Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Ísafold - 22.02.1881, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.02.1881, Blaðsíða 1
ISAFOLD. VIII 4. Skýrsla frá sýslumanninum í Snæfellsnes- sýslu til amtmannsins, um strand póst- gufuskipsins „Phönix“. Hjer með tilkynnist yður, herra amt- maður, embættis vegna, að póstgufu- skipið Phönix þ. 31- f-m., kl. il/2 e. m., er strandað á skerflúðum suður og fram undan Syðra-Skógarnesi í Miklaholts- hreppi. Öll skipshöfnin (24 menn) er komin lifandi á land, og er nú í Mikla- holti, Syðra- og Ytra-Skógarnesi. Fólk þetta er eigi allfátt skemmt af kali, og nokkrir þeirra hroðalega útleiknir. Bát- ana tvo, sem skipsmenn björguðust á í land, misstu þeir strax frá sjer. þegar fregnin um strand þetta þ. 2. þ. m., kl. xi f. m., barst til mín í Stykkishólm, riðum við læknirinn á stað sama dags kveld, eptir að hafa ráðstaf- að hinu allra fyrsta um nauðsynleg á- höld. Daginn eptir kl. 2. e. m. kom- um við að Miklaholti, og fór læknirinn þegar þaðan að veita hinum bágstödd- ustu í Skógarnesi hjálp. þó allir hafi komizt af skipsfjöl, eru sumir þeirra svo kaldir, að þeim verð- ur ekki komið af stað hjeðan suður eins og stendur, en þeir frísku, ef til vill 13—16 manns, verða ráðstafaðir til Reykjavíkur innan fárra daga, eptir að þeir eru nægilega útbúnir með föt, hesta o. s. frv., og hafa látið taka af sjer sjóskýrslu. Undir þá er nú verið að sækja útbúnað úr flestum og helztum áttum innan sýslu (Stykkishólmi, Búð- um, Olafsvík og nærsveitunum það, sem þær geta), þó er hjer í umdæminu mesti skortur á bjargræðisvörum yfir höfuð. Björgun hefir ekki orðið við komið hingað til, enda liggur skipið langt úti, og úr því meira eða minna af botninum (allt svo að segja í kafi um fjöru að aptanverðu og ógurlega yfirísað). Ráð- stöfun er samt gjörð hjer til í dag snemma með 30 manns, ef tekst, en hjer í landi næst ekki nema í einn bát, og hann verð jeg að kaupa. í>ó að strandlögin einungis fyrirskipi mjer, að tilkynna amtinu skipbrot með næstu póstferð, þykir mjer samt eptir atvikum næg ástæða til að boða yður þetta með hraðferð, og það ekki sízt vegna þess, að læknirinn verður að senda eptir lækni til aðstoðar í þessu tilfelli. p. t. Miklaholti, 5. febr. 1881, kl. 10 fm. Sigurður Jónsson. * * * Vjer skulum, að svo stöddu, bæta því einu við, sem vjer vitum sannast, * Reykjavík, þriðjudaginn 22. februarmán. að „Phönix“ hafði haft bezta veður að Reykjanesi, en fjekk þá ofviðri mikið með frosthörku þ. 29. og 30. jan. í Faxaflóa (sama dag færðist Miklaholts- kirkja 172 alin til á drundvellinum); mun þá hafa ætlað að hverfa aptur út úr flóanum, til þess að forða sjer bæði undan ísjökum og sjáarhörkunum og gaddinum, sem ávallt er mestur næst landi, en hafa verið orðið ískyggilega yfirísað, og ekki þolað að hafa veðrið á hlið. Er sagt það hafi tvisvar lagzt á hliðina, og ekki rjett við í síðara skiptið, fyr en búið var að höggva úr því stórmastrið; hafi skömmu síðar orð- ið vart við leka, en ekki orðið ausið fyrir frosti, því allt gaddaði. Mun þá ekki hafa verið annað fyrir, en halda á land beint upp í vindinn, sem þá var á norðan landnorðan. Daginn, sem skipið strandaði (31. jan), var því nær óstætt ofviðri fyrir vestan með 140 frosti R. Fjórir eða fimm af skipverjum komust upp að bænum Syðra-Skógarnesi— ekki lengri veg en úr Reykjavík upp á Öskjuhlíð — kl. 6 um kvöldið. Var þá sent þaðan að prestsetrinu Miklaholti, kom sendimað- ur þangað kl. 11 um kvöldið. Fór þá Stefán bóndi Bachmann tafarlaust með fimmta mann ofan að Skógarnesi. pá voru þangað komnir 4 í viðbót af skip- brotsmönnum (alls 9) mjög þrekaðir. Einn þeirra, undirstýrimaðurinn, harður maður, fór með íslendingum ofan að sjó að leita hinna, og fundu þar 13 skipverja (2 voru komnir heim að Ytra- Skógarnesi); varð þeim komið til bæja með illan leik, því stormur og hálka tafði fyrir; en kl. 4 um morguninn komust þó allir undir þak. Skipstjóri, sem er einn af þeim, er kalið hefir, hafði varla ætlað að fást til að yfirgefa skipið. Jafnskjótt og fregnin um skipreikann barst hingað, sendi amtmaður lækni vestur, og póstmeistarinn varð læknin- um samferða. Skipið var því nær sokkið, þegar skipverjar, sem hingað eru komnir, fóru af stað að vestan. pegar ráðið var af að sigla á land upp, var skipið orðið svo lekt, að það mundi naumast hafa flotið meira en 1 klukkutíma, er það strandaði. Ekkert náðist úr því, ekki svo mikið sem föt skipverja, nema lítill poki með brjefum frá Englandi, öllum blautum og skemmdum, og brjefakassi, einnig með sjóvotum brjefum. Skipið var vel fermt nauðsynjavöru. — Privat- 1881. menn hafa tapuð miklu við þetta strand. —Von er um, að skipstjóri og yfirstýri- maður verði jafngóðir af kalinu; 3 skip- verjar taldir af. Úr hrjeíi frá Khöfn, 16. janúar 1881. Almennar frjettir eru fáar og lítils- verðar. Hjer hafa verið harðir kuldar fyrirfarandi daga og í gærkvöldi og í nótt verið snjókoma talsverð. Að öðru leyti hefir veturinn verið mildur það sem af er. Mest tíðindi þykja það, að 8.janúar var hálshöggvinn hjer maður. Hann hafði fyrir 11/.i ári síðan myrt tvo menn og svo kveikt í bænum þar, til þess að dylja morðverk sitt. Hjeldu menn að dauðahegningin nú væri að eins nafnið eitt, og henni mundi aldrei verða fram fylgt, en nú er önnur raun orðin á. — Inn á þjóðþing Dana var í haust valinn maður að nafni Eðvarð Brandes, bróðir hins alkunna vísinda- manns Georg Brandes, og hafði hann á kjörfundinum lýst því yfir, að hann eigi tryði á guð kristinna manna eða gyðinga. Reis út úr þessu töluverð rimma, því sumir vildu eigi, að hann fengi að vinna eið að stjórnarskrá rík- isins, og sumir sögðu, að hann mætti vinna eiðinn, ef hann þættist geta gjört það með óflekkaðri samvizku Endir- inn varð, að hann vann eiðinn eins og hver annar, en þetta gaf tilefni til þess, að lagafrumvarp hefir verið borið upp um að breyta orðunum í eiðinum, svo að einnig þeir, er eigi trúa á per- sónulegan guð geti unnið hann. Lík rimma var, eins og menn muna, í parla- mentinu enska í fyrra. — Frá útlöndum heyrist lítið sem stendur, en menn búast þá og þegar við herfrjett sunnan af Tyrklandsskaga. Grikkir eru uppvæg- ir yfir því, að Tyrkir eigi vilja láta af hendi við þá lönd þau, er þeim voru áskilin i Berlínarsættinni gömlu og hafa nú boðið út öllu liði, sem þeir geta, til að fara á hendur Tyrkjum. Evrópu- veldin hafa í langan tíma verið að reyna að fá báðar þjóðirnar til að leggja mál- ið í gjörð, til þess að forðast ófrið, en hvorugir hafa fyrir alvöru viljað ganga að því. Lítur þar mjög ófriðsamlega út. Sagt var og í gær í einu blaði hjer, að hjá einum „Bandagist“ hjer í Höfn væri fyrir skömmu búið að panta sárabönd til gríska hersins; þykir það benda á, að ófriðar muni eigi langt að biða. Á þýzkalandi, einkum í Berlín sjálfri, er byrjuð áköf ofsókn gegn gyðingum og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.