annars.
Nú skulum vjer heimfera dæmið
upp á alla atvinnuvegi landsins.
Askurinn var brotinn og smiðurinn
fjekk tvær krónur, það sjá allir.
Ef að hann hefði ekki verið brot-
inn, þá- hefði Ijáasmiðurinn (eða einhver
annar) fengið peningana, þetta er það
sem menn ekki sjd. Ef menn hugsuðu
um það, scm maður ekki sjer, vegna þess
að það er svo erfitt að sjá það, eins vel
og menn hugsa um það, sem maður sjer,
vegna þess að það er svo hægt að sjá
það, þá væri hægt að skilja, að innan-
landsiðnaðurinn ekki hefir neinn hag á
því, að askar sjeu brotnir eða keröldin
í búrinu sjeu mölvuð.
Nú þarf gamli Jón Jónsson að gjöra
upp búskaparreilcninginn* sinn.
Hann hefir borgað tvær krónur
og hefir sjálfur sama askinn og hann
hafði áður.
Hefði askurinn ekki verið brotinn,
þá hefði hann haft einn ask og tvær
krónur.
Nú er gamli Jón Jónsson meðlim-
ur mannfjelagsins í heild sinni, og sje
atvikið skoðað frá þeirri hlið, hefir mann-
fjelagið misst askinn, eða tveggja króna
virði.
Sje setningin látin vera almenn, þá
komumst vjer að þeirri niðurstöðu:
mannfjelagið býður skaða af öllum þeim
hlutum, sem eru ónýttir til einskis. J>essi
sannleikur, sem mun skelfa verndunar-
tollamennina, hljóðar svo: að brjóta,
bramla og eyða, er ekki það sama sem
að hvetja alþýðu til nýrra starfa, í stuttu
máli: eyðing er ekki ábati.
Hvað munduð þjer nú segja, herr-
ar, mínir, sem hafa reilcnað út í huga
yðar, hvað islenska atvinnan græddi á
því, ef að Reykjavík, sem utanlands er
tryggð til brunabóta fyrir tveim þriðj-
ungum verðs, og að þriðja parti hjá
sjálfri sjer, brynni öll á tveimur dögum
til kaldra kola ? Atvinnulaun múrara og
trjesmiða mundu eflaust verða helmingi
hærri, iðnaðarmennirnir græddu við það
og af peningum færi lítið út úr land-
inu; það er það sem maður sjer.
En það, sem maður ekki sjer, erþað
að byggingarnar í Reykjavík kosta að
líkindum ekki minna en eina millíón
króna, og hefði hún ekki brunnið, þá
á mannfjelagið til Reykjavík, og þau
brunabótagjöld, sem hún hefir goldið til
þess tíma, en þegar hún er brunnin, þá
hefir mannfjelagið tapað einni millíón
króna.
Hvað gamla Jóni Jónssyni viðvíkur,
þá verða menn að gæta að því, að þeir,
sem eru í leiknum, eru ekki aðeins tveir,