Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Ísafold - 25.09.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.09.1880, Blaðsíða 3
95 skammar samstöfur, alveg óákvarðaðar, og svo hefir verið frá alda öðli, og má sanna þetta með ótal dæmum. — |>á kemur þetta : »Sá háttr, sem Jómsvíkingadrápa er ort undir, heitir munnvörp og á ekkert skylt við drótt- kvæðan hátt, það er til hendinga kemr«. J>etta er'nú hægt að telja þeim trú um, sem ekkert þekkja til háttatals. Á bls. 134 (íútg. Svb. Egilssonar) segir Snorri, að fornskáldin hafi »ort sumt með háttaföllum, ok eruþessir hœttir dróttkvœðir kallaðirí fornum kvœðum«. Á bls. 129 stendur: »ok héðan frá skal nú rita þær greinir, er skipt er dróttkvæðum hætti ok breytt með hljóðum ok hendingaskipti eða orðalengd, stundum við lagt en stundum aftekið*. |>að er að skilja : allt fyrsta og allt annað kvæði í háttatali (þess vegna líka »munnvörp« með) eru eintómar dróttkvæðar vísur, en með ýmsum háttum, er heita ýms- nin nöfnum, og þessar tilbreytingar frá að- alhættinum eða hinum eiginlega fyrirmynd- arlega dróttkvæða hætti reiknast allar sem dróttkvæðar, þrátt fyrir það, að sumstaðar stendur: »sem í dróttkvæðum hætti«, »at öðru sem dróttkvætt« o. s. fr. Jafnvel hryn- henda er dróttkvæð og kallar Snorri hana »dróttkvæða hrynjandi« (bls. 136). Að segja, að »munnvörp« sjeu ekki dróttkvæð, ersama sem að segja : Jón er maður, en Guðmundur er ekki maður. — Enn fremur finnst Bect- ornum kona eigi geti kallazt »armgóð orms« (ör af gulli), af því hann man eigi til að konu sje nokkurs staðar í skáldskap talið það til gildis, að hún sje örlát á gulli«. En vjer mun- um þó, að kona er kölluð »selja gulls þess er hún gefr« (SnE bls. 85), og hrindir þetta al- veg skoðun Bectorsins, og hafði Sveinbjörn Egilsson því rjett að mæla, sem von var, þvl þetta hefir hann vitað. »Armgóðr orms« þarf annars ekki að merkja »ör af gulli«, það get- ur og merkt þann sem er fagur og skrautleg- ur af því gulli, sem hann ber á sjer. X. Alþingiskosningar. 3. I Borgarfjarðarsýslu: Dr. Grímur Thomsen í einu hljóði (70 atkvæði). |>órður bóndi jporsteinsson á Leirá hafði einnig boðið sig fram, en tók framboð- ið aptur. 4. I Gullbringu- og Kjósarsýsln: jpórarinn prófastur Böðvarsson með 104, og jporkell prestur Bjarnason á Beynivöllum með 98 atkvæðum. þorlákur bóndi Guð- mundsson í Hvammkoti fjekk 76, ogÁsbjörn bóndi Olafsson í Njarðvík 43 atkvæði. Kjós- endur komu á fund 161 að tölu (af 491). Höfðu Kjósar- og Mosfellssveitar-búar, Kjal- nesingar og Seltjerningar fjölmennt; en fáir komu að tiltölu úr Suðursýslunni, jafnvel úr næstu hreppum. Lýsir þetta litlum áhuga á að neyta rjettar síns. Heyrzt hefir að í Ar- nessýslu muni verða að kjósa um, sökum formgalla við kosninguna. ð. I Snæfellsnessýslu: (Aðsent). Jeg lofaði línu í Isafold um það, hvernig kosningin fór fram á Snæfelísnesi. Kjörþingið var sett aðGörðum í Staðarsveit 13. þ. m. og höfðu kjósendur sókt svo vel, að ekki mun í annan tíma hafa verið eins fjölmennur fundur þar á Nesinu í þess kon- ar efnum; mun það hafa stuðlað til þess, að einn af þeim 3, sem buðu sig fram, kaupm. Holgeir Clausen,' hafði áður með brjeflegri áskoran til flestra, ef ekki allra, kjósenda kringum Jökulinn »leyftsjeraðleita atkvæða til Alþingis«; þar sem þingið var haldið, hafði einnig sami maður sjeð um, að tjald var reist og veitingar viðhafðar; hinir 2, er buðu sig fram,voruþeirfyrverandialþingismenn,|>órð- ur og síra E. Kuld. Áður en kosningin fór fram, hjeldu þingmannaefnin—einkum hinn síðast nefndi — snjallar og langar tölur, og tóku hver um sig þá kosti fram, er heyrðu til þingsetu. Atkvæði fjellu svo, að kaupm. Holgeir Clausen var kosinn þingmaður með 133 atkvœðum, að meðtöldu hans eigin, því kjörstjóri kvaðst ekki geta skorið úr, hvort það væri löglegt; er Clausen kaus sjdlfan sig, og mun kjörstjórnin hafa ráðið af að rita svo. jpórður fjekk 51., síra E. Kuld 10 og munu Hólmverjar (úr Stykkishólmi)’ og helztu menn úr þeim hreppum, hafa orðið hissa á úrslitunum. En jeg álít svo, að þó ekki verði neitað, að mjög leiðinlegt sje, að hafa hafnað síra Eiríki og jpórði, er óvíst hvort svo illa hefir komið niður kosningin, eins og af er látið af sumum, því hæfilegleikar manns- ins eru miklir í mörgum greinum, ef alvöru og úthald ekki brestur. Breiðfirðingur. 6. I Rangárvallasýslu. Sighvatur Arnasonmeð 82 atkv., ogSkúli þ>orvarðsson, með 47 atkvæðum. — Helgi E. Helgesen úr Bvík fjekk 8 atkv., og Jón í Austvaðsholti 36 atkv. 7. I Mýrasýslu. Egill Egilsson í Bvík með 29 atkv. — Hjálmur fjekk 26. Síra Jakob á Sauðafelli 2. — í 23. blaði fjóðólfs þ. á., 28. dag f. m. stendur grein ein með fyrirsögn: Minnisvarði Jóns Sigurðssonar. í grein þessari kveðst ritstjórinn hafa fengið 2 brjef, þar sem kvartað sje yfir að 5 manna nefnd sú, er boðið hafi til samskota til tjeðs minnisvarða, hafi eigi tekið greini- lega fram, hvernig eða hve dýr þessi minnisvarði sje hugsaður að verða; ósk- ar annar brjefritarinn (sjera Jakob Guð- mundsson á Sauðafelli), að nefndin gjöri áætlun um kostnaðinn, og leiti síðan lánsúr landssjóði til að framkvæma verk- ið, en báðir brjefritararnir virðast sam- huga á því, að þessu áætlaða fje sje jafnað niður á landið, og sýslunefndir og hreppanefndir taki að sjer að end- urborga lán þetta. jþessari grein ætla jeg að leyfa mjer að svara fáeinum orðum fyrir hönd nefnd- arinnar og í umboði hennar. Nefndin taldi og verður að telja það sjálfsagt, að einhvern minnisvarða verði að setja á eða við leiði Jóns heit- ins Sigurðssonar, og að það sje með öllu óviðurkvæmilegt, að auðkenna eigi leiði slíks merkismanns með einhverjum minnisvarða honum samboðnum. En hversu sá minnisvarði eigi að vera, verður að vera komið undir því, hve mikil samskotin verða; en hve mikil þau verða, gat nefndin með engu móti ætlazt á um, og getur eigi enn; minn- isvarðinn verður að fara eptir samskot- unum. Nefndin varð að telja það sjálf- sagt, að íslendingar hefðu haft mætur á Jóni Sigurðssyni og kunnað að meta, hvað hann vann fyrir landið, og það vildi nefndin að þeir nú sýndu með al- mennum frjálsum samskotum til að heiðra minningu hans; og það ætti eigi að þurfa neina nauðung til slíks. Ef samskotin verða svo mikil, að gjört verði líkneski Jóns úr eiri, er sett skuli á hentugan stað, auk sæmilegs minnis- varða við leiði hans, hefir nefndin og getur eigi haft neitt á móti því, að það verði gjört; þvert á móti þætti henni það hið ákjósanlegasta og mun íhuga það atriði, er hún kveður á um minn- isvarðann við leiðið sjálft; en að kveða nokkuð á um slíkt, allrahelzt svona fyr- irfram, varð nefndin að telja að lægi fyrir utan sitt ætlunarverk. Að taka fje að láni úr landssjóði til þessa minnisvarða, og jafna því síð- an niður á landið, gat nefndinni eigi til hugar komið. J>að er fullreynt, ognefnd- inni fullkunnugt, hvernig gengur um endurborgun slíkra lána; enda getur stjórnin eigi veitt slíkt lán. Nefndin getur því eigi annað gjört, en ítrekað áskorun sína í boðsbrjefinu, að íslendingar skjóti saman fje til þess, að reistur verði sæmilegur minnisvarði við leiði Jóns Sigurðssonar, og sýni með almennum samskotum og það fljót- um og greiðum, að þeir vilji heiðra minningu Jóns Sigurðssonar, svo sem hann á sldlið. Að endingu skal jeg geta þess, að eins og vjer vonum og treystum því, að kaupmenn landsins styðji oss í þessu máli, eins erum vjer fúsir á, að taka innskript hjá kaupmönnum frá þeim, er hægra veitir, að greiða tillag sitt á þann hátt. Reykjavik 6. dag septemberm. 1880. H. K. Friðriksson. VEÐBÁTTUEAB í BEYKJAVÍK, í ÁGÚSTMÁNUÐI. Fyrstu viku mánaðarins var optast logn og bjart veður en úr því hefir verið mesta ó- þurrkatíð, því síðan 7. hefir hann ýmistver- á landsunnan eða útsunnan méð brimhroða og mikilli úrkomu, stundum mátt heita ofsa- veður með aftaka rigningu, t. a. m. h. 27. Hitam. varhæst. (umhád.) 14....... +16°B. ----- — lægst. ( — —) 31.........+ 8°B. Meðalt. um hád. fyrir allan mán. + 10,8°B. ----- á nóttu — — — + 7,9°B. Mestur kuldi á nóttu (aðfaranótt hins 30. og31.).............. + 5°B. Loptþyngdarmæl. hæstur 16........ 30,20]’g -----------------lægstur 6. og9... 29,2oJ+ Að meðaltali .................. 29,67 g _ ' <U Bvík i 80. J. Jónassen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.