Ísafold - 14.05.1881, Side 3

Ísafold - 14.05.1881, Side 3
39 útvegsbændur sunnanlands 50 eða 60 kr. í kaup, hverjum er sjó kann, um ver- tíðina, og eru þeir piltar kallaðir út- gjörðarmenn. Þegar þessi daglaun má fá orðið um allt land fyrir óvalda menn, þá er öll von að vinnumenn hugsi, að sjer sje betra að gjörast lausamaður ■—á einhvern hátt—heldur en að vera í vist fyrir 50—60 kr.' kaup; enda þarf ekki nema meðal hagsýni til þess að ná þeim, fæði hans, 4 fötum og þjón- ustu fyrir vinnu þess manns um árið, sem gengið getur að þessum almennu vinnuverkum. Með þessum háu dag- launum er tvennt illt unnið, að karl- menn fást ekki orðið í vist, sízt til þess að gjöra hin nauðsynlegu búnaðarverk, eða nokkurn snúning; annað að bænd- ur anna eklci að taka þessa dýru dag- launara, og geta því ekki dugað ábúð- arjörð sinni með jarðabætur, sem æfin- lega útheimta talsverðan vinnukrapt. J>að er þvi að mínu áliti heppilegra, að daglaunin væri heldur lægri en al- mennt viðgengst, en vinnumanna kaup eins og það gjörizt, að öllum ítökum frá skildum; fríir vinnudagar eða vik- ur, fóðurtaka eða fjenaður í haga og jafnvel föt, nema sokkaföt og fata að- gjörðir, ætti ekki að eiga sjer stað, nema fjárhirðar ættu að fá að hafa nokkrar kindur í fríu fóðri auk kaups, og formenn hálfan hlut, eða þó rjettara formannskaup eptir hlutarhæð, einnig auk kaups síns, hvorttveggja eptir verð- ugleikum. Að hver vinnudrengur eigi bæði hross og sauðfje, er aldeilis ótil- hlýðilegt, því bæði mun það fje vera flest dregið undan tíund, sem ekki er síður vítavert en önnur tíundarsvik, og svo ersá fjenaður bændum, semájörð- unum búa, til stórra þrengsla, og fóður- taka er aldrei ábatasöm; enn fremur leiðir af þeirri fjáreign umhyggju þá og umsvif, er vinnumenn verða að hafa fyrir þessu sínu gagni, sem „austan- vjerinn“ f ísafold segir, að Jón þurfi að hugsa um. Sama er að segja um hálfan hlut, hvort heldur um eina eða fleiri vertíðir; vinnumaðurinn vill náttúrlega verka og hirða hann sjálfur, og er það ekki lítil aukageta, og síðan verzla með hann, sem og svo þarf tíma til, og eru dæmi til þess, að sú verzlun hefir ekki orðið affarasæl, hvorki fyrir þá nje aðra. Hvað kvennfólks kaupgjald snertir, þykir mjer þar á mót allt öðru máli að gegna, því það er alveg ósanngjarn- lega lítið, og eldir líklega eptir af hin- um óhæfilega gömlu erfðalögum, þeg- ar enginn kvennmaður naut nema helm- ings móts við karlmanninn; því það mun enginn geta neitað því, að marg- ur kvennmaður vinnur á við suma karl- menn, bæði í heyvinnu og margri ann- Iari útivinnu, til dæmis hjá kaupmönn- um á verzlunarstöðum; auk þess sem j þeirra vinna er bæði hagkvæm og 1 hverju heimili ómissandi, svo sem bú-1 verk og mjaltir,. þjónustubrögð, barna meðferð og margt fleira og það eins á helgum dögum sem hinum; þar á mót eru vinnumenn velflestir gjarnast fríir við alla vinnu á helgum dögum. Kvenn- manninum er ætlað helmings fæði við karlmann, og ef það er nærri sanni, sem jeg efa nú stórlega, þá mætti eins taka það til greina í kaupgjaldi henn- ar á móts við karlmannsins. þannig sýnist mjer það fjarri öllu lagi, að gjalda velvirkri og notalegri Jvinnukonu ekki nema 20—30 kr. í kaup um árið, en vinnumanni, sem einungis vill róa og slá, en síður löguðum til snúninga 60 til 100 kr., einkum þegar þess ergætt, að vinnumaður verður naumast haldinn í vist á nokkru heimili eptir landsvenj- unni, án þess að kvennmaður sje til að þjóna honum og matbúa, eins og það er líka við heyvinnu ódrjúgara að hafa eigi samboðna eptirvinnu, það er að segja, kvennmann með karlmanni, til raksturs og heyaðvinnslu. Jeg vil þvf að hver vinnukona, sem kann til utan- og innanbæjarverka, er meðalmáta dug- leg, þrifin og þæg, fái sjálfsagt tvo þriðjunga kaups á móts við vinnumann með sömu hæfilegleikum. J>að þarf síður ráð fyrir því að gjöra um vinnu- konur en vinnumenn, að þær hafi fjenað eða fríheit, sem þeir, enda ætti það heldur ekki að eiga sjer stað. £>ó gæti jeg betur liðið, að góð vinnukona mætti vinna eina viku sjer á vetrardegi, það yrði þó aldrei meira en jafnvægi þess, sem hún vinnur fyrir heimilið fram yfir vinnumann, á helgum dögum. Ann- ars er það eitt af okkar lands óvenjum, hvernig kaupafólki er goldið : að borga hverjum slóðasláttumanni, sem varla kann til heyverka 40 fiska um hverja viku, eins og bændur gjöra, og gagns- og laglegheita manni ekki meir; en kvennmanninum að eins 20 f. eða ein- staka 25 fiska um viku, sem er þó, eins og áður er sagt, bæði nauðsynleg og kostnaðarminni. f>essu sýnist mjer að bændur geti hæglega kippt í betra lag, með því að gjalda einungis þeim beztu og röskustu kaupamönnum 40 fiska um viku og svo niðureptir, því sumir þeirra eiga sannarlega ekki meira en mat sinn og 20 f. um vikuna. J>ví verður ekki neitað, að orðinn er skortur á dyggð og hlýðni hjá sumu vinnufólki og mun nokkur sú orsök þar til, að húsbændurnir sjálfir kunna ekki að stjórna, og er það afleiðing þess, að þeir hafa aldrei lært að hlýða, og þann- ig gengur það koll af kolli—þar til eru nú þau beztu betrunarmeðöl, skólarnir-. barnaskólar og alþýðuskólar. Jeg vil eigi fara að lýsa því kæruleysi og mót- þróa, sem hjúum er nú orðið altítt að sýna húsbændum sfnum, en hins get jeg ekki annað en minnzt, hvað óþrifn- aður og iðjuleysi á víða heima, og ætti hin yngri kynslóð að kappkosta að taka sjer fram um þá anmarka, ekki síður, meðan hún er annara hjú, því það er skilyrði fyrir sannri fram- för og velmegan hennar. Ritað á vinnuhjúaskildaga 1881 af bónda. Yfirrjettardómur: Með dómi kveðnum upp fyrir bæjarþings- rjetti Eeykjavíkur 29. aprílmán. f. á. var Jón landshöfðingjaritari Jónsson dæmdurtil að gjöra Dr. Grími Thomsen á Bessastöðum sem varaforseta hins íslenzka þjóðvinafélags full reikningsskil fyrir fje því, er hann á tímabilinu frá alþingislokum 1877 til al- þingisloka 1879 hefði veitt móttöku fyrir hönd nefnds þjóðvinafjelags, og skila fje því, er það enn þá kynni að eiga í vörzlum hans, og í öðru lagi til að gjöra grein fyrir þeim bókum fjelagsins, sem hann hafði tekið við og skila þeim, sem enn kynnu að vera í vörzl- um hans, hvorttveggja að viðlagðri 5 kr. sekt fyrir hvern þann dag, er hann ljeti fyr- irfarast að fullnægja dóminum. Loks var hann dæmdur til að greiða Dr. Grími Thom- sen 12 kr. í málskostnað. jpessi bæjarþings- dómur, er hinn stefndi hafði skotið til yfir- dómsins til staðfestingar, var staðfestur með landsyfirrjettardómi 19. júlímán. s. á., og var sá landsyfirrjettardómur birtur hinum dómfellda sama dag. Hinn 17. janúarmán. þ. á. fór dómhafandi þess á leit við bæjar- fógetann í Reykjavík, að, með því að hinn dómfelldi ekki hefði fullnægt landsyfirrjett- ardómi, væri að tilhlutun fógetarjettarins gjört fjárnám hjá honum fyrir dagsektum þeim, sem á væru fallnar síðan 12. septem- bermán, — en þann dag voru liðnar 8 vikur frá birtingu yfirrjettardómsins — samtals 630 kr., sem og fyrir þeim 12 krónum, er hann eptir dóminmn átti að greiða í máls- kostnað, og loks fyrir þeim kostnaði, er af lögtakinu leiddi. Fyrir fógetarjettinum hjelt Jón landshöfðingjaritari Jónsson því fram, að hann hefði fullnægt optnefndum lands- yfirrjettardómi og mótmælti því, að fjár- námið færi fram, en með úrskurði kveðnum upp í fógetarjetti Reykjavíkur kaupstaðar 22. janúarmán. þ. á. var krafa dómhafanda tekin til greina og síðan gjört fjárnámíýms- um munum hjá hinum dómfellda fyrir sam- tals kr. 652,40. þessari fjárnámsgjörð hefir nú Jón lands- höfðingjaritari Jónsson áfrýjað til yfirdóms- ins með stefnu dagsettri 8. febr. þ. á., og hefir hann krafizt principaliter, að hin á- frýjaða fógetagjörð verði í heild sinni dæmd ómerk eða úr gildi felld, subsidialiter, að fjárnámsyfirlýsingin verði dæmd ómerk eða úr gildi felld og hinum undangengna úrskurði hrundið og breytt á þá leið, að fjámáms- gjörðin skuli að öllu eða nokkru leyti ekki fram fara, og að þar að auki, ef yfirdómur- inn álítur það nauðsynlegt, að málinu verði vísað heim til nýrrar fyrirtektar í því ástandi, sem það var, þegar úrskurðurinn var kveð- inn upp. Enn fremur hefir hann krafizt, að fjárnámsbeiðandi verði dæmdur til að greiða honum (áfrýjanda) fyrir aðför sína hæfilegar skaðabætur (Tort og Creditspilde) með lOOOkr., eða þeirri upphæð, sem rjett- urinn eða óvilhallir dómkvaddir menn meta, og allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað í hjeraði og fyrir yfirdómi skaðlaust,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.