Ísafold - 20.01.1881, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.01.1881, Blaðsíða 3
7 til, þá væri öll hans kunnátta þrotin. Bls. 13 segir: „þegar lánað er fram fyrir o, þá verður það að 9“; hversu óeðlileg og ófullkomin skýring þetta er, lýsir sjer bezt, þegar það er borið saman við frádrátt í margs konar töl- um, þar sem ekkert er af einu nafni í frádráttarstofninum. Hið einkennilega orðatiltæki „lána fram fyrir“, þarf skýr- ingar við; að ,,lána“ þýðir hjer sem annarstaðar í kverinu: að fá til láns, og „fram fyrir“ þýðir: fyrir framan; það getur valdið misskilningi, að hafa þannig víxl á orðunum og þýðingu þeirra. Bls. 16 er tekið fram, hvernig setja skuli upp margföldunardæmi, þeg- ar margfaldarinn er að eins einn staf- ur, en um það, hvernig að skuli fara, þegar í honum er meir en einn staf- ur, er hvergi getið. Eigi verður annað sjeð, en að nauðsynlegt sje, að skrifa jafnmargar línur af núllum, eins og núll eru mörg í margfaldaranum, sjeu þau eigi seinast, og skrifa þannig þrjár lín- ur af núllum, ef margfaldað væri með 10001. þ>að sem bls. 21 er sagt, að sje „ómissandi“ að æfa sig á, er mjög vafa- samt, hvort er til nokkurs gagns. Bls. 23 er sagt, að bezt sje fyrir viðvaninga „þegar deilirinn er fieiri en einn staf- ur“, að búa til töflu yfir pródúkt hans og talnanna 1 til 9; þetta er athugavert; fyrst er það að fyrirhöfnin við að búa til töfluna, borgar sig eigi, nema miklu fleiri stafir sjeu í deilistofni en í deili; það væri t. d. vissulega eigi bezt, til að deila 480 með 24, að búa til slíka töflu ; en annað er verra, og það er það, að menn læra alls eigi deilingu með há- um deili, með því að fara þannig að, og um það er þó hjer að ræða, að læra að reikna, en eigi að komast út af ein- stöku dæmi. Enn fremur er á bls, 23 sýnt dæmi með tveim línum af núllum og eigi annars getið, en þeirra sje þörf; að sleppa þessum núllalínum, flýtir þó meira fyrir, verður optar að notum, og veldur síður ruglingi en ýmsar aðr- ar aðferðir, sem kenndar eru í kveriuu. feim, sem eigi veit betur en kennt er í kverinu, hlýtur að koma það óvart, að sjá heila tölu án brots, koma fram af óeiginlegu broti (t. d. 10/5 = 2), því það eitt er tekið fram (bls. 36), að slíkt brot („óekta“ brot, sem kallað er í kverinu), sje hægt að gjöra að „heilli tölu og broti“. En nú fer að versna; þess er hvergi með einu orði getið, hvað gjöra skuli við það, sem gengur af í deilingu heilla talna, en á bls. 36 og þar fyrir aptan er samt byggt á pví, að pað sje vel kunnugt, að búa eigi til brot úr því, sem og hvernig að því skuli fara. Bls. 37 segir: „Að stytta brot, er að sýna það með minni tölum“ o. s. frv., en það er eigi brotið sjálft, heldur að eins gildi þess, sem kemur fram, þegar búið er að stytta það. Bls. 38 er sagt, að það sje „hinn sam- eiginlegi mælir“ (eins og hann væri að eins einn), sem er hinn stærsti sameig- inlegi mælir. ' þ>egar fá verður 1 til láns af heilu tölunni („lána af“) í frá- drætti brota, þá er bls. 43 sagt, að hann skuli gjöra að broti með sama nefnara o. s. frv., en hver teljarinn eigi að vera, er hvergi sagt nje bent til þess á nokk- urn hátt; það má að eins sjá í einu dæmi, að 1 er gjörður að 4/4, ogíöðru, að 1 er gjörður að 30/30, en eptir hverri reglu þetta hvorttveggja er, eða hvernig að á að fara endrarnær, það getur sá ekkert vitað um, sem eigi hefir annað betra við að styðjast en bæklinginn; með öðrum orðum : hann getur aldrei dregið brot frá, nema stærra brot sje í frá- dráttarstofninum ; hann kann eigi neina reikningsaðferð til þess svo mikið sem að draga J/2 frá 1. En þótt hann fengi upplýsing um þetta efni, þá kemst hann fljótt í ný vandræði. Bls. 44 er fyrst regla sett um frádrátt frá ,,stærra“ broti; en hvernig eigi að þekkja, hvað sje stærra brot, það er hvergi sagt, og liggur það þó vissulega eigi í augum uppi, t. d. að ð/6 er stærra brot en u/17; en það merkilegasta er það tvennt: að hin umrædda regla er jafn-nauðsynleg við frádrátt frá öllum brotum, og að hún er eigi nefnd við frádrátt frá minna broti. (þ>að atvik að draga brot frájafn- stóru broti, er útilokað frá öllum regl- um, og mundi það þykja ónákvæmni í betri bók, en hjer gætir þess eigi). Bls. 45 og 47 eru reglur settar um styttingu á brotum, sem valdið geta miklu meiri ruglingi en svarar þeim hægðarauka, er þær geta gjört, en hvað sem því líður, þá er skakkt, að setja þær svo fram, sem það sje ætíð nauðsynlegt að fylgja þeim. Bls. 47 og 49 er gjört ráð fyrir, að það sje kunnugt, hvernig breyta eigi broti úr meira nafni í minna nafn, eða minna nafni í brot úr meira nafni, en þetta er öldungis ástæðulaust; reglur þær, er heimfæra mætti upp á þetta, eru fram settar fimm blöðum fyr en nokkurt brot er nefnt, og af því að í þeim kafla er að eins verið að tala um heilar tölur, þá er eigi við því að búast, að unglingar heimfæri þessar reglur upp á brot, þegar það er eigi tekið fram. Aðferð sú, sem fram sett er í þriðju málsgrein bls. 48, er sjálfsögð, eptir því sem kennt er á undan, og veldur að eins ruglingi, að fram setja hana sem nýja reglu. Aðferð sú, sem nefnd er í síðustu málsgrein á sömu blaðsíðu, á eigi fremur við margs konar tölur, en við eins konar tölur, sem hún eigi er heimfærð upp á. Byrjunin á tugabrot- unum er þó einna bágasta greinin í kverinu; það, sem í upphafinu er sagt að sje tugabrot, t. d. 7/io» er einmitt Grafskriptir eptir ýmsa, 4 prentaðar á Ak- ureyri.—Erfiljóð eptir Magnús skáld Jóns- son á Laugum (»Norðri« 2. ár 1854, nr. 10).—Mörg ljóðabrjef, ýmisleg kvæði og tækifærisvísur. HjálmaríBólu kvað erfiljóð eptir Daða (»Norðri« 6. ár 1858, nr. 30-31). Sagnarit Daða eru eflaust ómissandi stuðningur fyrir hvern þann, er rita vill um sögu landsins á miðöldinni og fram á þessa, sjer í lagi í öllu því, er snertir æfir einstakra manna ; en nota verður þau með greind og bæði vinza úr og bæta við. því, svo fróður maður sem hann var, þá hafði hann á stundum eins mikinn augastað á því ómerkilega, eins og því sem meira varðar. Helzt var honum ábótavant með niðurröðun efnisins, enda er ekki víst, að hann hafi verið búinn að leggja síðustu hönd á rit sín. það sem sjer í lagi gegn- ir furðu um mann í lífsstöðu Daða, er, hversu áreiðanlegur hann er í öllu því, er kemur til árstala og tímareikninga.—Jsafold’ á honum og ritum hans margar skýringar að þakka, og mörg atriði í æfi-ágripum þeim, sem hún hefir haft meðferðis. Jón Borgfirðingur. í>eirra vegna, sem hafa mætur á sagnafræði landsins, tökum vjer hjer fram höfuðatriðin í æíi stiptprófasts Jóns Halldórssonar, þó með þeirri athugasemd, að vjer höfum ekkert af því upp fundið, heldur en þeir, sem það er tekið eptir, Jón Halldórsson sjálfur, Einnur biskup, safn til sögu Islands, Daði Níelsson o. fl. Jón Halldórsson er fæddur í Beykholti 6. nóv. 1665 Eoreldrar hans voru Halldór prófastur samastaðar Jónsson prófasts sama- staðar Böðvarssonar Jónssonar prests sama- staðar Einarssonar Sigvaldasonar Langalífs, og Hólmfríður Hannesdóttir Helgasonar prests að Melum í Borgarfirði Eyjólfssonar. Jón lærði fyrst hjá föður sínum. Segir hann svo sjálfur frá, að hann reið 9 vetra gamall á alþing með föður sínum sama árið sem Brynjólfur biskup Sveinsson skilaði eptir- manni sínum þórði þorlákssyni af sjer bisk- upsembættinu. Eitt kvöld var hann stadd- ur úti fyrir norðan þingvallakirkju með öðr- um ungum sveinum. Kom þá Brynjólfur biskup dálítið glaður óvörum til sveinanna, og spurði þá um ætterni þeirra. Síðast gekk hann að Jóni Halldórssyni, sem var ýngstur, lagði nokkrar spurningar fyrir hann, eins og hina, klappaði svo í koll honum og sagði: »veldur elli mjer, en æska þjer, þú ofur ungur, eg gamall, að þú hefir ekkert gott af mjer». Mun biskupi hafa litizt á piltinn. Jón mun hafa lært í Skálholtsskóla; 1686 sigldi hann til háskólans og dvaldi þar 2 ár, varð 1688 heyrari við Skálholtsskóla, og hjelt því embætti í 4 ár, vígðist 1692 til Hítardals prestakalls, og hjelt því 44 ár, kvongaðist 1700, og átti Sigríði Björnsdóttur prests að Snæfoksstöðum Stefánssonar, og með henni 2 börn-: Einn biskup og síra Vig- fús, síðar prest í Hítardal. Jón Halldórsson varð prófastur í Mýrasýslu 1701, var settur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.