Ísafold - 13.09.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.09.1881, Blaðsíða 4
92 salsbrjefinu, að kaupanda sje rjett að hagnýta sjer laxveiðina samkvæmt lax- veiðalögum landsins, þeim er nú eru eða síðar sett verða. 3. með því að bæta inní orðunum: „Herligheder og“, sem ekki eru til í afsalsbrjefinu. þ>etta heimildarlausa innskot er því þýðingar- meira, sem orðið „Herligheder11 merkir eigi að eins á voru máli gögn og gæði, heldur og ítök. 4. með því missögli, að í hæstarjettardómi (ie/2 75. sjáDóma- safn 75, 66. bls.) segi, að veiðirjetti jarðanna upp með Elliðaánum hafi við sölu þeirra verið aptur haldið („tilbage- holdt“), og með öðru fleira þvílíku. Nú er það ein af megingreinum landbún- aðarlaga vorra, að veiði öll fylgir landi „nema með lögum sje frá komin“, og þarf því hjer að koma fram sönnun þess, að við sölu jarðanna sje veiði- rjetturinn undanskilinn í afsalsbrjefun- um sjálfum, eða á annan lögmætan hátt frá kominn jörðunum. Nefndin leiðir hjá sjer, að lýsa anda og blæ, missögnum og misskilningi, á- sökunum og ákærum þeim, er lýsa sjer sjálf meir eða minna í nokkrum af brjef- um þeim, er hjer eru prentuð að fram- an í nefndarálitinu. Nefndin lætur sjer nægja, að hafa leitt þessi skjöl fram fyrir augu þingmanna og almennings, og leggur þau í dóm þeirra. Neðri deildin hefir tekið málið að sjer 1879, til þess að vernda helgi laganna, tign dómstólanna í landinu og rjettindi lands- manna gegn ráðríki og skriffinsku inn- an lands og gegn bakslettum og undir- róðri við stjórnina í Danmörku. Nefnd- in treystir því fyllilega, að neðri deild alþingis sjái gjörla, að hún gætir bezt sóma síns með því að vernda vandlega allt hið fyrtalda nú og framvegis. Nefndin hlýtur að benda deildinni til þess, að henni þykir það eigi vel við eiga, að landshöfðingi skuli hafa útveg- að einmitt ritara sínum þetta konung- lega umboð, eigi svo sakir mannsins sjálfs, því hann er að minnsta kosti í sumum greinum harðla frjálslyndur maður, sem sakir hins, að hann er sem landshöfðingjaritari háður landshöfð- ingja. í annan stað er og á það að líta, að ritarinn á í málaþrasi við ýmsa háttstandandi menn (sjá 10. skjal), svo sem landshöfðingja hlýtur að vera kunn- ugt, og liggur því nærri að skilja út- vegun hinnar konungl. umboðsskrár ritaranum til handa nálega sem stork- un gegn þessum mönnum af hálfu lands- höfðingja. Að lyktum hlýtur nefndin að leiða alvarlega athygli deildarinnar að því meginatriði málsins, að hversu ýmislega sem menn svo skilja laxfriðunarlögin 11. maí 1876, og hverjum augum, sem menn svo líta á laxveiðirjett Thomsens kaupmanns í Elliðaánum gagnvart veiði- rjetti hinna jarðanna upp með ánum, þá stendur það þó stöðugt, að meðan enginn fullnaðardómur er genginn um veiðirjett Thomsens kaupmanns og jarða þessara í tjeðum ám, verður eigi rjetti- lega skorið úr því með dómi, hvort kistubrotsmenn hafi brotið gegn 298. gr. hegningarlaganna, eður sjálftæki (Selvtægt) haíi átt sjer stað af þeirra hendi. En þetta er mjögsvo hiðsama sem, að hvorki verður hinn eðlilegi málatilbúnaður fundinn, nje heldur sekt eður sýkna kistubrotsmanna og annara veiðimanna rjettilega ákveðin með dómi, áður en genginn er dómur um veiði- rjettinn í Elliðaánum. í þessari grein er nefndinni það sannarlegt gleðiefni, að geta lagt fram fyrir hina heiðruðu deild nokkur skjöl (sjá 8. og 9. skjal og fylgiskjal A.), er virðast að benda í líka átt, sem nú var sagt. þ>ess ber að geta, að landshöfðingjaritarinn hefir látið þetta álit sitt í ljósi, eigi sem valda- laus maður, heldur sem skipaður mála- flutningsmaður (8. og 9. skjal), og síð- an sem skipaður rannsóknardómari í Elliðaármálunum. Af íhugun málsskjalanna og af á- stæðum þeim, er teknar hafo verið fram, leyfir nefndin sjer að koma fram með: T i 11 ö g u til þingsályktar. Neðri deild alþingis ályktar: I. að skora á ráðgjafa Islands. 1. að framkvæmd hinnar konunglegu umboðsskrár 1. júlí 1881 verði frestað þar til fullnaðardómur er genginn um veiðirjett þjóðjarðar- innar Hólms og kirkjujarðarinnar Breiðholts í Elliðaánum gagnvart veiðirjetti H. Th. A. Thomsens kaupmanns, og um heimild nefnds kaupmanns til að þvergirða Elliða,- árnar. 2. að til þess að meðhöndla og dæma þetta mál, verði skipuð dómnefnd, er laxfróður maður í siti, og dæmi hún málið á staðnum. II. að kjósa úr sínum flokki 2mennmeð því umhoði, að framfylgja áskor- uninni við stjórnina í Danmörku. Arnljótur Olafsson, formaður og framsögumaður. Benedikt Sveinsson. Th. Thorsteinson. ÍTtskript úr þingbók Jóns landshöfðingjaritara Jónssonar í Elliðaáamálunum. Ar 1880 hinn 15. desember um há- degi var þing sett á bænum Elliðavatni af dómaranum í viðurvist Jóhannesar Oddssonar og (þorláks Guðmundssonar. Var þá tekin fyrir rannsókn út af kistubrotinu E., sem átti sjer stað 25. júlí f. á. Lagt var fram: 34. a og b, 2 stefnur til þessa rjettar- halds. 35. eptirrit eptir hæstarjettardómi 16. febr. 1875 í málinu: B. Sveinsson gegn H. Th. A. Thomsen. 36. Yfirrjettardómsgjörðir í sama máli, lagðar fram í hæstarjetti 27. júlí 1874. 37- Hjeraðsdómsgjörðirnar í sama máli. 38. Loksins lagði dómarinn fram afstöðu- uppdrátt til afnota við áreið þá, sem stefnt hefir verið til. Mættir voru: Guðm. Magnússon bóndi í Helliskoti. Sigurður Guðmundsson, bóndi í Gröf. Sæm. Sæmundsson, bóndi á Elliðavatni. Olafur Ólafsson, bóndi á Vatnsenda. Bjarni Olafsson, bóndi á Árbæ. þ>ar á móti voru ekki mættir ninir stefndu, Páll Melsteð fyrir hönd H. Th. A. Thomsens, Kristján sýslumaður Jóns- son, sem umboðsmaður landssjóðsjarð- arinnar Hólms, nje sjera Hallgrímur Sveinsson, sem umráðamaður kirkju- jarðarinnar Breiðholts. Aptur á móti var mættur landseti prestsins á hálfri jörðinni Breiðholti, Árni Jónsson, en hann sagðist ekkert umboð hafa frá prestinum; en verði að halda fram rjetti ábýlisjarðar sinnar. Enn fremur mætti óstefndur alþingis- maður, borgari Egill' Egilsson, sam- kvæmt umboðsskjali jómfrúar þ>orbjarg- ar Sveinsdóttur, fyrir hönd bróður hennar, sýslumanns Benedikts Sveins- sonar, er var lagt fram sem nr. 39. (Framhald síðar). — Síra Guttormur Guttormsson á Stöð í Stöðvarfirði og prófastur, síra Einar Hjör- leifsson í Vallanesi, báðir dánir. -— Síldarveiði lítil bæði á Seyðisfirði og Eyjafirði. A Seyðisfirði voru 80 norsk skip og 40 á Eyjafirði. AUGLYSINGAR. WILLIAM JAMIESON FISKIYERZLUN í STÓRKAURUM 15, Pitts stræti í Liverpool, stofnsett 1821, tekur að sjer að kaupa og selja í umboði fyrir aðra (Commission) farma af salt- fiski, löngu og ýsu frá Islandi ogFæreyjum. Banki: Liverpool Union banki. Uxidirskrifaður óskar að fá til kaups: Fjölni allan. Ársrit Yestfirðiuga allt. fjóðólf aliau. Isafold alla. Orðskviðasafn Giiiðiu. Jónssonar 1880. íslenzk sagnabliið 1817—1826. Æfisögu Franklins. Reykjavík, 9. ágúst 1881. Kr. O. þorgrímsson. Dönsk lesbók handa byrjöndum. innihaldandi málfrœðisdgrip, leshafla og orða- safn, fæst í bókaverzlun O. Finsens og í Isafoldar prentsmiðju fyrir 50 aura. Hjá kaupmanni þorláki O. Johnson í Beykjavík getur hver sem vill, fengið keypt- an hinn íslenzka fána með hvíta fálk- anum. — Hann kostar 17 kr. Fálkinn er þrykktur eða pressaður á dúkinn. þeir sem vilja, geta fengið fánann sendan með póstum, ef þeir senda póstávísun á undan. Útgefandi: Björn Jónsaon, cand. phil. Prentuð i ísafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.