Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Ísafold - 25.09.1880, Síða 4

Ísafold - 25.09.1880, Síða 4
96 — Skozkablaðið „TheScotsman11 hefir 24. ágúst íslandi velviljaða grein inni að halda. far segir meðal annars: nísland er nágranni vor að norðanverðu. Islendingar eru ekki ósvipaðir Skotum. Get- um vjer vissulega talið þá frændur vora. þangað til fyrir 4—5 árum síðan, voru þeir enskir ferðamenn, sem þangað sóttu, sannir ferðamenn, sem höfðu annað og brýnna er- indi, en að elta aðra, sem nú er orðin höfuð- ástæðan fyrir hávaðann af brezkum ferðalög- um. Nú er eins komið á íslandi, eins og í Sviss og við ána Rín, að Englendingar fara þangað erindisleysu, og koma þar fram eins og annarsstaða'r með hleypidómum og óðagoti, kasta út fje á annan bóginn og gruna á hinn bóginn hvern mann um pretti, lítils- virða innbúana, og láta sjer umhugað um, að setja á prent umkvartanir sínar og jafn- framt þekkingarleysi sitt og stórmennsku.— Eptirþvísem þessar bækur um Islandfjölga, versna þær. það er munur á hinum fyrri góðu ritum Mackenzies og Hendersons og þeim yngri, þótt sumar þeirra, t. d. ’The Oxonicm in Iceland', Forbes’s ’lceland’, bók Dufferins lávarðar, ’Frost and Fire’ eptir Campbell og ferðabók Umbras sjeu góðra gjalda verðar. þar endar gullöldin í ritum um Island. þá er nú fyrst bók Burtons. Burton var ekki vinsæll á Islandi. — Islend- ingar kunna að hafa sagt lítið við hann nema á íslenzku, sem hann skildi ekki; en Islend- ingar eru tregir til að gjöra neitt með illu, og að því mun Burton hafa orðið.—Betur er Islandi lýst í tveim smáritum : ’Snjóland’ og ’yfir Vatnajökul’ eptir Watts .—’Sex vikur á hestbaki’ og ’lceland’ eptir Lord Garrelock eru meinlausar bækur, sem lítið er að græða á.—þákemur bók Locks Heimkynni Eddanna, unglingsleg frásögn um hans lífsreynslu á Is- landi. Hann lætur illa af Iandi og lýð.-- En Islendingar hefðu getað tekið Lock fast- an fyrir skuldir, hefði þeir viljað; þeir auð- sýndu honúm gestrisni, og hjálpuðu honum til að halda í sjer lífinumeð því aðlátahann kenna sjer ensku — — allur hávaði af ferða- mönnum á Islandi fara að eins til Geysis, og sjá þó ekki Geysi, því þeir gefa sjer ekki tóm til að bíða eptir hans hentugleikum, og svo gefa þeir út bók um þessa ferð, sem allir þekkja, eins og t. d. ’Fimm vikur á Islandi’ eptir Miss de Eonblanque, sem hefir allt á hornum sjer og' jafnvel hestana, sem eru þó einar þær þörfustu, duglegustu og beztu skepnur, sem fundizt geta á nokkrulandi#.— því næst ræður höf. öllum enskum ferða- mönnum, að taka Sturlungu (útgáfu Guðbr. Yigfússonar) með sjer, og finnur hann ekk- ert að henni nema dýrleikan. Könimð fjöll. Fjórum hreppum Suður-þingeyjarsýslu, er reka geldfje sitt. fram á hina víðlendu af- rjetti austan Skjálfandafijóts, hefir lengiþótt brýn nauðsyn bera til þess að kanna þessa afrjetti betur en átt hefir sjer staðhingaðtil; gjörðu því þessir hreppar: Húsavíkur-, Helgastaða-, Mývatns- og Ljósvatnshrepp- ur snemma í ágúst í sumar út fjóra duglega og greinda menn til þess að kanna Austur- fjöllin ; þeir sem fóru voru þessir: Pjetur Pjeturssonfrá Stóru-Laugum, Helgi Jónsson frá Geiteyjarströnd, Jón StefánssonfráSyðri- Neslöndum og Jón þorkelsson frá Víðirkeri, (hinn alkunni sendimaður ritstjóra Norðlings 1876 til þess að skoða og lýsa Dýngjufjalla- gosinu, og sem prófessor Johnstrup nefndi síðan eptir skarðið í Dyngjufj.). þessir menn lögðu upp frá Víðirkeri í Bárðardal vel hest- aðir þann 9. ágúst og hjeldu fram í óbyggðir austan Fljóts, segir eigi af ferðum þeirra fyr en þeir koma fram í Vonarskarðmilli Vatna- jökuls og Tungnafellsjökuls. jpaðan hjeldu þeir austur með Vatnajökli norðanverðum, en fyrir sunnan Odáðahraun, austur í Kistu- fell og þaðan austur yfir vestari kvíslina, er seinna myndar Jökulsá á Fjöllum og austur að hinni austari kvísl Jökulsár, þar sem á uppdrætti Islands heita Hvannalindir, þar fundu þeir góða haga og jafnvel slægjuland alllangan veg með ánni, og þar fundu þessir menn tópt allmikla, er auðsjáanlega hafði verið búið í; var tóptin greind í þrennt, lík- lega baðstofu, búr og eldhús. I grennd við tóptina voru tvö byrgi og í öðru þuirra sprek nokkur; þarna var og óhrunin rjett með þeim björgum í veggjunum, að enginn einnmaður mundi hreifa. Loksins fundu . sendimenn hellisskúta með miklu af sauða- og hrossbein- um í; bar allt þess vott, að ekki væri mjög langt síðan að menn hefðu hafzt þarna við. Sendimenn komu aptur í byggð þann 17. ágúst. (»Norðlingur»). PÓSTSKIPIÐ ARCTURUS kom hingað 17. þ. m., og með því yfir 100 farþegjar; það fór aptur hjeðan 23. þ. m. VEITT BRAUÐ : Hólmar í Beyðarfirði, síra Daníeli Halldórssyni prófasti á Hrafna- gili, 19. ág., og Oddi á Bangárvöllum síra Matthíasi Jochumssyni, 19. ág. —I veðrinu 18. þ. m. rak hjer af höfninni í land og brotnaði jaktin »Knud«, tilheyrandi Knudtzons verzlun. H ITT OH þETTA. SKRINGILEG VERZLUN.— í Vendil- sýslu á Jótlandi var tóbakspípa seld með þeim skilmála, að eigandinn skyldi fá hana borgaða eptir því í hvað mörgum pörtum hún væri sett saman. Hún var saman sett í 15 pörtum, og átti að borga 5 kartöflur fyrir fyrsta partinn, 10 fyrir annan, 20 fyrir hinn þriðja o. s. frv., þannig að borgunin tvöfald- aðist við hvern part; fimmtándi parturinn, sem var kengur í pípulokinu, kostaði 81,920 kartöflur, en allir partarnir til samans, eða pípan sjálf, sem í fyrstunni kostaði 6kr., kostuðu 163,830 kartöflur. Af meðal kar- töflum fara um 1000 í tunnuna, og ef tunn- an er virt á 4 kr. (þarj, hefir seljandi píp- unnar fengið um 650 kr. fyrir hana. DYR EGG.— I Edinburgh voru nýlega seld 2 egg, annað fyrir 100 guineur, hitt- fyrir 102, eða bæði til samans fyrir rúmlega 3,600 kr. Sá sem keypti, var lávarður nokk- ur, Lilford að nafni. þessi egg voru geir- fugla-egg, en sá fugl er nú útdauður. HEIÐURSPENINGUR.— Á fiskisýning- unni í Berlín þ. á. fengu meðal annara, þessir 2 Fœreyingar lieiðurspening úr silfri: A. W. Skibsted, frá þórshöfn, fyrir salt- fisk, ráskerðing og lýsi. II. O. Miiller, frá þórshöfn, fyrir bát og veiðarfæri. AUGLÝSINGAR. P. J. Bovings Efterfölgere Gothersgade 15, Kjöbenhavn K. hafa til sölu margs konar gripi og áhöld úr járni, svo sem smíðatól fyrir gullsmiði, söðla- smiði, skóara, snikkara og aðra iðnaðarmenn, málmþynnur, vír o. fl.; eldhúsgögn o. s. frv. Verðið gott. Borgun með pósti fyrir fram eða eptir á. Eg undirskrifaður, sem á þessu ári hefi hlotið heiðurspening, við sýninguna í Berlín, fyrir verk mín á þar sýndum veiðarfærum, hefi til útsölu alls konar tilbúin og lituð veiðarfæri, svo sem : sökknætur fyrir upsa, láxanætur (fleygnætur), síldarnætur, síldar- net, og annað er að sildarveiði lítur, svo sem báta, akkeri, kúta m. m. I síðast liðin 12 ár hefi jeg útvegað og selt flestar hjer til búnar síldarnætur til norðurhluta Noregs. Að tilbúa nót, að fellingu og trjáun, kost- ar hjer um bil 1 kr. og 20 aura fyrir hvern faðm, og allt unnið með höndum, en ekki vjelum. Laxafleignót kostar altilbúin frá 160—180 kr. Síldarnót úr Kristjaníu nót- gami eða Björgvinar nót- garni nr. 9, 10 umför á kvarteli, verður 62 álnir hver vog (36 pd.) og kostar — 40— 42 kr. Síldarnót af sams konar garni nr. 8, 8 umför 56 áln. hver vog.......................— 38— 40 kr. Síldarnót úr frönsku garni 10 umför, 60 áln. hver vog 50 kr. Síldarnót úr spunnum hampi af beztu tegund 10 umför 50—55 áln. hver vog.....— 39— 40 kr. Síldarnót út samkynj a hampi 8 umför, 50—55 áln. hver vog.......................— 34— 35 kr. Síldarnet 40—45 álna löng kostar....................— 6— 10 kr. eptir möskvastærð og gæð- um. Ofanskrifað verð er reiknað á ófelldum veiðarfærum, en er allt að mun ódýrara en við netaverksmiðjuna í Björgvin. Mikkel Johannescn Lyseknappen, Alveströmmen pr. Bergen. Adresse: Dansk Consulat Bergen. þAKKÁRVARP. Jeg get ekki gengið fram hjá því þegj- andi að láta í ljósi opinberlega þakklæti mitt við herra hjeraðslækni Jónas Jónassen fyrir óforþjentar gjafir hans, er hann í júlímán- uði veitti mjer ogmínum, með stórmannlegri gjöf, sem jeg af hrærðu hjarta bið hinn al- góða Guð að endurgjalda honum í bráð og lengd með þessum orðum : »þ>að einum af mínum minnstu bræðrum er gjört, það er mjer gjört«. * Hlíð þann 15. september 1880. Jón Arnljótsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.