Ísafold - 22.02.1881, Page 3
15
in með berum orðum leggja sveitarfjelögun-
um á herðar að kosta, og allra sizt látifjár-
veitingu til þessarar uppfræðingar sitja í
fyrirrúmi fyrir annari nauðsynlegri uppfræð-
ingu. Alþingi ætti því ekki að leggja öðr-
um barnaskólum styrk, en þeim, sem jafn-
framt væru unglingaskólar, og geti veitt því
líka uppfræðingu, sem tekið er framhjerað
framan, og ekki framar en svo, að sveitar-
fjelagið kostaði kennsluna að svo miklu leyti,
sem uppfræðslulögin heimta. Barnaskólar
eru nú langflestir komnir á stofn í Kjalar-
nessþingi, og er það eðlilegí, því þar er var-
ið til þeirra rentunum af Thorhilliisjóðnum,
en annarstaðar skortir álíka sjóð til að styðja
barnauppfræðinguna.
Jeg vona að menn fallizt á, að ekki sje
rjett að breyta í neinu út af uppfræðingar-
lögunum, heldur eigimenn að leggjast á eitt
að lypta menntun alþýðu á það stig, að hægt
verði að minnsta kosti alstaðar til sveita,
að koma heimakennslunni við og hún geti
orðið að fullum notum. Sumir kunna að
óttast fyrir, að þessir skólar verði ekki nema
hinum efnaðri að notum, en þó þetta yrði
svo með fyrstu, þá sýnir lærði skólinn, að
mörgum fátæklingi hefi verið hjálpað fram í
honum, fyrir tilstyrk góðra manna, jafnvel
vandalausra; og eptir sem menntunin og á-
huginn á henni vex meðal alþýðu, er vonandi
að hið sama verði með unglingaskólana.
það er einnig mjög líklegt, að með vaxandi
menntun vaxi einnig löngun til almennings-
gagnsemi, og að þeir, sem ekki hafa fyrir
erfingjum að sjá, muni vilja verja efnum
sínum eptir sinn dag til einhverrar nytsamr-
ar stofnunar, og þá ekki sízt til að styrkja
efnilega fátæka unglinga til menntunar og
náms.
(Niðurlag síðar).
Yeðuráttufar í Reykjavík
í janúarmánuði.
Bati sá, sem kom hinn síðasta dag hins
umliðna árs, stóð eigi lengi, því brátt hófst
norðanrok það, sem hjelzt við nálega allan
mánuðinn út með þeirri grimmdarhörku, að
elztu núlifandi menn muna eigi slikt.
3 fyrstu dagana var hægur útsynningur, og
síðan í 2 daga hægur landsynningur með
nokkurri rigningu, en upp frá því og til hins
21. stöðugt norðanroktil djúpanna, þótt hjer
væri optast nær logn í bænum; 21.—23. var
hjer logn með talsverðri þoku og nokkrum
brimsúg; 24. útnorðanhroði og upp frá því
stórviðri á norðan, það sem eptir var mánað-
arins, með aftaka frosthörku; optast varhjer
logn í bænum, þótt rokið næði heim að eyj-
um; aðfaranótt sunnudagsins hins 30. var
fjarshalegt ofsaveður á norðan með blindbil;
30. nokkuð vægari, en dimmur og gekk allt í
einu um kvöldið til austurs með frostleysu,
en daginn eptir genginn í sama illviðraham-
inn. Hinn 9. fór sjóinn að leggja, og 18. var
hann lagður langt út í flóa; 20. fór hann að
losna og var að mestuleyti farinn 23., en 25.
lagði sjóinn þegar aptur með helluís hjer á
milli allra eyja og lands og hjelzt það út
mánuðinn, svo síðasta daginn sást eigi út
fyrir ísinn hjer í flóanum. Svo að kalla eng-
inn snjór hefir fallið. 21. snemma morguns
varð vart við talsverðan jarðskjálpta.
Hitamælir hæstur (umhádegi) 5..
—»«— lægstur — ---------- 26..
Meðaltal, um hád., .............
Meðaltal á nóttu................
Réaumur.
. + 6°
. -r* 14°
4.7
6.8
Mesturkuldián. (aðf.n. h. 26.og28.) -í-17°.
Kyrstu 5 dagana var loptþyngdamælir
fyrir neðan 30, en upp frá því um og yfir 30,
þangað til 27., að hann fór að falla og fjell
ofan í 29.
Ensk. þuml.
Loptþyngdarmælir hæstur 7......... 30.60
—»«— lægstur 30............. 29
Að meðaltali...................... 30.01
Bvík ^ 81. J. Jónassen.
AUGLÝSINGAR.
stýft framan hægra, tvírifað í stúf vinstra;
lamb þetta er jeg ekki viss um að jeg eigi,
hvers vegna jeg hjer með skora á þann er
kynni að geta sannað eignarrjett sinn á því
að gefa sig fram og semja við mig um mark-
ið, sem og lambsverðið að frádregnum öllum
kostnaði. Keflavík, 24. janúar 1881.
P. J. Petersen.
I Akraneshrepp voru seldar í haust, 2 ó-
skilakindur með þessu marki: Sneitt fram-
an, fjöður apt. hægra, sýlt, biti apt. vinstra.
Sá sem á þetta mark og getur sannað eign-
arrjett sinn á kindunum, má vitja verðsins
að frádregnum kostnaði, fyrir næstu fardaga,
til hreppstjóra Hallgríms Jónssonar.
í nafni sjálfra vor og fjarstaddra vanda-
manna leyfum vjer oss, undirskrifuð börn
og tengdabörn Sveins sál. prófasts Níels-
sonar, að færa innilegustu þakkir voraröll-
um þeim, sem heiðruðu útför hans í dag
með návist sinni, og sjerstaklega þökkum
vjer alúðarfyllst þeim lærisveinum hans.sem
ljetu prýða dómkirkjuna svo fagurlega við
þetta tækifæri.
Beykjavík, 29. janúar 1881.
Hallgrímur Sveinsson. Elina Sveinsson.
Sveinn Sveinsson. Kristíana Hansdóttir.
Sigríður Sveinsdóttir. Níels Eyjólfsson.
I haust var mjer dregið austur í rjettum
og færthingað lamb, með mínurjettamarki:
stýft hægra, hvatt vinstra, en með því að
jeg á alls ekki lambið, skora jeg á þann,
sem þykist eiga það : að sanna eignarrjett
sinn, aðvitja virðingarverðsins aðfrádregn-
um kostnaði, og að semja við mig um sam-
merkið, +^80 Vegamótum á Akranesi.
Magnús Vigfiísson.
Laugardaginn þann 12. þ. m. fyrirfannst
í óskilum í Seltjarnarneshrepp grá hryssa,
mjög mögur, með mark : standfjöður framan
vinstra og var seld við uppboð með þeim
skilmálum, að eigandinn getur fengið hana
útleysta, ef hann gefursigfram fyrir 21. dag
þ. m. með því að borga þann kostnað, sem
á hana verður fallinn.
Seltjarnarneshrepp, 12. febrúar 1881.
Ingjaldur Sigurðsson.
Ejármark Gunnlaugs Sölvasonar á Kolu-
gili í Yíðidal: blaðstýft apt., oddfjaðrað fr.
hægra, sneitt apt., oddfjaðrað fr. v.
Ejármark Skúla Magnússonar 1 Minnivog-
um: 2 göt bæði eyru og sneitt fr. hægra.
Brennimark: »Skúh«.
Jeg undirskrifuð gef til vitundar, að hjer
hefir fundizt af sjó rekinn lítill olíubrúsi á
að gizka með 5 eða 6 pottumaf olíu. Bjett-
ur eigandi má vitja þess til mín, að Melbæ í
Leiru, mót borgun fyrir þessa auglýsingu.
Melbæ, 12. janúar 1881.
Kristín Magniísdóttir.
Hafi nokkur hirt reiðsokka og skinnsokka,
sem gleymdust—21. okt. næstl.—í bryggju
húsgangi Fischersverzlunar hjer í bænum,
er bann beðinn að skila þeim í prentstofu
„Isafoldar” gegn þóknun.
A næstliðnu hausti var mjer í síðustu
rjettum dregið grátt gimbrarlamb, hornótt,
með mínu klára fjármarki, nefnilega: blað-
Samskot til borgunar á liljóðí'æri í
Stykkishólmskirkju.
Eptir boðsbrjefi frá söngfjelaginu í Stykk-
ishólmi —um samskot til hljóðfæris (Har-
monium) handa Skykkishólmskirkju — hafa
þessir gefið:
A. Innan Stykkishölmskaupstaðar:
Söngfjelagið 50 kr. D. A. Thorlacius
verzlunarm. 10 kr. E. Möller lyfsali 10 kr.
S. Bichter verzl.m. 5 kr. Jens Jónss. söðla-
smiður 5 kr. S. Hjaltalín verzl.m. 10 kr.
J. Benjamínss. trjesm. 3. kr. P. Jónasson
skósm. 5 kr. J. Jóhannsson skósm. 8 kr.
P. S. Pálss. v.m. 2 kr. J. Sigurðss. húsm. 7 kr.
J. Jónss. söðlasm. 6kr. V. Oddss. húsm. 3kr.
J. Magnússon húsm. 3 kr. M. Sigurðsson
húsm. 3 kr. Guðbr. Jónss. húsm.(Jaðri) lkr.
Mad.G.Sveinbj.d. lOkr. E.Hinriksd.v.k.2kr.
G. Arnfinnss. v.m. 5kr. G. Seh. Thorstein-
sen verzlm. 8 kr. W.C.Christensen verzlm.
5 kr. S. Jónss. sýslum. 10 kr. Geirþ. Clau-
sen barn 30 a. f>. E. þorbjörnsd. v.k. 10 a.
Salóme Guðmundsd. v.k 25 a. Mad. Jóh.
Schjöth 50 a. Mad. S. Schjöth 2 kr. Guðr.
Jónsd. v.k. 50 a. Sk. S. Guðmundss. barn
2kr. B. F. Guðmundsd. barn 2 kr. Mad.G.
Bichter 2 kr. Mad. S. Bichter 2 kr. Mad.
H. Thorsteinsen 2 kr. G.J.B. Bichter barn
1 kr. Kr. Biehter barn l‘kr. þ. Bichter barn
lkr. Erú J. A. Thorarensen 5kr. E. Kúld
próf. 11 kr. Frú Th. Kúld 10 kr. F. Henr.
Hjaltal.lkr. Fr. Guðr.f>orkelsd.2kr. Bagnh.
Clausen barn 1 kr. M. Gunnarsd. v.k. 50 a.
f>. Yigfúsd. v.k. 50 a. A. Amfinnsd. v.k. 50 a.
Svanh. Ólafsd. vk. 2 kr. S. Einarss. vm. 1 kr.
B. Jóhannss. húsm. 10 kr. E. Jóhannsson
húsm. 1. kr. Frá ónefndum 10 kr. J. Jónss.
(Skáleyingur) húsm. 2 kr. S. Halldórsson
verzlm. 8 kr. A. Ó. Thorlacius umboðsm.
10 kr. Afhent af frú J. A. Thorarensen frá
mad. Kr. sál. Hjaltalín 5 kr. Enn fremur
hefir Snæbj. Snæbjörnss. húsm. lofað 5 kr.
og Guðbr. Jónss. húsm. (Höfða) lofað 2 kr.
B. Utan Stykkishólmskaupstaðar:
Jóh. Jónass. bóndi Fagurey 5 kr. Sk.
Skúlason bóndi sst. 10 kr. E. Jónss. bóndi
Bíldsey 8 kr. B. Bjarnas. bóndi Ögri 5 kr.
M. Einarsson hafnsögum. Elliðaey 10 kr.
St. Magnúss. v.m. sst. 6 kr. J. Magnússon
v.m. sst. 6 kr. Frú ÓlínaEgilsson Bvík 10kr.
Jóh. Vigfússon prentari Narfeyri 1. kr. J.
Finnss. bóndiFagurey 4kr. Mad. H. Sivert-
sen Hrappsey 10 kr. J. Bjarnason d.br.m.
Bíldsey 4 kr. E. Bjarnas. bóndi Asi 2 kr.
Mad. K. Guðmundsd. Grunnasundsnesi 5 kr.
Sigg. Snæbjömss. v.m. sst. 3 kr. A. Snæ-
bjömss. v.m. sst. 3 kr. E. Einarss. v.m.
Ási 1 kr. T. Helgason v.m. Fagurey 2 kr.
Stykkishólmi, 31. des. 1880.
Söngfjelagið.