Ísafold - 13.09.1881, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.09.1881, Blaðsíða 3
91 Nr. i—6, sem umboðsmanni hins stefnda, hinn 12. febr. 1880. b. Málhöfðað gegn landshöfðingja- ritaranum af tjeðum bæjarfógeta til endurskilunar skjölunum með kæru dags. 12. apríl 1880 og dómsstefnu 21. s. m., og dómur kveðinn upp í bæjarþingsrjetti af settum dómara, sýslum. Kristjáni Jónssyni, hinn 24. júní 1880, sem skyldar landshöfðingjaritarann til að skila skjölunum að viðlagðri 3 kr. daglegri þvingunarsekt, og til að greiða málskostnað 1 o kr. c. Staðfestingardómur yfirdómsins kveðinn upp 4. okt, 1880, og landshöfðingjaritarinn dæmdur í málskostnað 15 kr. 3. í málinu : Jón Pálsson gegn Páli Eyjólfssyni. a. Samkvæmt staðfestri útskript úr bæjarþing'sbók Reykjavíkur- kaupstaðar veitti landshöfðingja- ritarinn viðtölcu skjölum málsins Nr. 1—6 af hendi dómarans, bæj- arfógeta E. Th. Jónassens hinn 12. febr. 1880. b. Mál höfðað gegn landshöfðingja- ritaranum af tjeðum bæjarfógeta til endurskilunar skjölunum með kæru dags. 12. apríl 1880 og dómsstefnu 21. s. m., og dómur upp kveðinn í bæjarþingsrjetti af settum dómara, Kristjáni sýslu- manni Jónssyni, hinn 24. júní 1880, sem dæmir landshöfðingjaritar- ann til að skila skjölunum að við- lagðri 3 kr. daglegri þvingunar- sekt, og til að greiða málskostn- að 1 o kr. c. Staðfestingardómur yfirdómsins kveðinn upp 4. okt. 1880 og lands- höfðingjaritarinn dæmdur í máls- kostnað til bæjarfógeta 15. kr. II. Meðferð landshöfðingjaritarans á skjölum og fje þjóðvinafjelagsins. Málið Dr. Grímur Thomsen (sem varaforseti |>jóðvinafjelagsins eptir áskorun forseta þess, alþingismanns Tryggva Gunnarssonar) gegn lands- höfðingjaritara Jóni Jónssyni út af vantandi skilagrein fyrir skjölum og fje fjelagsins. a. Kæra dags. 15. marz 1880 og dómsstefna 30. s. m., og dómur kveðinn upp í bæjarþingsrjetti hinn 29. apríl 1880, sem dæmir landshöfðingjaritarann til að gjöra: 1. fullnaðarskil, 2. að láta af hendi bækur og eldri reikninga undir 5 kr. dagl. sekt. b. Staðfesting'ardómur yfirdómsins kveðinn upp 19. júlí 1880, og málskostnaður dæmdur á hendur landshöfðingjaritaranum. Að þessi útdráttur sje rjettur eptir hlutaðeigandi skjölum vottar E. Th. Jónassen. Nú sem nefndin hefir fengið í hend- ur málsgögn þau, er hún á þessum stutta tíma gat hugsað sjer að fá, leyfir hún sjer að láta í ljósi álit'sitt um mál- ið í heild sinni, þótt hún hafi eigi tíma til að koma fram með svo ítarlega rök- semdaleiðslu, sem hún annars hefði vilj- að. Fyrst er þá að athuga efni hins konunglega umboðsskjals og lýsa efni þess og aðalatriðum með fám orðum. Eptir umboðsskjalinu skal hefja opin- bera málssókn gegn 33 nafngreindum mönnum og dómsorði á lúka. Ollum þessum mönnum er gefið að sök brot gegn 108. og 298. gr. hegningarlaganna, en sumum þeirra að eins gegn annari- hvorri þeirra. Auk þessa slcal hefja rannsókn gegn hjeraðsdómaranum í Kjósar- og Gullbringusýslu út af orð- um, er hann kvað sagt hafa við kistu- brotsmennina 25. júlí 1879, svo og ann- að atferli hans viðvíkjandi kistubrotun- um. Rannsóknardómaranum er rjett að setja dóm í þinghá hverri og á hveij- um stað, er hann vill á íslandi, og er sjerhverjum manni skylt að fara til dóm- þingsins, hvað sem varnarþingi hans líð- ur, ef hann er staddur í þinghánni, og eigi lengra frá dómstaðnum en 3 mílur. Nú ef hinum konunglega umboðsdóm- ara sýnist, að aðra fleiri menn þurfi að taka undir rannsak en þá hina nefndu 33 menn, skal hann snúa sjer til lands- höfðingjans til að fá aukið umboð sitt. Hið konunglega umboð er falið ritara landshöfðingjans, Jóni Jónssyni. í slíkum málum, sem hjer um ræðir, er konung- legt dómsumboð fullkomin nýlunda hjer á landi, að fornu og nýju, og er ný- lunda þessi því kynlegri, sem vjer nú höfum fengið stjórnfrelsi. Til þessa hljóta að liggja sjerleg rök og tilefni, enda er það og svo, og vill nefndin stuttlega benda á hin helztu þeirra. í áliti frá nefnd þeirri, er neðri deild al- þingis 1879 setti til að rannsaka, hvort laga um friðun á laxi hafi verið gætt o. s. frv., er greinilega skýrt frá öllum gangi laxveiðamálsins í Elliðaánum fram til þess tíma (alþingistíð. 1879 I. 433—449). og bæði nefndarálit þetta og umræðurnar um málið í neðri deildinni, sýna ljóslega skoðun þingdeildarinnar á málinu og skilning hennar á laxfrið- unarlögunum n.maí 1876. Síðan mun ekki kistubrot annað hafa fram farið, en það, er gjörðist 5. til 6. júlí f. á. Taxfriðunarlögin 11. maí 1876 hafa, að því er snertir Elliðaárnar einar, verið ýmislega skilin af embættisvaldinu og dómendunum, sem kunnugt er. Oss finnst skilningur lagaþessara næstaljós, þá hann er rakinn eigi andalaust eptir beinum orðum laganna.- Orðin í 7. gr. laganna: „ólögmæt veiðiáhöld skulu upptæk og ólöglegir veiðigarðar óhelg- ir“ hafa valdið talsverðum ágreiningi. Oss virðist auðsætt, að orðin „ólögmæt“ og „ólöglegir“ líti beinlínis til ákvæð- anna í 1.—5. grein sjálfra laganna. Orð- ið „upptæk“ verður hjer að takast í sömu merking, sem það er haft í 2. gr. laga 12. nóv. 1875 um þorskneta- lagnir i Faxaflóa. |>ví nefndin getur eigi fundið hina minnstu ástæðu til að œtla, að hinn sami löggjafi hafiásama tíma og um samkynja rjettindi, þ. e. laxveiði og þorskveiði, haft hið sama orð: „upptæk“ í ólíkri merkingu. Um þýðingu orðsins: „óhelgur“ eður „ó- heilagur11 setjum vjer hjer vottorð hins hálærða málfræðings dr. Jóns J>orkels- sonar, er hljóðar þannig : „Af orðinu óheilagur þekki eg þess- ar merkingar í fornu sögu- eða laga- máli: 1. ófriðheilagur, rjettlaus, sem engar bætur verða krafðar fyrir, þó að skemmdur, meiddur, drepinn eða eyddur sje ; haft bæði um persónur og hluti. — 2. vanheilagur eða van- helgaður. — c/8 81. Jón þorkelsson. í annan stað skulum vjer og til færa nokkra lagastaði úr lögbók vorri til stuðnings merking þessari. Landslb. 22. kap. „ok er þó óheilagt heyið og engið“, „síðan er óheilagt heyit ok svo engit fyrir þeim, er jörð á, og svo garðurinn ef eigi er hlið á“. Landslb. 23. kap. „Ella er heyit óheilagt við búfje“, „þá er hey þat óheilagt, þegar fje kemst yfir“. Landslb. 24. kap. „ok óheilagar stíflur hans allar við broti, þó á sjálfs hans landi sje“. Landslb. 33. kap. „þá er sá garður ó- heilagur við broti fyrir þeim, er þar þurfa að fara, hvort sem þeir fara virkan dag eða helgan“. Landslb. 4i.kap. „en land óheilagt við beit granna hans“. Kaupab. 3. kap. „Nú standa menn fyrir og verja með oddi og egg, þá falla þeir allir útlægir og óhelgir, er fyrir standa“ (sbr. 41. gr. hegningarlag- anna). J>að er kunnugt, að ráðgjafabr. 26. maí 1877 (Stj.tíð. B. 76., 95. bl.) hefir valdið ágreiningnum um skilning lag- anna 11. maí 1876, hvað snertir veiði- rjett Thomsens kaupmanns i Elliðaán- um. En tildrögin og tilefnið til þessa ráðgjafabrjefs eru að finna, fyrstfbrjefi landshöfðingjans til ráðgjafans, dags. 1. okt. 1875, er auðugt er af misskilningi á lagafrumvarpinu, og þá eigi síður í öðru brjefi landshöfðingans til ráðgjaf- ans, dags. 8. maí 1877 (alþ. 79. I. 434. —5. bls.). í brjefi þessu er afsalsbrjef D. Thomsens fyrir laxveiðinni í Elliða- ánum, dags. n/12 1853, rangfært: 1. með því að sleppa alveg tiltekning og takmörkum laxveiðasvæðis þess, er hon- um var selt. J>ar sem í brjefi lands- höfðingja er alveg sleppt út úr þessum meginorðum afsalsbrjefsins: „meerbe- meldte Laxefiskerie i Elliðaaaen fra den store Foss ved Gaarden Árbæ, Stórahyl kaldet, og indtil udenfor Elvens Munding etc.“ 2. með því að sleppa enn fremur þeim atriðisorðum úr af-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.