Ísafold - 06.08.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.08.1881, Blaðsíða 4
80 lánið nær sem þeir vilja og geta. — Skilji þeir, sem skilið geta. — „Fróði“, sem nú má heita „að sendur“ sjálfur, hefir „að sent“ greinar- korn inni að halda gegn meinlausri grein i „ísafold“ um hinn svo kallaða „Norðlingafloklc11. þ>að er að heyra á „Fróða“, að þótt Norðlingar sjeu ekki nema 8 að tölu á þingi, þá muni þeir hvergi hræddir hjörs í þrá við hálfu fleiri Sunnlendinga. En það vill nú svo til, að það er enginn vígahugur í þeim manni, sem „Fróði“ kallar Víga-Glúm, sízt sjerstaklega sunnlenzkur vígahugur. Við einu býst hann þó, og það er það, að Norðlingar af göfuglyndi sínu ætli honum í fjárlögunum eitthvert lítilræði í nafnfesti. pað mætti, ef til vill, taka það af einhverjum hálaunuðum. lltlendar frjettir. Fi’ökkuin gengur heldur erfitt í Afríku. f>ví þótt þeir, í fljótu áliti, hafi unnið sigur í Tunis, brennt borg- ina Sfax, o. fl., þá virðist ástandið þó ekki sem trúlegast. Jafnframt hafa ara- biskar kynkvíslir í Alzír, undir forustu Bu-Amema gjört uppreisn gegn Frökk- um, drepið menn fyrir þeim, tekið far- angur frakkneskra herflokka, og æst aðrar arabískar kynkvíslir, sem hingað að hafa verið stjórn Frakka hollar, til einhverskonar trúarbragða stríðs gegn stjórninni. Segja Frakkar svo sjálfir, að í þeim miklu hitum. sem nú ganga í Alzír (410 C.) sjeu engin tiltök að vinna á mótstöðumönnum sínum, en að alvarlegar aðgjörðir verði að bíðavetr- ar. Stendur þá til að víggirða landa- mæri Alzíríu gagnvart Marokko, og láta herflokka halda vörð hjer oghvar í hinu svonefnda Schott- (saltsjóa) hjer- aði. fessu hefir Saussier hershöfðingi fyrir skömmu lýst yfir. Sumir kenna Grevy landshöfðingja, bróður yfirstjórn- ara Frakklands, um þessa uppreisn, en hvort það er annað, en tilraun til þess að skaða formann hinnar frakknesku stjórnar, er óhægt að segja. Glarfield, formaður Vestrheimsmanna er nú aptur orðin heill heilsu. Bis- mark er lasinn, og dvelur við heilsu- brunninn í Kiessingen. Á írlandi eru sömu óeyrðirnar, þó ber minna á morðum og gripdeildum til sveita. En í staðinn slær kaþólskr- ar trúar mönnum þeim mun optar sam- an við prótestanta. Á þingi Breta gjör- ir guðleysinginn Bradlaugh enn á ný ráð fyrir að taka sæti, en enginn efi er um, að hann muni þá enn einusinni verða tekinn fastur. Ekki eru land- búnaðarlög Ira enn þá útrædd, en þó er, þrátt fyrir mótstöðu og brögð Par- nells og hans sinna, búið að samþykkja nokkrar greinir í frumvarpinu. 1 Danmöl'ku áttu nýjar kosningar tij ríkisþingsins fram að fara þann2Ó.júlí, og leit helzt út fyrir, að þær mundu líkar hinum fyrri. Æsingar skortir ekki á báðar hliðar, og hvor flokkur- inn átelur annan vægðarlítið. Er ekki hægt fyrir að sjá, hvar þetta þras tek- ur enda, hvort það leiðir til stjórnar- breytingar eða stjórnarskrárbreytingar. Eitt er víst, að grundvallarlög Dana hafa ekki að inni halda nein úrræði, þegar deildum slær saman, og þá ræð- ur enginn við, nema sá, sem mest hefir valdið, og porir að nota pað. þ>etta er bágborið ástand. Stöiþiiig' Norðmanna hefir með öll- um atkvæðum, gegn 14, hafnað tillögu um að lækka lífeyri konungs, en með 67 atkvæðum gegn 43 fellt uppástungu um að hækka framlagseyri til konungs- efnis, sem vonum bráðar ætlar að kvong- ast, og sem því var beðið um viðbót fyrir. Er því umkennt, að meiningar- munur er í pólitískum málefnum milli þingsins og stjórnarinnar. Khöfn, II. júlí 1881. I.átizt hefir í dag Wilhelm Sigurd Topsee, ritstjóri Dagblaðsins, cand. ju- ris, maður á bezta aldri, að eins fertug- ur. Flann var talinn einna fremstur danskra blaðamanna og efnilegur skáld- sagnahöfundur („Jason“,,,Nutidsbilleder“ o. fl.). Móðurkyn hans er íslenzkt(?). Banameinið var hálsveiki (diphtheritis), er komin er upp í sumarvistarþorpun- um hjer út með Eyrarsundi, all-mann- skæð. -— Enn fremur andaðist hjer í morgun frú Elizabeth Jerichau-Baumann, allmikill snillingur í pentlist, upprunnin frá Póllandi, en af þýzku kyni. Hún var rúmlega sextug að aldri. Haí'íss-jakafiurður í Atlantshafi með ströndum Nýfundnalands hefir í manna minnum aldrei verið eins mikill eins og á þessu sumri. í byrjun júlímánaðar var ísinn kominn að 400 n. br., og frá klettunum við St. Johns sáust isjakar, sem voru 2000 fet á lengd og 500 fet á hæð. — Hinn 1. dagjúnímán. þ. á. andað- ist að Dagverðarnesi í Dalasýslu Sklíli sýslumaður Mag'ixiissou, rúmra 39 ára gamall (fæddur 5. dag janúar 1842) og hafði hann þá legið rúmfastur allt að mánaðartíma. Skúli tók stúdentspróf við lærða skólann í Reykjavík árið 1862 með bezta vitnisburði, sigldi samsumars til háskólans í Khöfn og tók vorið ept- ir (í júní 1863) próf í forspjallsvísindum með ágætum vitnisburði. Fór hann þá þegar að lesa undir embættispróf í lög- fræði; en stórkostlegur efnaskortur olli því, að hann varð að hætta við nám sitt innan skamms; fór hann þá til Jótlands og hafði þar eigi að eins ofan af fyrir sjer með barnakennslu, heldur lagði og nokkuð fje fyrir, svo að hann með því er hann átti afgangs og með aðstoð góðra manna í Danmörku, er hann komst í kynni við, gat aptur farið til Kaupmannahafnar og tekið að stunda lögfræði; lauk hann þá námi sínu á mjög stuttum tíma, svo að hann í janú- armánuði 1869 tók fullkomið lærdóms- próf í lögvísi við háskólann með góðri meðaleinkunn (haud illaudabilis). Eptir það fór hann út til íslands um vorið 1869 ogvar á skrifstofu land- og bæjar- fógetans þangað til honum um vorið 1871 var veitt Snæfellsness-og Hnappa- dals-sýsla. Árið 1877 var honum veitt Dalasýsla. Skúli heitinn var flugskarp- ur maður, prýðilega að sjer í ýmsum fræðigreinum og góður drengur. Hann mátti heita þrotinn að heilsu síðasta ár- ið, sem hann lifði. 716. Konunglegt umboð (Com- mlssorium). Jón landshöfðingjaritari Jónsson hefir nú fengið konunglegt um- boð til þess að dæma í málum út af broti á veiðivjelum kaupmanns Thom- sens í Elliðaánum gegn yfir 30 söku- dólgum, þar á meðal þorbjörgu yfir- setukonu Sveinsdóttur, Kristni í Engey, Sæmundi á Elliðavatni, o. s. frv. SölllU- leiðis er lionum með sama umboði falið, að liefja raunsókn gegn Krist- jáni sýslumanni Jónssyni fyrir em- fisettisfærslu lians í Elliðaáamálunum. LEIÐRJBTTING. í síðasta blaði ísafold- ar, 75. slðu, 2. dálki, 27. h'nu að ofan les- ist: kvartinn og kvintinn stór og lítil tónbil eins og höf. segir. AUGLÝSINGAR. KVENNASKÓLINN í REYKJAVIK. Næstkomandi vetur (frá 1. okt. til 14. maí) er áformað, að tilsögn verði haldið áfram í skólanum, eins og að undanförnu. Verður því móttaka veitt konfirmeruðum, efnilegum ogsiðprúðum stúlkum, og getaþær semvilja fengið bústað og fæði í skólahúsinu. Til- sögnin verður ókeypis bæði til munns og handa og í sömu námsgreinum eins og hing- að til, þó mun í hannirða-bekknum meiri tíma varið en áður til fatasaums. þeir, sem vilja koma dætrum sínum í skólann, eru beðnir að snúa sjer til mín sem allra fyrst. Reykjavík, 25. júlí 1881. Thóra Melsteð. Tómar eikartunnur járnbentar (undan hörðu steinkalki) fást keyptar hjá mjer fyrir 2.50, 2.75 og 3 kr. Rvík, 5. ág. 1881. Sigm. Guðmundsson. Góður nýr »Magazín«-ofn fæst keyptur hjá mjer einungis vegna þess, að hann er of stór í herbergi það, sem hann átti að vera í. Rvík, 5. ág. 1881. L. A. Knudsen. Jeg undirritaður tapaði nýl. hryssu ljósri að lit, heldur litilli, 5 vetra, alveg afrakaðri, aljárnaðri, með óljósu marki: bita a. vinstra. Jegbið hvernþann, er hittir þessa hryssu, að komahenni til mín fyrir sanngjarnaþóknun. Miðholti við Rvík, 1881. pórður pórðarson. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.