Ísafold - 14.07.1881, Blaðsíða 4
68
stæðum. Fellt frá 2. umræðu 11.
júlí með 16 atkv.
13. Frumv. t. 1. um nýtt læknishjerað í
Flateyjarhreppi á Breiðafirði, er nái
yfir Vestureyjar, Hjarðarnes, Múla-
nes, Svínanes og Bæjarnes (fráþ.m.
Barðstrendinga).
14. Frv. t. 1. um eptirlaun handa land-
lækni og forstöðumanni læknaskól-
ans Dr. Jóni Hjaltalín (frá þingm.
Reykvíkinga): Frumvarpið fer fram
á að Hjaltalín fái, er hann fær lausn
frá embætti, full laun, 4800 kr. í
eptirlaun. F ellt.
15. Frv. t. 1. um löggilding verzlunar-
staðar við Kolbeinsárós í Skaga-
firði (frá þingmönnum Skagfirðinga).
16. Frumvarp til landamerkjalaga frá
þ.m. Dalamanna. Nefnd sett 11.
júlí: Guðm. Einarsson. Benedikt
Sveinsson. Lárus Blöndal. þ>orlák-
ur Guðmundsson. Jón Jónsson.
17. Frv. t. 1. um friðun fugla (frá þ.m.
Barðstrendinga).
18. Frv. t. 1. um aðflutningsgjald af alls
konar kaffibæti, svo sem möluðu
kaffi, kaffirót Exportkaffi. Af öllu
slíku skulu af hverju pundi goldnir
10 aurar (frá þm. Borgfirðinga).
19. Frv. t. 1. um bann gegn innflutningi
á útlendu kvikfje, sauðfje, nautum,
hestum (frá Jóni Olafssyni, Bene-
dikt Sveinssyni, Jóni Jónssyni).
20. Frv. t. 1. um breyting á tilskipun
um stofnun búnaðarskóla dags. 12.
febr. 1872 frá þingmönnum Skag-
firðinga. I.andshöfðingi ákveði fyrir-
komulag búnaðarskólanna eptir sam-
komulagi við amtsráðin; en til að
borga með kostnaðinn við búnaðar-
skólana á eptir frumvarpinu að jafna
niður 10 aurum á hvert jarðarhundr-
að í landinu eptir jarðabókinni 1861,
og skulu ábúendur greiða gjald þetta.
21. Frumvarp til laga um lán handa
búfræðingi Sveini Sveinsyni til
stofnunar búnaðarskóla. Sveinn fái
allt að 25,000 kr. lán úr landssjóði,
leigulaust í 10 ár, en síðan greiði
hann árlega vexti 4”/«' og 1000 kr.
til afdráttar láninu unz það er allt
endurborgað. í veð setji hann jörð
þá, er hann kaupir til skólastofnun-
ar og alla áhöfn hennar. Hann
skal skyldur til að taka til
kennslu í búnaðarfræði að minnsta
kosti 10 lærisveina á ári gegnhæfi-
legri borgun, sem landsstjórnin á-
kveður (flutningsm. þingm. Reyk-
víkinga).
22. Frv. 1.1. um breyting á 1. og 2.gr.
laga um stofnun læknaskóla í Rvík
11. febr. 1876 (frá þingm. Barð-
strendinga). I.andlæknisembættið af
nemist, en heilbrigðisráð komi í stað-
inn. Forstöðumaður læknaskólans,
sem jafnframt er formaður ráðsins,
hafi í laun 4000 kr.
23. Frv. t. 1. um leysing á sóknarbandi
(frá A. Ó., J>. B., Fr. St., J. Ó.).
Hverjum fermdum 16 vetra manni
skal eptir frumvarpinu heimilt að
kjósa sjer annan prest en sóknar-
prest sinn, enda sje prestur sá skip-
aður yfir einhvern söfnuð.
24. Frv. t. 1. um stofnun búnaðarskóla
á Hólum í Hjaltadal (frá þingmönn-
um Skagfirðinga).
í efri deild alþingis hafa þessi
frumvörp verið tekin fyrir:
1. Frumvarp til laga um víxlbrjef fyrir
ísland. Frumv. þetta er að mestu
samhljóða víxlbrjefalögum fyrir Dan-
mörku 7. maí 1880 og sams konar
lögum i Svíaríki og Norvegi, sem
sarnin hafa verið eptir samkomulagi
milli þessara þriggja ríkja. Nefnd
kosin : M. Stephensen, E. Ásm., A.
Thorst., Ben. Kristj., Sighv. Árnas.
2. Frv. til laga um víxlbrjefamál og
víxlbrjefa-afsagnir. Frumv. vísað til
sömu nefndar, er kosin var í málinu
næst á undan.
3. Frv. t. 1. um sjerstaka borgun handa
hreppstj. og öðrum, sem fremja rjett-
argjörðir. þar er tekið fram, hvað
þessum mönnum skuli gjalda fyrir
hvert einstakt verk, og er með frv.
þessu úr gildi numið það, sem fyrir
er mælt í aukatekju-reglugj. fyrir
rjettarins þjóna 10. sept. 1830, VIII.
kap., 63.—75. gr., þar sem hreppstj.
þykja veitt óhæfilega lítil laun eptir
því, hvernig til hagar nú. Nefnd
kosin: Sighv., Stef. Eir., E. Ásm.
4. Frv. t. 1. um að sjerhver prestur, sem
gengur í hjónaband, og hver kvong-
aður maður, sem, eptir að lög þessi
öðlast gildi, fær veitingu fyrir brauði
eða nýtt brauð, skuli skyldur að sjá
ekkju sinni borgið með fjárstyrk ept-
ir sinn dag, en þó skal hann vera
laus við þessa skyldu, ef hann hefir
gipzt eptir að hann varð sextugur að
aldri. Einnig skal stofna sjerstakan
sjóð, sem sje samtengdur landssjóði,
og sem nefnist prestsekknasjóður; skal
í þann sjóð borga og úr honum greiða
öllþaugjöld, er snerta fjárstyrk, sem
prestsekkjum er sjeð borgið með.
Nefnd sett: P. Pjetursson, S. Melsteð,
Ben. Kristjánsson.
5. Frv. t. 1. um aðra flokkaskipun á
prestaköllum landsins. Skal eptir
þessu frv. prestaköllum landsins ept-
irleiðis skipt í:'
brauð í 1. flokki með tekjum yfir
i,8oo kr.
— - 2. — með tekjum yfir
1,200 til 1,800.
— - 3. — með 1200 kr. tekj-
og þar undir.
Konungur veitir brauð í 1. flokki, en
landsh. veitir eptir uppástungu bisk-
ups brauðin . í hinum tveimur flokk-
unum.
Með lögum þessum veitist ráðgjaf-
anum fyrir Isl. heimild til að gjöra
ráðstöfun um, að brauðamatsgjörðin
frá 1868 verði endurskoðuð svo fljótt,
sem orðið getur. Frv. þetta breytir
tilsk. 15. desbr. 1865, 1. og 2. gr.
Nefnd kosin : Jón Pjetursson, Bened.
Kristj., Einar Ásm.
6. Frv. t. 1. um að Garpsdals prestakalli
í Barðastr. prófastsd. leggist 200 kr.
á ári úr landssj. Vísað til nefndar-
innar í prestakalla málinu.
7. Frv. t. 1. um að stjórninni veitist heim-
ild til að selja ábúendunum eptir-
fylgjandi þjóðjarðir :
1. Vik í Dyrhólahreppi fyrir 7,370 kr.
2. J>verá í Kleifahreppi fyrir 1,727 kr.
3. Hlíð í Leiðvallahreppi fyrir 1,960 kr.
4. Bolhraun í sama hreppi, með til-
heyrandi reka, fyrir 1,240 kr.
Kosin 3 manna nefnd : Árni Thorst.,
Ásg. Einarss. og Stef. Eiríksson.
8. Frumv. t. 1. um að greiða 25 aura
gjald til landssjóðs. fyrirhvern regis-
terton af rúmmáli skipsins fyrir á-
teiknun þeirra skjala, er kaupskipi eða
fiskiskipi fylgja ; gjaldið skal greitt á
þeirri höfn, er skipið kemur fyrst
við á íslandi. Komi skipið við á
fleiri höfnum, skal ekki greiða frek-
ara gjald. — Með þessu frv. er úr
gildi numið : Opið brjef 28. desbr.
1836, 9. gr. — Nefnd kosin: Árni
Thorsteinson, M. Stephensen og Stef.
Eiríksson.
Fornleifafjelagið
hefir látið Sigurð Vigfússon í næstliðn-
um júní rannsaka fornmenjar í Breiða-
firði, hefir hann grafið þar upp 2 hoý-
tóttir, aðra í Ljárskógum, var hún 88
fet á lengd, en 50 fet á breidd. Hin
var á Rútsstöðum (sbr. Laxdælu 66. k.)
var hún 60 fet á leingd en 20 fet á
breidd, höfðu báðar þessar hoftóttir öll
sömu aðaleinkenni og blóthúsiff á jþyrli,
sjá Árbókfornleifafjelagsins 1880—1881.
Einnig hefir hann grafið í 4 fornmanna-
hauga, sem menn vita af sögunum
hverjir hafa átt, og er þar á meðal
haugur Arnkels goða, sem er 46 fet í
þvermál, en ekki var leitað í þeim öll-
um fullkomlega vegna klaka. Líka
hefir hann rannsakað forna þingstaði
og örnefni öll, á því svæði er hann fór
yfir, einnig hefir hann fengið marga
gamla hluti til forngripasafnsins, ná-
kvæm lýsing af þessari ferð er ætlast
til að komi í næstu Árbók fornleifa-
fjelagsins.
Sltýrsla yfir forngripasafn íslands,
hefir vantað eins og kunnugt er síðan
1870, núhefur Sigurður Vigfússon sam-
ið skýrslu á næstliðnum vetri yfir mik-
inn hluta þessa tímabils, og hefir deild
bókmentafjelagsins á íslandi tekið til
prentunar fyrir það fyrsta eitt hefti,
sem verður 5—6 arkir, og er nú prent-
smiðja ísafoldar byrjuð á henni.
Forngripasafnið
verður ekki sýnt um næstkomandi mán-
aðar tímabil eða lengur, þar nú á að
fara að flytja safnið í hið nýja þing-
hús. Niðurröðunin tekur langan tíma,
með því að skápa og önnur áhöld
vanta að mestu enn.
S. Vigfússon.
— þeir Vídalín & Eggerz hafa fyrir
þriðjung farms tekizt á hendur að bjarga
farminum úr hinu amerikanska timbur-
skipi, sem liggur strandað við J>órs-
höfn í Höfnum.
— Nýkomið er herskip frá Ameríku
til að leitaað skipi því, er útgefandi New
York Heralds sendi til Norðuríshafsins
1879, en ekkert hefir spurzt til síðan.
— Sömuleiðis er ríýkomin lystiskúta
frá Liverpool.
Camoens fór hjeðan 8. þ. m. með
talsverðu af Mormónum og Mormóna-
efnum og mögrum hrossum.
Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil.
Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.