Ísafold - 10.04.1881, Síða 1

Ísafold - 10.04.1881, Síða 1
ISAFOLD. VIII 9. Reykjavík, þriðjudaginn 10. aprilmán. 1881. — Flestum lesendum ísafoldar mun vera kunnugt, að eptir boði amtmannsins í vest- urumdæminu var mál höfðað gegn prest- konu Elinborgu Kristjánsdóttur, út af því, að hún fengist við smáskammtalækningar, og var hún fyrir þetta dæmd af hjeraðsdóm- aranum til sekta, samkvæmt tilskipun 5. september 1794, samanborinni við tilskipun 24. janúar 1838, 1. gr. þessum dómi var skotið til yúrdómsins, en hann staðfesti hjeraðsdóminn, nema hvað hann setti sekt- ina niður.—En nú er út kominn nýr dúmur 1 máli þessu, upp kveðinn af alþingismanni síra Amljóti Olafssyni, og má lesa hann í Norðlingi 28. febrúarm. þessa árs.—Af því mjer nú finnst, að þessi dómur síra Arnljóts sje í mörgu tilliti mjög eptirtektarverður, og þar eð mjer eins þykir málið sjálft mjög mikilsvert, þá vil jeg hjer fara nokkrum orðum um hvorttveggja. Að því nú er áminnsta ritgjörð snertir, þá er fyrst sá galli á henni, að fyrirsögnin, sem hljóðar þannig: »Dómur í rjettvísis- máli prestkonu Elinborgar Kristjánsdóttur eptir Arnljót 01afsson«, er rammskökk, því ritgjörðin er að eins athugasemdir hans við dóma þá, er gengið hafa í máli þessu, eða dómur hans um þá, en hún er enginn dóm- ur í málinu sjálfu. Að hann kallar hana svo, hefir án efa komið til af tómu gáleysi fyrir honum og engu öðru, því það er auð- vitað, að hann eigi hefir álitið, að sjer bæri nokkurt vald til að dæma málið. jpetta gá- leysi er honum nú vel fyrirgefanlegt, en hitt virðist mjer undarlegra, að hann, slíkur maður, skuli ekki hika sjer við, að út- breiða það álit meðal alþýðu, að dómar, sem standa í fullu gildi, og ekki er búið að breyta af æðri dómstólum, sjeu skakkir, jafnvel þótt honum með sjálfum sjer kunni að finn- ast svo, en á þetta skal jeg seinna minnast lítið eitt meira. En hvernig er nú þessi dómur síra Arnljóts um dóma þá, er gengið hafa í málinu? Hann er sá, að þeir sjeu rangir, því þeir sjeu byggðir á tilsk. 5. sept. 1794, samanborinni við tilskipun 24. janúar 1838, 1. gr., eður með öðrum orðum á því, að tilsk. 5. sept. 1794 sje gjörð gildandi bjer á landi með tilslc. 24. janúar 1838, 1. gr.; en þetta segir hann, að sje rangt, því tilsk. 5. sept. 1794 sje ekki lögleidd hjer á landi við optnefnda tilsk. 24. janúar 1838, 1. gr., og ástæður hans fyrir þessu eru margar. 1. Að ýmsir lögfróðir menn hafi haft þá skoðun, svo sem a. ýmsir þingmenn á sein- asta þingi, og meðal þeirra fremstur í flokki Benidikt sýslumaður Sveinsson. b. Magn- ús Conferentsráð í Viðey hafi 1823 haft þá skoðun, að tilsk. ð. sept. 1794 gilti hjer ekki. c. Innanþingsnefnd sú, er alþingi setti 1855, til að íhuga, hvort lögleiða skyldi nokkuð af þeim lagaboðum, er út höfðu komið fyrir Danmörku á næstu tveim ánjm þar á und- an, hefði sagt, að tilskipun 5. sept. 1794 væri hjer ekkigildandi. d. Lögreglustjórn- arráðið í Danmörku hefði ekki álitið 1794, þegar tilskipunin kom út, að hfm væri lög fyrir Island, því annars mundi það eptir brjefi sínu 26. maí 1792 hafa sjeð um, að hún kæmi út bæði á dönsku og íslenzku. e. Yfirdómurinn hafi og verið sömu skoðun- ar, því hann hafi ekki meðan hann hafði útleggingu lagaboðanna á hendi, er verið hafði frá þvf í ágúst 1800 og til 1820, útlagt tilskipunina á íslenzku, og f. lögstjórnar- ráðið hafi og, er tilsk. 24. janúar 1838 út kom, eigi látið leggja hana út á íslenzku. Meinar þá nú síra Arnljótur, að Magnús Conferentsráð hafi 1823, lögstjórnarráðið 1794 og yfirdómurinn á tímabilinu frá 1800 til 1820, verið á þeirri skoðun, að tilsk. 24. janúar 1838 hafi ekki lögleitt hjer tilsk. 5. sept. 1794, og að þeir þess vegna hafi verið á gagnstæðri skoðun við yfirdóminn um gildi tilskipunarinnar hjer á landi nú, sem sje á- litið hana ekki nú gilda hjer? Já, þótt ótrú- legt sje, þá virðist það svo. En jeg get sagt honum, fyrst hann skilur það ekki, að yfir- dómurinn er öllum þessum, mönnum sam- dóma í því, að tilskipuiýii var hjer ekki gildandi á þeim tíma, erþeir skrifuðu eða álitu hana ekki gilda, því yfirdómurinn á- lítur, eins og sjest af dómi hans, að hún fyrst hafi verið hjer lögleidd 1838. Að nú lögstjórnarráðið eigi ljet útleggja tilsk. frá 1794, er tilsk. 24. janúar 1838 kom út, er enginn vottur þess, að það hafi álitið, að hún ekki væri lögleidd hjer við hina síðarnefndu tilskipun, heldur miklu fremur hins, að það hefir verið álit þess, að ekki þyrfti að út- leggja hana, hún gilti hjer eins fyrir því, og þetta sjest líka Ijósast af því, að það ekki ljet útleggja neitt af hegningarlögum þeim, I er tilsk. 1838 lögleiddi hjer. Síra Arnljótur | getur því að eins með sanni sagt, að ýmsir I af þingmönnum á seinasta þingi, og að nokkru leyti áður á minnst innánþingsnefnd 1855, hafi lýst því áliti yfir, að tilsk. 1794 væri hjer ekki lög. En með allri virðingu að tala, þá get jeg ekki álitið, að dómstólarn- Lítið álit hafa menn fyr og síðar haft hjer á landi á dönskum embættismönnum yfir höfuð, og sjálfur Hannes biskup Finnsson, sem þó var stillt- ur maður, getur útaf Oecommiske Tanker Balles biskups ekki orða bundizt að segja: „um þá dönsku yfirmenn, þarf maður ei annað en gæta að Garðahverfi á Alptanesi og Vestmannaeyjum, því þar er kúgað og auðþekkt fólk“, (brjef frá Philopa- tor, liandrit á stiptsbókasafninu). En —allt um það, væri órjettlátt að neita því, að vjer höfum hjer á landi haft einstaka dugandis embættismenn danska, sem bæði hafa verið valmenni, landinu velviljaðir og góð yfirvöld. Einn af þessum mönnum var Lauritz lögmaður Gíottrup Christjánsson, ættaður frá Gottorp í Sljes- vík, fæddur 1648, kom hingað til landsins um þrítugs aldur, og var þá undirkaupmaður á Straumfirði. Arið 1680—84 var hann einn af umboðsmönnum Johanns landfógeta KleinS) er þá hafði höfuðsmannsstörf á hendi fyrir Hinrik Bielke, því 1680 tók hann sýslu- mannseiðaaf Bjarna Eiríkssyni, Pjetri Páls- syni og þorsteini Benediktssyni. Eptir burtför Bieikes 1682 og Kleins 1683 varð, eins og kunnugt er, Heidemann hjer land- fógeti 1684 og sama ár fjekk L. Gottrup veitingarbrjef fyrir þingeyrarklaustri, Vatns- dals og Strandasýslujörðum, nær sem um- boðið losna kynni, enn fremur fyrir hálfri Húnavatnssýslu og þar með skipun rentu- kammersins að gegna landfógetaembættinu í forföllum Heidemanns. Við utanferð Heidemanns 1685 veitti L. Gottrup em- bættinu forstöðu, þangað til Heideinann kom inn aptur 1686. Eptir fráfall Magnúsar lögmanns Jónssonar á Ingjaldshóli 1694 var Gottrup, þótt ókosinn, sem þá þótti ný- lunda—af Christjáni konungi V. skipaður lögmaður norðan og vestan, en hjelt jafn- framt bæði Húnavatnssýslu og umboðunum. Setti hann alþingi það ár ásamt Sigurði lögmanni Björnssyniogljet þá kunngjöraþá þingskipun, sem lengi hjelzt eptir það: 1. að allir lögþingismenn skyldu komnir vera á þingvöll kvöldinu fyrir Pjetursmessu og Páls. 2. að til lögþingis skyldi hringja 1 fyrsta sinni um miðjan morgun, í annað sinn á dagmálum, í þriðja sinni stundu eptir dagmál; þá skyldi starfa að málum til mið- munda, þá ganga til matborða í tjöldum. A nóni sje aptur hringt til lögrjettu, og sitji menn þar til náttmála. 3. Að sýslumenn undirbúi öll mál löglega, og sjer í lagi sjeu öll mál, er snerta líf og æru og önnur mál, sem sýslumenn ekki geti dæmt til fullnaðar í hjeraði, sendlög- mönnum til yfirskoðunar, áður en til þings sje riðið. 4. Lögþingisskrifarar festi upp fyrir utan lögrjettu skrá í rjettri röð yfir þau mál, sem fyrir eiga að koma, og stryki þau mál út, sem dæmd eru. 5. Hvernig skjölmegi upplesa; enginn megi sjálfur sín skjöl upplesa. þessi þingskrá er samþykkt 1. júlí 1695 af amtmanni Múller. Með honum og Lár- usi voru í fyrstu kærleikar miklir; setti Múller hann í sinn stað fleirum sinnum, er hannfór utan; og árið 1700, þegar amtmað- ur tók hollustueiða af Islendingum til handa Friðriki konungi IV. var enginn embættis-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.