Ísafold - 14.05.1881, Blaðsíða 1
ISAFOLD.
VIII10.
Utlendar frjettir.
Khöfn 25. apríl 1881.
Jarðarför Rússakeisara hins myrta
fór fram 27. f. m., í viðurvist ótölulegs
múgs og margmennis, þar á meðal
margra útlendra stórhöfðingja, svo sem
prinzins af Wales, Friðriks keisaraefn-
is á J>ýzkalandi, Friðriks konungsefnis
Dana o. fl. Hinn 10. þ. m. voru þeir
dæmdir- af lífi banartienn keisarans, þeir
er sannir urðu að sök um ráðagerð og
viðbúnað til morðræðisins og höndum
hafði orðið á komið; en þeir voru sex
saman, 4 karlmenn og 2 kvenmenn.
Forkólfur þeirra hjet Sheljaboíf, og
hafði hann náðzt 2 dögum áður en morð-
inu var fram komið. En þá tók við
forustinni lagskona hans, Sophia Per-
offskaja, og sagði hún fyrir verkum við
tilræðið, með mikilli ráðsnilld, og var
sjónarvottur að morðinu. Fimm dögum
síðar, 15. þ. m. (föstudaginn langa) voru
þau hengd, í almennings augsýn, öll
nema önnur konan, Jessy Helffmann;
hún var með barni, og skyldi því fresta
lífláti hennar, til þess er hún yrði ljett-
ari. Sophia var kona ættstór og göf-
ug, og hafði hlotið ágætt uppeldi, en
hlaupizt úr föðurgarði fyrir 12 árum,
þá 16 vetra, og fyllt síðan flokk gjör-
eyðenda; verið viðriðin ýms spillvirki
þeirra hin síðari árin, komizt eitt sinn
undir manna hendur og verið þá send
á leið til Síberíu, en gat forðað sjer með
þeim hætti, að hún byrlaði förunautum
sinum svefndrykk; vann siðan að bana-
tilræðinu við keisarann í Moskva i.
desbr. 1879 með Hartmann, var þá
fylgikona hans; fengu þau bæði forð-
að sjer þá, og mun Hartmann vera
óheptur enn. þ>að hefir sannazt, að sá
er fleygði þeim morðknettinum, er keis-
aranum varð að bana, andaðist fám
stundum eptir af sárum, og urðu eng-
ar sögur af honum hafðar.
Eigi er enn kunnugt orðið, hvað
hinn nýi keisari ætlast fyrir um stjórn-
háttu. En vel er af honum látið, og
af flestum búizt við nokkurri bót á
stjórnarlögum ríkisins, ef honum verð-
ur lífs auðið.
Landaþrætumáli Tyrkja og Grikkja
er nú svo komið, að meiri von þykir
að afstýrt muni ófriði með þeim. Hef-
ir erindarekum stórveldanna í Mikla-
garði loks telcizt að fá þau boð af
hendi soldáns til handa Grikkjum, að
þeir hafa svarað líklega umsamþykki;
en það er hjer um bil fjórðungi minna
land en til var tekið á Berlínarfund-
Reykjavík, laugardaginn 14. maimán.
inum. Nú hefir og soldán fengið annað
að vinna. En það er að bæla til frið-
ar þegna sína í Albaníu, er nú vilja
brjótast undan honum og verða sjálfum
sjer ráðandi. En þeir eru herþjóð mik-
il og illir viðureignar. ■ Biðu þó ósigur
mikinn fyrir liði soldáns 21. þ. m., en
fyrir því rjeð Derwisch hershöfðingi,
sá er við þá barðist í haust til lands
handa Svartfellingum.
Frakkar eru komnir í ófrið við ná-
granna sína í Afríku, þjóðflokk einn í
Tunis, er Krúmírar nefnast. J>að eru
ránsmenn og illþýði; höfðu ráðizt inn
í Algier, riki Frakka, til rána og her-
virkja. En höfðingi sá, er að völdum
situr í Tunis, hefir eigi styrk til að
halda friði í ríki sínu. J>ess er til get-
ið, að Frökkum muni leika hugur á
Tunis til fullra forráða, en ítalir hafa
lengi ágirnzt landið eigi síður, enda
væri það þeim bezta eign fyrir nálægð-
ar sakir og annars. Eru því viðsjár
nokkurar með Frökkum og ítölum út
af þessu máli.
Ofriði Breta við Búa í Transvaal
er nú lokið, með þeim hætti, að Búar
haldi fullu sjálfsforræði, en játist undir
yfirtign Bretadrottningar. J>ykir það
vel hafa skipazt, og Gladstone mjög
vaxið af því máli.
Hinn 19. þ. m. andaðist Beaconsfield
lávarður, er áður nefndist Disraeli, hinn
nafntogaði höfðingi fyrir Tórýmönnum
á Englandi og stjórnarformaður þar nú
síðast árin 1874—1879. Hafði sex um
sjötugt.
Rúmenar gáfu höfðingja sínum,
Karli fursta, konungsnafn 26. marz, og
hafa önnur ríki álfunnar flest játað hon-
um tigninni eða ríki hans.
Hinn 31. f. m. andaðist hjer Carolina
erfðaprinzessa, ekkja Ferdinands erfða-
prinz og dóttir Friðriks konungs sjötta.
Hana skorti 2 vetur á nírætt.
Ráðherraskipti urðu hjer 1. þ. m.,
þau að Kauffmann hershöfðingi sagði
af sjer forstöðu hermála, en við tók í
bráð Ravn flotamálaráðherra.
Svíakonungur er orðinn heill heilsu.
Stórslys. Hinn 3. þ. m. hófust lands-
skjálptar miklir á eynni Kios í Grikk-
landshafi, og hefir þeim haldið áfram
síðan öðru hvoru, og orðið að bana
3000 manna, en 10,000 meiðzt. Fjár-
tjón feykimikið. Hinn 5. þ. m. vatna-
vextir í Andalúsíu á Spáni svo miklir,
að sagt er að skemmdirnar nemi 7
milj. kr., en 30,000 manna urðu hús-
næðislaus eða jarðnæðis. Hinn 23. f.
1881.
m. brann stórkostlega í Nizza á Frakk-
landi.
Danastjórn hefir beðið ríkisþingið um
2000 kr. styrk handa Trolle þeim, sem
skýrslan um síldaveiðar Norðmanna er
eptir i Stjórnartiðindunum, til þess að
halda út skipi til fiskiveiða við strend-
ur íslands, og jafnframt rannsaka ná-
kvæmlega fiskiveiðar og aflabrögð hjer
við land.
Síldarveiðar Norðmanna hjer við
land árið sem leið (1880), gáfu af sjer
yfir 100,000 tunnur, hver á 19—24 kr.
Kostnaðurinn er talinn 8—10 kr. fyrir
tunnuna. í Björgvin er ráðgjört að
koma í sumar á gufuskipsferðum beina
leið til íslands á hverjum mánuði, eða
jafnvel hálfum mánuði. Á Eskifirði
fengust árið sem leið hjerumbil 25000
t., á Seyðisfirði 60—70000 t., á Norð-
firði og Mjóafirði nokkur þúsund tunnur
á hvorum stað, sömuleiðis nokkuð á
ísafirði. Frá Mandal er sagt að 30 skip,
með 2000 smálesta rúmi, hafi farið
hingað; að öllu samtöldu komu hingað
frá Noregi hjer um bil 80 skip, afþeim
17 gufuskip, sem sum fóru 3—4 sinn-
um á milli. Á Eskifirði veiddist síldin
frá miðjum júnímánuði til þess í byrj-
un októbermánaðar; á Seyðisfirði veidd-
ist frá sept. til þess fyrst í Nóv. Sú
síld var talin bezt, full af hrognum og
sviljum. Líklegt er að landsstjórnin
sjái um, að landið hafi sem mest gagn
af þessum landburði Norðmanna, en
til þess þarf að breyta spítalalöggjöf-
inni, sem, hvort eð er, er lítt brúkandi.
Um að af nema aðilutning útlcndra
kvikfjártegunda.
Nú eru þá full 6 ár síðan kláðinn
í annað skipti var upprættur á íslandi,
og urðu menn fegnir, þegar þeim vo-
gesti var að lokum fyrirkomið. Síðan
hefir lítið verið um hann rætt, og hann
liðið smátt og smátt úr minni manna, eins
og illur draumur. Reynslan hefir samt
hins vegar sýnt mönnum það, að lengi
lifir í brunnum eldsglæðum, og að það
eldfjall, sem menn ímynda sjer, að sje
útbrunnið fyrir löngu, getur aptur gosið,
þegar minnst vonum varir, og vakið
menn við vondan draum. Kláðamálið
var mikið áhugamál hjá oss íslend-
ingum á fyrri tímum, fyrir 1870, það
tók upp mikið af alþingisræðunum í
hvert skipti og kostaði landið ógrynni
fjár. Menn þjörkuðu um lækningar og
niðurskurð, um varðhöld millum lands-