Ísafold


Ísafold - 25.05.1881, Qupperneq 4

Ísafold - 25.05.1881, Qupperneq 4
44 stendur; það sje lög, er fremur en öll önnur eyði sveitadropum erfiðismannsins, drepi velmegunina og ali ómennskuna. |>að er skaðlegt er í fátækralöggjöf vorri, mun án efa það vera, að hún í raun og veru ljettir sjálfsábyrgðarskyldunni af einstaklingnum, en leggur hana upp á fjelagið; er slíkt eitur í mannlegu fjelegi; það er átumein í líkamleg- um efnum þess jafnmikið og ríkiskirkjan er í andlegum efnum, hún sem tekur að sjer sálarefni hins einstaka með því að áskapa honum allt: kirkjulög, kirkjusiði, kirkju- söngva, kirkjugjöld, kirkjugarða, kirkju- presta, kirkjubænir, kirkjutrú, kirkjulíf og kirkjudauða. Fátækralöggjöfin íslenzka gengur, að minnsta kosti eins og henni er fram fylgt, næst kirkjulögum vorum í öllu því, er síður skyldi. Auðvitað er það, að lög þessi ætti ekki að gjöra ógagn 1 upp- lýstu og sannfrjálsu mannfjelagi, en svo sem fjelag vort enn er, þá ætlum vjer eiga hjer við það, er stundum hefir sagt verið, að »ekki sje kominn tími til að gefa landsmönn- um slík lög». Vjer ætlum að fátækragjaldið hafi hækkað svo afarmjög, af því að eigi hefir mátt gefa mönnum undir fótinn með því að heita styrk úr almennum sjóði. Sjá- um nú til, hve víða fátækralöggjöfin kemur fram til spillingar. Heyrim, hvað Teitur vinnumaður tautar við sjálfan sig : »Nú em eg fulltíðamaður og fer að kvongast, hvað er hver segir; tek heldur 5. partinn úr 10 hundr. koti, flyt heldur inn í sjóbúð, inn í hestús, inn í gren, en að eiga í þessum þræl- dómi hjá öðrum; því að — segir Teitur og bítur á vörina—, »þegar öllu er á botninn hvoflt, þá er það sveitin, en eg eigi, er á- byrgist». það er þannig fátækralöggjöfin, er eyðir vinnuhjúastjettina, og gjörir hjúin bóndanum bæði fá, ljeleg og dýr. það er fá- tækralöggjöfin, er veldur útstykkingu og eyð- ingu jarða, og stendur þannig landbimaðinum mjög fyrirþrifum. f>að er fátækralöggjöfin, er veldur því, að fólk flykkist í verstöðvarn- ar, og hfir þar í eymd og elur börn upp við skrælingjalíf. f>að er fátækralöggjöfin, er íþyngir húsi ekkjunnar og hins föðurlausa, er leggur dugnað og dyggð, ráðdeild ogspar- semi í einelti. f>að er fátækralöggjöfin, er veldur vastri og snúningum, erfiðismunum og áhyggjum í sveitum, freistar til tíundar- svika og annara ólaga og kennir sveitar- stjórum hnýsni. f>að er fátækralöggjöfin, er elur fátæktina mest og bezt. f>að er hún enn fremur, er veldur hrakningum mæðra og barna, og kæfir meðaumkvunina í brjóst- um manna og gjörir mönnum leitt að hlýða á kveinstafi þurfamanna. f>vl að það er hún, fátækralöggjöfin, er—að minnsta kosti verður það svo í framkvæmdinni — greinir eigi gott frá illu, greinir eigi sannan þurfa- mann frá ósönnum, gjörir eigi mun á heilsu og vanheilsu, nje á ráðdeild og ráðleysu, nje á viti og vitleysu. »Sá sem ekki getur sjeð fyrir sjer og sínum« o. s. frv. segir stjórnar- skráin. Bn hve nær verður staðhæft, að fullhraustur maður geti eigi ? Hvað er það sem hann getur eigi, ef hann — vill ? Yæri eigi nær að kosta kapps um, að auka ein- staklingnum krapt bæði innra og ytra með góðu uppeldi og þarfri tilsögn og fagurri frelsisgjöf og fullri sjálfsábyrgð, en að þeyta lúður rangsnúinna brjóstgæða frammi fyrir hálfvilltum lýð og segja: Jafnskjótt og þið getið eigi (= látið svo sýnast sem þið getið eigi) sjeð fyrir jTkkur sjálfir, skuluð þið fá laun af almannafje. Hyað hefir nú alþingi vort gjört, til að afstýra tjóni af lögum þessum ? Fyrir eina tíð eyddi það tíma sínum til að ræða um öreigagiptingar, er nokkrir vildu banna; en síðan fjell mál það niður, sem við var að búast. I annað skipti vildi það taka 1 strenginn með lögum um lausamenn og hús- menn (26. maí 1863). Með þeim lögum mun hafa átt að birgja bóndann hjiium; en lakast hefir þó farið síðan. Svo sem fjelagið fór þar fram á kúgun einstakliugs- ins, svo hefir einstaklingurinn hefnt sín og endurgoldið fjelaginu duglega í sömu mynd. þetta hefði alþingið átt að sjá fyrir. Nú síðast hefir átt að bæta úr skák með nýjum sveitarstjórnarlögum; en allt af sækir í sama horf, og allt bendir til þess, að eitt- hvað sje það í lögunum, er óeðlilegt er og óhollt fyrir þjóðfjelagið, og mun það vera sjálfsagt þetta, að sjálfsábyrgð hins einstaka manns er þegjandi lögð upp á fjelagið. Fyr- ir því viljum vjer bera undir góða menn, hvort eigi mundi tími til kominn að láta hvern heilbrigðan mann sjá um sig sjálfan; og leyfum vjer oss að bera upp fyrir alþingi voru þá tillögu, að úr lögum verði numið sem fyrst að veita styrk úr almennum sjóði öðrum en þeim, er sannir þurfamenn eru, svo sem eru munaðarlaus börn, fjevana gamalmenni og sjúklingar, og að enginn fulltiða, fullhraustur maður geti átt von á styrk úr sveitarsjóði. f>ó viljum vjer láta gjöra undantekningu fyrir þá, erþegar eiga með sig sjálfir, að þeir skuli njóta laga þeirra og venju, er nú er. Væntum vjer þess fastlega, að af slíkri lagabreytingu mundi margur hagnað hafa, en enginn baga. Maður austanfjalls. |>að mun þó reka að öreigagiptingunum fyrir höf., því þó hann geti með lögum girt fyrir, að »Teitur vinnumaður» fái sjálfur styrk af sveit, meðan hann er »fullhraustur«, þá mun reynast erfiðara, að þvinga Teit til að sjá fyrir »munaðarlausum bömum« sín- um, ef þau brestur forsorgun hjá honum. tJtg. AUGLÝSINGAR. f>eir, sem óska að verða fluttir yfir Olfusá á Laugardælaferju eptirfardaga 1881, verða að vera við því búnir, að borga ferjutollinn út í hönd á staðnum. Byrarbakka, 14. maí 1881. Guðmundur Guðmundsson, læknir. — NÝ SENDING AF SOÐMETI (ýmiss- konar kjöti og fiski í dósum) kemur til M. Johannessen. — NORSKA VERZLUNIN. Hjer með kunngjörist almenningi, aðhin íslenzkasam- lagsverzlun í Björgvin hefir selt mjer allar skuldakröfur þær, er hún enn á gagnvart þeim, sem eru eða hafa verið í reikningi við verzlanir hennar hjer í Reykjavík og í Hafn- arfirði, og verður verzlun samlagsins hjer í bænum eptirleiðis haldið áfram í mínu eigin nafni. f>eir sem enn þá eru í skuld við hina fyr- verandi norsku verzlun í Hafnarfirði, er f>orsteinn Egilsson einu sinni veitti for- stöðu, og hinanorsku verzlun hjer í bænum, er fyrst Sigfús Eymundarson og síðar Egill Egilsson og jeg veittum forstöðu, eru því hjer með kvaddir til þess, að semja við mig sem allra fyrst um borgun á skuldum sínum. Reykjavík, 7. maí 1881. Matth. Johannessen. Reikningur yfir tnkjur og útgjöld Alpýðuskólasjóðs- ins i Hrútafirði 1878. Tekjur. 1. Eptirstöðvar 1. jan. 1878. aur_ a, á 4°/o leigu............... 2250 »» b, ógoldnir vextir.............. 57 44 c, peningar hjá undirskrifuðum 53 44 2. a, goldnirvextir(sbr.fylgiskjal 1.) 102 »» b, ógoldnir vextir (sbr'. sama fylgiskjal) ................... 2 »» 3. Gjöf Magnúsar snikkara Arna- sonar í Enni ................ 4 »» — Sophusar J. Nielsenáísafirði 6 »» — Skólak. H. Helgesen Rvík 2 »» Enn fremur....................... 20 »» 2496 88 Útgjöld. Eptirstöðvar 1. jan. 1879. Kr. aur. a, á 4°/« leigu. ............. 2450 »» b, ógoldnir vextir............... 6 21 c, peningar hjá undirskrifuðum 40 67 2496 88 Borðeyri, 1. jan. 1879. P. F. Eggerz. f>enna reikning höfum við yfirfarið á- samt fylgiskjölum, og finnum ekkert við hann að athuga. T. Bjarnason. Finnur Jónsson. — Hjer með vil jeg gjöra heyrum kunn- ugt, hinum tilnefnda til maklegs heiðurs, og öðrum til góðs eptirdæmis, að Sigurður Kristjánsson, prentari i Reykjavík, hefir á næstliðum vetri sent okkur hjónum 50 kr. i gulli, sem hann tók jafnframt fram, að ætti að vera þakklætisvottur sinn, fyrir meðferð og umönnun á f>órdísi sál. ömmu hans, er dó hjá okkur á næstliðnu hausti; einkum tjáði hann það innifalið í því, að við hefðum haldið hana fyrir lítið og harðsótt meðlag, og að öðru leyti samið við hann um að sjá um, að hún ekki yrði flutt á sinn ískalda jökulhrepp, hvar hún átti fram- færslu að lögum; þetta kunni hinn veglyndi sonur vel að meta, og ljet það líka sannast, að hann elskaði ekki einungis með orði og tungu, heldur í verki og sannleika, og vil jeg þar með opinbera, að nefndar 50 kr. áttu frá hálfu hins velnefnda Sigurðar ekkert að afplána þær skyldur, er hinni látnu gátu borið sem sveitarómaga, sem ýmsir hafa máske haldið. Skiphyl, í maí 1881. Sigurður Jónsson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.