Ísafold - 10.12.1881, Page 2
Um miðjan október voru mikil mann-
skaðaveður hjer um álfu norðanverða,
einkum þann 14. fórust 130 haf-
skip við Englands strendur; manntjón
þó ekki nema 1 1/.J, hundrað, en fjártjón
talið um 140 milj. krónur.
—• Meðal þeirra mörgu lagafrum-
varpa, sem feld voru af alþingi 1 sumar
er var, var frumvarp um heyjaá-setning.
f»að komst blandað og útþynnt gegn-
um neiðri deild þingsivs en hneixlaði
svo frjálsræðistilfinningu efri deildarinn-
ar, að hún fann sjer skylt að stytta
því stundir.
f>ó er hugsunin hvorki ný nje upp-
komin á ófrelsistímum landsins. Hún
er náskvld landshögum vorum og sveita-
stjórn frá aldaöðli, og hlaut að fæðast
á því landi, þar sem peningi er að svo
miklu le}rti framfleytt með útigangi, vetr-
arríki svo misjafnt ár frá ári, en goða-
stjórn í hjeruðum svo rík, eins og hún
var hjer til forna. Bæði forn lög, og
sögur vorar gjöra ráð fyrir þvi, að hjer
aðsstjórar í þessu sem öðru sjái fyrir
gagni sveitarinnar (sjá t. d. Jónsbók,
landsleigubálk, 12), og nægir í þessu
skyni að minna á Hænsa-jpórissögu,
4. kap.: „Sumar þetta var lítill gras-
vöxtur ok eigi góður fyrir því at lítt
þornaði, ok varð allítil hevbjörg manna.
Blundketill fór um haustið til landseta
sinna, ek segir, at hann vill heyleig-
ur hafa á öllum löndum sínum; eigum
vér margt fé at fóðra, en hey fást lítil;
ek vil ok ráða fyrir hversu miklu slátr-
að er í haust á hverju búi allra minua
landseta, ok mun pá vel hlýða, o. s. frv.“.
Getur sagan ekki um að neinn mót-
mældi, þó sumir sýndu undandrátt á
því að farga fje, eins og Blundketill
hafði fyrir skipað. Eins má sjá það,
að fram eptir öldum var það landsvenja
hjeraðfyrna hey. í fjármunaskrá Hóla-
stóls samantekinni daginn fyrir kross-
messu vorið 1396 eru t. d. taldir 50 faðm.
fyrningartöðu, og votta þó annálar, að 2
árum áður (1394) hafði verið bæði
grasbrestur og harður vetur. Enda
munu flestir greindir bændur játa, að
það sja nauðsynlegt hjer á landi, að
koma fyrir sig heyjum og fyrna. En
—eins kunnugt er það, að óvíða er lifað
eptir þessari góðu reglu, og þótt einn
eða tveir bændur í hverri sveit fyrni,
þá eta þær mögru kýrnar hinar feitu
þegar áharðnar, Hefir því verið stung-
ið upp á ýmsum ráðum á ýmsum tím-
um ,til þess að sjá svo fyrir, að landiðgæti
verið við búið að taka á móti harðindum.
Landcommissíónin frá 1780 (Árni
Magnússon og Páll Vídalín) tók upp í
frumvarp sitt um nýja lögreglu tilskip-
un fyrír ísland, nokkrar greinir um
stofnun heyforðabúra (6. kap. 21.—39.
gr.), og önnur greinin þar á eptir (s.
kap. 40.-—41. gr.), um heyásetningu hjá
bændum. Var hjer farið fram á, að í
hverri kyrkjusókn skyldi vera eitt hey-
forðabúr; skyldi hver búandi maður í
sókninni, hverrar stjettar sem væri,
flytja þangáð á sumri hverju einn mál-
bandshest af vel þurri töðu (minnsta
kosti 3 vættir) fyrir hvern vetrung, sem
hann setti á vetur, en eiga í harðindis
árum aðgang að heyláni úr forðabúr-
inu, eptir því sem efni þess leyfðu, og
að rjettri tiltölu við aðra, gegn því að
greiða að sumrinu 3 hesta af nýju heyi
fyrir hverja 2 af gömlu, sem hann þeg-
ið hefði. Vilji nokkur búandi eigí hlýða
boði hreppstjóra um að skera af hey-
inu í tíma, missi hann tilkall til hey-
hjálpar af forðabúrinu. en hafi því heyi
fyrirgjört, er hann var búinn að flytja
þangað. En horfelli sá bóndi, sem ekki
vildi hlýða hreppstjórum um heyásetn-
ing, pá. skyldi sýslumaður láta hinn
seka mða trjehesti pá pegar á vorpingi
í hálf a eykt eða lengur, o. s. frv. þ>etta
hefði efri deild alþingis þótt hart.
Enda var þetta frumvarp commissíón-
arinnar aldrei að lögum.
Eíið konunglega danska landbústjórn-
arfjelag bauð 1785 norskum bændum
—og munu Islendingar þar hafa átt
með að teljast—verðlaun fyrir að setja
sjálfir á vetur, og tiltaka sjálfir að
haustinu til „skynsamlega“ vetrarfóð-
ur handa peningi sínum. En ekki er
þess getið, að neinn norskur eða íslenzk-
ur bóndi hafi þegið verðlaun fyrir
þessa skynsemi.
Nú tók Stefán amtmaður Thoraren-
sig til og skrifaði rentukammerinu 19.
sept. 1786 um hver nauðsyn værí á
heyásetningu hjá bændum, og það jafn-
vel norðanlands, og vildi hann láta
hreppstjóra framkvæma heyásetning-
una, og ef bóndi óhlýðnaðist, skera það
af peningi hans af heyjum, sem þörf
væri á, en sekta bónda þar á ofan.
Hjer til svaraði rentukammerið með
brjefi 19. júní 1787, álíka og sumir þing-
menn í sumar er var, „að heyásetning-
in, myndi verða nokkurskonar ónáttúr-
legt hapt á þeim yfirráðsrjetti, sem
hverjum einum tilheyrir yfir eign sinni
og því að haga búskap sínum þannig,
sem manni sjálfum sýnizt, og hann ber
framast skyn á“, þó þessi óskerti yfir-
ráðsrjettur hins einstaka aldrei nema
geta stofnað öllu fjelaginu í vanda.
Nú setti Lærdómslistafjelagið það
verkefni (L. 1. f.s rit XI, 296-—305). að
tillögur yrði því sendar um það, hvort
pab muni ekki á einhvern háttmögulegt
vera, með landsins eigin afta og sam-
einuðum alpýðzikröplum, án pess aðstóla á
konunglegan tilstyrk eða stórgjafir nokk-
urra föðurlandsvina\ að setja nokkur
almennileg hey- og mat-forðabúr á stofn
ag viðhalda peimi síðan á Islanái, hin
fyrri í hverri kirsjusókn eða að minnsta
kosti í hverjum sjerlegum prestspingum,
o. s. frv. (þessari spurningu varð, að
svo miklu oss er kunnugt, enginn til
að svara, nema Stefán amtmaður Thor-
arensen. í lærd. listafjel.sritum, XIII
bls .116 124, kemur hann með nýja til-
lögu, sem gengur í þá stefnu:
1., að hver búandi maður á sínu
heimili geymi til fyrningar í tópt eða
stakk sjer 20 fjórðunga heys fyrir hvert
hundrað í fríðum peningi, er hann set-
ur á vetur.
2., að hann hafi ekki heimild til að
taka á þessum fyrningaforða, nema með
vitund og leifi sóknarprests og hrepp-
stjóra, og brúki hann allt heyið eða
nokkuð af því í harðindunum, þá láti
hann jafnmikið að sumrinu í þess stað
aptur í fyrningakleggja. Brúki hann
hey þetta í óleyfi sæti hann sektum.
3., Hreppstjórar tilgreini heyforða
þessa í hvers árs búnaðartöflum.
4., Verði búandi heylaus, án sjerlegra
óhappa eða framúrskarandi harðinda,
sæti hann sektum.
5. Fyrningarforði fylgi ávallt jörð-
unni, þótt ábúendaskipti verði. En hinn
nýji ábúandi geldur fráflytjanda, eða
búi hans, hafi hann dáið á jörðinni,
sanngjarnt verð fyrir heyið.
6. Hafi fyrningarheyið staðið svo
lengi óátekið, að það er farið að dofna,
þá taki búnndi það til notkunar, en láti
jafnmikið nýtt hey í staðinn.
7. Hreppstjórar hafi stöðugt eptir-
irlit með fyrningarforðum þessum, að
ekki gangi þeir til þurðar fyrir heim-
ildarlausa brúkun, illa hirðingu, o. s. frv.
og gæti þess að kleggjarnir sjeu vel
þaktir og vel hirtir.
Ekki er oss kunnugt hvern árangur
þessi tillaga Stefáns amtmanns hafði.
Hann mun lítill hafa verið. Menn skrif-
uðu, skröfuðu og bollalögðu, en þegar
harðindin dundu á af nýju um alda-
mótin, kollfelldi almenningur skepnur
sínar, sökum heyieysis. Hjá engum var
ásett, engin heyforðabúr voru nokkurs-
staðar, en—búendur höfðu fullt frelsi
til þess að oyðileggja sinn og landsins
hag um langan tíma. Svona gengur
og hefir gengið hjá oss í mörgum grein-
nm, og svonn er hætt við að fari fram-
vegis, nema vjer lærum að setja þau
rjettu takmörk milli frelsis og sjálfræð-
is. þ>etta kunnu forfeður vorir betur.
Tímarit Ibókmenntafjelagsins 2. árg.
1881, 2. og 3. hepti er útkomið, og
hefir inni að halda langa og fróðlega
ritgjörð eptir Árna landfógeta Thor-
steinsson, um laxkynjaða fiska og fiski-
rcekt, og Yfirlit yfir bókmentir íslend-
inga á 19. öld, eptir Jónas stúdent Jón-
asson. Sökum þess veiðin í Elliðaán-
um er á dagskrá, skal þess getið, að
eptir ritgjörð landfógetans (bls. 75—76)
veiddust í kistum þeim sem voru í án-
um, á degi hverjum 1807 um 100 laxa
á dag, „og á einum degi, þá er vatni
var afveitt, um 6000 laxar. þ>essi veiði
var að vísu þá talin óvanalega mikil,
og hún er það og, þegar að er gætt,
að lítið vatnsmegn er í ám þessum. í